Morgunblaðið - 02.03.1999, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.03.1999, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 2. MARZ 1999 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Pristina, Oslanje. Reuters, Daily Telegraph. BARIST var á nokkrum stöðum í Kosovo-héraði um helgina. Átök við bæinn Kacanik stökktu á þriðja þúsund Kosovo-búa á flótta á sunnudag. Flestir leituðu skjóls í nærliggjandi þorpum. Spenna ríkti í Orahovac og nágrenni en skærulið- ar Kosovo-Albana rændu tveimur skógarhöggs- mönnum þaðan um helgina. I gær var annar mannanna látinn laus en hinn hafði verið myrtur. Nú er eitt ár liðið frá því að átök hófust í Kosovo- héraði á milli serbneskra yfirvalda og skæruliða Frelsishers Kosovo (UCK). Að sögn vestrænna eftirlitsmanna féll serbneskur lögreglumaður og fjórir særðust í árás skæruliða á lögreglustöð í bænum Kacanik. Lögreglu- og hersveitir réðust þá inn í bæinn og á þriðja þúsund manns lögðu á flótta. Ottast er að átök muni breiðast út um allt hérað en um 1.200 manns á vegum Öryggis- og samvinnustofnunai- Evrópu (ÖSE) eru þar til þess að gæta friðar. Chris Hill og Wolfgang Petritsch, sem báðir sitja í samninganefnd Tengslahóps stórveldanna, komu til Kosovo-héraðs í gær að reyna að ná tali af forsvarsmönnum Albana en ljóst er að einhug- ur ríkir ekki meðal Kosovo-AIbana um tillögur Tengslahópsins um sjálfræði héraðsins. Harðlínu- menn úr Frelsisher Kosovo vilja ekki hvika frá kröfunni um sjálfstæði héraðsins en samninga- menn Kosovo-Álbana yfirgáfu Rambouillet-kast- ala með þeim orðum að þeir þyrftu að ráðfæra sig við forvígismenn heima í héraði. Önnur lota samn- ingaviðræðna á milli stjórnvalda í Belgrad og leið- toga Kosovo-AIbana hefst að tveimur vikum liðn- um, mánudaginn 15. mars. í yfirlýsingu sem Frelsisher Kosovo gaf út í Reuters FLÓTTAKONUR og -börn frá Kacanik sitja úti í skógi um 50 km suður af Pristina, undir plast- himni sem strengdur hefur verið yfir þau til skjóls. gær sagði að fulltrúum hans hafi verið boðið í op- inbera heimsókn til Bandaríkjanna, sem sýndi og sannaði lögmæti Frelsishersins í augum um- heimsins. Ekki fékkst staðfest í utanríkisráðu- neyti Bandaríkjanna að boð þessa efnis hefði ver- ið sent til Frelsishersins en formælandi þess sagði að slíkt boð væri til umræðu. Sagt var að Hashim Thaqi, leiðtogi hins pólitíska arms Frels- ishersins, yrði í sendinefndinni er færi til Was- hington. Eitt ár liðið frá upphafí ófriðarins milli Serba og Kosovo-AIbana A þriðja þúsund Kosovo-búa flúði átök helgarinnar Nýr forseti framkvæmdastjórnar ESB Tony Blair segir Prodi góðan kost Rdm. Reuters. Er norska olíuævin- týrinu lokið? Ósló. Morgunblaðið. ÁSTANDIÐ í norskum olíu- iðnaði versnar með degi hverj- um. Olíuverðið er í sögulegu lágmarki, vinnslan á norsku svæðunum í Norðursjó fer minnkandi og dregið hefur verið úr olíuleit. Ymsii' sér- fræðingar tala nú um að olíu- ævintýrinu í Noregi sé lokið. Síðasta vika var sú svartasta, sem um getur í 25 ára langri sögu Noregs sem ol- íuríkis, en þá birti hvert stór- fyrirtækið á fætur öðru heldur dapra mynd af rekstrinum á síðasta ári. Hjá Statoil og Norsk Hydro var hagnaðurinn í lágmarki og Saga og Kvæm- er voru rekin með tapi. Hjá Statoil var veltan á síð- asta ári næstum 1.000 milljarð- ar ísl. kr. en hagnaðurinn eftir skatt innan við þrjá milljarða kr. Hagnaður af rekstri Kvæmers 1997 var næstum 14 milljarðar ísl. kr. en 1998 var tapið um 12 milljarðar kr. Miklar uppsagnir Öll stórfyrirtækin, sem tengjast olíuiðnaðinum, boða nú spamað og uppsagnir. Norsk Hydro ætlar að segja upp 1.500 af 38.000 starfs- mönnum; Statoil ætlar að fækka um 1.500 af 18.000 alls og Saga um „nokkur hund- ruð“. Aætlað er, að allt að 30.000 manns geti misst vinn- una á næstu árum í olíuiðnaði, skipasmíðum og byggingariðn- aði. Eins og nú er ástatt er það aðeins veruleg verðhækkun á olíunni, sem getur komið til bjargar. Undir hana hillir þó hvergi og Noregur á auk þess undir högg að sækja í sam- keppninni við önnur olíuríki, t.d. i Miðausturlöndum. __i__m__,__________________ TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær að hann teldi að Romano Prodi, íyrrverandi for- sætisráðherra Italíu, yrði góður kostur í stöðu for- seta fram- kvæmdastj órnar Evrópusambands- ins (ESB). „Eg tel engan vafa leika á því að Romano er bæði hæfur í starfið og er nægilegur þungaviktarmað- ur í stjórnmálum til að geta sinnt embætti forseta framkvæmda- stjórnarinnar," sagði Blair í viðtali við ítalska dagblaðið La Repubblica. Bætti Blair því við að hann yrði „afar sáttur" ef stungið yrði upp á Prodi í embættið. Blair situr nú ráðstefnu evrópskra jafn- aðarmanna í Mílanó. Massimo D’Alema, forsætisráð- GERHARD Schröder, kanzlari Þýzkalands, lagði til á óformleg- um leiðtogafundi Evrópusam- bandsins (ESB) á föstudag, að algjöru afnámi fríhafnarverzl- unar innan sambandsins verði frestað enn um sinn. Að óbreyttu verður frá og með 1. júlí nk. ekki lengur heim- ilt að selja tóbak, áfengi og ann- an munaðarvarning skatt- og tollfrjálst til farþega sem ferðast milli landa innan ESB, og þar með missa evrópskir ferðalang- ar spón úr aski sinum og rekstr- argrundvellinum í raun svipt herra Ítalíu, hefur látið hafa eftir sér að Prodi sé frambjóðandi Italíu í embættið, jafnvel þótt ljóst sé að sumir ítölsku stjómmálaflokkanna séu ekki fyllilega sáttir við þá ákvörðun. Prodi var forsætisráð- herra á Italíu fram í október á síðasta ári en þá féll ríkisstjórn hans og D’Alema tók við embætt- inu. Prodi hefur stofnað sinn eigin flokk, Demókra- taflokkinn, ásamt um eitt hundrað borgarstjórum ýmissa borga á Ital- íu, til að taka þátt í Evrópuþings- kosningunum í júní. Nafn hans hef- ur sterklega verið orðað við emb- ætti forseta framkvæmdastjórnar ESB en ólíklegt er talið að núver- andi forseti, Jacques Santer, njóti nægilegs stuðnings til að sitja áfram í embættignu. undan fjölda feijutenginga, svo dæmi sé nefnt um afleiðingarn- ar. Hagsmunaaðildar liafa farið fram á frestun á þeirri forsendu að mörg þúsund störf séu í húfi, en framkvæmdastjórn ESB hef- ur úrskurðað, eftir að hafa kannað málið að beiðni ESB- leiðtoganna, að engin ástæða sé til að fresta afnáminu frekar, sem upprunalega var ákveðið vegna þess að tollfrjáls verzlun er ekki talin samrýmast reglum um fijálsa samkeppni á innri markaði Evrópu. Tillaga Schröders að mála- Brezkir Evr- ópusinnar gegn EMU Lundúnum. Reuters. DAVID Owen lávarður, sem var utanríkisráðherra Bretlands í ríkisstjóm Verkamannaflokksins í kringum 1980, og aðrir nafntog- aðir menn á miðju brezkra stjóm- mála, stofnuðu í gær nýja hreyf- ingu, „Ný Evrópa“, sem berst fyr- ir virkri þátttöku Breta í Evrópu- sambandinu (ESB), en gegn aðild að Efnahags- og myntbanda- laginu (EMU) - í bili að minnsta kosti. Á blaða- mannafundi í Lundúnum i gær sagði einn stofnendanna, James Prior lávarður, að hann teldi rétt, „að Bretland héldi sig fyrir utan myntbandalagið, að minnsta kosti um talsverðan tima, ef ekki um alla framtíð“. Prior var áður einn nánasti sam- starfsmaður Sir Edwards Heath, fyrrverandi forsætisráðherra og eins mesta Evrópusinnans í brezka íhaldsflokknum. miðlun gengur út á að staðið verði við að leggja virðisauka- skatt á fríhafnarvarning 1. júlí, en beðið verði í tvö og hálft ár til viðbótar með að leggja á tolla og aðra skatta á vörur eins og áfengi og tóbak. Munu Bretar og Frakkar styðja tillöguna, að sögn emb- ættismanns ESB sem upplýsti fréttamenn um hana. Hann sagði Dani hins vegar ekki hrifna af hcnni. Samhljóða samþykki allra rík- isstjórna ESB-ríkjanna 15 þarf til, ef breyta á fyrri ákvörðun. Málamiðlunartillaga um fríhafnarverzlun innan ESB Bonn. Reuters. Deilt um NATO VIKTOR Klima, kanslari Aust- urríkis, gagnrýndi í gær Þjóð- arflokkinn fyrir að reyna að nýta sér hörmungar snjóflóð- anna í síðustu viku. Flokkurinn hafði sakað jafnaðamianna- flokk Klimas, sem er fylgjandi áframhaldandi hlutleysisstefnu Austurríkis, um tvískinnung þegar hann leyfði herþyrlum NATO-ríkja að fljuga í austur- rískri lofthelgi. Á sama tíma væri flugvélum NATO á venju- bundnu flugi ekki leyft að fljúga yfir Austurríki. Klima sagði að ásakanirnar væru ómaklegar. Bætur vegna flugslyss SVISSNESKA flugfélagið Swissair hefur tilkynnt að það muni greiða bætur til handa að- standendum þeirra sem fórust í flugslysi Swissair-þotu út af strönd Kanada á sl. ári. 229 far- þegar fórust og verður ættingj- um þeirra greitt andvirði 10 milljóna Isl. króna. Hingað til hafa 25 fjölskyldur tekið bóta- greiðslunum. Orsakir slyssins hafa enn ekki verið skýrðar. Miðflokkur vinnur á EISTNESKI Miðflokkurinn hefur aukið fylgi sitt jafnt og þétt samkvæmt nýlegri skoð- anakönnun og virðist flokkur- inn njóta mests fylgis meðal Eista eða 17%. Helstu keppi- nautar flokksins í þingkosning- unum sjöunda þessa mánaðar eru Umbótaflokkurinn sem mælist með 15% og Lands- byggðarflokkurinn með 10%. Aukið fylgi Miðflokksins er rakið til þess að fleiri kjósendur af rússneskum uppruna ætla sér að kjósa flokkinn. Bann við jarð- sprengjum KIRKJUKLUKKUR glumdu um víða veröld í gær í tilefni þess að alþjóðlegum samningi um bann við jarðsprengjum var hrint í framkvæmd. Sagði Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, við hátíð- lega athöfn í Genf, að fram- kvæmdin markaði þáttaskil í baráttunni gegn jarðsprengj- um. Enn hafa stórveldin Bandaríkin, Rússland og Kína ekki undirritað samninginn. Þingmaður myrtur HAITÍSKI öldungadeildar- þingmaðurinn Jean-Yvon Toussaint var myrtur fyrir ut- an heimili sitt í Port-Au-Prince í gær. Er morðið talið vera af pólitískum ástæðum en þing- maðurinn hefur verið einarður gagnrýnandi Rene Preval, for- seta Haití. Móðir Teresa í dýrlingatölu JÓHANNES Páll II páfi veitti í gær sérstaka undanþágu frá reglum kaþólsku kirkjunnar svo taka megi Móður Teresu í dýrlingatölu fyrr en ella. Sam- kvæmt kennisetningu kaþólsku kirkjunnar er ætlast til að fimm ár líði frá andláti tilvonandi dýrlings, áður en hið formlega ferli fari af stað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.