Morgunblaðið - 02.03.1999, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 02.03.1999, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 2. MARZ 1999 + MORGUNBLAÐIÐ 9tmwmM$&tb STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. STETTSKIPT BORG ISLENDINGAR hafa löngum talið sig búa í stéttlausu þjóðfé- lagi; hér hefur ekki verið neinn aðall og hér hefur tekjuskipt- ing verið tiltölulega jöfn miðað við það sem gerist í mörgum öðr- um vestrænum þjóðfélögum. Niðurstöður rannsóknar á sam- bandinu milli menntunarstigs íbúa í skólahverfum Reykjavíkur og meðaltals einkunna á samræmdum prófum í tíunda bekk grunnskóla sýna hins vegar að stéttaskipting bundin menntun og búsetu er að verða til í höfuðborginni. Rannsóknin sýndi að í hverfum þar sem hlutfall háskólamenntaðra er hátt eru meðal- einkunnir í skólum hærri en í hverfum þar sem hlutfallið er lágt. Og af rannsókninni má ráða að íbúar safnist eða raðist að nokkru leyti í hverfi eftir því hver menntunarlegur bakgrunnur þeirra er. Þessar niðurstöður koma kannski ekki á óvart en þær vekja óneitanlega ýmsar vangaveltur. Eins og fram hefur komið er ekkert hægt að álykta um það hvort innra starf í einstökum skólum er betra en í óðrum út frá þessum niðurstöðum. Enn- fremur má ljóst vera, að fræðsluyfirvöld geta lítið gert í stétta- skiptingu milli borgarhverfa, eins og hefur verið bent á. Hins vegar er það einnig ljóst að fræðsluyfirvöld verða að bregðast við þessum niðurstöðum; skólarnir geta ekki sagt að þetta séu hlutir sem þeir ráði ekki við og því sé þetta ekki á þeirra ábyrgð. Þeir skólar sem koma illa út verða að laga sig betur að aðstæðum og gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að skila betur undirbúnum nemendum í próf. Það er þeirra hlut- verk, þeirra skylda. Jafnframt vekja þessar niðurstöður spurningar um það hvernig staðið hafi verið að skipulagningu hverfa hér í borginni. Augljóst er að íbúar skipa sér að nokkru leyti í hverfi eftir menntun eða þjóðfélagsstöðu en í borginni eru líka stór blönduð hverfi, ef svo má kalla. Til þess að forðast stéttaskiptingu og ýmsa háskalega fylgifiska hennar hlýtur að vera æskilegt að stefna að því að auka slíka blöndun í hverfum borgarinnar. UMSKIPTI í NÍGERÍU ÞRÁTT fyrir að Olusegun Obasanjo hafi í gær verið lýstur sigurvegari forsetakosninganna í Nígeríu um helgina er þegar farið að deila um framkvæmd þeirra og réttmæti sigurs- ins. Mótframbjóðandi hans Olu Falae segir það farsakennt hvernig staðið var að kosningunum og hefur lýst því yfir að Obasanjo hafi ekki sigrað á heiðarlegan hátt. Jimmy Carter, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, sem fer fyrir liði alþjóðlegra eft- irlitsmanna, segir eftirlitsmennina víða hafa orðið vitni að gagn- rýnisverðum vinnubrögðum og ósamræmi á milli greiddra at- kvæða og talna um greidd atkvæði. Evrópskir eftirlitsmenn hafa þó tekið fram að þrátt fyrir að margt misjafnt hafi greini- lega farið fram hafi það ekki haft áhrif á niðurstóður kosning- anna. Þetta varpar þó óneitanlega skugga á kosningarnar sem vissulega marka tímamót í sögu Nígeríu. Herinn hefur farið með stjórn í landinu lungann úr þeim tíma sem liðinn er frá því landið fékk sjálfstæði frá nýlenduherrum sínum árið 1960. Níg- eríuher hefur verið tregur til að láta völd sín af hendi og Obasanjo, sem var yfir herstjórninni á árunum 1976-1979, var raunar fram að þessu eini herstjórinn sem sjálfviljugur hafði gefið völdin eftir og boðað til kosninga. Þrívegis, árin 1966, 1983 og 1993, hefur herinn hins vegar gripið völdin í landinu og kom- ið á herstjórn á ný. Eftir skyndilegt fráfall Sani Abacha her- stjóra í júní í fyrra hafa hlutirnir hins vegar gengið hratt fyrir sig. Arftaki hans, Abdusalami Abubakar, breytti þegar um stefnu, sleppti pólitískum föngum lausum og boðaði fljótlega til frjálsra kosninga. Margir hafa þó óttast að herinn hafi ekki í hyggju að hætta alfarið afskiptum af stjórnmálum landsins en að sama skapi var Obasanjo af flestum talinn sá maður sem líklegastur væri til að fá að stjórna óáreittur án afskipta hersins. Flestum er enn ofar- lega í minni hvernig herinn kom í veg fyrir að Moshood Abiola tæki við völdum eftir kosningar árið 1993, sem fullvíst er talið að hann hafi sigrað í. Obasanjo hefur notið virðingar jafnt heima fyrir sem á al- þjóðavettvangi og er talinn með hæfustu stjórnmálamönnum Níg- eríu. Sterk tengsl hans við herinn eru hins vegar tvíbent vopn. Annars vegar ætti það, líkt og áður sagði, að tryggja að herinn sætti sig við stjórn hans. Hins vegar verður ekki litið fram hjá þeirri staðreynd að herinn er rót flestra vandamála, sem Níger- ía á við að etja. Nígería ætti undir eðlilegum kringumstæðum að vera með auðugustu ríkjum Afríku vegna olíuauðs síns. Þeim auði hefur hins vegar verið sóað að verulegu leyti með óstjórn og spillingu. Þrátt fyrir að vera sjötti mesti olíuframleiðandi heims eiga óbreyttir Nígeríubúar í erfiðleikum með að fá elds- neyti á bifreiðar sínar. Obasanjos, sem segist ætla að gera Níg- eríu að „mikilfenglegu" ríki á ný, bíður erfitt verkefni. Hann verður að reisa við efnahag landsins og koma í veg fyrir að deil- ur þjóðflokka leiði til átaka. Það er ekki öfundsvert verkefni og óheppilegt að kosningarnar, sem veita honum umboð til að takast á við þessi verkefni, skuli ekki vera óumdeildar. Hátíðarstemmning við setningu hundraðs Nauðsynlegt að skapa ný störf á lands- byggðinni Hátíðarbragur var á setningu Búnaðar- þings í Súlnasal á Hótel Sögu um helgina enda jafnframt sérstök dagskrá í tilefni af aldarafmæli þingsins, með kórsöng, sýningu og hátíðarræðu. Geir Svansson fylgdist með dagskránni. BÆNDUR hljóta að spyrja hvað valdi því að vinna bú- vöruframleiðandans sé verðlögð svo miklu lægra en vinna annarra þjóðfélagsþegna," sagði Ari Teitsson, formaður Bænda- samtaka íslands, meðal annars í ávarpi sínu við setningu búnaðar- þings á sunnudag. Formaðurinn gerði m.a. tekjur bænda að umtals- efni og sagði nauðsynlegt að skapa ný og arðbær störf á landsbyggðinni ef ná ætti markmiðum um breytta byggðaþróun. Margt var á dagskrá við setningu Búnaðarþings og að loknum söng Karlakórs Bólstaðarhlíðarhrepps bauð Ari Teitsson forseta, þing- menn qg gesti velkomna og setti þingið. I upphafi ræðu sinnar minnt- ist formaðurinn fyrrverandi þing- fulltrúa sem látist höfðu á liðnu ári, þeirra Stefáns Valgeirssonar, Sig- urðar Elíassonar, Þorsteins Jónas- sonar, Teits Björnssonar og Ingvars Guðjónssonar. I ræðu sinni sagði hann frá fyrstu Búnaðarþingunum en það fyrsta var haldið 7. júlí 1899. Fram kom að því hafi um 80% þjóðarinnar búið í sveit- um og stundað búskap, ásamt útræði, nú búi hins vegar um 8% þjóðarinnar í dreifbýli og innan við 5% stundi bú- skap. Formaðurinn fjallaði um búferla- flutninga af landsbyggðinni, ástæður og leiðir til að stemma stigu við þeim. Orsakir fækkunar í sveitum rakti hann til skorts á tekjumöguleikum og félagslegri þjónustu. Ný arðbær störf verði að koma til. I þessu sambandi greindi hann frá nýjum samningi sem Bændasamtökin og ríkisvaldið vinna nú að en í honum er m.a. lögð áhersla á ýmis verkefni varðandi nýbreytni og þróun landbúnaðarins. Aukin þekking lykill að framgangi í landbúnaði Benti formaðurinn m.a. á að sveit- arfélög hljóti að taka þátt í umræð- unni um landbúnaðarmál með aukn- um þunga. Aukin þekking sé lykill- inn að framgangi landbúnaðar í landinu svo og „sátt við samfélags- heildina". Vísaði hann til þess að bændur hafi „sem vörslumenn lands- ins haft forgöngu um uppgræðslu landsins". Ari Teitsson sagði að fækkun og stækkun fyrirtækja á matvælamark- aði kallaði á viðbrögð búvörufram- leiðenda. Bændur í nágrannalöndum hefðu brugðist við með því að fylkja sér um framleiðendafélög um vinnslu búvara. Hann sagði að samvinna framleiðenda hérlendis og áhrif þeirra í afurðasölu hljóta að verða með mikilvægustu viðfangsefnum búnaðarsamtaka héraðanna á kom- andi árum. Hann sagði bændur víða erlendis hafa reynt að nýta sér hag- kvæmni stærðarinnar og stækkað bú sín til að auka sem mest framleiðsl- ÁBÚENDUR tveggja býla fengu viðurkeni Jón Guðmundsson og Málfríður Bjarnadót dóttir að Hríshóli í Eyjafjarð FJÖLDI gesta hlýddi á hátíðardagskrá við setningu 100. Búna una, m.a. til útflutnings. Þá væri beitt hvers kyns tækni og hjálparefnum, sumum óhollum umhverfinu. Það hefði skapað umhverfisvandamál við að ráðstafa úrgangi frá búum. Sagði Ari að hér væri á ferð vítahringur eða tímasprengja sem fyrr eða síðar springi með smáum eða stórum hvell- um og nefndi að Evrópusambandið hefði við mótun nýrrar landbúnaðar- stefnu lagt til að umhverfismálum verði gert verulega hærra undir höfði en áður. Hann sagði íslenskan land- búnað vera hluta af alþjóðlegum landbúnaði, viðskipti og verð á heims- markaði hefði víðtæk áhrif á búrekst- ur á íslandi. Taktu sjálfur fyrsta skrefið Formaðurinn lofaði þá sátt og vin- samlegu samskipti sem bændur ættu við ríki og þakkaði Guðmundi Bjarna- syni landbúnaðarráðherra, sem nú fer til annarra starfa, gott samtarf. Formaðurinn endaði ræðu sína á „dönsku" heilræði, „taktu sjálfur fyrsta skrefið" og sagði að „ekkert nema eigin frumkvæði og kraftur getur flutt okkur fram á veginn". Guðmundur Bjarnason landbúnað- arráðherra ávarpaði því næst þingið. Hann benti á að Búnaðarþing væri elst þeirra landsþinga sem vinna að framfaramálum og bættum kjörum stétta. Landbúnaðarráðherra fjallaði um framfaravilja og bjartsýni sem hefði ávallt einkennt Búnaðarfélög og þá virðingu sem Búnaðarþing hefði áunnið sér í upphafl og „haldið henni æ síðan". SYND voru föt frá Eggerti feldskera v skeni 4-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.