Morgunblaðið - 02.03.1999, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 02.03.1999, Blaðsíða 58
58 ÞRIÐJUDAGUR 2. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sími 551 1200 Sýnt á Stóra sOidi kt. 20.00: TVEIR TVÖFALDIR — Ray Cooney Fös. 5/3 nokkur sæti laus — lau. 6/3 uppselt, fös. 19/3. BRÚÐUHEIMILI — Henrik Ibsen Menningarverölaun DV1999: Bva Ósk Ólafsdóttir. Sun. 7/3 - lau. 20/3 - lau. 27/3. BRÓÐIR MINN LJÓNSHJARTA - Astrid Lindgren Sun. 7/3 — sun. 14/3. Sýnt á Litla sóiði kt. 20.00: ABEL SNORKO BÝR EINN — Eric-Emmanuel Schmitt Fim. 5/3 — lau. 6/3 — fös. 19/3. Ath. ekki er hægt að hleypa gestum inn í salinn eftir að sýning hefst Sýnt á Smrðaóerkstœði kt. 20.30: MAÐUR í MISLITUM SOKKUM — Arnmundur Backman Fim. 4/3 uppselt — fös. 5/3 uppselt — lau. 6/3, 60. sýning uppselt — sun. 7/3 síðdegissýning kl. 15 uppselt — fim. 11/3 uppselt — fös. 12/3 uppselt — lau. 13/3 uppselt — sun. 14/3 uppselt. Ath. ekki er hægt að hleypa gestum inn í salinn eftir að sýning hefst Miðasalan er opln mánud.—þriðiud. kl. 13—18, miðvikud.—sunnud. kl. 13—20. Símapantanir frá kl. 10.00 virka daqa. Sími 551 1200. 0 SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS Gula röðin 4. mars W. A. Mozart: Sinfónla nr. 31 pianókonsert nr. 27 F. Mendelssohn: Sinfónía nr. 3 Einleikari: Edda Erlendsdóttir Stjórnandi: Rico Saccani Bláa röðin 6. mars í Laugardalshöll. Giaccomo Puccini: Turandot Stjórnandi: Rico Saccani Háskóíabió v/Hagatorg Miðasala alla virka daga frá kl. 9 - 17 í síma 562 2255 ISU'NSkA AN __lllli ÖÓL Gamanfeikrit í leikstjórn Siguröar Sigurjónssonar fös. 5/3 kl. 23.30 uppselt lau. 6/3 kl. 23.30 uppselt sun. 7/3 kl. 20 uppselt fim. 11/3 kl. 20 uppselt lau. 13/3 kl. 20 uppselt sun 7/3 kl. 14 og 16.30 uppseldar Aukasýning sun 14/3 kl. 14 og 16.30 Athugið! Síðustu sýningar Georgfélagar fá 30% afslátt Miðapantanir virka daga í s. 551 1475 frá kl. 10 Miðasala alla virka daga frá kl. 13-19 Sýningar hefjast kl:20 4/3 laus sæti 10/3 laus sæti 13/3 miðnætursýn. kl. 23.30, síðustu sýningar. Miðaverð 1200 kr. Leikhópurinn Ásenunni Uinr* SÍÐASTA , isilinn SYNING! (ullkpmni_ jafningi » Hofundurog icikari Felix Bergsson LeikstjóriKolbrún Halldórsdóttir NFB SYNIR Með fullri reisxi Aukasýningar vegna gífurlegrar eftirspurnar mið. 3/3, fös. 3/3 og lau. 6/3 Miðaverð 1.100. Sýningar kl. 20. fim. 4/3? lau. 13/3, fim. 18/3, sun. 28/3. Sýningar hefjast kl. 20.30. Miðasala í s. 552 3000. Opið virka daga kl. 10—18 og fram að sýningu sýningardaga. Miðapantanir allan sólarhringinn. 30 30 30 Miðasala opin kl. 12-18 og from aö sýningu sýningardaga. Simapantanir virkn daga frá kl. 10 ROWBVIÍ - átakanlegt gamanleikrit- ki. 20.30 mið 17/3, lau 2CV3 Bnnig á Akureyri s: 461 3690 ÞJÓNN f SÚPUNNI - drepfyndið - kl. 20.30 ATH breyttan sýrángartíma fös 5/3, lau 13/3 FRÚ KLBN - sterk og athyglisverð sýning W.2D, lau 6/3 Takmarkaður sýningafjöldi! HÁDEGISLBKHÚS - kl. 12.00 Leitiimaðungristúiku rr»ð3/3,fim4/3, fös 5/3 KETILSSAGA FLATNEFS kl. 15.00 sun 7/3 SKEMMTIHÚSIÐ LAUFÁSVEGI 22 Bertold Brecht - Bnþáttungar um a nkið mið. 3/3 kl.20, sun. 7/3 kl. 20 Tilboð til leikhúsgesta! 20% afsláttur af mat fyrir leikhúsgesti i Iðnó. Borðapantanir i síma 562 9700. Rommí ÁAkureyri Sýnt á Bing Dao-Renniverkstæðinu, KL. 20.30. fim 4/3, lau 6/3, sun 14/3 laus sætí Miðasölusími 461 3690 lðnó-5 30 30 30 SVARTKLÆDDA KONAN fyntiitt. spennandi, hrollrekjandi - drttigasagJ Sun: 28. feb - 23. sýn. - 21:00 Lau: 6. mar - 24. sýn. - 21:00 Lau: 13. mars - Sun: 14. mars - Fos: 19.!Hiars Tílboð trá Hominu, R£X, Pizza 67 og Lækjarbtekku fylg/ý miðuw TJARNARBÍÓ Míðasala opin fiin-lau. 18-20 & aflan sólarhringinn f síma 561-0280 / vh@centrum.is , FÓLK í FRÉTTUM BLEIKT er happalitur Blakes. Úr fyrsta smelli leikstjórans, Bieikn kafhátnum - Operation Petti- coat, sem gekk fyrir fullum bragga við Skúlagöt- una í mánuði. TVEIR góðir saman, í vinsælustu mynd Blakes, Bleika pardusnum; George Sanders og kameljónið Peter Sellers. BLAKE EDWARDS MARGIR af minni kynslóð setja samasemmerki á milli leikstjórans Blakes Edwards, Bleika parduss- ins, og fleiri ánægjulegra bíó- ferða, ekki síst í gamla, góða Tónabíó. Enda verður hans fyrst og fremst minnst fyrir þær mörgu gleðistundir sem hann veitti kvik- myndahúsgestum á Iöngum, happasælum og ótrúlega afkasta- miklum leikstjóraferii sem ói af sér 40 myndir. Aukinheldur skrif- aði hann sjálfur fjölda handrit- anna og framleiddi. Kvikmyndagerð er Edwards í blóð borin. Afi hans, J. Gordon, var uppáhaldsleikstjóri fyrstu kynbombu hvíta tjaldsins, Fox- stjörnunnar Thedu Bari, og faðir hans var lengst af framkvæmda- sljóri hjá ýmsum fyrirtækjum í Hollywood. Þrátt fyrir ræturnar djúpt í frjósöinu kvikmyndaum- hverfi Kaliforníu, hefur oft andað köldu milli hans og iðnaðarins. Svo fór að leikstjórinn flúði kerfið og starfaði í Evrópu um hríð. Samskiptaörðugleikum sínum við húmorslausa og þröngsýna for- sprakka risaveranna lýsir hann snilldarlega í S.O.B. (sem flestir, sem farið hafa í bíó, ættu að vita hvað stendur fyrir). Edwards átti frekar auðvelt með að smokra sér innfyrir hlið kvikmyndaveranna snemma á fimmta áratugnum. Þar beið hans þetta hefðbundna ferli; Ieikur í öllum hugsanlegum gerðum mynda, síðan fór hann að skrifa handritin sjálfur, starfaði um ára- bil með handritshöfundinum og leikstjóranum Richard Quine. Að lokum fékk hann tækifæri til að leikstýra; ekki merkilegum verk- efnum heldur B-myndum með átrúnaðargoðinu og söngvaranum Mario Lansa. Hann var sestur í leiksljórastólinn, þaðan varð ekki aftur snúið. Velgengnin lét ekki bíða lengi eftir sér, hún birtist í Operation Petticoat (‘59), bráðskemmtilegri gamanmynd úr Kyrrahafsstríðinu með Cary Grant og Tony Curtis - skærustu stjörnu Universal, í áhöfninni. Hér heima gekk mynd- in mánuðum saman í bragga- garminum við Skúlagötuna, undir nafninu Bleiki kafbáturinn. Sama ár leikstýrði, skrifaði og framleiddi Edwards Peter Gunn, feikivinsæla sjónvarpsþætti með film noir yfirbragði og magnaðri djasstónlist Hanrys Mancini. Sam- GAMANLEIKURINN HÓTEL HEKLA Fim. 4/3 nokkur sæti laus, fös. 12/3 laus sæti, lau. 13/3 laus sæti, mið 17/3 (á sænsku), míð 31/3 Maaga 6tína og Hr.lngiR laugarJaginn 6. mars kl. 23 Miðapantanir alian sólarhringinn í síma 551 9055. Miðasala fim.—sun. milli 16 og 19 og símgreiðslur alla virka daga. Netfang: kaffileik@isholf.is EINN af mestu gleðigjöfum kvik- myndanna, Blake Edwards, við tökur á 10, sem gerði sljömur úr Dudley Moore og Bo Derek. vinna þeirra hélst nánast óslitin siðan og færði tónskáldinu nokk- ur Óskarsverðlaun. Veraldar- gengið óx með ólíkum myndum einsog hinu lauflétta New York gríni, Breakfast at Tiffany’s (‘61) með Audrey Hepburn, og hinum ískalda og martraðarkennda trylli, Experiment in Terror (‘62). Þá var komið að fyrstu „stór- myndinni", Dögum vfns og rósa (‘62), sem varaði heiminn við of- neyslu áfengis á svipaðan hátt og mynd Wilders, Glötuð helgi (‘45). Stjörnurnar hlutu Óskarsverð- launatilnefningar en Edwards vatt sér fljótlega af þessu nötur- lega hliðarspori og vinsælasta myndin hans, Bleiki pardusinn (‘63), geiflaði sig framan í myrka sýningarsalina. Edwards gerði margar framhaldsmyndir um andhetju myndarinnar, hinn kauðska Clouseau lögreglustjóra, sú eina sem er ásjáleg í þeim hópi Bleiki pardusinn („The Pink Panther") (‘68) irkrkV.z Sígild gamanmynd þar sem margir, snjallir þættir tvinnast saman í far- sakennda allsherjarvitleysu með galdramanninn Peter Sellers í þungamiðjunni. Túlkun hans á hin- um treggáfaða en sjálfumglaða Clouseau lögreglustjóra er einn af hápunktunum á ferlinum. Clouseau á í höggi við bíræfna demantaþjófa í skíðaparadís hinna ríku og fögru í Sviss. David Niven er lítið síðri sem forsprakki ræningjanna, Capucine og Claudia Cardinale hressa svo enn uppá útlitið. Tónlist Henrys Mancini er stórkostleg, en satt best að segja hafa myndir elst betur. Dagar víns og rósa („Days of Wine and Roses“) (‘62) icfck'k Harkaleg og miskunnarlaus lýsing á ungum, glæsilegum hjónum (Jack Lemmon og Lee Remick) og leið þeirra í ræsið fyrir atbeina óviðráð- anlegrar drykkjusýki. Skynsamleg og raunsæisleg úttekt á miklu vandamáli með eftirminnilegum at- riðum. Sennilega er átakanlegasta er mynd #2, A Shot in the Dark (‘64). Hinar eru plagaðar af of miklum endurtekningum og aula- fyndni. 1965 gerði Edwards fok- dýra gamanmynd, The Great Race, til heiðurs átrúnaðargoðun- um sínum, Stan Laurel og Oliver Hardy. Það dugði ekki til, myndin varð aldrei annað en skugginn af hinni afar vinsælu Those Magni- ficent Men ..., sem sýnd var fyrr á árinu. Við tók brokkgengur áratugur með misjöfnum myndum, botnin- um náð með risamistökunum Dar- ling Lili (‘69), vandræðalegum söngleik með Rock Hudson (!) og Julie Andrews, sem hann giftist síðar. Stjórar Paramount tóku sig síðan til og bættu um betur. Klipptu myndina miskunnarlaust og úr varð ólýsanleg hörmung sem mönnum er ráðlagt að varast. MGM matreiddi einnig vestrann Wild Rovers (‘71) á svipaðan hátt, og veraldargengi þessa fyrrum vinsæla leiksljóra fór versnandi. Hann safnaði eigi að síður kröft- um í gamla heiminum, sneri aftur ‘79, með smellinn 10, þá kom S.O.B., hið áðurnefnda uppgjör hans við staðnað Hollywood-kerf- ið. I kjölfar hennar fylgdi Vict- or/Victoria (‘82), ein besta mynd Edwards fyrr og síðar. Síðan hef- ur gengi þessa gleðigjafa verið valt. Minna borið á hamslausri kímnigáfunni í leiksljórn og hand- riti, sem með sínum villtu uppá- tækjum, smellnu tilsvörum og svo oft frábærri frammistöðu leikar- anna gladdi kviiunyndahúsgesti um allan heim. í Sunset (‘88), síð- ustu umtalsverðu myndinni, tekst Edwards þó að bauna skemmti- lega á Hollywood, en eftir síðasta skellinn um Bleika pardusinn, Son Bleika Pardussins (‘93), settist þessi fyndna kempa í helgan stein, ásamt sinni ektakvinnu. senan þegar Lemmon, yfirkominn af brennivínsþorsta, leitar að víni í húsum tengdaföður síns. Leikur stjamanna er góður og aftur kemur frábær tónlist Mancinis mjög við sögu. Þrátt fyrir nokkra yfirborðs- kennd í texta vakti myndin geysi at- hygli á áfengisbölinu á sínum tíma. (Myndin er gerð e. samn. sjón- varpsleikriti, þar sem Cliff Robert- son og Piper Laurie gera jafnvel enn betri hluti.) Victor/Victoria (‘82) kkrk'h Þessi flækja kemur öllum í gott skap! Besta mynd þeirra þjóna- kornanna, Andrews og Edwards, þar sem frúin fer með hlutverk sveltandi söngkonu í París kreppu- áranna. Grípur til þess óyndisúr- ræðis að koma fram sem hommi í hlutverki söngkonu! Málin taka nýja og illfyrirsjáanlega stefnu er bandarískur gangster og karl- rembusvín (Gamer) hrífst af fyrir- brigðinu! Að öðmm ólöstuðum fer Robert heitinn Preston fremstur, er óborganlegur í óaðfinnanlegum leikhópi. Sæbjörn Valdimarsson SIGILD MYNDBOND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.