Morgunblaðið - 02.03.1999, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.03.1999, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 2. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Bygginganefnd synjar erindi um leiktjald í göngugötunni Skyggir á sólina Níu hand- teknir í tveimur fíkniefna- málum TVÖ fíkniefnamál komu upp hjá rannsóknardeild lögreglunnar á Akureyri um helgina og eru þau bæði upplýst. Á sunnudagsmorgun bárust upp- lýsingar um að fíkniefni væru höfð um hönd í samkvæmi í bænum og voru þrír handteknir utan við um- rætt hús. I fórum eins þeirra fund- ust 5 grömm af hassi, en í kjölfarið voru þrír aðrir, sem tengdust mál- inu, handteknir. Við húsleit fundust tæki og tól til fíkniefnaneyslu. Sá sem var með fíkniefnin viðurkenndi að eiga þau og er rannsókn málsins lokið. Um miðjan dag á sunnudag var maður handtekinn en hann hafði fengið send fíkniefni sunnan úr Reykjavík. Um var að ræða 15 grömm af hassi. Þrír voru hand- teknir, en að sögn fulltrúa er einn þeirra trúlega ekki viðriðinn málið. Annar mannanna, sem handteknir voru, viðurkenndi að hafa átt efnið, en hinn veitti aðstoð. Báðum hefur verið sleppt úr haldi lögreglu. Ólögleg læknalyf Á föstudag lagði rannsóknardeild lögreglunnar á Akureyri hald á lyfjasendingu, en þar var um að ræða ólögleg læknalyf, eða um 300 töflur af sterum. -------------- Forvitni- legar sjáv- arlífverur FJÖLMARGIR sóttu útibú Haf- rannsóknastofnunar og Rann- sóknarstofnunar fiskiðnaðarins heim um helgina, en þá buðu stofnanirnar gestum að kynna sér þá fjölbreyttu starfsemi sem fram fer á þeirra vegum á Akur- eyri. Þeir Daníel Sigurðsson og Ágúst Stefánsson voru meðal þeirra sem þekktust boðið og skemmtu sér hið besta við að skoða sjávarlífverur af ýmsu tagi. MEIRIHLUTI bygginganefndar hefur synjað erindi Stefáns Gunn- laugssonar veitingamanns á Akur- eyri sem sótti um leyfi til að setja upp 220 fermetra tjald fyrir leik- tæki fyrir börn og veitingasölu á lóðinni númer 103 við Hafnar- stræti, eða í göngugötunni. Ætlun- in var að tjaldið stæði á tímabilinu frá júní og til loka ágúst. Meirihluti nefndarinnar synjaði erindinu þar sem hún telur að svæðið sé ekki nægjanlega stórt og beri því ekki fyrirhugaða stærð af tjaldi og eins að þetta svæði er nánast eina svæðið í göngugötunni þar sem sól nær að skína seinni part dags og því beri að halda því sem mest opnu. Annar staður kemur ekki til greina Stefán Gunnlaugsson sagðist fagna því að bygginganefndin hefði svarað erindi sínu, nú fjórum mánuð- um eftir að það barst. Stefán hafði hugsað sér að kaupa umrætt tjald og látið taka það frá fyrir sig. „Hins vegar sé ég ekki að af þessu verði, því í mínum huga kemur enginn ann- ar staður til greina fyrir þessa starf- semi. Mér hefur verið bent á flötina neðan við Samkomuhúsið og eins svæði niður við höfn undir þetta leik- tjald. Ég hef áhuga fyrir því að beina lífí inn í miðbæinn, en ekki út úr hon- um og því finnst mér að við þurfum að gera eitthvað sem fær fólkið inn í bæinn, það veitir ekki af að hafa sem mesta og fjölbreyttasta starfsemi á þessum bletti. Við erum 15 þúsund talsins, Akureyringar, en ekki 1,5 milljónir," sagði Stefán. Hann er ekki sammála meirihluta bygginganefndar um að tjaldið skyggði á sólina, sagði það engan veginn svo stórt. „Ég hefði haldið að það væri hagur okkai- allra að hafa líf og fjör í miðbænum en bygginga- nefndin vh-ðist ekki á sama máli,“ sagði Stefán. Innbrot í Bóka- markaðinn BROTIST var inn í iðnaðar- húsnæði að Frostagötu 3 á Akureyri aðfaramótt laugar- dags, þar sem Bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgef- enda er til húsa. Ekki var ljóst í gær hvort einhverjum bókum var stolið en hins vegar var töluvert af vörum, sem Bókval er með á markaðnum, stolið. Má þar nefna tugi geisladiska, geisla- spilara, tónjafnara, DVD- myndir og þráðlausa síma. Bjöm Eiríksson, bókaútgef- andi í Skjaldborg, sagðist efíns um að bókum hafi verið stolið. „Ég hef ekki nokkra trú á að hér hafi verið einhverjir lestrar- hestar á ferðinni," sagði Bjöm. Málið er óupplýst en í rann- sókn hjá rannsóknardeild lög- reglunnar á Akureyri. Brynju-ís-mótið í íshokkíi Sunnanmeim höfðu betur SKAUTAFÉLAG Reykjavíkur vann báða þá flokka þar sem keppt var til verðlauna á Brynju-ís-mótinu í íshokkíi sem fram fór á Akureyri um helgina. Keppt var í 5 aldurs- flokkum, frá 3. flokki, sem í eru 15 til 16 ára unglingar, niður í 7. flokk sem eru 8 ára og yngri. Lið frá Skautafélagi Akur- eyrar og Skautafélagi Reykja- víkur tóku þátt í mótinu sem tókst nú loks að halda eftir sí- felldar frestanir vegna veðurs. Innbrot á Arskógs- sandi BROTIST var inn í verslunina Sólrúnu á Árskógssandi að- faranótt laugardags. Sá eða þeir sem þar voru á ferðinni höfðu á brott með sér um 20 þúsund krónur sem þeir tóku úr peningakassanum auk smá- vegis af varningi. Nýtt flugskýli byggt í Gríms- ey í sumar BJÖRGVIN Jörgens- son íyrrverandi kenn- ari og formaður KFUM og KFUK á Akureyri lést á héraðs- sjúkrahúsinu á Blönduósi síðastliðinn föstudag, 26. febrúar. Björgvin fæddist í Merkigerði á Akranesi 21. júlí 1915. Björgvin ólst upp á Akranesi en fluttist unglingur í Hafnarfjörð. Hann hóf nám í rafvirkjun, en settist síðan á bekk í Kennaraskóla íslands. Ungur kynntist hann sr. Friðrik Frið- rikssyni stofnanda KFUM og KFUK á íslandi og endurnýjaði þau kynni á námsáram sínum í Kennaraskólanum. Björgvin stundaði kennslu í Borgarnesi um átta ára skeið, frá 1938 tii 1946, og annaðist jafnframt kristilegt barnastarf. Árið 1946 fluttist hann til Akureyrar og kenndi um langt árabil við Barnaskóla Akureyrar. Hann stofnaði Kór Barna- skóla Akureyrar. Um haustið það ár hóf hann að skipuleggja kristilegt barnastarf í anda KFUM og KFUK á Akureyri, en KFUM-félag var stofnað á fullveldis- daginn árið 1951 og KFUK-félag ári síð- ar. Björgvin var fyrsti formaður KFUM á Akureyri og gegndi því starfi allt til ársins 1993 þegar félögin voru sameinuð í eitt. Þá helgaði Björgvin krafta sína sumarbúðum félaganna á Hólavatni. Björgvin flutti á Dval- arheimili aldraðra á Skagaströnd í júní árið 1997. Eiginkona hans var Bryndís Böðvarsdóttir en hún lést langt um aldur fram. Þau eignuðust þrjú börn. RÁÐIST verður í byggingu nýs flugskýlis í Grímsey næsta sumar og sagði Sigurður Hermannsson umdæmisstjóri Flugmálastjómar í Norðurlandsumdæmi að undirbún- ingsvinna íyrir útboð væri „á síð- ustu metranum“. Búið væri að funda með vinnueftirliti og heil- brigðisfulltrúa og verið væri að senda gögn til skipulagsstjóra rík- isins til samþykktar. „Vonandi verður allt tilbúið til útboðs núna £ byrjun mars,“ sagði Sigurður. Húsnæðið sem um er að ræða er timburhús, um 87 fermetrar að stærð. I aðalhúsinu sem er 63 fer- metrar að stærð verður farþega- biðsalur, snyrtingar og aðstaða fyr- ir starfsmann. Til hliðar við húsið verður turnbygging á tveimur hæðum þar sem einnig verður að- staða fyrir starfsmann auk mót- tökutækja. Nýja húsið mun leysa af hólmi svokallað gámahús sem flutt var til Islands á vegum Viðlagasjóðs vegna eldgoss í Vestmannaeyjum á sínum tíma. Eins og gefur að skilja er það orðið afar hrörlegt, þannig að með tilkomu nýja hússins verð- ur mikil breyting til batnaðar. Nýja húsið verður staðsett austan við núverandi skýli, en bílastæði gerð þar sem það stendur nú. Áætlað er að verklok verði í ágúst óg ekki síðar en 1. septem- ber næstkomandi. Vangaveltur hafa verið uppi um að flytja afgreiðsluhúsnæðið að suðurenda flugvallarins og þar með nær byggðinni í eyjunni. Sigurður sagði að það hefði verið skoðað, en þar sem þyrfti töluvert miklar fyll- ingar í flughlaðið sem væra mjög kostnaðarsamar, enda ekkert fyll- ingarefni til staðar í Grímsey, hefði verið horfið frá því. Aðspurður hvort Flugmálastjórn teldi sig ekki vera að taka áhættu með því að reisa nýja byggingu á þetta fámennum stað sagði Sigurð- ur svo ekki vera. Þó fámennt væri í Grímsey væri eyjan einn af þeim stöðum þar sem flug og flugsam- göngur skipta miklu máli og eru um leið öryggistæki. „Hið opinbera verður vegna íbúanna að þjónusta stað eins og Grímsey á þennan máta þar sem ekki er um vegasam- göngur að ræða. Þarna verður alltaf eitthvert flug, bæði með heimamenn og ferðamenn. Þetta er því ekki mikil áhætta,“sagði Sig- urður. Andlát BJORGYIN JÖRGENSSON Morgunblaðið/Hólmfríður Haraldsdóttir GAMLA flugskýlið í Grímsey er komið til ára sinna og þykir heldur hrörlegt, en nú stendur til að reisa nýtt flugskýli í eyjunni f sumar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.