Morgunblaðið - 02.03.1999, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 02.03.1999, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 2. MARZ 1999 r MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Volvo þegir um tilboð í Navistar Stokkhdlmi. Reuters. VOLVO hefur neitað að láta hafa nokkuð eftir sér um nýjar vangavelt- ur um að fyrirtækið sé í þann veginn að gera tilboð í bandaríska vörubfla- og strætisvagnaframleiðandann Na- vistar International Corporation. Blaðið Dagens Industri segir að til- boð Volvo kunni að verða á bilinu 48-50 dollarar á hlutabréf og sam- kvæmt því yrði fyrirtækið metið á allt að 3,3 milljarða bandarískra dollara. Verð hlutabréfa í Navistar komst í 43,50 dollara um miðjan febrúar og hafði ekki verið hærra í níu ár. Astæðan var tal um að Volvo mundi yfirtaka Navistar til að auka vöru- bílaframleiðslu sína eftir sölu fólks- bíladeildarinnar til Ford. Sérfræðingar segja að Volvo verði að ákveða fljótt hvernig fyrirtækið eigi að fjárfesta 6,45 milljarða doll- ara, sem það fékk fyrir fólksbfla- deildina, til að tryggja hag hluthafa og koma í veg fyrir yfirtöku. Volvo hefur oft sagt að ekkert liggi á. Viðræðum Volvo við sænska keppinautinn Scania hefur verið slit- ið vegna þess að aðalhluthafinn, In- vestor AB, setur upp of hátt verð. Að sögn Dagens Industrí munu forstjórar Volvo og Navistar hittast í næstu viku. Volvo hefur staðfest að Leif Johansson forstjóri fari til New York að taka þátt í bílaráðstefnu, en vill ekkert um það segja hvort hann hittir forstjóra Navistar, John Home. Lífeyrissjóðir SR og hjúkrunarfræðinga Vextír afnýjum lán- um lækka í 5,3% LIFEYRISSJOÐUR starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóður hjúkrunar- fræðinga munu lækka vexti af lánum til sjóðfélaga og breyta lánareglum frá og með næstu mánaðamótum. Samkvæmt ákvörðun stjórna lífeyr- issjóðanna verða vextir af nýjum lán- um 5,3% og verða þéir breytilegir. Vextir af lánum til sjóðfélaga hafa að undanförnu verið 6% og 6,8% að því er kemur fram í fréttatilkynningu frá sjóðunum. Eldri lán sjóðanna eru ýmist með fasta vexti eða breytilega. Breytflegir vextir af eldri lánum verða færðir í 5,3% og sjóðfélögum, sem eru með lán með fóstum vöxtum, verður gefinn kostur á að breyta þeim í 5,3% og gera þá breytilega. Auk breytinga á vöxtum ákváðu stjórnir Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóðs hjúkrunar- fræðinga aðrar breytingar á lána- reglum sjóðanna. Hámark lánsfjár- hæðar verður að jafnaði fjórar miUj- ónir króna en sjóðfélagar geta þó fengið hærri lán að undangengnu sérstöku mati á greiðslugetu og veð- hæfni eigna. Reglum um hverjir eigi rétt á láni verður jafnframt breytt á þann veg að allir sem greiða eða greitt hafa ið- gjald til sjóðanna eigi rétt á láni. All- ar takmarkanir á lánsrétti varðandi iðgjaldagreiðslur í tilteMnn tíma verða því afnumdar að því er segir í tilkynningunni. m NÝSKÖPUNAR- VERÐLAUN RANNSÓKNARRÁÐS OC ÚTFLUTNINGSRÁÐS 1999 Morgunverðarfundur um nýsköpun Rannsóknarráð íslands og Útflutningsráð íslands bjóða til morgunverðarfundar um nýsköpun að Grand Hóteli, Sigtúni 38, miðvikudaginn 3. mars nk. kl. 8.00 - 10.00. Nýsköpunarverðlaun Rannsóknarráðs og Útflutningsráðs verða afhent á fundinum. Fundarstjóri Vilhjálmur Lúðvíksson framkvœmdastjóri Rannsóknarráðs Islands DAGSKRÁ „Að flytja út ísland" Davíð Oddsson forsœtisráðherra Er íslensk stjórnsýsla útflutningsvara? Ágúst Jónsson ráðgjafaverkfrœðingur Afhending Nýsköpunarverðlauna Rannsóknarráðs og Utflutningsráðs 1999 Páll Sigurjónsson stjórnarformaður Útflutningsráðs Islands Þátttaka er ókeypis og öllum heimil. Vinsamlega tilkynnið þátttöku til Rannsóknarráðs í síma 562 1320 eða Útflutningsráðs í síma 511 4000 RAMMÍS 0 /// ÚTFLUTNINGSRÁÐ ÍSLANDS Morgunblaðið/Golli LIISA Joronen klæðist alltaf gulu, enda lítur hún á sig sem gangandi únynd fyrirtækis síns, SOL ltd. eða Sdl- ar. „Ég elska gult, klæði jafhvel hundinn minn í gult og maðurinn minn gengur með guit bindi," sagði Liisa. Liisa Joronen forstjóri Sol ltd. í Finnlandi á ráðstefnu Gæðastjórnunarfélagsins Gott fyrirtæki er eins og djasshljómsveit DR. LIISA Joronen, hugmynda- smiður og forstjóri hreingerningar- og viðhaldsfyrirtækisins SOL ltd. í Finnlandi, sagði gestum á ráðstefnu Gæðastjórnunarfélags íslands ný- verið, sem bar yfirskriftina Listin að stjórna, „sannar sögur", af því hvernig óhefðbundnar stjórnunar- og skipulagsaðferðir sem hún hefur beitt í fyrirtæki sínu, hafi náð að skila góðum árangri, svo eftir er tekið víða um lönd. Fyrirtæki hennar hefur tvisvar hlotið finnsku gæðaverðlaunin, árið 1991 og 1993, og að því er fram kom í máli hennar á ráðstefnunni var mælst til þess við fyrirtækið að það sækti ekki oftar um útnefningu til verðlaunanna þar sem gæði þjónustunnar sem fyrirtækið veitir er í slíkum úrvalsflokki. Sam- kvæmt Liisu líður ekki sá dagur í fyrirtækinu að rætt sé um hvernig megi uppfylla betur þarfir við- skiptavinanna og gera þá ánægð- ari. Hagnaður felst í hamingjusömu starfsfólki Sol er fyrirtæki með alls um 3.600 starfsmenn og óhefðbundið að því leyti að það er ekki með skipurit, starfslýsingar og fleira þar sem Li- isa er efins um það rekstrarform, þrátt fyrir að það sé algengast hjá fyrirtækjum um þessar mundir. Hjá fyrirtækinu eru til dæmis engin stöðutákn og enginn starfsmaður er með eigin skrifstofu, ekki einu sinni forstjórinn sjálfur. Ekki er um fastan vinnutíma að ræða hjá fyrirtækinu og eins og Li- isa orðar það sjálf, er nóg að starfs- fólkið sé meðvitað um markmiðin sem þurfa að nást og 'að það skili sinni vinnu þannig að viðskiptavin- urinn verði ánægður. Til gamans sagði Liisa að hana grípi stundum skelfing þegar hún áttar sig á því að hún er ekki lengur „bráðnauðsynleg" í fyrirtækinu og þá finnst henni hún jafnvel þurfa að gera sig mikilvæga með einhverjum ráðum. Nefndi hún sem dæmi að eftir 5 vikna fjarveru eitt sinn, hafi allt verið í himnalagi þegar hún kom aftur, engin vandamál hafi komið upp, fyrirtækið hafi „rekið sig sjálft" með glæsibrag. „Gott fyrirtæki er eins og djass- hljómsveit. Allir geta verið stjörnur og haft gaman af því að spila með. Allir geta spunnið en spilamennsk- an verður samt að fara eftir ákveðn- um reglum," segir Liisa. Hún sagði að nokkur lykilorð skiptu máli í stjórnunarstefnu fé- lagsins; traust, frjálsræði, ábyrgð, sköpunarkraftur, verkgleði, reglu- leg endurmenntun og markmið. Einnig er það mikilvægt í hennar stefnu að fólk sé hamingjusamt í vinnunni, skili miklum gæðum, brosandi viðskiptavinum og þarafleiðandi góðum hagnaði. Það sem er grundvallaratriði í hennar hugmyndafræði er traust til starfsmanna. Hún segir að fyrst að starfsmönnum hennar takist að lifa sínu daglega lífi og takast á við öll þau vandamál sem þar koma upp geti þeir gert það sama í vinnunni, engin ástæða sé til þess að slökkva á heilastarfseminni þegar þangað kemur. „Lífið á ekki að vera aðskilið í vinnu og einkalíf, lífið á að vera heildstæð blanda af hvorutveggja," sagði Liisa. Þessu til staðfestingar sagði hún að „draumahreingerningastarfs- maðurinn", sem nokkur hundruð starfsmenn í fyrirtækinu flokkast þegar undir, sé sá sem ekki aðeins hreinsar sín svæði, eða sínar bygg- ingar, heldur sjái um launabókhald sitt, skipuleggi verkefni með við- skiptavininum, hafi eftirlit með því verkefni sem fyrir hendi er, geti selt viðskiptavinum nýja þjónustu og vinni einföldustu tölvuvinnu sem snýr að verkefninu. Að auki ber hann ábyrgð á að útvega fólk til að fylla í skarð sitt ef hann forfallast. „Af hverju ætti allt svona að fara í gegnum einhvern yfirmann þegar starfsmaðurinn sjálfur veit miklu betur hver staða verkefnisins er á hverjum tíma, hvað þarf að bæta og svo framvegis?" Anægður íslenskur leigubflstjóri Liisa segir að þrátt fyrir að hún hafi í raun illan bifur á tölvum sé SOL eitt tæknivæddasta fyrirtækið í Finnlandi. Allt starfsfólk er með farsíma, raddstýrðan tölvupóst, far- tölvur og allan búnað sem þarf til að viðkomandi geti unnið hvar og hvenær sem hann kýs. I þeim hluta þar sem Liisa talaði um mikilvægi þess að hafa ánægt starfsfólk tók hún íslenskt dæmi. Hún sagðist strax hafa fengið mjög jákvæða mynd af íslandi þegar hún var nýkomin til landsins. Hún hafi tekið leigubíl frá flugvellinum og leigubílstjórinn hafi sagt henni sitt- hvað um land og þjóð. Henni fannst starfsgleði bflstjórans skína í gegn- um það sem hann sagði og augljóst væri að þarna væri starfsmaður sem hefði ánægju af sínu starfi og það skQaði sér í ánægðum viðskiptavini, sem var hún í þessu tilfelli. Altech selur til ALCAN ALTECH JHM hf hefur undir- ritað samninga um sölu á fimm tækjum í nýtt álver ALCAN fyrir- tækisins í bænum Alma í Quebec fylki í Kanada. ALCAN er stærsti álfarmleiðandi heims og hefur markað sér mjög umhverfisvæna framtíðarstefnu. Hönnuðir hins nýja álvers eru verkfræðifyrirtæk- ið Bechtel. Það má telja það viðurkenningu fyrir ALTECH að þessir aðilar hafi valið búnað frá íslensku fyrir- tæki í Alma álverið, sem á að verða hagkvæmasta álver heims, að því er kemur fram í fréttatil- kynningu. Fyrirtækið ALTECH hefur ein- beitt sér að þróun tækni til upphit- unar, þurrkunar og viðgerða í skautsmiðjum álvera, þar sem not- uð er rafhitunartækni. ALTECH hefur þegar þróað og selt tæki til ál- vera fyrir 650 milljónir króna á síð- ustu þremur árum. Samningar um ný tæki nema 90 miUjónum króna það sem af er af árinu. ALTECH flutti starfsemi sína nýlega í húsnæði að Lynghálsi 10 í Reykjavfk. Hlutafé ALTECH er að mestum hluta í eigu Jóns Hjaltalíns Magnússonar og fjölskyldu hans, en tæknistjóri fyrirtækisins er Pálmi Stefánsson, verkfræðingur. 10 starfsmenn vinna hjá fyrirtæk- I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.