Morgunblaðið - 02.03.1999, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.03.1999, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 2. MARZ 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Hjálmar Árnason, þingmaður Framsóknarflokks Varar við sölu Aburð- arverksmiðj unnar ingarnefnd hefur lagt fram þá til- lögu fyrir landbúnaðarráðherra að hæsta tilboðinu verði tekið og þá tillögu mun ég leggja íyrir ríkis- stjórn á morgun [í dag],“ sagði ráð- herra. Hann sagði ennfremur að hæst- bjóðandi hefði margsinnis lýst því yfír í fjölmiðlum sem og við sig sjálfan að hann hefði hug á því að kanna það til þrautar að láta verk- smiðjuna framleiða áburð. í vænt- anlegum kaupsamningi væri auk þess gert ráð fyrir viljayfírlýsingu kaupanda um að hann haldi áfram framleiðslu, dreifingu og sölu ábm'ðar. Fráleitt að hætta við sölu Fleiri þingmenn tóku til máls og sagði Arni M. Mathiesen, þingmað- ur Sjálfstæðisflokks, m.a. að það væri fráleitt að hætta við sölu Aburðarverksmiðjunnar, eins og málum væri nú háttað. „Einkavæð- ingarstefna ríkisstjórnarinar yrði rúin öllu trausti ef það yrði gert,“ sagði hann. Magnús Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokks, tók í svipaðan streng og varaði menn við að fara „á taugum“, á þessu stigi málsins. HJÁLMAR Árnason, þingmaður Framsóknarflokks, sagði í utan- dagski'árumræðu á Alþingi í gær að fresta bæri fyrirhugaðri sölu ríkisins á Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi m.a. vegna þess að með sölunni væri verið að stefna áform- um nýstofnaðs vetnisfélags í óvissu. Félagið sem um ræðir heitii' Vi- storka ehf. og er Áburðarverk- smiðjan meðal stofnenda þess. Vi- storka stofnaði nýverið hlutafélag ásamt þremur erlendum aðilum, Is- lenska vetnis- og efnarafalafélagið ehf., sem hyggst styðja við rann- sóknir á þróun og framleiðslu nýt- anlegs vetnis sem orkugjafa. Guðni Ágústsson, þingmaðm- Framsókn- arflokks, tók undir orð Hjálmars og kvaðst auk þess óttast, eins og Hjálmar, að salan á Áburðarverk- smiðjunni myndi minnka líkur á áframhaldandi rekstri verksmiðj- unnar í Gufunesi. Skoraði hann á ríkisstjómina að skoða vel áformin um söluna. Ekki hægt að stöðva „söluferlið" Guðmundur Bjarnason landbún- aðarráðherra sagði hins vegar að ekki yrði hægt að stöðva „söluferl- ALÞINGI ið“ og kvaðst myndu leggja það til við ríkisstjórnina í dag að hæsta tilboðinu, tilboði Haralds Haralds- sonar, í hlutabréf Áburðaiverk- smiðjunnar yrði tekið. „Eg fer [...] fram á það við land- búnaðarráðherra að hann afsali sér ekki þeim gullmola sem Áburðar- verksmiðjan er út í algjöra óvissu,“ sagði málshefjandinn Hjálmar meðal annars. Hann kvaðst frekar vilja sjá metnaðarfulla yfirlýsingu frá ríkisstjórninni um að Áburðar- verksmiðjan yrði gerð að alþjóð- legri miðstöð á sviði umhverfismála í góðu samstarfi við erlenda og inn- lenda aðila. Nú væri hins vegar svo komið að einkavæðingamefnd hefði boðið verksmiðjuna til sölu og mælt með því að „þekktur athafna- maður fengi hana til eignar án nokkurra skilyrða", sagði hann. „Ég vek ennfremur athygli á ummælum kaupandans, þar sem hann segist þurfa að skoða katlana betur áður en frekari ákvarðanir verða teknar um framtíð verk- smiðjunnar," sagði Hjálmar og taldi að þarna væra slíkir hags- munir í húfi að ástæða væri til að eyða allri óvissu. „Mér sýnist að einkavæðingar- nefnd hafi bragðist þeirri skyldu sinni að gæta hagsmuna þjóðarinn- ar, hvort heldur er í bráð eða lengd. Og ég sé ekki betur en að þessi gjömingur stangist á við ný- lega og ánægjulega samþykkt rík- isstjórnarinnar um vetnisvæðingu íslensks samfélags. Þess vegna á að endurskoða það söluferli sem hafið er og fresta sölu á Áburðar- verksmiðjunni." Landbúnaðamáðherra benti í ræðu sinni á að hæsta tilboðið í hlutabréf verksmiðjunnar hefði verið 1.275 milljónir króna, 275 milljónum króna hærra heldur en fyrirfram gefið lágmarksverð, „þannig að ég tel að hér sé komið af stað ferli sem sé í raun eðlilegt og verður ekki stöðvað. Einkavæð- Guðmundur Hallvarðsson í fyrirspurn til fjármálaráðherra Spyr um vinnu verkfræðistofa fyrir ríkið GUÐMUNDUR Hallvai'ðsson hef- ur í fyrirspum til fjármálaráðherra óskað eftir upplýsingum um hvaða verkfræðistofur hafa unnið fyrir opinberar stofnanir frá árinu 1991 og hvaða verkefnum þær hafi sinnt. Jafnframt spyr þingmaður- inn hverjar hafi verið heildar- greiðslur til verkfræðistofa á fyrr- nefndu tímabili og hvernig sú fjár- hæð skiptist á milli verkfræðistofa eftir (A) einstökum verkefnum og (B) eftir ráðuneytum. Ráðherra svaraði þessari fyrir- spum fyrir tæpum tveimur vikum og sagði ráðherra í svarinu að ekki væri hægt með öruggum hætti að fá eingöngu upplýsingar um þjón- Alþingi Dagskrá ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl. 13.30 í dag með utandag- skrárumræðu um íbúðalánasjóð. Því næst verða eftirfarandi mál á dagskrá. 1. Verðbréfasjóðir. 3. umr. 2. Lífeyrissjóður bænda. 3. umr. 3. Vörugjald. 3. umr. 4. Skipulag á fólksflutningum með hópferðabifreiðum. 3. umr. 5. Skipulag ferðamála. 3. umr. 6. Starfsemi kauphalla. 2. umr. 7. Stefna í byggðamálum. Síð- ari umr. 8. Alþjóðleg viðskiptafélög. 2. umr. 9. Álagning skatta vegna al- þjóðlegra viðskiptafélaga. 2. umr. ustu keypta af verkfræðistofum, þar sem kostnaðarskipting úr bók- haldi þætti ekki gefa einhlíta skýr- ingu þar á. Því hafi verið ákveðið að taka saman allan kostnað við að- keypta þjónustu hjá opinberum stofnunum. I kjölfar fyrirspumar Ögmundar Jónassonar alþingismanns um við- skipti við VSÓ-verkfræðistofuna, ákvað ráðheraa að láta vinna að nýju svar við fyrirspurn Guðmund- ar og er þess að vænta innan skamms. Geir H. Haarde fjármála- ráðhen-a greindi frá þessu síðast- liðinn föstudag. Kostnaður við sérfræðiaðstoð alls 19,5 milljarðar I fyrra svari ráðherrans kemur fram að árið 1997 nam kostnaður við aðkeypta sérfræðivinnu ríflega 3,2 milljörðum króna sem er 9,5% aukning frá árinu þar á undan. Heildarkostnaður við aðkeypta sérfræðiþjónustu á tímabilinu 1991 til 1997, framreiknað til núvirðis miðað við lánskjaravísitölu, nemur um 19,5 milljörðum króna. Tölumar sem ráðherra lagði fram era bókfærður kostnaður við aðkeypta sérfræðiþjónustu á því tímabili sem spurt var um og era þær teknar úr ríkisbókhaldi. I svari ráðherra er ástæða þess að aukist hafi að kaupa þjónustu utanaðkomandi aðila sögð vera stefna ríkisstjómarinnar um að færa með útboðum ýmsa þjónustu til einkaaðila sem til þessa hefur verið unnin af ríkinu. Hafi það skil- að ríkinu umtalsverðum spamaði á rekstrarkostnaði. Morgunblaðið/Þorkell I þungumþönkum KRISTJÁN Pálsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Reykja- nesi, og Guðný Guðbjömsdóttir, þingmaður Kvennalista í Reykjavík, í þungum þönkum á Alþingi. Rannsókná bruna í Gallern Borg Engar nið- urstöður ennþá UNNIÐ ei’ enn að rannsókn á orsökum brunans í Galleríi Borg í Reykjavík 20. febrúar síðastliðinn. Lögreglan segir enn engar niðurstöður komnar varðandi rannsóknina. Verið er að hefja endurnýjun á húsnæðinu, sem er við Síðu- múla, en þar var nánast allt ónýtt innan stokks og fjöldi málverka eyðilagðist en vel á annað hundrað verka sluppu mismikið skemmd. Pétur Þór Gunnai'sson, eig- andi Gallerís Borgar, vonast til að í vikulokin fái hann húsnæðið afhent á ný til innréttingar. Hann segir enn verið að safna inn staðfestingum frá þeim sem áttu verk hjá galleríinu þegai' bruninn varð og hefur hann gef- ið frest fram í miðja viku. Segir hann í kjölfar þess vera unnt að gera sér ljóst hvaða verk hafa eyðilagst í brunanum. Níu tilboð í varnargarða NÍU tilboð bárust Vegagerð- inni í varnargarða í Öræfum og átti Jarðverk ehf., Hornafirði, lægsta boð, rúmar 5,8 milljónir. Áætlaður kostnaður verkkaupa er rúmar 9,9 milljónir. Aðrir sem buðu eru Dalbjörg ehf., Breiðdalsvík, sem bauð 6 millj., Suðuiverk hf., Hvolsvelli, sem bauð rúmar 7,4 millj., Björn Sigfússon, Brunavöllum, sem bauð rúmar 8,2 millj., SG. vélar ehf., Djúpavogi, sem einnig bauð rúmar 8,2 millj., Ræktunai'samband Flóa og Skeiða, Selfossi, sem bauð rúm- ar 9,3 millj., Hjarðarnesbræður Hornafirði, sem buðu rúmar 9,4 millj., Klæðning ehf., Gai'ðabæ, sem bauð rámar 10,4 millj. og Myllan ehf., Egilsstöðum, sem bauð rúmar 11,5 milljónir. Hópferð á leik Man. United og Chelsea HÓPFERÐ verður á vegum Samvinnuferða-Landsýnar á leik Manehester United og Chelsea í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu sem fram fer á sunnudag. Þessi lið eru nú í efstu sætum ensku úrvalsdeildarinnar. Leikurinn fer fram á Old Trafford í Manchester og verð- ur lagt af stað á föstudags- morgni og flogið beint til Manchester með Boeing-þotu Islandsflugs. Leikurinn fer fram klukkan 14 á sunnudegin- um og að honum loknum er haldið heim á leið. Enn eru laus sæti í ferðina og kostai' hún 44.900 krónur. Hentist inn í trjáþykkni ÖKUMAÐUR bifreiðar missti stjóm á ökutæki sínu á Kringlumýrai'braut í hálku á laugardagskvöld með þeim afleiðingum að bifreiðin hentist út af veginum og lenti utan í barrtrjám. Engin meiðsl m'ðu á ökumanni eða farþega hans, en bifreiðin laskaðist töluvert og var flutt á brott með kranabifreið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.