Morgunblaðið - 02.03.1999, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 02.03.1999, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MARZ 1999 15 umtalsverðrar hækkunar iðgjalda. Síðan segir í greinargerðinni: „Allsherjarnefnd hefur í vetur farið mjög ítarlega yfir málið út frá fram- angreindum tillögum. Ymsar spurn- ingar hafa vaknað hjá nefndinni við skoðun málsins svo sem hvort rétt sé að víkja frá þeirri stöðlun bóta- reglna sem lögfest var 1993 með því að láta bætur frá öðrum en hinum bótaskylda hafa áhrif á skaðabóta- kröfu; hvort unnt sé að láta sömu meginreglur gilda við ákvörðun skaðabóta til tjónþola hvort sem þeir hafa aflað sér atvinnutekna fyr- ir slys eða ekki og hvort rétt sé að lögfesta lágmarksviðmiðun í því sambandi; hvort réttara sé að greiða örorkulífeyri út mánaðarlega í stað eingreiðslu skaðabóta þegar örorkustig er hátt og hinn bóta- skyldi er fær um að taka á sig slíka skuldbindingu; hvort eðlilegra sé að reikna framtíðartjón út frá nettóá- rslaunum hins slasaða fremur en heildarárslaunum; hvort möguleikar á frambúðarávöxtun séu aðrir en Hæstiréttur gengur út frá í dómi sínum frá 30. mars 1995 o.fl. Nefnd- in telur að of mörgum spurningum sé ósvarað enn til að hægt sé að framkvæma allar þær lagabreyting- ar sem fram koma í tillögum tví- menninganna að sinni. Nefndin leggur því til að dómsmálaráðherra verði falið að skipa nefnd sérfræð- inga til að yfirfara skaðabótalögin í heild sinni.“ Veigamiklar breytingar Haustið 1996 skipaði dómsmála- ráðherra síðan í samræmi við ofan- greint Guðmund Jónsson, fyrrver- andi hæstaréttardómara, og hæsta- réttarlögmennina Gest Jónsson og Sigrúnu Guðmundsdóttur í nefnd til að vinna að heildarendurskoðun skaðabótalaganna. Upphaflega átti nefndin að ljúka störfum í október 1997, eins og fyrr sagði, en sá tími var framlengdur um eitt ár til októ- ber í fyrra. Nefndin skilaði af sér áliti í tvennu lagi og stóðu Guð- mundur Jónsson og Gestur Jónsson að meirihlutaálitinu sem er í frum- varpsformi og nú til umfjöllunar í þinginu, en Sigrún skilaði minni- hlutaáliti sem birt er sem fylgiskjal með frumvarpinu. Prumvarpið felur í sér nokkrar meginbreytingar og þær helstar að við útreikning bóta fyrir varanlega örorku er notaður samfelldur margfeldisstuðull til 75 ára aldurs, en í gildandi lögum er fastur margfeldisstuðull sem lækk- ar frá 26 ára aldri. I öðru lagi er við ákvörðun bóta fyrir varanlega ör- orku miðað við fjárhagslegt örorku- mat fyrir alla slasaða, en ekki ein- ungis þá sem nýta vinnugetu sína til að afla tekna. í þriðja lagi miðast árslaun til ákvörðunar bóta við með- alatvinnutekjur slasaða síðustu þrjú almanaksárin fyrir slys, en í núgild- andi lögum er miðað við heildar- vinnutekjur slasaða síðustu 12 mán- uði fyrir slys, auk þess sem tekin er upp lágmarkslaunaviðmiðun við út- reikning bóta fyrir varanlega ör- orku, en hámark viðmiðunarlauna er óbreytt. í fjórða lagi er reglum um frádrátt frá skaðabótakröfu vegna varanlegrar örorku breytt þannig að auk þeirra greiðslna sem nú dragast frá koma greiðslur frá almannatryggingum til frádráttar og hluti örorkulífeyris frá lífeyris- sjóði, en það er einmitt þetta atriði sem verkalýðsfélög og lífeyrissjóðir hafa gagnrýnt. Einnig er samkvæmt frumvarpinu bótaréttur 70 ára og eldri vegna var- anlegrar örorku rýmkaður og breytt er orðalagi um tímamark þegar tímabundinni örorku lýkur. Heimild til þess að ákveða álag á miskabætur samkvæmt 4. gr. laganna er rýmkuð og fellt niður ákvæði þeirrar greinar um að bætur greiðist ekki nái miska- stig ekki 5%. Einnig eru gerðar verulegar breytingar á reglum um örorkunefnd í 10. gr. laganna. Meðal annars er lögð til sú aðalregla að málsaðilar afli sjálfir sérfræðilegra álitsgerða um örorku- og/eða miska- mat, en hvor aðili hafi rétt til þess að skjóta slíkum álitsgerðum til örorku- nefndar til endurmats. Ororkunefnd verði einungis matsaðili á fyrsta stigi þegar málsaðilar óska þess sameig- inlega. Þá eru ársvextir af bótum skv. 16. gr. hækkaðir úr 2% í 4,5% og gildissvið miskabótareglunnar í 26. gr. laganna er rýmkað. FRETTIR Verðlaun fyrir bestu skinnin Á SKINNA- og tískusýningu sem haldin var á Hótel Sögu um helg- ina á vegum Sambands íslenskra loðdýrabænda og Eggerts feld- skera voru veitt verðlaun fyrir bestu skinnabúntin í hverjum lita- flokki og fyrir bestu refa- og minkabúntin óháð lit og bestu verkun refa- og minkaskinna. Þorbjörn Sigurðsson, Þrepi, fékk fyrstu verðlaun í flokki hvít- refa, Skarphéðinn Pétursson, Hrís- um, fyrir verkun refaskinna, Hall- dóra Andrésdóttir, Engihlíð, fyrir bláan mahogany mink, Björgvin Sveinsson, Torfastöðum, fyrir scanbrown mink, Guðjón P. Jóns- son, Höfn í Hornafirði, fyrir scan- black mink. Reynir Barðdal fékk fyrstu verðlaun í flokknum ma- hogany minkur, rauður, og tók jafnframt á móti verðlaunum fyrir hönd sóttkvíarbúsins Gránumóa í Skagafirði fyrir scanglow mink og verðlaun fyrir besta minkabúntið óháð lit. Ulfar Sveinsson, Suður- Ingveldarstöðum, fékk fyrstu verðlaun í flokki blárefaskinna og fyrir besta refabúntið óháð lit. Á landinu öllu eru 93 loðdýrabú sem framleiða á þessu ári um 160 þúsund minkaskinn, 20 þúsund refaskinn og um fjögur þúsund feldkanínuskinn. Morgunblaðið/Halldór Nicorelte tungurótortöflur eru notoðar sem hjólportæki þegar töbaksreykingum er hælt eðo þegor dregið er úr reykingum. Varúðorreglur við notkun: Þeim sem hefur verið róðlagt ai reykjo ekki, t.d einstoklingum með olvorlego hjorto- og æðosjúkdómo, ættu ekki oð noto Nicorette. Áhættu við meðferð með Nícorette tungurótartöflum verður oð vego ú mótí óhættu við ófromholdondi reykingor. Auk þess ættí oð noto Nicorette tungurótartöflur með vorúð, ef viðkomondi er með sykursýki, ofvirkon skjoldkirtil eðo æxli sem losor hormón og veldur blóðþiýstingshækkun. Ef þú heldur ófrom oð reykjo somtímis notkun Nicorette forðotoflno, getur þú fundið fyrir oukoverkunum vegno oukins nikótínmogns I líkomonum, miðoð við reykingor eingöngu. Þungun og brjóstogjöf: Ef þú verður þunguð eða ert með bom ó brjósti, ættir þú ekki oð noto Nicorette tungurótortöflur. Vorúð vegno somtímis notkunor onnono lyfjo: Við somtimis inntöku ó gestogen-östrógen lyfjum (t.d. getnoðarvarnartöflum) getur, eins og við reykingor, verið oukin hætto ó blóðtoppo. Sérstök vorúð: Lyfið er ekki ætfað bömum yngri en 15 óro ón somróðs við lækni. Skömmtun: Fullotðnir: Þú ættir olgjötlego oð hættn reykingum, þegor meðferð með Nicorette tungurótartöffum er hofin. Upphofsskommlur er hóður nikótinþörf þinni. Róðlogður skommtur et 1 tungurótortoflo ó klst. fresti. Einstoklingor sem eru mjög hóðir nikótíni og dogleg tóboksnotkun er meiri en sem somsvoror 25 slgorettgm, skár noto 2 tungurótortöflur ó hverri klst. Ef reykingorþörf er enn til stoðor mó noto fleiri tungurótartöflur - ollt oð 40 stykki ó dog. Flestír reykingomenn þutfo 8-12 eðo 16-24 tungurótartöflur 6 dog. Meðferðorlengd er einstoklingsbundin, en mikilvægt er oð noto Ijicorette tungurótortöflur í a.m.k. 3 mónuði í róðlögðum skömmtum, óður en dregið er úr notkun toflonno stnóm somon. Meðferð skol Ijúko, þegor notkunin er komin niður i eino til tvær tungurótartöflut ó dog, venjulego Ino lengur ej)f.l,ó(.,Qfskömmtun: Við óhóflego |i, hiksti og ertirrg í munni og hólsi. Ef vort verður onnorra Photmoco hf., ■i Ég hef ’ana undir tungunni Maður sem talar okkar tungumál... Maðurinn á myndinni hefur ákveðið að hætta að reykja, en það er ekki ástæðan fyrir því að hann rekur út úr sér tunguna. Hann er að vekja athygfi á örsmárri nikótíntöflu sem lögð er undir tunguna og dregur úr iöngun tif reykinga. Örsmá tafla með stórt hlutverk Nicorette® tungurótartafla er afveg nýr valkostur fyrir fófk, sem viil hætta að reykja eða draga úr reykingum.Taflan er svo smá að notandinn finnur lítið sem ekkert fyrir henni þegar hún hefúr verið iögð undir tunguna. En eins og önnur nikótínfyf frá Nicorette® inniheldur hún nægjanfegt magn nikótíns til að draga úr iöngun til reykinga. Nicorette* nikótínlyf innihalda nikótín, ekki tjöru eða önnur skaðleg eftii sem | finnast í sígarettureyk. ^ Alvegfrá því 1967... Túngurótartafla á rætur sínarað rekja aftur til ársins 1967,þegar sænski sjóherinn snéri sér til vísindamanna í Háskólanum í Lundi í Svíþjóð vegna vandamála sem sköpuðust um borð vegna þeirra kafbátasjóiiða sem reyktu, en bannað var að reykja um borð, það vantaði meðferð sem gæti dregið úr löngun til reykinga - meðferðin varð að vera reyklaus og án skaðlegra efna eins og tjöru og kolmónoxíðs. Niðurstaða þessara rannsókna varð til þess að 1971 var hægt að kynna fyrir reykingamönnum víðsvegar um heiminn fyrsta nikótínlyfið Nicorette® tyggigúmmí. Nicoretté’ tungurótartafla dregur úr löngun til reykinga. NICORETTE Zms Resortbletter Engir tveir reykingamenn eru eins f dag er Nicorette® fáanlegt í 5 mismunandi lyfjaformum, þar sem tungurótartafla er það nýjasta. Nicorette* nikótínlyf w- koma ekki í stað viljastyrks en eru hjálpartæki þegar reykingum er hætt eða þegar dregið er úr reykingum. NICORETTE Dregur úr löngun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.