Morgunblaðið - 02.03.1999, Blaðsíða 11
h
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐ JUDAGUR 2. MARZ 1999 11
FRETTIR
Jafningj afræðslan
fagnar afmæli
JAFNINGJAFRÆÐSLA fram-
haldsskólanna hélt upp á þriggja
ára afmæli sitt í gær og fagnaði
þeim tímamótum með afmælis-
veislu í Hinu húsinu þar sem gest-
ir gátu gætt sér á afmælistertu og
horft á skemmtiatriði.
Stuðningsmönnum jafningja-
fræðslunnar var síðan boðið á
forsýningu á nýrri breskri gam-
anmynd, Enn trylltir eða Still
Crazy, í Stjörnubíói. Myndin
verður frumsýnd síðar í mánuð-
inum.
Tölvu stolið úr
Seltjarnarneskirkju
BROTIST var inn í Seltjarnar-
neskirkju í fyrrinótt og stolið
þaðan tölvu og prentara. Nokkr-
ar skemmdir voru einnig unnar
þar á skrifstofu.
Prentarinn fannst skammt frá
kirkjunni í fyrrinótt en tölvan er
ekki enn komin í leitirnar. Lög-
regluna grunar hverjir gætu hafa
verið þarna að verki en ekki hafði
tekist að ljúka málinu síðdegis í
gær.
Þá var brotist inn á tveimur
öðrum stöðum í Reykjavík um
helgina en litlu stolið. í báðum til-
vikum er lögreglan búin að hafa
hendur í hári þjófanna, sem áður
hafa verið staðnir að slíkri iðju.
Aðstoðar Argentínumenn
við að koma upp kvótakerfi
RAGNAR
prófessor í
RAGNAR Árnason,
prófessor í hagfræði
við Háskóla íslands, er
á leið til Argentínu til
að aðstoða heimamenn
við að koma upp kvóta-
kerfi í fiskveiðum.
Hann hefur verið ráð-
gjafi í stjórn fiskveiða
víða um heim frá 1990,
m.a. í Chile og Perú,
en í framhaldi af störf-
um fyrir ríkisstjórnir
þessara þjóða var hann
ásamt hópi sérfræð-
inga frá Suður-Afríku,
Kanada, Bandaríkjun-
um og Nýja-Sjálandi
beðinn um að taka þátt
í undirbúningi málsins í Argentínu.
„Framlag þessa fjölbreytta hóps
varð til þess að Argentínumenn
tóku þá ákvörðun að koma á kvóta-
kerfi en gangi þetta vel í Argentínu
er líklegt að Perú og Chile fylgi í
kjölfarið."
Ragnar sagði að Argentínumenn
veiddu um 500.000 tonn af fiski á
ári og hefðu veiðarnar dregist sam-
an á undanförnum árum vegna
samdráttar í lýsingsveiðum en lýs-
ingur er uppistaða aflans ásamt
rækju og öðrum botnfisktegundum
og smokkfiski sem einkum útlend-
ingar veiða í kringum
Falklandseyjar. Hafsvæðið er
mjög frjósamt og stórt, einn til
tveir ferkílómetrar, og hafa Ar-
gentínumenn ákveðið að byggja
upp kvótakerfi til að ná betri stjórn
á fiskveiðum sínum. Undirbúning-
ur hófst fyrir tveimur til þremur
árum en Ragnar kom að málinu
Arnason,
hagfræði
fyrir liðlega ári. Ar-
gentínumenn hafa
komið til landsins til
að kynna sér hlutina
auk þess sem þeir hafa
farið víðar um heiminn
í sama tilgangi.
„Undirbúningurinn
er í fullum gangi og
þeir hafa kallað til sér-
fræðinga frá Alþjóða-
bankanum sem fjár-
magnar verkefnið að
hluta og mig til að
hjálpa við þessa upp-
byggingu á næstunni
en þeir ætla að reyna
að fara í gang á árinu."
Að sögn Raghars
eru Argentínumenn að byggja upp
fiskveiðikerfið nánast frá grunni.
„Argentína er ekki beinlínis van-
þróað land heldur milliþróað land.
Argentínumenn hafa ekki haft gott
eftirlit með veiðum sínum auk þess
sem erlendar þjóðir eins og Urúg-
væ hafa verið að veiða úr sömu
stofnum, bæði utan lögsögu og
jafnvel innan lögsögu með ákveðn-
um samningum við Argentínu-
menn. Eftirlit með aflamagni er lít-
ið en flotinn er stór og fjölbreyttur
og hafnirnar margar. Því þurfa
þeir í raun að byggja upp eftirlits-
kerfið frá grunni."
Ragnar sagði að Argentínumenn
stæðu sæmilega í hafrannsóknum
og væru mun betur settir en van-
þróuðu þjóðirnar því þeir ættu
talsvert marga vísindamenn. „Þeir
eiga eftir að ganga frá atriðum sem
snerta úthlutun en virðast hafa
þorrann af sjávarútvegsfyrirtækj-
unum með sér því þau eru sann-
færð um að kerfið verði þeim til
hagsbóta og þetta eilífa kapphlaup
um aflamagn sé þeim skaðlegt. Sp-
urning um skattlagningu á veiði-
heimildir hefur ekki komið upp en
þó er inni í umræðunni að þegar
frá dregur muni sjávai-útvegsfyrir-
tækin greiða fyrir kostnaðinn við
rekstur kerfisins, eftirlit og fleira,
að minnsta kosti að hluta."
Einstök svæði í Argentínu hafa
sjálfsstjórn rétt eins og ríki Banda-
ríkjanna og fylki Kanada og sagði
Ragnar að því væri nauðsynlegt að
ræða við fyltósstjórnirnar auk ríkis-
stjórnarinnar um málið en ætla
mætti að kerfið hefði fjölbreyttari
og djúptækari samfélagsáhrif en
Argentínumenn gerðu sér grein
fyrir. „Þetta er land mikillar mis-
skiptingar tekna og auðs og það
getur vel verið að hnökrar verði á
framkvæmdinni á einstökum stöð-
um."
Ragnar sagði að verkefnið gæti
leitt til ámóta verkefna í Perú og
Chile. „Þessar þjóðir hafa verið að
hugsa um kvótakerfi miklu lengur
því fiskveiðar þar eru mun mikil-
vægari fyrir þjóðarbúskapinn en í
Argentínu. Chile hefur tekið upp
kvótakerfi að hluta en Perú er illa
skipulagt, hefur verið að hugsa um
kvótakerfi í nokkur ár en átt í erf-
iðleikum með að koma fram-
kvæmdinni á. Hins vegar er vert að
geta þess að þó Argentínumenn
veiði ekki meira magn en raun ber
vitni er aflaverðmætið langleiðina
upp í okkar aflaverðmæti. Því er
verið að ræða um mjög veigamikl-
ar fiskveiðar."
HOJXTIluFV.
WM
mm
í
FJÖLSKYLDAN ER OKKAR SKYLDA
Frá 1.549.000 kr.
Það getur verið talsvert fyrirtæki að halda
utan um eina fjölskyldu.
Hver fjölskyldumeðlimur hefur sitt áhugamál, það þarf að sækja þennan og skutla
hinum. Svo bætast við ýmsar útréttingar þannig að dagurinn getur v erið býsna
erilsamur. Bíllinn er því afár mikilvægur hlekkur í heimilishaldin u.
Honda Civic er tilvalinn fjölskyldubíll; rúmgóður, sprækur, frábær í akstri og það
fer vel um alla. Og farangursrýmið er ekki af skornum skammti.
Gerðu fjölskyldunni glaðan dag.Taktu alla með og prófaðu Honda Civic.
- betri bí/J
Honda á Islandi • Vatnagörðum 24 • Simi 520 1100
Opið virka daga kl. 9-18 og kl. 12-16 á laugardögum
I-