Morgunblaðið - 02.03.1999, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 02.03.1999, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MARZ 1999 33 UMRÆÐAN erfiðleikar í hæð á stöku stað munu hverfa með auknum stuðningi. Þó voru margir háir, veikir tónar ákaf- lega mjúkir og fallegir hjá henni. Hún býr líka yfir þessari framúr- skarandi dýpt, sem einkennir nem- endur frú Kuhse, af því að stuðn- ingurinn er jafn upp úr og niður úr - og vandalaus. Arndís Halla er mikill fjörkálfur og bætti skort á tækni upp með skemmtilegri, leikrænni sviðs- framkomu, sem mér fannst þó stundum jaðra við að vera um of, t.d. í lögum Schuberts. Þá þótti mér að „Síðasti dansinn" eftir Karl 0. Runólfsson hefði mátt vera ögn alvörugefnari. Á því athyglisverða lagi vilja allir söngskólanemendur spreyta sig og auðvitað ber að forðast þann fylgikvilla lítillar kunnáttu að vilja þröngva ein- hverri einni túlkun upp á nemand- ann: „Svona á þetta vera, og ekki öðruvísi!" Ég myndi stinga upp á að flytja þetta lag með dálítið minna daðri, draga heldur fram dramatík þess og vá, líkt og séu á ferð gamlar glæður, sem aldrei fengu þó að verða að báli. Kóloratúr Arndísar Höllu er mjög hrífandi, þótt gagnrýnendur kjósi að hafa heldur hljótt um það, kannski af ótta við að móðga ein- hverja aðra söngvara. Það var bráðgaman að verða nú loksins vitni að því, að tvær ungar stúlkur syngja eins og sá, sem vald- ið hefur, þótt sitthvað hafi mátt fara betur eins og gengur. Oft hefi ég verið stödd á tónleik- um þar sem lófatak, hrifning og fagnaðarlæti komust á það stig, að viðstaddir risu úr sætum í þakkar- skyni við flytjendur, þótt tæplega hafi verið ástæða til slíkrar yfir- borðsmennsku. Aðdáanlegt var á söngskemmtun þeirra Hönnu Dóru og Arndísar HöÚu hve tónleikagest- ir voru nú allt í einu orðnir agaðir, kurteisir og hófsamir! Einhver hluti af klappkórnum okkar var að sönnu viðstaddur, en hafði af vissum ástæðum hægt um sig. Ég óska Hönnu Dóru og Arndísi Höllu til hamingju. Þær komu, sáu og sigruðu! Höfundur er söngkona og prestsfrú íHolti íÖnundarfirði. Flugvöllur 21. aldar í Morgunblaðinu 25. febrúar sl. birtist at- hyglisverð og upp- lýsandi grein um áætl- anir flugmálastjórnar vegna endurbyggingar Reykjavíkurflugvallar. Þar er lesendum greint í máli og mynd frá fyr- irhuguðum jarðvegs- framkvæmdum í Vatnsmýrinni og þeim áhrifum sem jarðvinn- an muni hafa á líf borg- arbúa næstu árin, eink- um þeirra sem búa ná- lægt aðflutningsleiðum og í nágrenni flugvall- arins. Loftmengun, há- vaði og aukið álag á götur borgar- innar vegna þungaflutninga er með- al þess sem una verður við. Til stendur að umbylta milljón rúmmetrum af mold, ásamt gamla malbikinu, sem á að fara i púkk undir upphækkanir fyrir nýjar fiug- brautir, nýjan innanlandsflugvöll á sama stað í hjarta borgarinnar. Tekið er fram að þótt fram- kvæmdin sé ekki matsskyld hafi flugmálastjórn engu að síður látið verkfræðistofuna Vatnaskil skoða áhrif jarðvegsskiptanna á grunn- vatn og Náttúrufræðistofnun ís- lands vann úttekt á gróurfari og spendýra- og fuglalífi á svæðinu. Engin stofa eða stofnun hefur verið fengin til að kanna áhrif fiug- vallarins á mannlífið í nágrenni hans, en í kjölar mikillar umræðu um flugvallarsvæð og framtíðar- skipulag höfðborgarinnar gerði DV skoðaaknun sem sýndi fram á að meirihluti Reykíkinga og reyndar landsmanna allra vill að flugvöllur- inn verði fluttur úr Vatnsmýrinni og svæðiðotað m byggingarland. Skipulagt til 2016? Um svipað lti og þessi vilji al- mennings kom fram samþykkt- Steinunn Jóhannesdóttir Óbærileg fátækt MER KOMU ósjálfrátt í hug tveir bókatitlar þegar ég las eftir Heimi Má Péturs- son blaðagrein sem birtist í Morgunblað- inu miðvikudaginn 24, febrúar, og ber fyrir- sógnina „Olundar óp frá Rauðgrana". Þetta voru „Fátækt fólk" eft- ir Tryggva Emilsson og „Obærilegur létt- leiki tilverunnar" eftir Milan Kundera, tvö snilldarverk, þó hvort á sína vísu. Ekki var það skyld- leiki þeirra texta, sem nefndur Heimir Már setur saman, við rit höfuðsnillinga sem hug- renningatengslunum olli. Nei, heldur hitt og hvorutveggja. Ég rökræðum. Steingrímur J. Sigfússon efnivið í fyrirsögn sem betur hæfði að mínu mati áðurtilvitnaðri blaðagrein Heimis Más; „Óbærileg fá- tækt". Svaraverðir hlutir Ekki verður öðru svarað en því sem er svaravert. Heimir Már Pétursson hefur nú í tvígang að minnsta kosti á skómmum tíma reynt að klína húmorslausu uppnefni á þá stjórnmálahreyf- ingu sem ég hef, ásamt fleira góðu fólki, körlum og konum, tekið að mér að vera í forsvari fyrir. Það kalla ég hina óbærilegu fátækt í Stjórnmál Ekki verður öðru svar- að, segir Steingrímur J. Sigfússon, en því sem er svaravert. Höfundur er formaður Vinstrihreyf- ingarinnar - græns framboðs. fór að hugleiða hversu sár fátækt- in getur orðið þar sem hún ber að dyrum. Einnig hversu sorglegt það er þegar sú mikla náðargáfa gamansemin eða skopskynið er orðið að andhverfu sinni, rétt eins og þegar léttleiki tilverunnar er orðinn óbærilegur. Á þessi djúp- mið bókmenntanna sótti ég mér borgarstjórn deili- skipulag fyrir Reykja- víkurflugvöll og lagði fram til kynningar. Það var gert í sam- ræmi við aðalskulag sem samþykkt var fyrir tveimur árum til ársins 2016. Látið hef- ur verið í veðri vaka að þær framkvæmdir sem nú standa fyrir dyrum séu eðlilegt og tímabært viðhald o- hægt sé að endur- skoða staðsetningu flugvallarins að þessu skipulagstímabili liðnu, því auðvitað sé honum ekki ætlaður staður í Vatnsmýrinni til frambúðar. Eftir að áætlanir flugmálastjórnar hafa verið birtar er augljóst að mál- flutningur af þessu tagi er til þess eins að slá ryki í augu á fólki. Flugvallarmál Það eru íslenskir ráða- menn dagsins í dag, segir Steinunn Jóhann- esdóttir, sem eru að skipuleggja höfuðborg- arsvæðið fyrir næstu kynslóðir. Verði leyfi veitt fyrir þeim gífur- legu framkvæmdum sem nú hafa verið kynntar og flugvöllurinn end- urbyggður þar sem hann er með öllu því jarðraski og tilkostnaði sem því fylgir, þá er verið að taka ákvörðun til miklu, miklu lengri tíma en umrætt skipulagstímabil til 2016 nær yfir. Það sér hver maður að árið 2016 verður þetta dýra og mikla mannvirki nýkomið í gagnið og næsta öruggt að ráða- menn sem vilja teljast ábyrgir gæslumenn almannafjár hrófli hvergi við vellinum, hversu aug- ljóst skipulagsslys sem hann er og verður. Margir áratugir munu því líða, hálf næsta öld ef ekki öll, áður en aftur fæst tækifæri til þess að endurmeta skipulag höfuðborgar- innar, sem er þó knýjandi nauðsyn. Sár í hjarta Reykjavíkur Flugvöllurinn er eins og opið sár í borgarskipulaginu, það við- urkenna núorðið flestir sem skoða málið, jafnvel áköfustu áhangend- ur hans. Æ fleiri átta sig á hversu mjög hann stendur þróun og vexti borgarinnar fyrir þrifum auk þess að vera margþættur mengunar- valdur. Þar sem hann er gæti risið blönduð byggð íbúa, mennta- og listastofnana auk verslunar- og veitingahúsa, hugbúnaðar- og fjármálafyrirtækja í eðlilegum tengslum við eldri borgarhluta. Nú er tækifæri sem seint gefst á ný til að leyfa sárinu í hjarta Reykjavíkur að gróa og borginni að vaxa saman eins og hún hefði gert af sjálfu sér ef ekki hefði komið til stríðið með hernámi Breta og flugvellinum sem afleið- ingu. Það var atburðarás sem við réðum litlu um. Nú erum við sjálf- ráða. Það eru íslenskir ráðamenn dagsins í dag sem eru að skipu- leggja höfuðborgarsvæðið fyrir næstu kynslóðir. Það eru þeir sem nú sitja á þingi fyrir Reykjavík og í borgarstjórn sem bera ábyrgð á því hvaða vaxtarskilyrði borginni bjóðast á næstu öld. Lit.hu- þakkir í fróðlegum Kastljósþætti Ómars Ragnarssonar sl. fimmtudagskvöld var kynnt nýendurvakin hugmynd um flugvöll á landfyllingu í Skerja- firði. Þar kom í ljós að útfrá örygg- issjónarmiði fyrir íbúa á jörðu niðri hefði flugvöllur þar mikla kostí um- fram flugvöllinn í Vatnsmýrinni. Aðflug og flugtak yrði allt yfir sjó og hvergi yfir mannabyggð nema í mun meiri hæð en nú. Af þeim sök- um myndi hávaðamengun minnka til mikilla muna. Það kom jafnframt fram í þættinum að borgarstjóra líst ekki á hugmyndina um flugvöll í Skerjafirði einkum vegna þeirrar sjónmengunar sem hún telur að af honum Mjótist frá ströndinni séð. Borgarstjóri taldi að komandi kyn- slóðir myndu lítt þakka þeim sem nú ráða fór ef flugvöllur yrði byggður í Skerjafirði. Við vitum að vísu sjaldnast hvernig verk okkar verða metin í framtíðinni og stjórnmálamenn kunna að þurfa að taka umdeildar og óyinsælar ákvarðanir á stund- um. I flugvallarmálinu virðast sam- gönguráðherra (ríkisstjórnin), flugmálastjórn, borgarskipulag og borgarstjórn ætla að ganga gegn skoðun meirihluta Reykvíkinga og landsmanna almennt, burtséð frá því hverjar þakkirnar verða. Þing- menn og þingmannsefni Rekjavík- ur hafa fæst látið í sér heyra um þetta stórmál en fróðlegt væri að vita hug þeirra fyrir komandi kosn- ingar. Það er afar nauðsynlegt að geta skipt um stefnu í veröld sem þróast hratt og breytist. Gamlar forsend- ur missa gildi sitt, það eru önnur veðurskilyrði en voru fyrir stundu. Flugstjóri sem áttar sig á því í tíma að hann er á rangri flugbraut hættír við flugtak. Stjórnmála- menn sem átta sig á því að þeir eru á leiðinni að gera mistök snúa við á þeirri braut. Höfundur er rithöfundur. ina Fegurðin kemur innan frá Laugavegi 4, sími 551 4473. Aöalfundur Landsbanka Islands hf. r Aöalfundur Landsbanka Islands hf. veröur haldinn í Borgar- leikhúsinu, mánudaginn 22. mars 1999, og hefst kl. 17:00. Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf samkvæmt 13. grein samþykkta félagsins. 2. Tillögur til breytinga á samþykktum. 3. Tillaga um kaup félagsins á eigin hlut samkvæmt 55. gr. hlutafélagalaga. 4. Önnur mál sem eru löglega upp borin. Tillögurfrá hluthöfum sem bera á fram á aðalfundi skulu hafa borist í hendurstjómar með skriflegum hætti, eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund. Dagskrá, endanlegar tillögur og ársreikningur félagsins ásamt skýrslu endurskoðenda, munu liggja frammi á skrifstofu félagsins, að Laugavegi 77, hluthöfum til sýnis sjö dögum fyriraðalfund. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu Landsbankans, Laugavegi 77, frá 15. - 22. mars til kl. 15:00. Atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent við upphaf fundarins. Reykjavík, 2. mars 1999 Bankaráð Landsbanka íslands hf. Landsbanki Islands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.