Morgunblaðið - 02.03.1999, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 02.03.1999, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MARZ 1999 23 ERLENT Borís Jeltsín lagður inn á sjúkrahús á ný um helgina Magasár forsetans ekki gróið sem skyldi Moskvu. Reuters. LÆKNAR Borís Jeltsíns, forseta Rússlands, sögðu í gær að forset- inn gæti þurft að dvelja viku á sjúkrahúsi til að ljúka meðferð við magasári en Jeltsín var lagður inn á laugardag vegna þess að í ljós kom að magasárið hafði ekki gróið sem skyldi. Talsmaður forsetans vildi þó ekki staðfesta þessar fregnir, sagði einungis að líðan hans væri stöðug. Jeltsín, sem er 68 ára, var lagður inn á sama sjúkrahús í Moskvu og hann eyddi tveimur vikum á í janú- ar, þegar læknar greindu fyrst að forsetinn væri með magasár. Rússneska In ter/ax-fréttastofan hafði eftir ónafngreindum heimild- armönnum í gær að læknar Jeltsíns hefðu fundið merki um að magasár- ið greri vel. Talið er að forsetinn þui-fí engu að síður að dvelja sjö daga til viðbótar á sjúkrahúsinu. Jeltsín, sem þykir heldur erfíður sjúklingur við að eiga, hefur að und- anfömu hunsað ráð lækna sinna og unnið mikið. Var forsetinn m.a. við- staddur útför Husseins Jórdaníukonungs fyrir þremur vikum. Sagðist dagblaðið Vremyu MN hafa það eftir læknum forsetans að Jeltsín hefði ekki hald- ið sér við það mataræði sem læknar hefðu ráðlagt. Prímakov í frí á sama tíma Fréttir af sjúkrahúsvist Jeltsíns vöktu ekki mikla athygli í Rússlandi um helgina en það er talið til marks um hversu mjög forsætisráðherran- um Jevgení Prímakov hefur tekist að stilla til friðar í rússneskum stjórnmálum. Prímakov hafði ekki meiri áhyggjur af veikindum Jeltsíns en svo að hann lét þau ekki breyta fyrri áformum sínum og hélt forsætisráðherrann í tíu daga frí til Svartahafsins. Er þetta fyrsta frí Prímakovs frá því hann tók við embætti fyrir fimm mánuðum. Dagblaðið Komsomolskaya Pravda einbeitti sér einmitt að ákvörðun Prímakovs, fremur en veikindum forsetans, í gær en í fyr- irsögn blaðsins sagði, „Jeltsín og Prímakov skilja landið eftir í hönd- um kommúnista." Var þar verið að vísa í þá staðreynd að kommúnist- inn Júrí Masljúkov er fyrsti aðstoð- arforsætisráðherra Prímakovs. Jeltsín •• Fyrrverandi eiginkona Ocalans sögð viðriðin morðið á Palme Svíar vilja rannsókn á réttmæti fregnarinnar Deilt um mannrétt- indamál Peking. Reuters. TEKIST var á um mannréttindamál á fundi Madeleine Albright, utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, með þeim Tang Jiaxuan, utanríkisráðherra, og Zhu Rongji, forsætisráðherra, í Kína í gær. Kínverski utanríkisráðherr- ann frábað sér tilefnislaus afskipti Bandaríkjamanna af innanríkismál- um í Kína, en Albright harmaði að- gerðir kínverskra stjórnvalda gegn andófsmönnum. James Rubin, formælandi utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, sagði að loknum fundinum að skorist hefði í odda á milli ráðherranna í umræðum um mannréttindamál og hefðu þeir verið sammála um fátt. Zhu sagði „afskipti bandarískra afla, sem eru andstæð Kína, koma í veg fyrir eðli- lega þróun í samskiptum ríkjanna." Albright lofaði hins vegar stjórnvöld í Kína fyrir staðfestu í gengismálum. Staða Taívans á dagskrá Samskipti Bandaríkjanna og Kína hafa versnað til muna á liðnu miss- eri. í júní sl. fékk Bill Clinton, Bandaríkjaforseti, höfðinglegar mót- tökur í Kína, en nú er annað upp á teningnum. Meðan á heimsókninni stendur mun Albright ræða m.a. um mannréttindamál, útbreiðslu vopna og stöðu Taívans. SÆNSKIR ríkissaksóknarar hafa farið fram á það við tyrknesk stjórn- völd að þau kanni hvað hæft sé í frétt tyrknesks dagblaðs um að fyrrver- andi eiginkona Kúrdaleiðtogans Abdullah Öcalans hafi verið viðriðin morðið á Olof Palme, forsætisráð- herra Svíþjóðar árið 1986. Sænskir fjölmiðlar höfðu á sunnu- dag eftir heimildamönnum innan tyrkneska stjórnkerfisins, að við yf- irheyrslur tyrkneskra saksóknara hefði Öcalan fullyrt að Kesire, fyrr- verandi eiginkona hans, væri í nán- um tengslum við þá sem myrtu Palme. Grunsemdir hafa áður beinst að PKK, Kúrdahreyfingu Öealans, í sambandi við Palme-morðið, þótt ekki hafi tekist að sanna hlut hennar, né annarra, á þeim 13 árum sem liðin eru frá morðinu. Sænsku saksóknararnir sögðust í gær vilja kanna réttmæti íréttarinn- ar. Öcalan er í tyrkneska blaðinu Sa- bah, sagðm- hafa tjáð saksóknurun- um að Kesire sé í sambúð með lög- fræðingi sem skipulagt hafi tilræðið gegn Palme. Því er haldið fram að eiginkonan fyrrverandi hafi lagt á ráðin um morðið á Palme í þeim til- gangi að ófrægja PKK, en sjálf hafði hún sagt skilið við samtökin skömmu áður. Er einnig greint frá því að maður, kallaður Haron hafi myrt Palme, Eftir ódæðis- verkið hafi hann farið til Frakklands og horfið síðan sporlaust. Öcalan kvæntist Kesire á seinni hluta áttunda áratugarins og kom hún til Svíþjóðar árið 1981, þar sem hún sótti um og fékk pólitískt hæli, þrátt fyrir mótmæli sænsku lögr- reglunnar sem óttaðist að hún hefði í hyggju að koma á útibúi PKK í Sví- þjóð. Sótti hún ítrekað eftir pólitísku hæli til handa manni sínum. Sænska dagblaðið Aftonbladet segir Kesire vera vel þekkta af sænsku lögregl- unni og meðal kúrdískra flóttamanna í Svíþjóð. Öcalan-hjónin skildu árið 1986 eft- n að hugmyndafræðilegur ágrein- ingur kom upp á milli þeirra, mánuði áður en Palme var myrtur. Flýði Kesire land skömmu síðar og breytti útliti sínu og nafni. Er talið að hún eigi íbúð í Stokkhólmi og að hún komi þangað við og við. Lögfræðing- urinn, núverandi sambýlismaður Kesire, var einn 20 Kúrda sem færð- ir voru til yfirheyrslu árið 1987 fyrir grun um aðild á morði Palmes. Kúrdarnir látnir lausir vegna skorts á sönnunargögnum. Norðmenn fá að fylgjast með réttarhöldum yfir Ocalan Tilkynnt var í gær að norsk stjórnvöld fengju að senda fulltrúa sinn á réttarhöjdin sem haldin verða yfir Öcalan. Aður höfðu tyrknesk stjórnvöld hafnað öllum kröfum um að alþjóðlegum eftirlitsmönnum væri leyfður aðgangur að réttarhöldun- um. Lars Rise þingmaður í Kristi- lega þjóðarflokknum, sagðist hafa fengið formlegt boð frá Uluc Gurk- an, varaforseta tyrkneska þingsins, um að senda þingmannanefnd til Tyi-klands. Eina skilyrðið fyrir fór- inni væri að þingnefndin norska myndi ekki kalla sig eftirlitsaðila. Reuter Heimsmet slegið Chateau D’Oex. Reuters, Daily Telegraph. BRESKU loftbelgsfaramir, sem lögðu upp í hnattflugstilraun frá Spáni fyrir tveimur vikum, era vel á veg komnir umhverfis jörðina, en þeir slógu heimsmet í langflugi í loftbelg á sunnudag. Þeir eru þó ekki þeir einu sem stefna að því að verða þeir fyrstu sem fara um- liverfis jörðina í loftbelg, því í gær hófst í Sviss önnur hnattflugstil- raunin á tveimur vikum. Er Bretarnir Andy Elson og Colin Prescot slógu heimsmetið, höfðu þeir verið á flugi í 233 klukkustundir og 55 mínútur, en þeir hófu flugið á Spáni 17. febr- úar. Þeir voru á flugi yfír Bengalflóa, er metið var slegið, en meginmarkmið þeirra þá stundina var að forðast að fljúga inn í lofthelgi Kína, þar sem leyfi til þess hafði ekki fengist. Lagt var af stað í aðra loft- belgsferð umhverfis jörðu frá Chateau D’Oex í austurhluta Sviss í gær, en þar eru á ferðinni Svisslendingurinn Bertrand Piccard og Bretinn Brian Jones. Piccard hefur tvívegis gert sams- konar tilraun en í fyrra setti hann, heimsmetið sem Bretarnir hafa nú slegið. Menem að verða undir í Perónistaflokknum Buenos Aires. Reuters. Breski innanríkisráðherrami gagnrýndur vegna mistaka Straw verst öllum kröfum um afsögn London. The Daily Telegraph. ^ * MARGT bendir til, að Carlos Menem, forseti Argentínu, sé að missa tökin á Perónistaflokknum en helsti keppi- nautur hans, Edu- ardo Duhalde, rík- isstjóri í Buenos Aires, ætlar að keppa að því að hljóta útnefningu flokksins sem frambjóðandi hans í forsetakosningnum í október. Duhalde tilkynnti í síðustu viku, að hann ynni að því að verða for- setaframbjóðandi perónista og skýrði jafnframt frá því, að varafor- setaefni sitt yrði Ramon Ortega, slqólstæðingur Menems og stuðn- ingsmaður hans hingað til. Verða forkosningar innan flokksins 11. apríl nk. en talið er, að Menem muni þá tefla fram kappaksturskappan- um Carios Reutemann. Menem sjálfur má lögum samkvæmt ekki bjóða sig fram í þriðja sinn en and- stæðingar hans hafa þó haldið því fram, að hann væri að vinna að því á bak við tjöldin. Menem lýsti því hins vegar yfir í gær, að hann væri nú að ljúka sínu síðasta kjörtímabili. Slj óraarandstaðan enn með vinninginn Menem ákvað á síðasta ári að styðja Ortega sem eftirmann sinn á forsetastóli en andstæðingar forset- ans sögðu hann aðeins hafa áhuga á Ortega sem leikbrúðu, sem léti vel að stjóm. Þegar Menem sá síðan hvað Ortega naut lítils fylgis, kastaði hann honum fyini- róða og ákvað að styðja heldur Reutemann. Honum er hins vegar ekki spáð miklu gengi í for- kosningunum og langlíklegast er talið, að þeh’ Duhalde og Ortega beri sigur úr býtum. I skoðanakönnunum er það raun- ar Fernando de la Rua, borgarstjóri í Buenos Aires og frambjóðandi stjómarandstöðunnar, mið-vinstra bandalagsins, sem hefur forskot á alla hugsanlega frambjóðendur perónista en bilið á milli þeirra hef- ur þó fai-ið minnkandi. JACK Straw, innanríkisráðherra Bretlands, reyndi í gær að verjast þeirri hörðu gagnrýni sem á honum hefur dunið undanfarna daga vegna mistaka sem urðu er skýrsla um morðið á svarta unglingspiltinum Stephen Lawrence árið 1993 var birt í síðustu viku. Breskir íhaldsmenn hafa farið fram á afsögn Straws vegna þeirrar ákvörðunar ráðherr- ans að eyða helginni í fríi í Frakk- landi í stað þess að svara fyrir þau mistök, sem urðu þegar skýrsla um rannsókn morðsins var birt, þar sem nöfn heimildarmanna lögreglunnar voru gefin upp. „Ég tel ekki að tveggja daga fjar- vera í einkaerindum teljist til stóraf- brota,“ sagði Straw við heimkomuna á sunnudag og kvaðst ekki ætla að segja af sér vegna málsins. Brott- hvarf Straws á fóstudag olli því að undirmaður hans Paul Boateng varð að flytja skýringar ráðherrans í breska þinginu á því hvernig áður- nefnd mistök komu til. Skýrslunni hafði fylgt viðauki þar sem nöfn ým- issa heimildarmanna lögreglunnar, sem veitt höfðu upplýsingar um morðið á Lawrence, voru birt. Fengu verjendur mannanna fimm, sem grunaðir eru um morðið, allir eintak af skýrslunni áður en mistökin komust upp en Straw sagði fyrir helgi að þegai- hefði verið gripið til ráðstafana til að tryggja öryggi heimildarmannanna. Kynþáttafordómar aðalatriði málsins Enginn vafi er talinn leika á því að Straw hafi nú upplifað sína erfiðustu viku í stjórnmálum en hún hófst með mikilli gagnrýni á hendur innanríkis- ráðherranum fyrir rúmri viku eftir að hann setti lögbann við útgáfu The Sunday Telegraph vegna þess að í blaðinu átti að birta áður óbirta skýrslu þar sem lögreglurannsóknin á morðinu á Lawrence var harðlega gagnrýnd. Sir Norman Fowler, talsmaður Ihaldsflokksins í innanríkismálum, sagði mistök og aftur mistök hafa átt sér stað í innanríkisráðuneytinu og að Straw ætti að íhuga afsögn. Það væri engin afsökun fyrir hann að nefndin sjálf hefði átt sök á því að nöfn heimildarmannanna voru birt opinberlega, ráðhen-ann ætti að. sæta ábyrgð. Boateng sakaði íhaldsmenn hins vegar um að beina sjónum fólks frá aðalatriði Lawrence-málsins, sem væni kynþáttafordómar í samfélag- inu. Stephen Byers, iðnaðar- og við- skiptaráðherra, benti aukinheldur á að sjálfir hefðu íhaldsmenn neitað að efna til rannsóknar á því hvernig lögreglan hagaði rannsókn sinni á morðinu á Lawrence á meðan þeir voru við völd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.