Morgunblaðið - 02.03.1999, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 02.03.1999, Blaðsíða 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 2. MARZ 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Böðvar Péturs- son, verslunar- maður, Skeiðarvogi 99, Reykjavík, fæddist á Blönduósi 25. desember 1922. Hann lést á Grens- ásdeild Sjúkrahúss Reykjavíkur 21. febrúar síðastliðinn, 76 ára að aldri. For- eldrar hans voru Guðrún Bogadóttir, húsmóðir, f. 3.10. 1876, d. 23.12. 1938, og Pétur Guð- mundsson, bóndi og verkamaður frá Hnjúkum við Blönduós, f. 17.6. 1875, d. 6.8. 1955. Systkini Böðvars eru: Guðmundur, f. 16.4. 1910, d. 1978, Margrét, f. 5.12. 1912, bú- sett á Akureyri, og Ogn, f. 11.10. 1914, d. 1988. Böðvar kvæntist 23.11. 1946 eftirlifandi eiginkonu sinni, Halldóru Jónsdóttur, f. 27. ágúst 1920. Börn þeirra eru: 1) Guðrún Auður, sjúkraliði, f. 11.7. 1946. Fyrri maður henn- ar er Kristinn Magnússon, f. 18.1. 1942. Þau slitu samvistir. Börn þeirra eru: Magnús, f. 17.11. 1963, Dóra Birna, f. 20.1. 1969, Böðvar Örn, f. 24.3. 1970. Sambýlismað- ur Guðrúnar Auðar er Sigurður Elísson, f. 13.12. 1941. 2) Pét- ur, skólastjóri, f. 18.8. 1948. Maki Guðbjörg Úlfsdóttir, f. 9.11. 1955. Börn þeirra eru: Kolbrún Erla, f. 1.3. 1973, Hjördís, f. 4.7. 1975, Böðvar, f. 15.12. 1985. Dóttir Péturs er Iris Brynja, f. 28.7. 1972. 3) Margrét, kennari, f. 8.5. 1952. Maki: Sigurgeir Sveinbergsson, f. 11.3. 1951. Börn þeirra eru: Pétur, f. 2.7. 1970, Halla Dóra, f. 23.6. 1977, Sigmar Ingi, f. 10.3. 1989, Sævar Ingi, f. 10.3. 1989. Böðvar átti tólf barnabarnabörn. Böðvar vann verkamannavinnu á Blönduósi til 1942, þegar hann hóf störf hjá málningarvöruverk- smiðjunni Júnó. Hann starfaði sem verslunarmaður hjá Bóka- verslun Guðmundar Gamalíels- sonar 1946-1949. Hann hóf störf hjá bókaútgáfunni Helgafelli 1949 og starfaði þar til ársins 1985 þegar útgáfan sameinaðist bókaútgáfunni Vöku. Hann vann hjá Vöku-Helgafelli frá 1985 til æviloka. Á þessum ár- um var Böðvar náinn samverka- maður Ragnars í Smára. Böðv- ar tók virkan þátt í félagsmál- um. Hann tók þátt í stofnun Landssambands íslenskra verzl- unarmanna og sat í fyrstu stjórn þess og lengi síðar. Hann sat í sambandsstjórn ASI um árabil. Árið 1978 var Böðvar kosinn í stjórn Verzlunar- mannafélags Reykjavíkur og átti þar sæti til dauðadags. Þeg- ar hann lést var hann ritari sljórnar, en hann átti einnig sæti í stjórn sjúkrasjóðs félags- ins og var formaður orlofssjóðs. Böðvar sat í þjóðhátíðarnefnd Reykjavíkur frá 1948-1978. Hann sat í sljórn Bandalags æskulýðsfélaga Reykjavíkur í mörg ár. Hann var forseti Sam- bands ungra sósialista í tvö ár. Hann sat í stjórn Knattspyrnu- félagsins Fram um árabil, átti sæti í stjórn KRON í 12 ár, sat í stjórn Félags íslenskra bókaút- gefenda 1966-1988 og í stjórn Ferðafélags íslands 1976-1985. Böðvar var heiðursfélagi í VR og í Félagi íslenskra bókaútgef- enda. Útför Böðvars fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. BÖÐVAR PÉTURSSON Við fráfall Böðvars Péturssonar er genginn sá maður, sem hvað lengsta samleið hefur átt með Verzlunarmannafélagi Reykjavík- ur. Eftir Böðvar liggja spor sam- felldrar baráttu fyrir bættum kjör- um verslunarfólks í rúma hálfa öld. Baráttu, sem einkenndist fyrst og síðast af einlægri hugsjón dreng- skaparmanns, sem fórnaði ómæld- um tíma og kröftum fyrir þann málstað, sem hann trúði að myndi skila mestu í baráttunni fyrir bætt- um kjörum launþega. Hann dró aldrei af sér í þeirri baráttu, því hann vissi af langri reynslu, að án baráttu og fórna næðist ekki ár- angur. Böðvar var sautján ára, þegar hann gerðist félagi í verka- lýðsfélagi á Blönduósi, þar sem hann var fæddur og alinn upp. Nítján ára flutti hann til Reykja- víkur í atvinnuleit. 1944 hóf hann störf við verslun, og vann á þeim vettvangi, lengst af við bókaversl- un, allt til þess að hann fyrir um mánuði síðan fékk það áfall, sem leiddi til dauða hans hinn 21. febrú- ar. Það hafa ótrúlega mikil um- skipti og framfarir átt sér stað í ís- lensku þjóðlífi frá því Böðvar gekk Stimpia GERÐIN FRAMLEIÐUM Skilti á krossa Síðumúla 21 - Selmúlamegin * 533 6040 • Fax: 533 6041 Email: stimplar@istiolf.is □IlXXIIIXIIXXXXJXy H H H H H H H H H H H H H Erfisdrykkjur P E R L A N Sími 562 0200 Hxxiiixixiiiixix£ ramflD oflflUflflMJflym íWlíDflVflflJUfl flOTfll flOflC MdflUMNT • (flfí Upplýsingar í s: 551 1247 sín fyrstu spor út á vinnumarkað- inn fyrir nærri 60 árum. Þegar litið er til baka má víða sjá spor Böðvars í þeim farvegi, sem ruddur hefur verið í baráttunni fyrir bætt- um kjörum launþega í landinu. Árið 1946 gerðist Böðvar félags- maður í VR og var það til dauða- dags, eða í 53 ár. Allt frá upphafí lét hann kjaramál verslunarfólks sig miklu varða og var alla tíð mjög atkvæðamikill baráttumaður fyrir öllu því sem horfði til framfara og bættra kjara launþega. Á þessum árum var VR sameiginlegt félag vinnuveitenda og launþega og því erfítt að beita félaginu í kjarabar- áttunni. Böðvar gerði sér grein fyr- ir þessu og 1950 talaði hann fyi-ir skiptingu félagsins, að það yrði ein- göngu skipað launþegum. Þessi draumur Böðvars rættist 1955. Eftir breytinguna í félaginu var Böðvar kjörinn í trúnaðarmanna- ráð félagsins og hefur verið í því lengst af síðan allt til dauðadags. Hann hefur átt sæti í stjórn VR frá 1978 og framkvæmdastjórn frá 1988 og verið ritari stjórnarinnar frá 1983. Hann hefur verið í stjóm Orlofssjóðs félagsins frá 1979 og Blómastofa Friðfinns Suöurlandsbraut 10, 108 Reykjavík, sími 553 1099. Opið öll kvöld til kl. 22 - einnig um helgar. Skreytingar fyrir öll tilefni. Gjafavörur. formaður sjóðstjórnar frá 1983, í stjórn Sjúkrasjóðs VR frá stofnun hans árið 1979. Böðvar var lengst af í samninganefnd VR. Hann fylgdist vel með athafnalífi þjóðar- innar og hafði sterka tilfínningu fyrir lífsafkomu fólks. Hann þekkti vel til krappra kjara frá uppvexti sínum á Blönduósi, þar sem faðir hans var verkamaður og vinna var stopul. Það var því mikill styrkur fyrir verslunarmenn að njóta þekk- ingar og reynslu Böðvars þegar tekist var á í kjarasamningum. Hann vék sér aldrei undan að fylgja fast eftir málum sem hann taldi að hefðu kjaralega þýðingu, ekki síst þegar það varðaði þá sem minnst bera úr býtum. Hann var fylginn sér en flutti mál sitt ætíð af sanngirni, stutt sterkum rökum mikillar lífsreynslu. Á starfsferli sínum með VR sá Böðvar marga drauma sína um bætt kjör laun- þega rætast. Eg hygg að hann hafi talið stofnun Lífeyrissjóðs verzlun- armanna og sjúkrasjóðsins og aðild að atvinnuleysistryggingasjóði með þýðingarmestu kjaraatriðunum sem hann átti hlut að. Böðvar var í nefnd, sem samdi fyrstu reglugerð fyrir Lífeyrirssjóð verzlunarmanna 1955. Hann var félagslegur endur- skoðandi sjóðsins frá 1989 til 1998. Böðvar var í undirbúningsnefnd fyrir stofnun Landssambands ísl. verzlunarmanna sem var stofnað 1957. Hann hefur lengst af setið í stjóm þess. Hann sat um árabil í miðstjórn ASÍ. Böðvar var mikill félagsmálamaður og átti sæti í stjórnum fjölmargra félaga. Hann stundaði íþróttir á yngri árum, að- allega knattspyrnu með Fram og skíðagöngur síðar. Böðvar var mik- ill náttúruunnandi og ferðast mikið um Island og þekkti landið vel. Hann stuðlaði að því að félagsmenn VR gætu notið feguðar þess með ferðum sem hann átti frumkvæði að og skipulagði fyrir félagið. Sam- starf okkar Böðvars var mikið og náið. Einhvern veginn var það þannig að návist Böðvars veitti manni traust og öryggiskennd. Hann bjó yfir mikilli lífsreynslu og var mjög hugmyndaríkur. Eg ráð- færði mig ævinlega við Böðvar í öllu því sem skipti máli. Það skyggði aldrei á samstarf okkar að við vorum á öndverðum meiði í stjórnmálum, enda málefnin tekin fram yfir flokkspólitískar skoðanir, sem einkennt hefur starf stjórnar- manna VR. Böðvar var mikið prúð- menni. Ég heyrði hann aldrei hall- mæla nokkrum manni eða láta styggðaryrði falla. Framundir það síðasta tók Böðvar fullan þátt í stjórnunarstörfum VR. Á síðustu mánuðunum tók hann m.a. þátt í framtíðaráætlun um starfsemi fé- lagsins og samningagerð framtíð- arinnar. Daginn áður en hann fékk áfallið mætti hann til kjaraþings VR, þar sem kjarasamningar fram- tíðarinnar voru ræddir. Þá var ljóst að Böðvar gekk ekki heill til skóg- ar, en hann lét það ekki aftra sér að taka þátt í umræðunni sem horfði til framtíðar. Það var táknrænt fyr- ir Böðvar, því segja má að öll hans félagslegu störf hafi einkennst af framsýni og víðsýni en þó fyrst og fremst réttsýni. Hann var sæmdur gullmerki VR og gerður að heið- ursfélaga þess fyrir mikil og góð störf í þágu félagsins. Nú þegar Böðvar Pétursson er kvaddur hinstu kveðju flyt ég honum ein- lægar þakkir VR fyrir allt hið mikla og góða starf sem hann innti af hendi í þágu félagsins í rúma hálfa öld. Persónulega kveð ég góð- an vin og mikinn drengskaparmann og þakka fyrir að hafa í áratugi notið samfylgdar hans, sem aldrei bar skugga á. Halldóru konu hans, börnum og fjölskyldunni allri flyt ég einlægar samúðarkveðjur. Magnús L. Sveinsson, formaður VR. Okkur langar að minnast afa Böðvars með nokkrum orðum. Það var alltaf gaman að koma í Skeiðar- voginn í heimsókn og eftir að dóttir okkar fæddist jókst sú ánægja því þú varst svo góður við öll börn og öll börn elskuðu þig. Alltaf vildi Silja Rós, dóttir okkar, fara í fangið til þín og alltaf var faðmurinn op- inn. AJdrei talaðir þú illa um nokkurn mann og aldrei hi'aut blótsyrði af þínum vönim. Við þökkum þér fyrir allar ráð- leggingarnar sem þú gafst okkur í sambandi við bíla og íbúðarkaup. Við gleymum seint þeim ferða- lögum sem við fónxm í saman og eni þá minnisstæðust ferðalögin til Búlgan'u árið 1987 og hx-ingferðin sem við fónim með þér og ömmu árið 1995. Þar þekktir þú öll fjöll og alla hóla sem við keyrðum ft'amhjá. Það voi’u fá fjöll sem þú hafðir ekki labbað upp á.enda ferðaðist þú mikið um ísland með Ferðafélagi íslands. Elsku afi, við þökkum fyrir allar þær stundir sem við áttum með þéi', minningin um þig lifir áfram í hjöi'tum okkar. Pétur Smári, Jóhanna Soffía og Silja Rós. Elsku afi. Okkur langar að kveðja þig með örfáum oi'ðum. Alltaf var gaman að koma í Skeiðarvoginn í heimsókn til þín og ömmu og skoða víd- eósafnið og alla steinana sem þú hafðir fundið á ferðalögum þínum um landið. Aldrei fórum við tóm- hentir heim því oft laumaðir þú bók til okkar eða steinum sem við bætt- um í steinasafnið okkar. Einnig var alltaf til eitthvað gott í nammiskúff- unni þinni því þú varst mikill sæl- keri. Við fónxm stundum saman í ferðalög og íjallgöngur og þá var nú gaman, því þú þekktir landið svo vel. Þú gekkst svo hratt að oftast þurftir þú að hægja á þér svo við gætum fylgt þér eftir. Hellaferðirn- ar fyrir ofan Hafnarfjörð eru okkur minnisstæðai'. Það var alltaf leynd- ardómsfullt þegar þú fórst í berja- mó í „Smuguna" og komst heim með margar fötur af blábei'jum. Þú vildir aldrei segja neinum hvar „Smugan“ væri og fáum við líklega aldrei að vita það. Elsku afi. Við þökkum þér fyrir yndislegar stundir sem við munum aldrei gleyma. Við kveðjum þig með þessu ljóði sem við lærðum þegar við voi'um í leikskóla. Steinamir eru strengir, strengina vatnið knýr. Gaman það væri að vita hvaðívatnsinshugabýr. Hvaðan skyldi það koma? Hvert er heitið þess ferð? Síðar á öldum söngsins samferðaþvíégverð. Lyngið á líka strengi, leikur blærinn á þá söngva sorgar og gleði er í sálum kveikja þrá. Vorljóðin draums og vona veröldin syngur öll. Berast vil ég með blævi burt yfir hæstu fjöll. Þínii' afastrákai', Sigmar Ingi og Sævar Ingi. Kveðja frá Knattspyrnu- félaginu Fram. í dag kveðjum við góðan félaga og vin, Böðvar Pétiu'sson. Böðvar var mikill félagsmaður að eðlisfari og því var það fengur fyrir Fi'am er hann gekk til liðs við fé- lagið þegar hann flutti til Reykja- víkur á sínum yngi-i ái'um. Böðvar spilaði knattspyrnu með Fi'am á 5. áratugnum, en knattspymuiðkun þurfti hann að hætta fyrr en hann ætlaði vegna meiðsla, en þess í stað kom hann beint. að stjórnun félags- ins. Hann sat í stjórn Fi-am um ára- bil og var m.a. í stjórn félagsins á 50 ára afmæli þess 1958. Böðvar stóð fyrir ýmsum uppákomum í starfseminni, m.a. voru reglulega haldin skákmót undir hans forustu á þeim tíma. Störf Böðvai-s vora vel metin. Hann hlaut heiðursmei'ki fé- lagsins auk þess sem hann var sæmdur gullmerki ÍSÍ fyxir störf að íþróttamálum á 70 ára afmæli hans. Þi'átt fyrir að Böðvar hafi ekki tekið beinan þátt í stöi'fum fé- lagsins hin síðari ár þá fylgdist harin ávallt vel með gengi félagsins. Ég vai-ð þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast og starfa með Böðvaii á öði’um vettvangi. Böðvar var mann- kostamaður, í'ökfastur, réttsýnn og sanngjai-n. Það var því ávallt gott að hafa hann sér við hlið hvort sem tekist var á um kaup og kjör eða íþróttir. Það er ekki síst Böðvari og sam- fylgdai-mönnum hans að þakka hve Éram er öflugt félag. Hann tók þátt í að byggja grann að góðu búi. Fram þakkar samstax-fið í gegnum árin, minningin lifir um góðan fé- laga og vin. Eiginkonu, böi'num og fjölskyld- unni allri sendum við samúðar- kveðju. F.h. Knattspyrnufélagsins Fram, Guðmundur B. Ólafsson. Böðvar, vinur minn og hollur ráðgjafi er látinn. Fyrst kynntumst við að ráði þegar Landssamband ís- lenski'a vei'zlunannanna var stofn- að 1957. Böðvar var ljós yfii'litum, hái'ið ljóst, en með gullnum bjaiTna á yngri áram. Andlitssvipur hi-einn og bii'ti í senn góðmennsku og nokki-a glettni, en þar mátti einnig lesa alvöi-u og fölskvalausa ein- lægni. Snar var hann í hreyfingum og til alli-a verka. Útivistai'maður af ástríðu, og í fjallgöngum eins og fuglinn fljúgandi og þurftu þá margir yngxi að sætta sig við að hoifa neðan undir skósóla hans. Samstaif okkar varaði í meira en 3 áratugi og bar þar aldrei skugga á. Mest var það að málum vei'zlun- armanna. I þeirra kjarabaráttu var Böðvar alltaf skeleggur í því að bæta hag þeirra sem lakast vora settir. Hann var oft kallaður kommúnisti, en eins og hjá fleiram var hans hugsun að ná meii'i jöfn- uði í þjóðfélaginu. Hann var aldi'ei kreddumaður í landsmálapólitík, heldur sannur jafnaðarmaður. Um þetta tímabil á ég engar minningar nema góðar, og er af mörgu að taka. Þann tíma sem ég var for- maður LÍV tók ég enga mikilvæga ákvöi'ðun án þess að í’áðfæra mig fyrst við Böðvar. Hann var mér eins og Njáll var Gunnari á Hlíðai'- enda. Ekki verður allt nefnt, en ein- hverntíma fói'um við tveir árla dags til Akureyrar og vorum á fundi með staðaifélögum. Fundui'inn var ekki með hljóðlegasta móti. Um þetta leyti höfðu raddböndin hamlað tals- veif mál Böðvars, sem var í raun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.