Morgunblaðið - 02.03.1999, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.03.1999, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 2. MARZ 1999 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Alvöru flotefni Hlutabréfaeign þróunarfélagsins jókst um 37% í fyrra Opin kerfi vega mest HLUTABRÉFAEIGN Þróunarfé- lagsins jókst um 37% á síðasta ári og nemur nú 2.423 milljónum króna samanborið við 1.769 millj- ónir króna árið áður. Þar af vegur upplýsingaiðnaður langþyngst í hlutabréfasafni félagsins, með 1.214 m.kr. eða 50%. Astæðan er fyrst og fremst rakin til mikilla hækkana hlutabréfa Opinna kerfa og Nýherja á síðasta ári. Þetta kom m.a. fram í máli Andra Teits- sonar, framkvæmdastjóra Þróun- arfélagsins, á aðalfundi þess í gær. Andri benti jafnframt á að af ein- stökum félögum vega Opin kerfí langþyngst í hlutabréfasafni Þró- unarfélagsins. Um áramót var sá hlutur metinn á 873 milljónir króna eða 36% af hlutabréfasafn- inu. Fjárfestingarstefna félagsins gerir ráð fyrir að ekki skuli hafa meira en 10% af eigin fé félagsins bundin í einu félagi, en þessi eign- arhlutur nemur 37% af eigin fé. „Eg sagði á aðalfundi Þróunarfé- lagsins í fyrra að það væri ekki ABS316 B rw". aenir IBNAÐABQÓLF' Smiðjuvegur 72,200 Kópavogur Sfmi: 564 1740, Fax: 554 1769 Olivetti fær að bjóða í Telecom Italia Hlutabréf í Sæplasti hf. Dulvin ehf. með meira en 10% hlut Róm. Reuters. ENDURSKOÐAÐ tilboð Olivetti í Telecom Italia hefur hlotið samþykki ítalskra yfirvalda og ekkert stendur í vegi fyrir einhverri mestu yfirtöku sem um getur í evrópska fjarskipta- geiranum. Samþykki ítalska kauphallaeftir- litsins, Consob, táknar að erfiðai'a mun reynast Telecom Italia að verj- ast ásælni Olivetti. Telecom Italia hefur sagt að fyrir- tækið hafi í hyggju að sameinast far- símaarmi sínum til að hækka verð fyrirtækisins þannig að Olivetti ráði ekki við það. Eftir samþykki Consob verður hins vegar erfiðara að hrinda slíkum „eiturpilluaðferðum" í framkvæmd. Tih-aun til að komast hjá yfirtöku verður að hljóta samþykki eigenda 30% hlutafjár Telecom. Búizt er við að formlegt tilboð Olivetti verði lagt fram eftir mánuð. Olivetti hyggst bjóða 58 milljarða dollara í reiðufé og verðbréfum í Teleeom Italia, sem er 11. stærsta fjarskipta- fyrirtæki og mörgum sinnum stærra en Olivetti. Tölvu- og ritvélasmíði gerðu Oli- vetti að frægu fyrirtæki og stutt er síðan það haslaði sér völl í fjarskipta- geiranum. DULVIN ehf., félag sem stofnað var af tveimur kaupenda að 11,3% eignarhlut Kaupþings hf. í Sæplasti hf. á Dalvík, hefur vænt- anlega möguleika á því að koma manni í stjórn fyrirtækisins, að sögn Valdimars Snorrasonar, stjórnarformanns Sæplasts. Hann segir að þeir sem fari með svo stór- an eignarhlut geti farið fram á hlutfallskosningu og þar með kom- ið einum manni í stjórn. Kaupþing seldi hlut sinn í Sæplasti 11. febrúar síðastliðinn og voru kaupendurnir þau Guðni Þórðarson og Sjöfn Guðmunds- dóttir, sem eru stærstu hluthaf- arnir í Borgarplasti, Halldór Birgirsson og Steinunn Ragnars- dóttir. Kaupverðið var rúmlega 47,5 milljónir króna. Þau Sjöfn og Halldór eru stofnendur Dulvins ehf. sem samkvæmt upplýsingum Hlutafélagaskrár hefur þann til- gang að annast kaup og sölu verð- bréfa og hlutabréfa. ætlunin að minnka eignarhlutann í Opnum kerfum í neinum flýti held- ur fara sér hægt, enda tryðum við því að Opin kerfi væru ennþá spennandi fjárfestingarkostur meðal annars vegna meirihluta- eignar félagsins í Skýrr hf. Þetta virðist hafa verið rétt ákvörðun, þar sem gengi hlutabréfa Opinna kerfa hækkaði um 128% á síðasta ári. Gengið hefur svo hækkað um nálægt 21% það sem af er þessu ári,“ að sögn Andra. Að því er fram kemur í árs- skýrslu félagsins, átti Þróunarfé- lagið hlutabréf í alls 73 fyrirtækjum í árslok 1998, samanborið við 67 fyrirtæki árið áður. 33 fyrirtæki eru skráð á aðallista Verðbréfa- þings, 9 á vaxtarlista en 31 félag er óskráð og þar af eru 5 erlendis. Ef skoðuð er skipting hlutabréfavið- skiptanna á milli atvinnugreina kemur í ljós að mest viðskipti voru með hlutabréf fyrirtækja í upplýs- ingatækni. Þar voru keypt bréf fyr- ir 62 milljónir króna og seld fyrir 74 milljónir. Næstmest viðskipti voru með hlutabréf í sjávarútvegi. Keypt voru bréf fyrir 36 milljónir og seld fyrir 69 milljónir króna. Fjárfesta í Bretlandi Þorgeir Eyjólfsson, stjórnarfor- maður, sagði stjóm félagsins hafa tekið þá ákvörðun í ársbyrjun þessa árs, að fjárfesta sem nemur 86 m.kr. í áhættufjármagnssjóði á Bretlandseyjum. Heildarstærð Á aðalfundi Þróunarfélagsins 10 stærstu hluthafar Þróunarfélags íslands áHð 1998 Ejgnar. hlutfall Burðarás hf. 15,50% Nýsk.sjóður atvinnulífsins 14,50% Lífeyrissj. verzlunarmanna 11,97% Sameinaði lífeyrissjóðurinn 9,48% Landsbanki íslands hf. 6,28% Lífeyrissj. Framsýn 5,86% Lífeyrissjóður lækna 4,11% Hlutdeild hf. 4,04% íslandsbanki hf. 3,86% Búnaðarbanki íslands hf. 3,73% í gær var samþykkt sú tillaga stjórnar sjóðsins er 150 milljónir punda en fjárfestingarmarkmið hans felast í kaupum á hlutum í meðalstórum óskráðum fyrirtækjum á megin- landi Evrópu og á Bretlandseyjum sem þykja hafa góða vaxtarmögu- leika. Hann sagði töluverða vinnu liggja að baki þessari fjárfestingar- ákvörðun og ljóst að tvö til þrjú ár muni líða þar til sést hversu skyn- samleg ákvörðunin reynist. Þorgeir kom lítillega inn á gagn- rýni stjórnarformanns Nýherja um viðskipti Þróunarfélagsins með hlutabréf félagsins í árslok 1998 sem greint var frá í Morgunblaðinu á dögunum. Hann sagði þar ómak- lega vegið að viðskiptasiðferði framkvæmdastjóra Þróunarfélags- ins og las í framhaldinu fyrir fund- inn athugasemd Þróunarfélagsins sem birtist í Morgunblaðinu fóstu- Morgunblaðið/Þorkell að greiða hluthöfum 10% arð. daginn 19. febrúar sl. I framhaldinu bætti hann við að oft geti verið erfitt að vinna á hlutabréfamarkaði á síðustu dögum ársins. „Þar er lokaverð að myndast í hlutafélög- um. Lokagengi gamlársdags er síð- an notað í ársuppgjörum fjáimála- fyrirtækja og stofnanafjárfesta. Því er þýðingarmikið að ígrunda vel og vanda ákvarðanatökur í hlutabréfa- viðskiptum við þau tímamót.“ A fundinum var samþykkt sú til- laga stjórnar að greiða hluthöfum 10% arð auk þess sem stjórn fé- lagsins var endurkjörin. Hana skipa auk Þorgeirs, meðstjórnend- urnir Þórarinn V. Þórarinsson, Brynjólfur Bjarnason, Helgi Magn- ússon og Sólon R. Sigurðsson. Varamenn eru Hrafn Magnússon, Guðmundur Hilmarsson og Sveinn Hannesson. A ABS 147 / 2HE15HE Efni frá: ABS147 □PTIROC ABS154 OPIN KERFIHF Sími 570 1000 Fax 570 1001 www.hp.is Dagskrá: • Venjuleg aðalfundarstörf. • Tillögur - Breytingar á samþykktum félagsins til samræmis við lagaheimild fyrir rafrænni skráningu hlutabréfa. • Önnur mál, löglega upp borin. Atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á fundarstað. Hluthafar sem ekki geta sótt fundinn, en hyggjast gefa umboó, verða að veita slíkt skriflega. Stjórn Opinna kerfa hf. 1999. Aðalfundur Opinna kerfa hf., verður haldinn föstudaginn 5. mars Fundurinn verður í Gullteigi á Grand Hótel Reykjavík kl. 15:00. Philips með tilboð í VLSI New York. Reuters. MESTI raftækjaframleiðandi Evr- ópu, Royal Philips Electronics, hef- ur gert tilboð um að kaupa banda- ríska kubbaframleiðandann VLSI Technology Inc. fyrir um 776,9 milljónir dollara. Philips býður 17 dollara á hluta- bréf, um 60% hærra verð en fæst fyrir bréfin í kauphöllinni í New York. í yfirlýsingu frá Philips segir að tilboðið sé í samræmi við þá stefnu að afla eigna til að efla fyrirtækið í Bandaríkjunum. Katlabiónusta HÖNNUN / SMÍÐI / VIÐGERÐIR / ÞJÖNUSTA = HÉÐINN = SM IÐJA Stórási 6 »210 Garðabæ sími 565 2921 • fax 565 2927 #
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.