Morgunblaðið - 02.03.1999, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 2. MARZ 1999 19
VIÐSKIPTI
Upplýsingakerfi vegna Schengen
Samið við Nýherja
DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ hef-
ur í samstarfi við Norðurlöndin
gert samning við IBM um gerð
hluta af upplýsingakerfi sem
koma þarf upp í löndunum í
tengslum við þátttöku þeirra í
Schengen-samstarfinu. Nýherji
mun sjá um uppsetningu og við-
hald kerfisins hér á landi. Sams
konar kerfi verður sett upp á
hinum Norðurlöndunum af D3M í
hverju landi. Meðfylgjandi mynd
var tekin þegar Björn Friðfinns-
son, ráðuneytisstjóri í dómsmála-
ráðuneytinu, og Frosti Sigurjóns-
son, forsljóri Nýherja, handsöl-
uðu samning vegna uppsetningar
kerfisins hérlendis.
Þessi kerfi munu öll tengjast
höfuðupplýsingakerfi Schengen-
svæðisins í Strassborg í Frakk-
landi að því er fram kemur í frétt
frá Nýherja. Hugbúnaðarlausn
IBM fyrir þetta verkefni inni-
heldur þann hluta Schengen-upp-
lýsingakerfisns sem nefnist
„National Schengen Information
System" (NSIS). Tölvukerfið
verður endanlega tiibúið til upp-
setningar og lokaprófana sumar-
ið árið 2000 og gert er ráð fyrir
fullri notkun þess í október sama
ár._
I fréttinni kemur fram að
IBM hafi nú þegar afhent tölvu-
kerfi vegna Schengen-sam-
komulagsins til Austurríkis og
þar hafi það verið í fullri notk-
un í rúmt ár. „Lausnin sem af-
hent verður Norðurlandaþjóð-
miiiin byggist á þessari lausn,
sem reynst hefur einkar vel en
verður löguð að þeirra þörfum.
Akvörðun um sameiginlegt upp-
lýsingakerfi allra Schengen-
landanna tryggir mikið öryggi í
samþættingu gagna og gerir
lögregluyfírvöldum kleift að
skiptast á gögnum á skjótan og
einfaldan hátt, sem stuðlar að
auknu öryggi borgaranna," seg-
ir í fréttinni.
Velta íslenska hlutabréfamarkaðarins í fyrra
Dróst saman um 4 %
VELTA á hlutabréfamarkaði dróst
saman á síðastliðnu ári, frá árinu á
undan, í fyrsta sinn frá því við-
skipti hófust á Verðbréfaþingi Is-
lands. Þetta gerðist þrátt fyrir að
fyrirtækjum á þinginu fjölgaði og
sala í almennum hlutafjárútboðum
yæri óvenju mikil. Þátttaka á
markaðnum var meiri en áður og
hlutur hlutabréfa í eignasafni inn-
lendraaðilajókst.
Fjallað er um íslenska hluta-
bréfamarkaðinn á síðasta ári í
Hagtölum raánaðarins. Þar segir
að eftir samfellt skeið mikillar
veltuaukningar á hlutabréfamark-
aði á árunum 1993-97, er árleg
velta hlutabréfa á VÞÍ tæplega
fjórtánfaldaðist, hafi veltan dreg-
ist saman um rúmlega 4% á síð-
asta ári. „Þróun veltu og verðs
hlutabréfa var um margt sérstök á
árinu og má greina í henni tvenn
kaflaskil. Á fyrstu fjórum mánuð-
um ársins var deyfð einkennandi í
hlutabréfaviðskiptum á VÞÍ. Velta
dróst saman um u.þ.b. helming frá
sömu mánuðum 1997 og verð
lækkaði nokkuð. Á sumarmánuð-
um birti til og einkenndist sá tími
af nokkuð líflegri veltu og veru-
legri hækkun úrvalsvísitölu, sem
hækkaði um 17% frá byrjun maí
til loka ágúst. Á vetrarmánuðum
hófst þriðja þróunarferlið, sem
einkenndist af mikilli og vaxandi
veltu, og var velta desembermán-
aðar hin mesta í einum mánuði frá
upphafi eða tæplega 2,5 milljarðar
króna."
Velta hlutabréfa á fjórum síð-
ustu mánuðum ársins nam um 43%
af veltu alls ársins og á síðustu
tveimur mánuðunum um 30% af
ársveltunni. Urvarsvísitalan hækk-
aði á síðustu vikum ársins um 7,5%
eftir 11,5% lækkun á haustmánuð-
um. Þrátt fyrir mikla veltuaukn-
Morgunblaðið/Golli
VELTA á hlutabréfamarkaði dróst saman um 4% í fyrra. Er það í
fyrsta sinn sem um samdrátt er að ræða frá því að Verðbréfaþing
Islands hóf starfsemi.
ingu á þessu tímabili varð sú deyfð,
sem einkenndi markaðinn á fyrri
hluta ársins, ekki jöfnuð og því
varð ársveltan nokkru minni en ár-
ið 1997.
Góðar horfur
I Hagtölum mánaðaríns segir að
skýringar þessa veltusamdráttar
séu margar. M.a. hafi hlutabréfa-
verð lækkað á síðari árshelmingi
1997 og hafi enn verið tiltölulega
lágt á fyrstu mánuðum 1998 en al-
gengt sé að velta hafi jákvæða
fylgni við verðlag. Litlar fréttir og
óvissa um gengi fyrirtækja hafi
dregið úr viðskiptavilja og veltu
hlutabréfaviðskipta. Þá hafi stofn-
anafjárfestar í auknum mæli sótt á
erienda hlutabréfamarkaði. Einnig
hafi virka viðskiptavakt skort á
markaði á fyrri hluta ársins og auk
þess hafi verið skortur á hlutabréf-
um frá nýjum aðilum stærstan
hluta ársins.
Á síðustu vikum hefur hluta-
bréfamarkaðurinn verið mun líf-
legri en á sama tíma í fyrra og úr-
valsvísitalan hækkað um 5,6% frá
ársbyrjun. „Hækkunin bendir til
þess að markaðsaðilar telji að af-
koma og hagur í atvinnurekstri á
síðari hluta árs 1998 hafi að jafnaði
verið góður og horfur séu góðar.
Fyrstu fréttir, sem borist hafa um
rekstrarniðurstöðu fyrirtækja
1998, renna stoðum undir þá skoð-
un. Einkum eru taldar horfur á
góðri afkomu fyrirtækja í fjármála-
þjónustu, upplýsingatækni og í
flutningum og þjónustu," segir í
ritinu.
#Ferðir á óvid)A{mur\koja In&wstd&qA \ cjícðibor^inni Dublim
fifrír tvo í þrjár rtxtur.
Að verðm«ti kr. 75.000,-
&^B| Ferðir fyrir tvo að cicjin V6t(i & tírrnibilinu maí-september,
^^ í einfiverja af hinum stór^læsile^ii sérferðum SL.
Að verðmúeti kr. 300.000,-
oregið aukalega
alla limmtudaga
í mars um jjj'jíij1
U'ÍiJJjJílJJiJ^j'ÍJJ^
Þvi fyrr sem greitl er,
þeim mun meiri möguleikar
ab verdmúeti
35.180.000 kr.
Samvinnuferðir
Landsýn
AÐALUTDRATTUR 8. APRIL 1999
rennur í bjcr^uriúirb&túisjéd SltfSáVárrióiféla^s íslamds. US SLYSAVARNAFÉLAGS ISLANDS