Morgunblaðið - 02.03.1999, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 02.03.1999, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 2. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Það kemur úr djúp- inu og háloftunum FRÁ sýningu Brynhildar Þorgeirsdóttur í Ásmundarsal við Freyjugötu. MYIVPLIST l.islasaln \SÍ, Á s in ii n (I a i’ s a I viö Freyjugötu HÖGGMYNDIR BRYNHILDUR ÞORGEIRSDÓTTIR Til 7. mars. Opið þriðjudaga til sunnudaga, kl. 14-18. Aðgangur kr. 300. ÞAÐ kemur æ betur í ljós með hverri sýningu hve Brynhildur Þorgeirsdóttir er formræn í hugs- un og fyrirbærafræðileg - fen- ómenólógísk - í framsetningu verka sinna. Við svo búið mætti ætla að hún væri módernisti af gamla góða nútímaskólanum sem nyti þess að fága línur og lögun verka sinna til að hrífa áhorfend- ur með fullkominni efnistilfínn- ingu og leikandi mótun. Það er þó ekki reyndin því þótt verk hennar séu laus við alla til- vísun í þekkt fyrirbæri úr náttúr- unni eru þau engu síður eins og fyrirbæri. Þeim er ætlað að fanga alla athygli áhorfandans svo hann neyðist til að bregðast við þeim samstundis eins og um aðskota- hlut væri að ræða. Það fylgir ávallt slíku stefnumóti einhver óttablandin forvitni líkt og menn trúi ekki eigin augum en verði samt að horfa. Sagt er að ljón og tígur hafí slík sefjandi áhrif á þá sem fyrir þeim verða. Þeir standa eins og þvara svo skepnurnar fái allan tímann í heiminum til að hakka þá í sig. Það er einmitt ónáttúruleg ásýnd verka Brynhildar sem fangar athygli manna og gerir þá orðlausa. Fegurð þeirra er ein- faldlega ekki af þessum heimi, svo notast sé við orðalag meistarans. Það þýðir þó ekki að þessar högg- myndir séu gervilegar eins og hlutir sem eru sprottnir í trássi við náttúruna. Þær eru miklu frekar eins og tilbúnir hlutir sem reyna að íklæðast náttúrulegum eiginleikum; þykjast vera eðlileg- ur hluti náttúrunnar til að villa á sér heimildir. Þannig koma höggmyndir Brynhildar annaðhvort úr undir- djúpunum eins og kafbátur Nemos skipherra, utan úr geimn- um eins og ÓFH - óskilgreindur, fljúgandi hlutur - eða af fjallstindum eins og guð þegar hann vill nálgast mennina. Slík verk leyna á sér og gefa sig ekki nema menn virði þau lögmál sem fylgja opinberuninni. Ef Móses hefði ekki verið „næmur“, eða „heitur“ við rætur Sínaí-fjalls, eða síra Galahad á Salvats-fjalli, hefð- um við engar fréttir fengið af boð- orðunum, né kaleiknum ginn- helga. Sá sem er dmmbur frammi fyrir listinni verður aldrei neins var. Verk Brynhildar eru því nokkurs konar hitamælir á næmi þess sem fyrir þeim verður. Halldór Björn Runólfsson Nafnlausi kvartettinn TÓIVLIST Bústaílakirkja KAMMERTÓNLEIKAR Grieg: Kvartett í g Op. 27; Beet- hoven: Kvartett í a Op. 132. Auður Hafsteinsdóttir, Greta Guðnadóttir, fiðlur; Guðmundur Kristmundsson, víóla; Bryndís Halln Gylfadóttir, selló. Bústaðakirkju, sunnudaginn 28. febrúar kl. 20.30. Kammermússíkklúbburinn stóð fyi'ii' tónleikahaldi í Bústaðakirkju s.l. sunnudagskvöld, og var kh’kjan, sem undirr. vill meina að sé ein bezt hljómandi salarkynni höfuðborgar- svæðisins fyrir strengjakvartett, þétt skipuð áheyrendum. Strengja- fereyki kvöldsins var skipað ofan- töldum hljómlistarmönnum, en var að öðru leyti nafnlaust. Fæst nöfn bera minnstu ábyrgð, gætu menn sagt með tilliti til óvissrar framtíð- ar, úthalds og endingar, en hvað spilamennsku varðar í fyrsta atriði tónleikanna, 1. Kvartett Griegs Op. 27, var að sönnu engin ástæða til að ganga með veggjum, því önnur eins lifandi, já bráðkvik, frammistaða hefur ekki heyrzt hjá innlendum listamönnum hér um áraraðir. Er óhætt að segja, að þessi nýi nafn- lausi kvartett (að helmingi til Bernadel- kvartettinn, sem ein- hverjir kunna að hafa velt vöngum yfir hvort væri lífs eða liðinn) hafí „debúterað" með dúndrandi glæsi- brag. Tóngi-ein tveggja fíðlna, víólu og sellós er það kröfuhörð, að undir venjulegum kringumstæðum fer ekki að nást sannfærandi heildar- svipur fyrr en eftir áralangt sam- starf. Það kom því ekki lítið á óvart, hvað fjórmenningarnir skiluðu ótrúlega góðum árangri í Grieg- kvartettinum. Miðað við kammer- strengjatónlist eins og hún gengur og gerist hérlendis, varð flest harla dauft í samanburði við þennan ým- ist eitilsnarpa eða ofurfágaða dýnamíska samleik, sem gerði æskuverk Griegs bæði spennandi og frumlegt áheyrnar. Eftir þessa upplifun varð trúanlegra hvað Gri- eg á að hafa höfðað mikið til frönsku impressjónistanna, eins og ummæli Ravels frá 1926 benda raunar til: „Eg hef ekki samið aukatekið verk fram að þessu sem ekki hefur undir áhrifum frá Gri- eg.“[!] Síðustu 5 kvartettar Beethovens eru átakanlegasta dæmi rómantík- ur um „framúrstefnu", enda má segja að þeir hafi ekki hlotið fullan hljómgrunn fyrr en um síðustu aldamót, og sumt þykir þar jafnvel enn á huldu. Einstaka seinni tíma verk kann að útheimta meiri tækni, t.d. Bartók-kvartettarnir, sem gam- an væri að fá að heyra landann glíma við, en fátt afhjúpar jafnmis- kunnarlaust skort á innsæi, þroska og samtakamætti og þessi dulúð- ugu meistaraverk frá síðustu ævi- árum Beethovens. Það hefði gegnt engu minna en kraftaverid, ef nýstofnaði kvartett- inn nafnlausi hefði risið undir harð- asta samanburði og náð að velgja merkustu hljómplötulistamönnum undii’ uggum í minni áheyrenda, enda samkeppnin afar hvöss á nöpr- um tindi kvartettbókmennta. Og þó að Grieg hefði verið ótrúlega ferskur og yfirvegaður í senn í meðfórum þeirra íjónnenninga, var Beethoven eðlilega ekki sama lamb að leika sér við. Samt var margt furðuvel gert, og benti til að hérlendur spila- mennskustaðall sé nú loks kominn í seOingu við heimsmælikvarðann og vandasömustu tónlistarviðfangsefni mannsandans. a-moll kvartettinn er kannski hvað óhöndlulegastur í III. þætti („Heiliger Dankgesang..“ o.s.frv.), þar sem formið teygir sig nærri því út fyrir mannlegt tíma- skyn. Hafi kvartettinn ekki alveg náð að móta sannfærandi heildarsvip úr svífandi ljósvakasýn Beethovens, tókst honum betur upp í kankvísum II. þættinum (Allegro ma non tanto), þar sem sérkennilegur flaututóna- tríókaflinn minnir á „lírukassa“-tríó- ið í 5. kvartett Bartóks. En allt um það. Fyrir langtíma- verkefni eins og Op. 132 var flutn- ingur þeirra félaga víða stórgóður, og mátti af öllu kvöldinu ljóst vera, að hér er kominn strengjakvartett sem er til mikils líklegur. Ríkarður Ö. Pálsson Umhverfis jörðina í þrjátín söng’vum TONLIST Salurinn KÓRTÓNLEIKAR Skólakór Kársness söng lög frá sex lieimsálfum ásamt einsöngvurum og hljóðfæraleikurum úr röðum kórfé- laga; Marteinn H. Friðriksson lék á pianó, Þórunn Bjömsdóttir stjórnaði. Sunnudagskvöld kl. 20.30. KÓRSÖNGUR er mikilvægur þáttur í tónlistaruppeldi bama. Það ánægjulega við kórsöng er að þar sameinast margir ólíkir ein- staklingar í einni rödd, sem kór- stjórinn mótar og meitlar sem eitt hljóðfæri. En það besta er ánægj- an sem fylgir því þegar söngurinn hefst yfir það að vera bara félags- legt gaman og nær listrænu flugi. Til þess að svo geti orðið þarf bæði góðan efnivið; góða tónlist, góða söngvara og góðan kórstjóra, og gríðarmikla vinnu við æfingar. Tónleikar Skólakórs Kársness undir stjóm Þómnnar Björnsdótt- ur á sunnudagskvöld vom vel und- irbúið listrænt flug um höf og lönd, með viðkomu í 22 löndum í 6 heimsálfum. Skólakór Kársness er frábært hljóðfæri, með afar fallegan hljóm; frábærir krakkar, sem sungu eins og englar, lög sem vom sum hver svo flókin og erfið að atvinnufólki í tónlist þætti örugglega nóg um. Krakkanir í kómum kynntu þau lög sem sungin vom á erlendum málum og lásu þýðingar. Allt var þetta fallega gert og vel undirbúið, og krökkunum tókst að rífa upp mikla stemmningu í salnum. Fjöl- margir einsöngarar og hljóðfæra- leikarar komu fram með kómum, hvert og eitt einasta þeirra stóð sig með mikilli prýði. Það er gaman að kynnast heim- inum í söngvum. I gegnum söngva þjóðanna opinberast andi ólíkra landa, ólík tungumál, ólíkar hug- myndir. Eftir þrjú íslensk lög þar sem þungstíg hrynfestan var mest áberandi, var haldið til Færeyja, þar sem sungin var vögguvísa í ís- lenskum Ókindarkvæðisstíl, þar sem grislingnum sem á að fara að sofa er hótað barsmíðum verði hann ekki til friðs. Angurværir og melódískir söngvar frá Bret- landseyjum, Scarborough Fair og Moming has broken vora feiknar fallega sungnir, einnig fjörugt lag frá Nýfundnalandi sem líka sór sig í ætt til Bretlandseyja. Nú var komið að kór skipuðum ungum piltum, sem fæstir syngja í aðalkórnum. Þeir sungu þrjú lög frá Bandaríkjunum, lag Fosters um Súsönnu, gamla góða slagar- ann Five Hundred Miles og sálm- inn Kumbayah. Piltarnir sýndu að þeir gætu með góðri æfingu vel slegið stóra kórnum við. Stóri kórinn söng næst lög frá Suður- Ameríku, Asíu, Eyjaálfu og Af- ríku. Lag Violetu Parra, Þökk sé þessu lífi, er ekki auðvelt að syngja; með dæmigerðri suður- amerískri hrynjandi, þar sem lag- ið er í senn í tvískiptum og þrí- skiptum takti, en mikið sungu börnin þetta vel. Glaðværðin réð ríkjum í síðustu lögunum fyrir hlé í björtu og rytmísku lagi frá Jap- an; dillandi lagi frá Maóríum, þar sem stúlka úr kórnum stjórnaði félögum sínum listilega með flott- um danshreyfingum; í gleði- söngvunum Siyahamba og Malaika frá Afríku og Syngjum lítið lag frá Israel. Eftir hlé vora sungnir evrópskir söngvar og leiðin rakin frá Rúss- landi suður um Balkanskaga til Ungverjalands, Tékklands, Frakk- lands, Norðurlanda og loks heim. Eftir angurværan rássneskan fuglasöng kom fjöragt lag frá Ma- kedóníu. Þar klappaði kórinn og söng með tilþrifum í þríliða sjö- skiptum takti án þess að muna um það. Þá rak hvert lagið annað af- burða vel sungið, ekki síst lag Tékkans Petr Eben Haustilmur, þar sem stúlka úr kórnum söng frábærlega einsöng með félögum sínum. Lag og ljóð Debussys um hörmungar barna í stríði var sér- staklega áhrifai-íkt og sungið með dramatískum þunga. I finnska lag- inu Vesi vasy eftir Harri Wess- mann lék lítil strengjasveit skipuð kórfélögum með kómum en einnig Guðrán S. Birgisdótth- flautuleik- ari. Sænska lagið Me, me, litla lamb er útsett sem kontrapúnktísk invensjón í anda Bachs, hreint ekki óflókið að syngja, en það er eins og Skólakór Kársness sé jafn- vel bestur í því sem erfiðast er, og ekkert vafðist þetta fyrir krökkun- um frekar en annað. Danska lagið Börnerim med swing eftir Poul Schönnemann, er dásamlegt boogie-woogie, íytmískt krefjandi með tóntegundaskiptum og synkópum og ánægjan af að syngja þetta skemmtilega lag skein úr hverju andliti. Styrkur þessa kórs felst í mikilli sönggleði, fallegum hljóm og hæfi- leika til að syngja þrælflóknar kórútsetningar. Það var þó ekki allt jafnöruggt og innkomur í upp- hafi stundum hikandi, en oftar en ekki sýndu krakkarnir mikla kunnáttu og einbeitingu. Það er Þórann Björnsdóttir kórstjóri sem er ábyrg fyrir þessari frá- bæra frammistöðu krakkanna; og lán skólans sem hefur svona starfsmann innan sinna vébanda mikið. Heimsreisu Skólakórs Kársness lauk á íslandi með lagi Kaldalóns við ljóð Stephans G. Þó þú langfór- ull legðir, og gömlu íslensku vöggukvæði. Bergþóra Jónsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.