Morgunblaðið - 02.03.1999, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 02.03.1999, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MARZ 1999 25 ERLENT Israelar engjast í líbanska kviksyndinu Skæruliðar Hizbollah verða ekki upprættir með loftárásum og öðrum hefndaraðgerðum Israelshers Jerúsalem, Beirut. Reuters. ÍSRAELSHER bjó sig í gær undir mikla herför gegn skæruliðum Hiz- bollah-hreyfingarinnar í Suður-Lí- banon og var ætlunin að ráðast gegn stöðvum þeirra úr lofti, á landi og af sjó til að hefna þess, að á sunnudag felldu skæruliðar fjóra ísraelska her- menn, þar af einn hershöfðingja. Þykir sá atburður hafa sýnt það enn einu sinni í hvers konar kviksyndi ísraelar komu sér með hernámi S- Líbanons. Hizbollah, sem ísraelar afgreiddu áður sem eitthvert saman- skrap af hryðjuverkamönnum, er orðin að þeirra verstu martröð. ísraelskir hermenn eru vel þjálfaðir og búnir fullkomnum vopn- um en áföllin, sem þeir hafa orðið fyrir í S-Líbanon, sýna, að það getur verið erfitt að ráða niðurlögum nokk- urra hundraða manna þótt þeir séu aðeins vopnaðir rifflum og sprengj- um, sem þeir koma fyrir við veg- brúnir eða annars staðar. Tvær slík- ar sprengjur urðu ísraelsku her- mönnunum að fjörtjóni í fyrradag. Var einn þeirra Ezer Gerstein hers- höfðingi en ísraelar hafa ekki misst jafn háttsettan foringja í S-Líbanon í 17 ár eða síðan þeir réðust inn í land- ið 1982. „Israelskt Víetnam" Á aðeins nokkrum vikum hafa ísraelar misst sjö hermenn í S-Lí- banon og hefur það kynt enn frekar undir kröfum um, að herinn verði ACO ~ ASDUT LOFTARASIR ISRAELA Stjórnvöld í ísrael skipuðu þúsundum manna í norðurhluta landsins að halda sig í loftvamabyrgjum vegan hugsanlegra átaka við skæruliða Hizbollah. QJ Sunnudagur Sprengjur við vegbrún verða fjórum ísraelskum hermönnum að bana, þar á meðal einum hershöfðingja. ^ Sunnudagur Israelskar herþotur ráðast á skotmörk skammt frá Beirut og I Austur-Líbanon þarsem Sýrlendingar eru með mikið herlið. ^j) Sunnudagur Skæruliðar skjóta flugskeytum á N-lsrael £) Mánudagur Loftárásum haldið áfram og israelar hóta að sækja að skæruliðum á landi og af sjó. Reuter FLUTNINGABÍLL ísraelskra hersins í Suður-Líbanon flytur burt leif- ar bifreiðar Erez Gersteins hershöfðingja. kallaður heim frá þessu „ísraelska Víetnam" eins og sumir kalla það. Benjamin Netanyahu, forsætis- ráðherra ísraels, hefur raunar boð- ist til að kalla herinn heim en þó með því skilyrði, að stjórnarherinn í Líbanon taki að sér gæslu á landa- mærunum og komi í veg fyrir, að skæruliðar Hizbollah ráðist á ísrael. Líbanonsstjórn krefst aftur á móti skilyrðislauss brottflutnings ísra- elska herliðsins og undir það tekur ACO andlitslínan er sex hágædavörur fyrir milda en áhrifaríka vernd viðkvæmrar andlitshúdar. ACO Andlitslínan dekrar við húðina og uppfyllir allar ströngustu kröfurACO um öryggi og áreiðanleika. ACO ~ hVBRN DAG ACO HVERN DAG ernútfmaleg lína húðvemdarvara sem notaðar eru daglega til að viðhalda heilbrigðri húð andlits, bols, handa og fóta. ACO ~ LÁGT VERD Þessi húðvörulína sameinar mikil gæði og lágt verð. Stórar pakkningar stuðla að þvíað magn og gæði fáist fyrir lítið. ACO ~ MEDlCltS ACO MEDICIN línan er til að leysa vandamál varðandi húðina, hvort sem það er mjög þurr húð, svitavandamál eða viðkvæmur hársvörður. ACO býður upp á bestu fáanlegu lausnina. ACO~ KARlMBMcS Mikil þekking og löng reynsla ACO er hér nýtt sérstaklega með þarfir karlmanna íhuga. ACO ~ ACNB Margir unglingar eiga ístríði við bólur á húð og plapensla. ACO býður hér upp á bestu fáanlegu lausn. Salicylsýran leysir upp nabbana sem stífla svitaholumar og hindrar þannig fílapenslamyndun um leið og þeim gömlu er eytt. ACO ~ 8ARIS Húð smábama er sérstaklega viðkvæm og er t.d. mikið þynnri en húð fullorðinna. Hér koma ACO vörumar að sérlega góðum notum og að sjálfsögðu eru engin ilmefni notuð. sýrlenska stjórnin, sem er með 35.000 manna herlið í Líbanon og ræður miklu um stefnu stjórnarinn- ar. „Þetta er eins og fjárhættuspil. Ef við förum burt án nokkurra samn- inga gæti ástandíð hugsanlega batn- að en það gæti líka versnað. Meðan við erum hér, vitum við þó hvað við höfum," sagði háttsettur, ísraelskur herforingi, sem ekki vildi láta nafns síns getið. Verðið, sem Israelar greiða fyrir óbreytt ástand, er dauði 25 til 30 hermanna á ári. Þetta mál, hugsanlegur brottflutn- ingur frá S-Líbanon, hefur ekki ver- ið ofarlega á baugi í kosningabarátt- unni, sem nú er háð í ísrael, enda eru allir helstu frambjóðendurnir sammála um að krefjast þess, að Lí- banonsstjórn ábyrgist landamærin verði ísraelska herliðið flutt burt. Að mati ýmissa fréttaskýrenda mun Sýrlandsstjórn þó ekki leyfa stjórn- inni í Beirut að ganga til samninga um það fyrr en Israelar hafi skilað Golanhæðum, sem þeir tóku af Sýr- lendingum 1967. Hizbollah-hreyfingin hefur reynst ísraelum erfiður ljár í þúfu en hún var stofnuð eftir innrás Israela 1982. Hefur hún það á stefnuskránni að hrekja ísraela á brott frá Líbanon þótt hún hafi vissulega enga hernað- arlega burði til þess. Stöku sinnum hafa skæruliðarnir skotið á ísrael Katjúsha-flugskeytum, sem litlu tjóni hafa valdið, en vopnabúnaður þeirra er annars aðallega rifflar og sprengjur, sem þeir nota við ýmiss konar tilræði. Styrkur hreyfingar- innar felst hins vegar í hatrinu, sem liðsmenn hennar bera til ísraela, og í trúarofstækinu. Margir þeirra eru tilbúnir til að fórna lífinu geti það orðið til að gera ísraelum einhverja skráveifu um leið. Marklaust vopnaskak ísraelar hótuðu í gær miklum að- gerðum gegn skæruliðum en frétta- skýrendur benda á, að jafnvel þótt af þeim yrði, myndu þær engu breyta. Þeir réðust raunar gegn stöðvum skæruliða þegar á sunnudag án þess, að þeir svöruðu fyrir sig og líklegast þykir, að þeir muni ekki láta ísraela tæla sig til beinna átaka. Þrátt fyrir vopnaskakið hefur í raun ekkert breyst á vígstöðvunum og viðbúið, að ísraelskar útvarpsstöðvar muni enn um hríð verða að rjúfa dagskrána með sorgarmörsum og tilkynningum um útfarir fallinna hermanna. mmmmmgm fyarg&fa etam \^ ACO húðvörun sldnnv ACO húðvörumar búa yfir hreinum kostum og miklu öryggi. Þær eru framleiddar eftir ströngustu öryggiskröfum og íþær eru gðeins valin hráefhi sem þekkt eru afþvíað valda ekki ofnæmi. íflestum tilvikum erhægt að velja á milliACO húðvara með eða án ilmefna. þinu Kynntu þér fjölbreytni ACO. I-Wilctsvat APOTEKEfvS COMPOSiTA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.