Morgunblaðið - 02.03.1999, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 02.03.1999, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 2. MARZ 1999 41 nýtt hús undir reksturinn. Vandi stjórnar félagsins varð mikill við þessa breytingu og skuldir félags- ins jafnt sem viðskiptamanna juk- ust töluvert. Akveðið var að fá nýja menn til liðsinnis og var Sveinn Guðmundsson á Reykjum kosinn formaður stjórnar Kaupfélags Kjal- arnesþings. Hinn nýi formaður boð- aði breytingar á skipulagi félagsins og voru þær gerðar í samráði við stjórnina. Akveðið var að fækka starfsfólki, ráða nýjan kaupfélags- stjóra og taka upp aðhald á öllum sviðum. Þá réðst Jón M. Sigurðsson til fé- lagsins, en staða þess var vægast sagt slæm. Þeir voru svilar, Sveinn formaður og Jón, og vakti það nokkra athygli, en sætti ekki gagn- rýni þó. Endurskipulag rekstrarins mótuðu þessir menn og að tveimur ái-um liðnum vék Sveinn úr stjórn að eigin ósk og hafði þá uppfyllt þau lof- orð sem hann gaf stjórninni um við- reisn félagsins. Jón og fjölskylda hans tóku nú við verslun Kaupfélags Kjalarnesþings og ráku auk þess bensínsölu fyrir Esso með söluturni sem opinn var á kvöldin. Ferill Jóns við Kaupfélagið var honum og fjölskyldu hans til sóma, en nokkuð þótti hann strangur húsbóndi. Hann var þó hjúasæll og vai’ sjálfur sívinnandi og gerði mest- ar kröfurnar til sjálfs sín og sinna. Jón dreif félagið út úr erfíðleikum og gi’eiddi upp skuldir þess. Þá byggði hann það stöðugt upp, og nýtt og fullkomið verslunarhús reis meðan hann var við stjórn. Árið 1986 þótti Jóni nóg að gert og hætti störfum. Hann skilaði góðu búi. Á 30 ára ferli kom Jón víða við í sveitarfélagi sem var að taka vaxtar- verkina, og náðu þeir hámarki um og eftir 1970. Bein afskipti af félagsmál- um hafði Jón þó nokkur, ekki síst sem einn af stofnendum Lionsklúbbs Kjalarnesþings og fyrsti formaður. Það átti vel við hann að starfa í frjálsri mannúðar- og menningar- hreyfíngu sem er aðalhugsjón Lions. Hann vann alla tíð fyrir Lionshreyf- inguna. Þá átti hann einnig þátt í stofnun Skátafélagsins í Mosfells- sveit á sínum tíma, en það var endur- vakið fyrir nokkrum árum. Jón óx úr grasi fyrirstríðsáranna í Reykjavík og lauk þar skyldunámi. Hann byrjaði snemma að verða sér úti um einhver launuð störf, enda þótt í landinu væri bæði kreppa og atvinnuleysi. Lífsbaráttan var hafin um fermingaraldur og sótt fast. Með ástundun og dugnaði vann Jón sig af eigin rammleik upp til manndóms og áhrifa. Hann lauk námi í kjötiðn hjá Hjalta Lýðssyni 1940 og lagði síðan fyrir sig verslunarstörf með kjöt- vinnslunni. Ævistarfíð vai’ð svo hér í Mosfellssveit og það stundaði hann með prýði. Dugnaðarmaður eins og Jón var stundum umdeildur, en allir viðurkenndu hæfni hans við að takast á við erfitt verkefni og reka verslun í Mosfellssveit á þessum tím- um. Lilja kona hans vai’ honum stoð og stytta og hjónaband þeirra far- sælt. Lilju, börnunum átta og öðrum ástvinum Jóns eru færðar samúðar- kveðjur við fráfall hans. Minningin lifíi’. Jón M. Guðmundsson. Jón M. Sigurðsson, fv. kaupfélags- stjóri Kaupfélags Kjalarnesþings, andaðist sunnudaginn 21. febrúar sl. - Hinn 26. janúar sl. fylgdist ég með að Hlaðhömrum, dvalarheimili aldr- aða í Mosfellsbæ, þegar tekið var í notkun nýtt göngubretti, sem gefíð var af Lions í Mosfellsbæ. Jón var þar viðstaddur ásamt konu sinni og var hann einn af þeim sem prófuðu þetta nýja tæki, er gaf fólki kost á hæfilegri hreyfingu þrátt fyrir vet- urinn úti fyrir. Þetta atvik sýndi ef til vill best áræði og dugnað Jóns, þegar hann með sína fótlun vegna veikindaáfalls fyrir nokkrum árum Iagði í nýja gönguferð á óþekktu tæki, sem alls ekki er fyrir alla. Þá vissi ég að sjálfsögðu ekki að þetta var síðasta stundin okkar saman. Jón M. Sigurðsson fæddist í Reykjavík 2. september 1922. Hinn 10. nóvember 1945 kvæntist hann Lilju Sigurjónsdóttur frá Reykjavík, þau eignuðust átta börn sem í dag eru duglegt myndarfólk, en Lilja fæddi þau öll á heimilum sínum og þrjú síðustu börnin í kaupfélags- stjórabústaðnum að Steinum í Mos- fellssveit. - Meðal annars vann Jón og lærði kjötiðn hjá Hjalta Lýðssyni, kjötkaupmanni í Reykjavík, sem átti þrjár kjötbúðir, vinnslu og reykhús. Eftir þetta nám og reynslu var ungi maðurinn tilbúinn til átaka og verka fyrir þjóðfélag sitt og honum bauðst staða kaupfélagsstjóra við Kaupfé- lag Kjalarnesþings. Jón M. Sigurðsson hóf störf hjá KKÞ 1. júní 1956 í nýju kaupfélags- húsi þar sem nú er Hlín Blómahús í Mosfellsbæ. Kaupfélagið hafði flutt þangað frá Fitjakoti á Kjalarnesi. Hann flutti fjölskyldu sína að Stein- um við kaupfélagshúsið í febrúar 1957. - Nýi kaupfélagsstjórinn var ósérhlífinn, vinnusamur og útsjónar- samur við allan rekstur. Kona hans, Lilja Sigurjónsdóttir, var stoð hans og stytta bæði við verslunarstörfin og ekki síðui’ á barnmörgu heimili þar sem oft var gestkvæmt. Kaupfé- lagið gekk afar vel í stjórnartíð Jóns og á þeim árum var byggt nýtt verslunarhús í áföngum og ávallt lagt fram fé til styrktar öldruðum, unglingastarfi eða íþróttastarfi í héraðinu. Kaupfélagið var vel stutt af héraðsbúum og lagði vel fram til baka. Mér eru þessi mál minnisstæð, þar sem ég kom að stjórn KKÞ á áttunda áratugnum til ársins 1994.1 seinni tíð sakna ég þess oft að heyra ekki um stuðning til ýmissa málefna frá KKÞ hér í bæ, en starfsemin hefur verið aflögð og húsin leigð út. Jón M. Sigurðsson hafði á 30 ára starfsferli margt góðra manna sér til fulltingis, en lengst mun Haukur Níelsson á Helgafelli hafa verið honum samtíða í stjórn kaupfélags- ins og lengst af sem stjórnarfor- maður. - Jón og Lilja fluttu með fjölskyldu sína frá Steinum að Bjargartanga 10 í Mosfellssveit árið 1981 en Jón hætti störfum hjá KKÞ hinn 1. júní 1986 og fór þá á eftir- laun eftir annasaman en gifturíkan starfsferil. Með þessum eftirmælum sendi ég Lilju Sigurjónsdóttur og fjölskyldu hennar samúðarkveðjur frá mér og fjölskyldu minni. Gylfi Guðjónsson. Kveðja frá Lionsklúbbi Mosfellsbæjar Jón M. Sigurðsson Bjargartanga 10, Mosfellsbæ, er látinn á 77. ald- ursári. Jón bjó í Mosfellssveit um áratuga skeið og starfaði þar sem kaupfélagsstjóri Kaupfélags Kjalai’- nesþings. Jón í Kaupfélaginu, eins og hann var oft kallaður meðal klúbbfélaga vai’ einn af stofnfélögum Lionsklúbbsins sem vai' stofnaður 18. mars 1965 og hét fyrstu árin Lionsklúbbur Kjalarnesþings. Hann var fyrsti formaður klúbbsins og í gegnum árin gegndi hann þar marg- víslegum embættum og nefndar- störfum. Nú síðustu árin var hann annar tveggja kjörinna endurskoð- enda klúbbsins og hann var í annála- ritnefnd klúbbsins og skipaði hana ásamt tveimur stofnfélögum klúbbs- ins. Þrátt fyrir mjög annasamt starf sem kaupfélagsstjóri fann Jón sér alltaf tíma fyrir Lionsklúbbinn, mætti á alla fundi og til hvers konar starfa á meðan heilsan leyfði. Nú síð- ast tók hann þátt í athöfn á Hlað- hömrum, dvalarheimili aldraðra í Mosfellsbæ, hinn 27. janúar síðast- liðinn þar sem Lionsklúbburinn af- henti félagsstai'fi aldraðra þarfa og góða gjöf. Jón var einnig valinn til trúnaðar- v starfa fyrir Lionshreyfinguna á ís- landi. Hann var svæðisstjóri á svæði Lionsklúbbs Mosfellsbæjar starfsár- ið 1971-72 og gjaldkeri umdæmis 109A starfsárið 1982-83. Jón hlaut margvíslegar viðurkenn- ingar fyrii’ störf sín í þágu Lions- klúbbs Mosfellsbæjar og fyrir Lions- hreyfinguna. Árið 1994 var hann sæmdur æðstu viðurkenningu Lions- hreyfingai'innar og gerður að Melvin Jones-félaga fyrir margháttuð og vel unnin störf. Að leiðarlokum kveðjum við fé- lagarnir í Lionsklúbbi Mosfellsbæj- ar með söknuði góðan vin og send- um eiginkonu hans Lilju Sigurjóns- dóttur og börnum þeirra og ástvin- um okkar innilegustu samúðar- kveðjur og biðjum þeim blessunar Guðs. Megi minning um góðan dreng lifa. F.h. Lionsklúbbs Mosfellsbæjar. Jóhann S. Björnsson formaður. RAGNHEIÐUR MARGRÉT ÓLAFSDÓTTIR + Ragnheiður Margrét Ólafs- dóttir fæddist í Reykjavík 13. apríl 1915. Hún lést á Dvalarheimili aldr- aðra á Sauðár- króki 19. febrúar síðastliðinn og fór útfor hennar fram frá Glaumbæjar- kirkju 27. febrúar. Mig langar að kveðja fyrrverandi tengdamóður mína, Ragnheiði Margréti Ólafsdóttur, með fáeinum orðum. Eg var svo lánsöm að kynnast henni fyrir 29 árum og vera meira og minna samvistum við hana síðan. Það fer ekki hjá því að á tímamót- um sem þessum, þegar fólk er kall- að burt úr þessari jarðvist, að hug- urinn hvarflar aftur til þeirrar stundar þegar við kynntumst fyrst. Eg var ekki nema 17 ára þegar ég kom fyrst inn á heimili Ragnheiðar og Gunnars, og var tekið einstak- lega ljúflega af þeim hjónum. Á þeim árum héldu þau hjón tvö heim- ili, á Laugarnesvegi í Reykjavík á veturna og í Glaumbæ í Skagafirði á sumrin. Börnin sex voru flest í skóla og Gunnar sat á Alþingi. Aldrei heyrði ég Ragnheiði kvarta undan þessum flutningum, heldur tók hún þeim með sömu þolinmæði og æðru- leysi og einkenndu öll hennar störf. Það var alltaf svo gott að koma í sumarfrí í Glaumbæ, og þegar börn- in festu ráð sitt eitt af öðru og barnabörnunum fjölgaði, var al- gengt að allt að 20 manns væru samankomin í Glaumbæ í sumarfríi. Alltaf var pláss fyrir alla og nóg að borða, en Ragnheiður var mjög gestrisin og naut þess að hafa fullt af fólki í kring um sig. Barnabörnin elskuðu hana, enda var hún alltaf boðin og búin að hafa ofan af fyrir þeim og gæta þeirra þegar á þurfti að halda. Hún gaf sér alltaf tíma til að sinna börnunum fyrst og fremst þó að nóg væri að gera á stóru heimili. Hún vissi að lítil barnssál sem þurfti að sinna, var meira aðkallandi en annað heimilisstúss, en þessa eiginleika hennar mat ég hvað mest. Ég vissi alltaf, að þegar ég skildi börnin mín eftir í hennar umsjá, var ég ekki að koma börnunum í geymslu, heldur fengu þau alla þá athygli og umönnun sem þau þurftu á að halda. Það var oft glatt á hjalla í eldhús- inu í Glaumbæ á morgnana, en þá voru börnin vön að vakna snemma á morgnana og trítla upp í eldhús til afa og ömmu, þar sem þau fengu morgunmat og ýmis- legt góðgæti sem bara fékkst hjá afa og ömmu, og þegar við foreldramir komum upp sátu öll börnin í kring um borðið og ánægjan skein úr hverju andliti. Ragnheiðm' var fædd og uppalin í Reykjavík á góðu heimili þar sem ekkert skorti, hvorki til sálar né líkama. Það hafa því verið töluverð umskipti að flytja í Skagafjörðinn, þar sem ekki var rafmagn eða rennandi vatn og bömin fæddust hvert af öðm, en hún fylgdi bónda sinum ótrauð, og alltaf eftir það. Mér er minnisstætt þegar Ragn- heiður rifjaði upp æsku sína og sagði okkur frá því þegar pabbi hennar sendi hana til Englands til að gera hana að „lady“, þá hló hún og það var ekki laust við að hún yrði feimin, en ég er viss um að hvort sem hún varð „lady“ í Englandi eða annars staðar, þá var hún svo sann- arlega glæsileg og tíguleg þegar hún klæddi sig upp. Hún hafði ein- staklega fágaðan smekk og hélt sér í góðu formi, enda alltaf á hlaupum á eftir börnum. Það var tekið eftir henni á öllum mannamótum fyrir glæsileika. Ragnheiður var mjög félagslynd og hafði gaman af að spila, lesa og nema eitthvað nýtt, allt lék í hönd- unum á henni, hvort sem var fata- saumur eða önnur handavinna. Hún talaði og las dönsku, ensku og þýsku og starfaði við vörslu á byggðasafninu í Glaumbæ í nokkur ár. Það er nú einu sinni svo að við gerum okkur ekki alltaf grein fyrir því hvaða samferðamenn hafa mest áhrif á okkur og verða jafnvel fyrir- mynd að einhverju leyti, en ég tel að Ragnheiður hafi haft töluverð áhrif á minn þroska, sem mann- eskja og móðir. Hún bjó yfir þeim einstöku hæfileikum sem að mínu mati einkenna íslenskar konur, öðr- um fremur, fjölhæfni, þolinmæði, áræði og glæsileika. Elsku Ragnheiður, ég vil að lok- um þakka þér fyrir allt sem þú varst mér og mínum, og ég veit að þú getur litið um öxl og glaðst yfir þeirri gæfu sem þú varðst aðnjót- andi á langri ævi þinni og endur- speglast í þeim fjölda afkomenda sem þú áttir ekki hvað minnstan þátt í að gera að þeim nýtu einstak- lingum sem þeir sannarlega eru. Ég veit að þú átt sérstakan sess hjá Guði, eftir langt og fallegt líf á jörðinni. Elsku Gunnar, börn, barnabörn og bamabarnabörn, megi Guð styrkja ykkur á þessari skilnaðar- stundu. Ásdís. Okkur langar með fáeinum orðum að kveðja þig, elsku amma, og þakka þér innilega fyrir allt sem þú hefur verið okkur og gert fyrir okk- ur í gegnum tíðina. Allt frá því við munum eftir okkur eyddum við sumrunum hjá þér og afa í Glaum- bæ, ásamt öðrum frændsystkinum okkar. Það var alltaf svo gott að koma til ykkar í sveitina þar sem við gátum leikið okkur úti allan dag- inn, þvælst fyrir í heyskapnum og í byggðasafninu í Glaumbæ, þar sem þú varst safnvörður, og alltaf fannst okkur við vera að gera gagn. Þannig léstu okkur alltaf líða. Okkur þótti alltaf svo merkilegt þegar fullt af fólki streymdi inn í byggðasafnið úr rútunum, talandi óskiljanleg tungu- mál sem við skildum ekkert í, en amma gat talað við þá alla! Okkur var tekið svo vel og þú sýndir okkur aldrei óþolinmæði þótt maður viti það nú að það hefur örugglega ekki verið auðvelt að hafa hemil á öllum krakkaskaranum. Þú gafst þér ■— alltaf tíma til að leika við okkur, spila, og hlusta á okkur þegar við þurftum að segja frá öllu því sem við höfðum afrekað yfir daginn. Þegar sumarfríin voru búin og við keyrðum úr Skagafirðinum aftur heim til Reykjavíkur fengum við alltaf tár í augun, það var eitthvað svo langt í næsta sumarfrí. Það er svo margt sem kemur upp í hugann þegar maður hugsar til baka nú þegar þú hefur kvatt okk- ur. Allar þessar góðu minningar sem við eigum um þig. Við vitum að þú heldur áfram að fylgjast með okkur og vernda eins og þú hefur alltaf gert. Takk fyrir allt, elsku amma. Ragnheiður og Davíð. t Elskuleg eiginkona mín og móðir okkar, HANNA EBENEZERSDÓTTIR, Blikastíg 17, Bessastaðahreppi, lést á Sólvangi sunnudaginn 28. febrúar. Jarðarförin verður auglýst síðar. Arngrímur Guðjónsson og börn. t Móðir okkar og tengdamóðir, STEINUNN FINNBOGADÓTTIR frá Þrúðvangi, Seltjarnarnesi, síðast til heimilis á hjúkrunarheimilinu Skógabæ, lést laugardaginn 27. febrúar. Baldur Jóhannesson, Elínborg Kristjánsdóttir, Gerður Thorberg, Ólafur G. Jónsson, Florida, Bragi Jóhannesson, Elísabet Erla Gfsladóttir. t Ástkær móðir okkar og tengdamóðir, GUÐBJÖRG JÚLÍANA JÓNSDÓTTIR frá Broddadalsá, lést á Hrafnistu í Reykjavík laugardaginn 27. febrúar. Jarðarförin auglýst síðar. Svava Brynjólfsdóttir, Kristinn Á. Guðjónsson, Viggó Brynjólfsson, Ardís Arelíusdóttir, Kristjana Brynjólfsdóttir, Gunnar Sæmundsson. r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.