Morgunblaðið - 02.03.1999, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 02.03.1999, Blaðsíða 42
— 42 ÞRIÐJUDAGUR 2. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUFHEIÐUR JENSDÓTTIR + Laufheiður Jensdóttir fæddist í Bakkabúð í Fróðárheppi 5. október 1917. Hún lést á heimili sínu 17. febrúar síðast- liðinn. Foreldrar henanr voru Þor- gerður Helena Guðmundsdóttir, f. 28.9. 1888 frá Geirakoti í Fróðár- hreppi á Snæfells- nesi, d. 28.12. 1968, og Jens Kristjáns- son, f. 3.6. 1888 á Bár í Eyrar- sveit á Snæfellsnesi, d. 8.9. 1972. Árið 1919 fluttust for- eldrar hennar að Haukabrekku í Fróðárhreppi og bjuggu þar til ársins 1926, en þá fluttust þau til Hafnarfjarðar, þar sem þau bjuggu til æviloka. Systk- ini Laufheiðar voru: Júliana, f. 26.12. 1913, d. 17.1. 1959; Sig- urvin, f. 10.4.1916, d. 9.7.1953; Bragi, f. 20.11. 1919, d. 15.1. 1945; Haukur Breiðfjörð, f. 25.3. 1926, d. 12.6. 1926; og Málfríður, f. 12.6. 1929, d. 5.9. 1987. Hinn 27. júlí 1940 giftist Laufheiður Eiríki Kristni Þórðarsyni frá Vattarnesi í Fáskrúðsfjarðarhreppi, f. 13.10. 1914, d. 15.8. 1987. Þau bjuggu alla tíð í Reykjavfk. Börn Laufheiðar og Eiríks Hvað varð um yður, Austurstrætisdætur, með æskuléttan svip og granna fætur. (Tómas Guðmundsson.) Nú hefur ein af Austurstrætis- dætrum kvatt þennan heim. Sem kornung stúlka kom Heiða sunnan úr Hafnarfirði og fór að vinna á Café Royal sem þá var í Austur- stræti og upp frá því var miðbær- inn starfsvettvangur hennar. Á Ca- fé Royal handsneri Heiða ísvél til Crfisdrykkjur VerUAoahú/ið GfiPi-mn Sími 555 4477 fl '¦ "¦^¦í<jf/i Útfararstofa íslands sér um: Útfararstjóri tekur að sér umsjón útfarar í samráði við prest og aðstandendur. - Fiytja hinn tátna af dánarstað í líkhús. - Aðstoða við vai á kistu og líkklæðum. - Undirbúa lik hins látna f kistu og snyrta ef með þarf. Útfararstofa íslands útvegar: - Prest. - Dánarvottorð, - Stað og stund fyrir kistulagníngu og útför. - Legstaö i kirkjugarðl. - Organista, sðnghópa, eínsöngvara, elnteikara og/eða annað listafólk. - Kistuskreytingu ög fána. - Blóm og kransa. - Sálmaskrá og aðstoðar við val á sálmum. - Ukbrennsluheimild. - Duftker ef líkbrennsla á sér stað. - Sal fyrir erfidrykkju. - Kross og skilti á leiði. - Legstein. - Flutning á kistu út á land eða utan af iandi. - Flutning á Wstu til landsins og frá landinu. Sverrir Eínarsson, Sverrir Olsen, útfararstjóri útfararstjórl Útfararstofa íslands - Suðurhlíð 35 -105 Reykjavik. Sími 581 3300 - allan sólarhringinn. eru: 1) Guðrún, f. 26.8. 1936, gift Viðari Janussyni, f. 2.2. 1934. Þeirra dætur eru Heiða Helena, f. 11.2. 1963, maki Eiríkur Páll Jörundsson, f. 24.12. 1962. Dætur þeirra eru Guðrún Rakel, Ása Hrund og Birna Rún. Karen, f. 14.5. 1968, maki Helgi Friðrik Halldórs- son, f. 13.7. 1966. Sonur þeirra er Viðar Janus og dóttir Karenar er Helga Sara Henrýsdóttir. 2) Þórður, f. 21.4. 1941, kvæntur Guð- rúnu Gerði Björnsdóttur, f. 31.5. 1947. Börn þeirra eru Inga, f. 23.1. 1968, maki Reyn- ir Garðar Gestsson, f. 27.3. 1962. Þeirra börn eru, Guðrún Hanna, Eiríkur Már, Telma Sif, og Andri Freyr. Berglind, f. 8.4. 1971, maki Ekkert Guð- mundsson, f. 5.7. 1965. Dóttir þeirra er Margrét Osk og son- ur Berglindar er Þórður Kri- stján Ragnarsson. Bjðrn Heið- ar, f. 19.11. 1980. Sonur Þórð- ar er Eiríkur Kristinn, f. 8.6. 1959. Útför Laufheiðar fer fram frá Hafnarjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. að byrja með, seinna varð hún framreiðslustúlka eða „servetrise" eins og það kallaðist þá. Eitt af verkefnum Heiðu var að færa Kjarval morgunkaffið upp á loftið þar sem hann bjó. Þeim varð vel til vina í fóstu samskiptamynstri sem hún hafði gaman af að segja frá. Heiða var af þeirri kynslóð sem varð að standa sig frá unga aldri enda var hún svo húsbóndaholl að okkur hinum fannst stundum nóg um. Hún var mjög geðprúð, hafði hressilegt við- mót og mikla þjónustulund. Heiða vann lengi á Ingólfs Café þar sem hún gekk um beina, oft frá morgni og langt fram á nótt. Hún var komin yfir fimmtugt þegar hún byrjaði að vinna á Hressingarskálanum í Austur- stræti. Þar vann hún lagt fram yfir þann aldur sem fólk lýkur hefð- bundinni starfsævi. Það voru breyttir tímar og breyttar áherslur sem fengu hana til að hætta að vinna á Hressingarskálanum, því hvorki skorti hana starfsviJja né lífskraft. Heiða var stórglæsileg kona með mikla orku og persónulegan stíl. Hún varð aldrei gömul kona, hún varð einungis eldri dama. Ég hef þekkt Heiðu á fjórða ára- tug. Hún var mér alla tíð góð tengdamóðir og af henni lærði ég margt. Oft kom hún mér til hjáipar þegar ég var stopp með hálfsaum- aðar flíkur enda lék allt í höndun- um á henni auk þess sem hún var mjög hstræn. Einn góðviðrisdag á liðnu sumri gekk Heiða með okkur hjónum eft- ir Austurstræti og gamla rúntinn. Verst þótti henni að hún var ekki á nógu „elegant" skóm. Hún gekk hægt, var hugsi, dokaði oft við og horfði í kringum sig. Okkur fannst sem hún væri að búa sig undir að kveðja. Heiðu varð að ósk sinni að fá að deyja í rúminu sínu. Nú hefur hún hitt Eika sinn og skelfing hefur hann orðið feginn að fá hana Heiðu sína til sín. Hlýjar minningar lifa með þeim sem eftir eru. Já, þannig endar lífsins sólskinssaga. Vort sumar stendur aðeins fáa daga. En kennske á upprisunnar mikla morgni við mætumst öll á nýju götuhorni. (Tómas Guðm.) Guðrún G. Björnsdóttir. í dag kveðjum við hana ömmu Heiðu, Laufheiði Jensdóttur. Hún fæddist í Fróðárhreppi á Snæfells- nesi þar sem hún ólst upp ásamt þremur af sex systkinum sínum en eitt þeirra lést aðeins nokkurra mánaða gamalt. Húsaskjólið var torfbær þar sem þau sváfu undir súð í lítilli baðstofu sem kynt var með kolavél í einu horninu og eldi- viðurinn var mór. Til lýsingar var notaður grútarlampi en kerti voru aðeins notuð á jólum til hátíðar- brigða. Jólagjafir voru með öðrum hætti en þekktist í dag og minntist amma Heiða þess er hún fékk kerti og kökusneið í jólagjöf. Bærinn var frekar einangraður vegna erfiðra samgangna og því lítið um gesta- gang. Arið 1925 fluttist amma Heiða ásamt fjölskyldu sinni til Reyka- jvíkur og þaðan til Hafnarfjarðar ári seinna. Afram fjölgaði börnum þeirra Jens og Gerðu, systkinin orðin fimm og bjó fjölskyldan í leiguhúsnæði sem samanstóð af einu herbergi og eldhúsi. Stuttu síðar keypti Jens lítið hús sem kall- að var Dalbær, en ekki var hús- rýmið þó mikið, ein stofa, eldhús og aukaherbergi sem þau leigðu út. Þó var oft glatt á hjalla í Dalbæ og mikill kveðskapur stundaður á heimilinu. Amma Heiða gekk í skóla á vet- urna ásamt systkinum sínum. Júlí- ana, elsta systirin, hjálpaði Gerðu með heimilsstörfin en amma Heiða passaði yngri systkinin. Systkinin voru böðuð í bala á moldargófli í kjallaranum. Bræðurnir voru send- ir í sveit á sumrin og fengu í laun kjötskrokka sem saltaðir voru og komu sér vel fyrir fjölskylduna. Til að afla sér viðurværis festu Jens og Gerða kaup á einni kú sem sá þeim fyrir mjólk, sem þau keyptu áður í Skálholti. Heimilið var lýst upp með olíulömpum og kol notuð til kyndingar. Tíu ára gömul byrjaði amma Heiða að vinna í saltfiski. Hún æfði líka fimleika og var valin í 16 stúlkna úrvalsflokk og tók þátt í fjölda fimleikasýninga fram til árs- ins 1933. Það ár tók flokkurinn einnig þátt í Fimleikamóti íslands. Árið 1934 flutti amma Heiða ein til Reykjavíkur þar sem hún leigði sér herbergi og vann á Kaffi Royal. Hún vann þar fyrst við handknúna ísvél og síðar í sælgætisbúðinni. Um þetta leyti kynntist hún lífs- förunauti sínum Eiríki Þórðarsyni sjómanni og eignuðust þau Guð- rúnu, fyrra barn sitt, árið 1936. Þau giftu sig árið 1940 og var hjónaband þeirra alla tíð mjög gott og einkenndist af kærleika og hlýju. Eiríkur lést árið 1987. Vegna þess hve afi Eiki var mik- ið fjarverandi á sjónum fluttist amma Heiða til Hafnarfjarðar í foreldrahús en eftir giftinguna ákváðu þau að flytja á ný til Reykjavíkur. Vegna annríkis hjá ungu hjónunum var ákveðið að Guðrún yrði áfram hjá ömmu sinni og afa. Þegar síðan til stóð að Guð- rún flytti í foreldrahús lést Bragi, sonur Jens og Gerðu, í sjóslysi að- eins 25 ára gamall og þótt því ekki við hæfi að taka Guðrúnu þaðan líka og ólst hún því upp hjá ömmu sinni og afa. Árið 1941 eignðust amma Heiða og afi Eiki son sinn Þórð. Alla tíð lögðu þau hjónin mikið kapp á að vinna, amma Heiða starfaði lengi á Ingólfskaffi, Hótel Esju og á Hressingarskálan- um, en einnig starfaði hún við af- greiðslu í verslun. Amma Heiða var alla tíð mjög atorkusöm kona. „Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín." (K. Gibran.) Elsku amma Heiða. Þú varst miklu meira en bara amma mín. Þú varst góð vinkona sem ég á eftir að sakna mikið. Upp í hugann koma minningar frá bernsku þegar ég kom við á Hressó á leið í ballett, bíltúr með afa Eika niður að höfn þegar ég gisti hjá ykkur og allir háhæluðu skórnir þínir sem þú átt- ir í öllum regnbogans litum. Ofar- lega í huga mér er þakklæti fyrir að börnin mín, Helga Sara og Við- ar Janus, fengu að njóta hlýju þinnar. Nú eiga litlir puttar Viðars eftir að benda á Hátún 4 og heimta að kíkja inn til ömmu Heiju, eins og hann kallaði þig. Síðan verður grátur og mótmæli þegar ekki verður hægt að verða við óskinni. Amma Heiða var lánsöm mann- eskja. Hún átti góa vini sem reynd- ust henni vel í blíðu og stríðu, eins og Öllu frænku, Fjólu vinkonu og Nonna og Gumma eða vinina sína eins og hún kallaði þá. Hennar stoð og sytta síðustu árin var Friðþjóf- ur Bjórnsson læknir og á hann miklar þakkir skildar fyrir um- hyggju sína. Elsku amma Heiða. I hjarta okkar geymum við minningarnar um þig eins og gullmola, umvafðar kærleika sem við berum til þín. Blessuð sé minning þín. Karen, Helgi Friðrik, Helga Sara og Viðar Janus. Eitt er víst að enginn veit hvað morgundagurinn ber í skauti sér. Það voru dapurlegar fréttir sem okkur bárust austur á Höfn mið- vikudaginn 17. febrúar sl. að hún amma Heiða hefði látist þá um nóttina. Hún sem alltaf var svo létt og kát og ætíð bar höfuðið hátt þrátt fyrir erfið veikindi undan- farna mánuði. En nú hefur hún kvatt okkur í hinsta sinn og hlotið hvíldina löngu við hMð afa Eika. Það sem einkenndi ömmu alla tíð var glæsileiki og segja má að hún hafi ætíð lagt áherslu á að vera vel til höfð. Hún var manneskja sem ekki sat með hendur í skauti held- ur var sífellt á ferðinni, kvik og létt í spori og hafði alltaf eitthvað við sinn tíma að gera. Þeim eiginleik- um hélt hún fram undir það síðasta þrátt fyrir háan aldur. Alltaf var notlegt að koma til hennar í Hátún 4, þá var allt dregið fram sem til var og gestum boðið enda var amma Heiða með afbrigðum gjaf- mild og þótti ætíð betra að gefa en þiggja- Amma hafði oft orð á því er við töluðum við hana hversu þakklát hún var þeim sem aðstoðuðu hana og sýndu stuðning í veikindum hennar. Hún fékk einnig mikið út úr því sem fyrir hana var gert og lét ævinlega þakklæti sitt í ljós. Okkur er sérlega minnisstæð heimsókn hennar hingað austur haustið 1996, þegar hún gisti hér í nokkra daga ásamt Gunnu og Við- ari. Þessa daga var haldin dægur- lagakeppni á Höfn í tilefni af aldar- afrriæli staðarins, með tilheyrandi veisluhöldum og dansleik fram eft- ir nóttu. Þetta átti nú við hana, hún naut þess að vera í góðum félags- skap og taldi ekki eftir sér að vaka fram eftir nóttu. Hún talaði oft um það síðar hve ánægð hún var með þessa ferð hingað til okkar enda stóð alltaf til að koma aftur austur, ef heilsan leyfði. Þannig minnumst við hennar, konu sem leið best inn- an um annað fólk, lífsglöð og bros- andi. Elsku amma Heiða, það er með tár á hvarmi en hlýju í hjarta sem við kveðjum þig og þökkum fyrir allar ánægjustundirnar og það veganesti sem þú gafst okkur á Jífsins braut. Farþúífriði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Heiða, Eiríkur, Guðrún Rakel, Ása Hrund og Birna Rún. Hún amma Heiða lagðist til hvílu og í svefninum hóf hún ferðalag sitt til annarra heima. Amma var á áttugasta og öðru ári, þótt aldur hennar hafi ætíð verið viðkæmt mál, enda afskap- lega afstæður í hennar tilfelli. Hún var alltaf svo ung í anda og höfðu vinkonur mínar oft á orði hvað amma væri mikil „pæja" enda stórglæsileg kona, alltaf vel til höfð, sprangandi um á háum hælum. Amma vann mikið alla sína tíð. Hún var lengi á Ingólfskaffi og í seinni tíma vann hún á Hressing- arskálanum. Þar vann hún við að bera fram tertur í „búðinni" og voru ferðir mínar tíðar þangað þegar ég var milli tíma í eða búin í Tónmenntaskólanum. Seinna var ég svo heppin að vinna þar eitt sumar með henni. Þegar ég byrj- aði sagði hún mér að vinnuregla númer eitt væri að á Hressó héti hún Heiða þótt annars staðar væri hún „amma", því" henni þótti ómögulegt að hálffullorðið fólk kallaði „amma" á eftir henni. Á Hressó var mjög góður starfsandi og þrátt fyrir aldursmun kvenn- anna sem fyrir voru og okkar sum- arafleysingastelpnanna var ekkert kynslóðabil og höfðu þær mjög gaman af og tóku þátt í galsanum sem oft myndaðist eftir langar vaktir. Amma fór á „fundi" (en það kallaði hún bingóferðirnar sínar) sem urðu tíðari með árunum. Hún mikill náttúrutalent, málaði mynd- ir og saumaskapur lék í höndunum á henni, hún var kjarnakona sem aldrei var iðjulaus og ef dauður tími myndaðist tók hún sig til og færði öll húsgögn, breytti og bætti, boraði og spartlaði og negldi og hafa húsgögnin farið marga hringi í íbúðinni í gegnum tíðina. Það var alltaf létt í ömmu og gott og tala við hana því hún var góður trúnaðarvinur sem talaðí ætíð við mann sem jafningja. Þegar ég kynntist Reyni manni mínum fór- um við niður í Hátún og voru afi og amma þau fyrstu sem ég kynnti hann fyrir, og tóku þau honum strax opnum örmum. Þar sem báð- ir voru sjómenn gátu þeir skrafað um sjóinn fyrr og nú, og í seinni tíð fylgdist svo amma alltaf með hvernig gengi á sjónum og með „öll heilu börnin" enda þekkti hún þetta líferni mjög vel. Amma var mikið jólabarn, í bernsku biðum við systkinin spennt á aðfangadagskvöld eftir að amma og afi kæmu því þá var kvöldið fullkomnað. Síðustu tvö ár- in hafa börnin mín fengið að upp- lifa þessa tilhlökkun þegar amma, afi og frændi ásamt ömmu Heiðu komu til okkar í Grindavík. Hafði hún mjög gaman af öllum göslara- ganginum í börnunum. Seinna um kvöldið héldu eldri börnin tónleika þar sem þau spiluðu m.a. Heims um ból og fannst ömmu mikið til koma. Amma mín, við kveðjum þig og minningin um góða og glaðværa kjarnakonu sem okkur þótti afar vænt um situr eftir í huga okkar. Inga, Reynir og börn. Skila- frestur minning- argreina EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: I sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á fóstudag. I mið- vikudags-, fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.