Morgunblaðið - 02.03.1999, Blaðsíða 39
H
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 2. MARZ 1999 39
UMRÆÐAN
Island verði í fremstu röð
VELSÆLD er nú meiri á íslandi
°g byggir á traustari grunni en
nokkru sinni áður á lýðveldistíman-
um. Síðustu ár hefur hagvöxtur
verið mikill, verðbólga lág, atvinnu-
leysi nánast útrýmt, skuldir lækk-
aðar og útgjöld til heilbrigðis-,
mennta- og félagsmála stóraukin.
Framleiðni í atvinnulífinu hefur
aukist, erlend fjárfesting margfald-
ast, kaupmáttur vaxið meira en áð-
ur eru dæmi um og ríkissjóður er
rekinn með afgangi.
Þetta eru ekki nýjar fréttir. Jafn-
vel mætti kalla þennan söng lof-
söng. En hann er ekki bara sunginn
af okkur í okkar eigin garði, heldur
ekki síður af alþjóðastofnunum sem
bera mikið lof á árangur undan-
genginna ára í íslensku efna)iags-
lífi. Og ekki að ástæðulausu. I stað
barlóms fyrri ára byggjast upp fyr-
irtæki í nýjum atvinnugreinum sem
sækja gjarnan á fjarlæg erlend mið
í markaðssókn sinni. Þannig verður
útflutningur fjölbreyttari og stoðir
atvinnulífsins traustari.
Sá árangur sem nú hefur náðst
er þó lítill í samanburði við þann ár-
angur sem við getum náð á næstu
árum höldum við jafn vel á spilun-
um og verðum jafn staðföst við
stjórn efnahagsmála og á síðast-
liðnum fjórum árum. Markmiðið er
að að fjórum árum liðnum verði ís-
land í fremstu röð þeirra þjóða
heims sem búa þegnum sínum
bestu lífsgæðin. Til að ná því marki
þurfum við að ráðast í ýmsar rót-
tækar breytingar á íslensku efna-
hags- og atvinnulífi svo við sjáum
nýjar atvinnugreinar vaxa og
dafna.
Þar blasa tækifærin við á öllum
sviðum. Hér á eftir vil ég nefna
þrjú svið atvinnu- og efnahagslífs-
ins þar sem ég tel að
mikil sóknarfæri liggi.
Rafræn
viðskipti
I rafrænum við-
skiptum felast nánast
óþrjótandi möguleikar
fyrir atvinnulífið en
talið er að þau verði
helsta uppspretta hag-
vaxtar þegar ný öld
gengur í garð. Að und-
anfórnu hefur verið
unnið að stefnumótun
um rafræn viðskipti í
iðnaðar- og viðskipta-
ráðuneytum. Mark-
miðið með henni er að
tryggja að rafræn viðskipti njóti
viðurkenningar að lögum þannig að
frjór jarðvegur skapist fyrir ís-
lenskt viðskiptalíf til að vera í far-
arbroddi á þessu sviði. Ég mun nú
á næstu vikum kynna aðgerðir sem
ráðuneytið hyggst beita sér fyrir til
að treysta undirstöður fyrir rafræn
viðskipti.
Upplýsingatækni- og
hugbúnaðariðnaður
Annað svið þar sem sóknarfærin
eru gríðarleg er upplýsingatækni-
og hugbúnaðariðnaður. Við íslend-
ingar höfum verið duglegir að til-
einka okkur þessa nýju tækni og
náð umtalsverðum árangri í hug-
búnaðariðnaði. Hann getur á kom-
andi árum orðið einn af megin-
burðarásum atvinnuþróunarinnar
og ég tel að þar muni skapast fleiri
hálaunastörf en víðast annars stað-
ar.
Áhrif upplýsingatækninnar' geta
þó orðið miklu víðtækari þar sem
rétt notkun hennar mun geta leitt
Finnur
Ingólfsson
til aukins félagslegs
jöfnuðar meðal lands-
manna og styrkt bú-
setu á þeim stöðum
sem nú eiga undir
högg að sækja. Hina
ískyggilegu byggða-
þróun sem við höfum
staðið frammi fyrir
undanfarna áratugi
þarf að stöðva og snúa
við ef einhver kostur
er á því.
Afþreyingar-
iðnaður
Víða í hinum vest-
ræna heimi skipa
greinar sem tilheyra
afþreyingariðnaði efstu sæti þegar
horft er til verðmæta- og atvinnu-
sköpunar. Við sjáum þess dæmi í
samkeppnislöndum okkar að með
markvissum aðgerðum stjórnvalda
hafa þær vaxið mjög að umfangi. í
öllum tilvikum hafa orðið til fjöl-
mörg vel borguð störf, útflutnings-
tekjur hafa aukist og verðmætin
byggjast öll á einni ákveðinni auð-
lind - mannauðinum.
Eg tel að íslendingar eigi mikla
möguleika á þessu sviði og stjórn-
völd eigi nú að stíga djarft skref í
að efia stuðning við þessar greinar.
í ráðuneytum mínum hefur á und-
anförnum árum farið fram mikil
vinna með þessum atvinnugreinum
og nú er komið að aðgerðum. Við
eigum að styðja enn frekar og
skipulegar við útflutning íslenskrar
tónlistar og við eigum að efla ís-
lenska kvikmyndagerð, ma. með
því að laða hingað alþjóðleg kvik-
myndafyrirtæki. Það mun efla inn-
lend fyrirtæki og fagfólk í grein-
inni.
Velsæld
Aðeins með styrkri
efnahagsstjórn og
metnaðarfullri upp-
byggingu atvinnulífs,
segir Finnur Ingdlfs-
son, tekst okkur að
ná markmiðinu:
---------7-----------------------
Að Island verði
í fremstu röð.
Verkefni næstu
fjögurra ára.
ísland er nú í 5. sæti á lista yfir
ríkustu þjóðir heims samkvæmt
OECD og í 5. sæti á lista Samein-
uðu þjóðanna yfir þær þjóðir heims
þar sem lífsgæðin eru mest. Árið
1994 var ísland hins vegar í 11.
sæti á lista OECD. Við hófum því
færst upp um sex sæti á síðustu
fjórum árum.
Ef rétt er á málum haldið má ná
sambærilegum árangri á næstu
fjórum árum. Markmiðið á að vera
„ísland í fremstu röð". Hagvöxtur
gæti að jafnaði orðið um 4-5% á ári
á næstu fjórum árum. í þessu
fælist að lífskjör héldu áfram að
batna með sama hraða og undan-
farin ár og fyrir vikið færðist þjóðin
upp listann yfir auðugustu þjóðir
heims, þar sem ónnur lífsgæði eins
og öryggi og velferð borgaranna,
minni mengun og betri menntun
eru lögð að jöfnu við auðinn.
En hvað þurfum við gera til að
ná þessu markmiði á næstu fjórum
árum?
• Við þurfum að skapa fjölbreytt-
ara atvinnulíf þar sem áhersla er
lögð á þekkingariðnað. Undir þeim
kröfum atvinnulífsins verður
menntakerfið að rísa, faglega og
fjárhagslega.
• Þrátt fyrir gríðarlegan vöxt er-
lendra fjárfestinga og útrásar ís-
lenskra fyrirtækja á undanförnum
árum stöndum við þeim þjóðum
sem við viljum helst bera okkur
saman við langt að baki í alþjóða-
væðingu atvinnulífsins. Þessu þarf
að breyta og ein leið til þess er að
huga betur að skattaumhverfi ís-
lenskra fyrirtækja og starfsmanna
erlendis.
• Aukin velsæld á íslandi byggist
að miklu leyti á því að hér starfi öfl-
ug fyrirtæki í samkeppnisumhverfi.
Á mórgum sviðum er samkeppni
hins vegar enn takmörkuð, m.a. í
raforkuvinnslu og fjarskiptum. Úr
því verður að bæta á næstu fjórum
árum.
• Þá þarf að undirbúa fjármála-
markaðinn fyrir vaxandi alþjóða-
samkeppni. íslenska bankakerfið
hefur tekið stakkaskiptum á síð-
ustu árum og er nú betur í stakk
búið en nokkru sinni áður að takast
á við samkeppnina. Fyrir stjórn-
völdum liggur þó að halda áfram
markaðsvæðingu banka og stuðla
þannig að enn frekari hagræðingu í
bankakerfinu.
En allt er þetta unnið fyrir gýg
ef ekki tekst að varðveita efnahags-
legan stöðugleika með áframhald-
andi styrkri hagstjórn. Aðeins með
styrkri efhahagsstjórn og metnað-
arfullri uppbyggingu atvinnulífs
tekst okkur að ná markmiðinu: Að
ísland verði í fremstu röð.
Höfundur er iðnaðar- og viðskipta-
ráðherra.
J Nokkur orð til varnar
1 íslenska kúabóndanum
¦¦
í Morgunblaðinu
27.2. sl, er grein eftir
Stefán Aðalsteinsson,
Ólaf Ólafsson og Sig-
urð Sigurðarson, þar
sem höfð eru stór orð
um þá skelfingartíma
sem í hönd fara ef leyft
verður að fiytja inn í
tilraunaskyni erfðavisa
af NRF-kúakyni. Mið-
að við alla þá vankanta
sem þeir félagar sjá á
þessu kúakyni, er með
öllu óskiljanlegt hvers
vegna þeir gefa sér
jafnframt að íslenskir
bændur muni nota
þetta nýja kyn til að
Þórólfur
Sveinsson
útrýma hinu íslenska. Er sú niður-
staða þeirra vægast sagt harður
dómur yfir íslenskum kúabændum.
Vissulega tengjast tilfinningar
flestu búfjárhaldi og sem betur fer
er það þannig í nautgriparæktinni.
Nautgriparæktin er hins vegar
ekki bara tilfinningar, heldur at-
vinnugrein sem verður að líta á
með hliðstæðum hætti og annan at-
vinnurekstur þótt langur fram-
leiðsluferill og lifandi framleiðslu-
tæki skapi vissulega ýmsa sérstöðu.
Áætluð heildarvelta kúabænda
vegna nautgriparæktar er á þessu
ári um 7,5 milljarðar. Þessar tölur
segja okkur að hagræðing um
nokkur prósentustig getur haft
mikla þýðingu og í umfjöllun hér á
eftir er gengið út frá því að naut-
griparæktin sé atvinnugrein. Hér
verður gerð stuttlega grein fyrir
hinni fyrirhuguðu tilraun.
Verkefnið er tvískipt
A; Innflutningur erfðavísa af
NRF-kyninu sem ætlað er að skili
7-12 hreinræktaðum gripum af
hvoru kyni í Hrísey.
B; Gerð verður sam-
anburðartilraun með
hreinræktaða NRF-
gripi, blendinga og ís-
lenskar kvígur. Þessí
tilraun verður á 2-3 til-
raunabúum og ekki
tekin ákvörðun um
frekarí notkun NRF-
kynsins fyrr en að
henni lokinni.
Um fyrri hlutann er
í raun ekki margt að
segja. Þar er verið að
koma upp gripum og
farið að eins og yfir-
völd dýrasjúkdóma
gera kröfur til.
Hin eiginlega tilraun
sem fer fram á 2-3 búum á síðan að
svara þeim spurningum sem mestu
skipta um gildi hins nýja kyns.
Hvað verður prófað ?
Ekki hefur verið gengið frá til-
raunaáætlun, enda nokkur ár til
stefnu og leyfi til innflutnings ekki
fengið. Þó er augljóst að til prófun-
ar verða fjölmörg þau atriði sem
þeir félagar nefna í grein sinni.
Ætlunin er að skipa sérstakan hóp
til að koma að þessari tilraun og að
sjálfsögðu yerður m.a. dýralæknir í
hópnum. Astæða er til að leggja
áherslu á að það vitlausasta sem
bændur gætu gert er að draga upp
falska mynd af hugsanlegum ár-
angri af notkun hins erienda kyns.
Þeir eru rekstraraðilarnir, þeirra
er áhættan.
Nokkrar athugasemdir
1. I grein sinni fjalla þeir félagar
um varasamt betakasein. Á þessu
sviði er ég ekki fagmaður, en hef
átt gagnlegar viðræður við lngu
Þórsdóttur, prófessor í næringar-
Kúainnflutningur
Stefán, Ólafur og Sig-
urður, segir Þórólfur
Sveinsson, leggjast
gegn þekkingaröflun.
fræði við HÍ, um þessi mál. Þetta
mun vera þannig að tiltekin gerð
sykursýki í börnum er mun sjald-
gæfari hérlendis en á hinum Norð-
urlöndunum. Prófessor Inga hefur
sett fram þá kenningu að samsetn-
ing íslenskrar kúamjólkur kunni að
skýra þennan mun. Þetta er enn
sem komið er tilgáta en hefur ekki
verið sannað. Málið er allrar at-
hygli vert og mun Landssamband
kúabænda gera sitt til að skýrara
ljósi verði varpað á það hvort tilgát-
an á við rök að styðjast.
2. Það eru mér ný tíðindi að
erfðanefnd búfjár hafi lagst gegn
umræddum tilraunainnflutningi.
Dæma ber með varfærni óséð álit,
en sé þetta rétt, hlýtur nefndin að
ganga út frá því sem gefnu að ís-
lenskar kýr eigi enga möguleika í
samkeppni við NRF-kynið. Þar
með hlýtur umrædd nefhd að telja
það liggja í augum uppi að íslenskir
bændur bæti svo afkomu sína með
því að skipta um kúakyn, að ekki sé
þorandi að fá staðreyndirnar upp á
borðið.
3. Seint og snemma er klifað á
því að íslenskir atvinnuvegir þurfi
að afla nýrrar þekkingar til að
styrkja sig og efla. Rfkisvaldið hef-
ur stutt þessa þróun í gegnum
rannsóknasjóði. Það er í algjörri
mótsögn við þessa viðleitni stjórn-
valda ef þau leggjast gegn því að
haldbær vitneskja fáist um það
hvernig erlent kúakyn reynist við
íslenskar aðstæður.
4. Að því er látið liggja í grein
þeirra félaga að mjólk úr kúm af
NRF-kyninu sé slök til ostagerðar.
Að sjálfsögðu verður þessi eigin-
leiki mjólkurinnar kannaður, en er
það ekki svo að úr þessari mjólk er
m.a. framleiddur Jarlsbergostur
sem seldur er við góðan orðstír víða
um heim?
5. Það er vissulega rétt að hvað
varðar dýrasjúkdóma er fsland ein-
angrað land og ber að haga inn-
fiutningi og samskiptum í samræmi
við það. Á undanförnum árum hef-
ur þó verið um nokkurn innflutning
á dýrum að ræða. Má þar nefna tvö
nautgripakyn til kjötframleiðslu,
loðdýr, svín af tveim eða þrem
kynjum, alifugla, hunda, ketti og ef
til vill fleira. Með hliðsjón af þessu
verður að telja líklegra að leyfi
verði veitt til að gera umrædda til-
raun. Verði það niðurstaðan, verður
að sjálfsögu gætt þeirra öryggis:
reglna sem fagmenn kveða á um. I
þessu sambandi er rétt að minna á
að ísland er ekki lengur samgöngu-
lega einangrað land. Það er full
ástæða til að brýna það fyrir öllum
er fara í gripahús eða snerta gripi
eriendis, að gæta fullrar varúðar og
snerta ekki gripi eða fara í gripa-
hús fyrr en eftir þann tíma er yfir-
völd mæia fyrir um. Upplýsingar
um þessi mál þarf að auka, því tím-
ans vegna er hægt að mjólka á ís-
landi að morgni, skoða fjós í Dan-
mörku um miðjan dag og mjólka í
íslensku fjósi að kvöldi.
Samantekt
1. Markmiðið með umræddri til-
raun er að afla þekkingar til að
gera okkur hæfari til að meta hvort
fýsilegt sé að hefja notkun á NRF-
kúakyni á íslandi. Sú þekking fæst
ekki án þess að gera þá tilraun sem
nú er fyrirhuguð.
2. Heilbrigðisþátturinn er í sjálf-
stæðri skoðun svo sem lög mæla
fyrir um.
3. Tæplega fínnst vandaðra „um-
hverfísmat" en það sem búið verður
að framkvæma áður en ákvörðun
verður loks tekin um það hvort og
þá hvernig NRF-kynið verður not-
að.
4. Yfirvöld landbúnaðarmála
standa frammi fyrir því að ákveða
næstu daga hvort heimilað verður
að afla þýðingarmikillar þekkingar
er varðar stærstu grein íslensks
landbúnaðar. Vonandi ræður víð-
sýni og raunsætt mat afstöðu
stjórnvalda í þessu efni.
Höfundur er formaður Landssam-
bands kúabænda.
Veggljós / Loftljós
Fákafeni 9 Reykjavík
Sími 568 2866