Morgunblaðið - 02.03.1999, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 02.03.1999, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MARZ 1999 13 FRETTIR FULLTRÚAR stjórnmálaflokkaima hlýddu á erindi og reynslusögur öryrkja og var lagt hart að þeim að beita sér fyrir kjarabótum þeim til handa. hafa fallið við borðið mitt hjá Hjálp- arstarfi kirkjunnar, tár fólks sem hneppt er í slíka samfélagslega ánauð," sagði Harpa. Börn öryrkja í áhættuhópi fyrir andfélagslega hegðun Harpa sagði að það sem legðist þyngst á fólk í þessum aðstæðum væri að geta ekki veitt börnum sín- um að einhverju lágmarki. Börn ör- yrkja, sem ekki gætu tekið þátt í tónlistarnámi, íþróttum eða hverju því félagsstarfi sem kostaði auka- lega, styngju í stúf og stæðu ekki til jafns við aðra. „Afleiðingar fátæktar eru m.a. sinnuleysi, vanmáttar- kennd, undirgefni, vonleysi og ör- vænting. Börn sem alast upp við slíkar aðstæður eru fjötruð niður í vonlausar aðstæður foreldra sinna sem verður sá arfur sem oft hefur hvað mest afgerandi áhrif á líf þeirra. Pað er staðreynd að slíkar aðstæður setja börn og unglinga í áhættuhóp sem á á hættu að hneigj- ast til andfelagslegrar hegðunar." Meirihluti þjóðarinnar vill bætt kjör öryrkja Rannveigar Sigurðardóttur, hag- fræðingur hjá BSRB, kynnti niður- stöður könnunar um viðhorf al- mennings til stuðnings við öryrkja og þar kom fram að 80% þjóðarinn- ar vildu ekki láta lækka skatta til að lækka bætur til öryrkja og 82% þjóðarinnar töldu að auka ætti út- gjöld til málaflokksins. 77% þjóðar- innar töldu velferðarforsjá of litla hérlendis. Sagði Rannveig að efna- hagsreikningur þjóðarinnar væri í öfugu hlutfalli við vilja þjóðarinnar. Tillögur kjaranefndar Sjálfs- bjargar til úrbóta voru kynntar á fundinum og fela í sér að helstu bótaflokkum verði slegið saman í einn grunnflokk, sem fengi heitið líf- eyrislaun í stað örorkubóta, sem yrðu metin á 82 þúsund krónur að hámarki. Meginmarkmiðið er m.a. að einfalda núverandi kerfi, að frí- tekjumark verði 50 þúsund krónur á mánuði þannig að lífeyrislaunþega yrði hagur í því að vinna eftir sinni getu án þess að eiga á hættu að tapa niður öllum greiðslum vegna ör- orkutengingar. Lagt var til að tekju- tenging yrði áfram því að jafnvægi þyrfti að vera á milli lífeyrislauna og launatekna, til að ná fram því mark- miði að öryrkinn gæti staðið jafn- fætis öðrum. Nauðsynlegt að gera betur í málefnum öryrkja í pallborðsumræðum sagði Geir H. Haarde fjármálaráðherra, að nauðsynlegt væri að gera betur í málefnum öryrkja. Hann sagði til- lögur Sjálfsbjargar athyglisverðar og sagði nauðsynlegt að einfalda kerfið til að auðvelda starfsmönnum ríkisins að vinna eftir því, sem kæmi sér einnig betur fyrir skjólstæðing- ana. Ásta R. Jóhannesdóttir, Samfylk- ingu, gagnrýndi valdhafa fyrir fram- göngu sína í málefnum öryrkja á síð- asta kjörtímabili og sagði að hagur öryrkja hefði farið versnandi þrátt fyrir bætt efnahagsástand. Hún benti á að af þeim 30 breytingum, sem gerðar hefðu verið á almanna- tryggingalögum, hefðu 20 þeirra verið til skerðingar. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðis- ráðherra sagði að ekki væri hægt að setja alla ðryrkja í landinu undir samá hatt því kjör þeirra væru mjög mismunandi. Hún taldi brýnt að ná velferðarsáttmála meðal þjóðarinn- ar fyrir næstu fjögur ár og brýnast væri að nálgast þá sem verst væru settir. Það myndi kosta 7,5 milljarða á ári að hækka alla öryrkja um 20 þúsund krónur á mánuði og þeir ör- yrkjar, sem betur væru settir þyrftu því að bíða. Hún benti á að hámarks- bætur hefðu hækkað úr 47 þúsund krónum í 66 þúsund á fjórum árum. Sjálfsbjörg krefst hækkunar örorkulífeyris og hækkunar frítekjumarks Ályktun fundarins var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum og fólst í því að gerð yrði krafa um að auka fjármagn ríkisins til Trygginga- stofnunar ríkisins og að frá og með 1. apríl og 1. september hækkaði ör- orkulífeyrir um 10 þúsund krónur og aðrir greiðsluflokkar hækkuðu um 5%. Ennfremur yrði frítekjumark hækkað og tengt launavístölu og „vasapeningar" hækkuðu í samræmi við hækkun örorkulífeyris. Skipuð yrði nefnd til að endurskoða almanna- tryggingalögin í samræmi við hug- myndir Sjálfsbjargar með margvísleg markmið, m.a. að afnema skerðingu bóta vegna maka og að í lögunum yrði áætlun um að á næstu tveim ár- um yrðu kjör öryrkja jöfnuð til sam- ræmis við lqor öryrkja á Norðurlönd- unum. ~ - Keldur \ Grésteinn Tvöföldun Vestúrlands- vegar V~~7~~~STURLANDSVEGUR SELTJARNAR- NES i X KOPAVOCUR íjíMislæg gatnamót/ § í Suðurlandsvegar og Vestúrlandsvegar pr^ 200 m vistarsvæði austan Hringvegar og á hluta útivistarsvæðisins í Grafar- gili. í umsögn borgarráðs komi fram að ákveðið hafi verið að breyta aðalskipulagi Reykjavíkur í þeim tilgangi að bæta ástand á svæðum í nágrenni framkvæmda- svæðisins með tilliti til hljóðvistar. Þessar breytingar feli m.a. í sér að hluta þess íbúðarsvæðis, sem sam- kvæmt aðalskipulagi er fyrirhugað í Grafarholti, verði breytt í at- hafnasvæði næst Hringvegi. Skipu- lagsstjóri ríkisins tekur fram að verði aðalskipulagi ekki breytt til samræmis við viðmiðunarmörk mengunarvarnareglugerðar þurfi að byggja hljóðmanir eða grípa til annarra ráðstafana til að draga úr umferðarhávaða á þessum svæð- um. Úrskurð skipulagsstjóra ríkisins má kæra til umhverfisráðherra og er kærufrestur til 24. mars nk. Ingimar Hansson á spástefnu um byggðaþróun 7.000 manna sveit- arfélög lágmark til að halda velli FREKARI sameining sveitarfélaga er nauðsynleg eigi þau að halda velli miðað við þá íbúaþróun sem á sér stað á landsbyggðinni. Þetta kom fram í máli Ingimars Hanssonar rekstrarverkfræðings á ráðstefnu um alþjóða- og byggðaþróun á Sauðárkróki sl. föstudag. í erindi sínu færði Ingimar rök fyrir því að stærð sveitarfélaga skipti megin- máli upp á framtíðarhorfur þeirra og lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga þyrfti að vera 7-8000 til að þau héldu velli. „Þetta mat byggi ég á því að flótti er frá minni sveitarfélögum en stærri byggðir eins og Selfoss, Reykjanesbær og Akureyri fara vax- andi hvað fólksfjölda varðar. Þjón- usta er sá þáttur atvinnulífsins sem fólk vill vinna við og þegar fólk flytur til Reykjavíkur er það að sækja fjöl- breyttara atvinnulíf. Aftur á móti eru landbúnaður og sjávarútvegur þeir þættir atvinnulífsins sem rýrna. Eg er alveg sannfærður um að meg- inþátturinn í því að fólk er að flytja er að það er að sækja í fjölbreyttara atvinnulíf og fyrst og fremst í þjón- ustu. Spurningin er hvenær þjón- ustugreinarnar eru orðnar það víð- tækar að þær geti haldið fólksfjölg- uninni gangandi í smærri byggðar- lögum," sagði Ingimar. Byggðarlögin verði eitt atvinnusvæði Ingimar sagði að aug^óst væri að gera þyrfti eitt atvinnusvæði úr til dæmis Skagafirði og lagði áherslu á að bættar samgöngur væru meðal annars forsenda þess. Með bættum samgöngum yrðu vegalengdir á milli þéttbýliskjarna á svæðinu litlu lengri en vegalengdir á höfuðborg- arsvæðinu og nágrenni þess. „Mín framtíðarsýn er að það verði átta sveitarfélög á landinu. Og að hvert sveitarfélag muni sjá um allan rekstur og allar framkvæmdir innan sinna vébanda," sagði Ingi- mar og benti á að tilgangurinn væri fyrst og fremst að efla þjónustu, í öðru lagi að efla menntun á svæðun- um, en 7.000 manna byggðarlag myndi væntanlega standa undir góðum framhaldsskóla og hugsan- lega einhverju námi á háskólastigi. I þriðja lagi væri tilgangurinn að efla atvinnulífið. Ingimar sagði að lokum að bregðast þyrfti skjótt við fólksfækkun á landsbyggðinni, og hætt væri við að hik í þessu máli þýddi sama og tap. -----------?-?-?--------- Hættir sem bæjarstjóri í Hveragerði EINAR Mathiesen, bæjarstjóri í Hveragerði, hefur sagt upp starfi sínu frá og með 1. aprfl nk. í frétt frá Hveragerðisbæ kemur fram að hann muni starfa sem bæj- arstjóri að minnsta kosti til 1. ágúst nk. Tekið er fram að uppsögnin sé tilkomin af persónulegum ástæðum og tengist í engu störfum hans fyrir Hveragerðisbæ. Einar hefur gegnt starfi bæjar- stjóra frá 21. júní 1994. Páskaævintýri Heimsferða til Benidorm frá kr. 29.645 31.mars 12nætur Síðustu sælin uml páskana Heimsferðir bjóða spennandi páskaferð til Benidorm í beinu flugi þann 31.mars í 12 nætur. Nú getur þú nýtt frídagana um páskana í sumri og sól og komist til Benidorm á hreint frábærum kjörum. Gott úrval gististaða, hvort sem þú vilt vera við ströndina eða á rólegu fljúðarhóteli með frábærri aðstöðu fyrir gesti og meðan á dvölinni stendur býðst þér fjöldi spennandi kynnisferða með íslenskum fararstjórum Heimsferða. Bókaðu strax og tryggðu þér sæti meðan enn er laust. Verðkr. 29.645 M.v. hjón með 2 böm, fiugsæti fram og til baka, 31.mars, 12 nætur. Verð kr. 39.955 M.v. hjón mcð 2 börn, Acuarium, tbúð með 1 svefnh. 12 nætur. Verð kr. 49.990 M.v. 2 f íbúð með 1 svefnherbergi, Acuarium, 12 nætur. HEIMSFERÐIR Austurstræti 17, 2. hæö, sími 562 4600, www.heimsferdir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.