Morgunblaðið - 02.03.1999, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 02.03.1999, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 2. MARZ 1999 45 mikill mælskumaður. Þetta féll honum illa. Þó lánaðist mér að hvetja hann svo að hann hélt góða og efnismikla ræðu. Að fundi lokn- um var tíma svo komið, að við þuri'- um að bíða flugs suður. Þá brugð- um við á það ráð að ganga úr mið- bæ Akureyrar suður á flugvöll, sem er ærinn spölur enda vorum við þá báðir allvaskir til gangs. Á þessari göngu naut ég þess að hafa átt heima á þessum slóðum í bernsku, og mér fannst umhverfisunnandinn Böðvar ánægður. Við áttum líka saman góðar stundir í KR-heimilinu við iðkun innanhússfótbolta, með þeim sóma- mönnum sem þar áttu heima. Böðvar var þó Frammari og ég hélt með Val. Þarna urðu til vináttu- sambönd, sem enn halda. Með þessum fáu orðum vil ég með djúpum trega og virðingu minnast góðs drengs og einlægs vinar. Ekkju hans, börnum og öðr- um skyldmennum votta ég af alhug samúð. Blessuð sé minning Böðvars Pét- urssonar. Björn Þórhallsson. Mig langar að láta í ljós þakk- læti fyrir að hafa átt vináttu Böðvars, þess mæta manns, í rúma hálfa öld. Hann vann langan starfsdag fyr- ir og með pabba mínum í Helga- felli, var sýnt mikið ti'aust og reyndist þess margfaldlega verður. Böðvar var ekki einungis trúr starfsmaður Helgafells, einnig vin- ur og hjálparhella fjölskyldunnar. Hans er minnst með þökk og virðingu. Edda Ragnarsdóttir. í dag kveðjum við baráttumann- inn og öðlinginn Böðvar Pétursson en í hálfa öld hefur hann verið í broddi fylkingar í sókninni fyrir bættum kjörum og aðbúnaði ís- lenskra verslunarmanna. Lands- samband ísl. verzlunarmanna hefur allt frá stofnun notið góðs af starfs- kröftum þessa mikla félagsmála- og hugsjónamanns eins og svo ótrú- lega margir aðrir. Böðvar átti sæti í framkvæmdastjórn LÍV til dauða- dags og hafði þá setið nær óslitið í meira en fjörutíu ár í stjórn sam- bandsins eða allt frá stofnun þess. Allan þennan tíma tók hann virkan þátt í öllu starfi LÍV en hann hafði óslökkvandi áhuga á öllu, sem hann taldi geta bætt stöðu verslunar- manna og reyndar alls íslensks launafólks. Böðvar kom að málum með mikl- um krafti og áhuga en það er engin leið í stuttri minningargrein að gera grein fyrir þeim gífurlegu áhrifum sem hann hafði á kjaramál verslun- armanna á þessari hálfu öld. Það sem gerði Böðvar svo einstakan var að hann var bæði neistandi eldhugi og ótrálega yfirvegaður skynsemis- maður. Eg man fyrst eftir honum fyrir 23 árum á fundum hjá VR haldandi þi-umandi, eldheitar ræð- ur. Hann hreif okkur með sér, en það sem mestu sldpti var að hann var einstaklega málefnalegur og lagði alltaf eitthvað jákvætt til. Hann var mjög pólitískur maðm’ í jákvæðasta skilningi þess orðs. Böðvar var einlægur hugsjónamað- ur og verkalýðssinni, sem aldrei missti sjónar á hugsjóninni og lét aldrei flokkspólitik hafa áhrif á af- stöðu sína til nokkurs máls. Það var einkar gott að starfa með Böðvari. Hann gat verið fastur fyrir en hon- um lynti vel við fólk, naut mikils trausts og hallmælti aldrei nokkrum manni. Hann hafði mikla kímnigáfu og var einkar góður félagi, sem reyndi oft á á löngum samninga- fundum og ferðalögum. Það var ým- islegt sem Böðvar taldi megnasta óþarfa s.s. skjalatöskur og ýmis tæki sem við hin teljum flest ómissandi en þegar við fundum ekki pappírana okkar dró hann kíminn sína hægt og rólega upp úr brjóst- vasanum og lánaði okkur. Eg velti oft fyrir mér stærð brjóstvasans. Á síðustu tuttugu árum höfum við Böðvar starfað mikið gaman bæði innan VR og innan LIV. Ég hef enga tölu á þeim fundum og þingum, sem við höfum unnið sam- an á, né öllum þeim óteljandi skipt- um sem ég hef sótt góð ráð til Böðvars, vinar míns, þessa áratugi. Hann var ávallt reiðubúinn að leið- beina mér og fyrir það er ég einkar þakklát. Ég er ekki síður þakklát fyrir samfylgd hans á ferðalögum um landið, sem hann gjörþekkti. Mér er mjög minnisstæð flugferð yfir Island á heiðskírum vetrardegi fyi-ir fáeinum árum en mér fínnst hún lýsa Böðvari vel. Rétt eftir að við lögðum upp fór ég að spyrja hann um heiti á fjöllunum, sem við flugum yfir. Fjall eftir fjall, þvert yfir ísland, stóð aldrei á svari og ekki nóg með það heldur hafði hann gengið á þau flest og ætlaði að ganga á önnur fljótlega, þá um sjötugt. Samferðamenn eins og Böðvar eru vandfundir og skörð þeirra vandfyllt. Það er nú skarð fyrir skildi hjá okkur verslunarmönnum en við höfum líka mikið til að vera þakklát fyrir. Staif Böðvars hefur verið einkar farsælt og árangurs- ríkt og samfylgdin við hann verið okkur ómetanleg. Við þökkum drengskaparmanninum Böðvari Péturssyni fyrir mikið og óeigin- gjarnt starf fyrir íslenska verslun- armenn og góða samfylgd. Eigin- konu hans, börnum og öðrum að- standendum sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Landssamband ísl. verzlun- armanna, Ingibjörg R. Guðmundsdóttir. Elsku langafi, mér finnst voða- lega skrítið að þú sért farinn frá okkur. En ég veit að þú ert í góðum höndum á þínum stað. Ég vil þakka þér fyrir allt sem þú hefur gefið mér og gert fyrir mig. Ég mun aldrei gleyma þér. Guðrún Auður Böðvarsdóttir. Það er ekki langt þegar litið er til baka til þeirra daga, þegar ungir menn í árdaga samtaka verzlunar- fólks vora að vinna þeim brautai-- gengi. Rúmir fjórir áratugir eru þetta samt, en alltaf jafn furðulegt tO þess að hugsa, að hagsmunafé- lagsskap verzlunarmanna skyldi ekki fyrr vaxa fiskur um hrygg en raun bar vitni. Það á sér að vísu sínar skýringar, sem sýnast þó veigalitlar, þegar nauðsyn sam- takamáttarins er annars vegar. Einn sem frá öndverðu lagði hug og hönd að því verki var heiðurs- maðurinn Böðvar Pétursson, sem nú hverfur fyrir ættemisstapann. Þrír em þeir, sem mér era einna minnisstæðastir þeirra, sem í upp- hafi skipuðu sér í fremstu víglínu verzlunarfólks í sókn þess til bættra lífskjara og betra lífs. Ekki fyi-ir það að jafngóða samherja nokki-a saman átti ég að hlífi-skjöldum í sóknarlot- um upphafsáranna. Heldur vegna hins að þröngsýn íslenzk stjórn- máiaárátta hefði auðveldlega getað stíað okkur sundur að ósynju, enda beinlínis til þess ætlazt af pólitísk- um hrímþursum þeiira tíma. Og fordæmin allt um kring á þann veg. Innan Alþýðusambandsins bárast menn á pólitísk banaspjót þá og lengi síðan. Þess guldu hagsmuna- málin sárlega. Þríeykið sem mér er yfir mold- um Böðvars Péturssonar efst í huga eru þeir Björgúlfur Sigurðs- son og Guðmundur Jónsson ásamt honum og Böðvar er sá síðasti sem kveður. Nú þarf ekki það að hukla, að samkvæmt flokksskírteinum átti undirritaður að vera framangreind- um heiðursmönnum sem fjar- lægastur. Og vega hver annan í góðsemi, ef svo vildi verkast. En þetta fór mjög á annan veg. Tráverðugri og heilsteyptari liðs- menn um nauðsynjamál stéttar sinnar voru vandfundnir. Frá upp- hafi starfs stjórnar Landssam- bands íslenzkra verzlunarmanna og æ síðan tókst með þessum fágætu mönnum og okkur hinum sam- vinna, sem aldrei bar skugga á. Hagsmunamálin vora í öllu falli lát- in sitja í fyrirrámi og öll mál, sem máli skiptu, afgi-eidd einróma. Böðvar var ávallt reiðubúinn að gegna kalli til allra verka er vörð- uðu hag verzlunarfólks á nóttu sem degi. Dyggari liðsmann og ótrauð- ari var ekki hægt að kjósa sér. Ef spurt væri: Var hann Böðvar byltingartrúaður kommúnisti, kann svo að hafa verið á yngri áram hans. Um það getur sá ekki dæmt, sem hér heldur á penna. Hafi svo verið er þeim mönnum vorkunn sem kynntust af eigin raun högum íslenzkrar alþýðu á kreppuárunum. Hitt veit undirritaður með vissu að Böðvar var maður réttlætisins, sem aldrei hefði fylkt liði með öðram en þeim, sem hann tráði að berjast vildu fyrir hag þeirra sem minna máttu sín. Ég minnist Böðvars með virð- ingu og þakklæti og gleði vegna þess að hafa átt hann að vini og samherja. Ég heiðra minningu hans og vinanna okkar drenglund- uðu, Björgúlfs og Guðmundar Jónssonar, sem samstiga urðu, þegar mest á reið í þá gömlu, góðu daga. Sverrir Hermannsson. • Fleirí minningargreinar um Böðvar Pétursson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Skreytingar við Alvöru skreytinga- Rauðihmmrnur Kistuskreytingar v/Suðurlatidsveg, 110 Rvík. Brúðarvendir + Móðir okkar, SIGRÍÐUR SIGURSTEINSDÓTTIR, Lönguhlíð 1b, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri aðfaranótt sunnudagsins 28. febrúar. Útförin verður auglýst síðar. Steinþór Friðriksson, Hanna Sigurðardóttir. + • Móðir okkar og dóttir, HUGRÚN STEINÞÓRSDÓTTIR, lést á sjúkrahúsi í Norrköping föstudaginn 26. febrúar. Annika Guðrún og Gunnar, Guðríður Brynjólfsdóttir | og aðrir aðstandendur. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, SIGURÐUR BRAGI STEFÁNSSON húsasmíðameistari, Þinghólsbraut 77, Kópavogi, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur aðfaranótt mánudagsins 1. mars. Jarðarförin augiýst síðar. 4 Sigurveig Jónsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. + Elskuieg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SVEINBJÖRG ÞÓRA JÓHANNSDÓTTIR frá Skálholti, Fáskrúðsfirði, andaðist á Hrafnistu, Reykjavík, mánudaginn 1. mars. Fyrir hönd ástvina, Guðni J. Ottósson, Jóhanna Ólafsdóttir, Björgvin Ottósson, Pétur Ottósson, Ólöf Haraldsdóttir, Sigurlaug Ottósdóttir, Einar J. Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskuleg móðir okkar, tengdámóðir, amma og langamma, HANNA HELGASON, Aflagranda 40, Reykjavík, lést laugardaginn 27. febrúar. Torfi Jónsson, Jónína H. Gísladóttir, Helgi V. Jónsson, Ingibjörg Jóhannsdóttir, Hallgrímur G. Jónsson, Sigurveig I. Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. LEGSTEINAR A TILBOÐI 15-30% febrúarafsláttur framlengdur til 15. mars. 15% afsláttur af skrauti. Cjraníl- Helluhraun 14 Hafnarfjörður Sími: 565 2707 í 1 V í 4T*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.