Morgunblaðið - 02.03.1999, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 02.03.1999, Blaðsíða 56
56 ÞRIÐJUDAGUR 2. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF í DAG Safnaðarstarf Áskirkja. Opið hús fyrir alla ald- urshópa kl. 10-14. Léttur hádegis- verður. Samverustund foreldra ungra barna kl. 14-16. Fundur í æskulýðsfélaginu kl. 20. Bústaðakirkja. Æskulýðsstarf kl. 20.30. Dómkirkjan. Barnastarf fyrir 6-9 ára börn kl. 10.15 og kl. 14.15 í safnaðarheimilinu. Grensáskirkja. Kyrrðarstund kl. 12.10. Orgelleikur, ritningarlest- ur, altarisganga, fyrirbænir. Létt- ur málsverður í safnaðarheimilinu eftir stundina. Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðs- þjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Passíusálmalestur og orgelleikur kl. 12.15. Æskulýðsfé- lagið Örk (yngri deild) kl. 20. Háteigskirkja. Starf fyrir 6-9 ára börn kl. 17. Laugarneskirkja. Fullorðins- fræðsla kl. 20. „Þriðjudagur með Þorvaldi" kl. 21. Lofgjörðarstund. Langholtskirlqa. Passíusálma- lestur og bænastund kl. 18. Óháði söfnuðurinn. Föstumessa kl. 20.30. Magnús Magnússon guðfræðinemi prédikar. Kaffi og biblíulestur út frá 22. Passíusálmi í safnaðarheimili að lokinni guðs- þjónustu. Seltjarnarneskirkja. For- eldramorgunn kl. 10-12. Samvera aldraðra kl. 11. Passíusálmalestur og helgistund. Gestur: Rósa Kri- stjánsdóttir, djákni. Matur í há- degi í boði sóknarnefndar. Allir hjartanlega velkomnir. Prestarn- ir. Æskulýðsstarf fyrir 8. og 9. bekk kl. 20-22. Árbæjarkirkja. Foreldramorgnar í safnaðarheimilinu kl. 10-12. Prestar Arbæjarkirkju koma í heimsókn og spjalla við börnin. Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjón- usta með altarisgöngu kl. 18.30. Bænaefnum má koma til sóknar- prests í viðtalstímum hans. Digraneskirkja. Æskulýðsstarf kl. 20 á vegum KFUM & K og Digraneskirkju. Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir 9-10 ára stúlkur kl. 17.30. Æsku- lýðsstarf fyrir 8. bekk kl. 20.30. Grafarvogskirkja. Eldri borgar- ar, opið hús kl. 13.30-15.30. Helgi- stund, spilað, sungið, handavinna og kaffiveitingar. Æskulýðsstarf fyrir 8. bekk kl. 20-22 í kirkjunni. KFUM fyrir drengi 9-12 ára kl. 17.30- 18.30. „Kirkjukrakkar" í Rimaskóla fyrir börn 7-9 ára kl. 17-18. Hjallakirkja. Bæna- og kyrrðar- stund kl. 18. Prédikunarklúbbur presta kl. 9.15 í umsjá dr. Sigur- jóns Arna Eyjólfssonar. Kópavogskirkja. Mæðramorgunn í safnaðarheimilinu Borgum í dag kl. 10-12. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús fyrir 7-9 ára börn frá kl. 17- 18.30 í safnaðarheimilinu, Linnet- stíg 6. Víðistaðakirkja. Opið hús fyrir 8- 9 ára börn kl. 17-18.30. Aftan- söngur og fyrirbænir kl. 18.30. Hafnarfjarðarkirkja. TTT starf fyrir 10-12 ára kl. 17-18.30 í Von- arhöfn Strandbergs. Kristin íhug- un í Stafni, Kapellu Strandbergs kl. 21.30-22. Heimsborgin - Róm- verjabréfið, lestur í Vonarhöfn kl. 18.30- 20. Keflavíkurkirkja. Helgistund í Hvammi, félagsmiðstöð eldri borgara, kl. 14-16. Upplestur, söngur og hugvekja. Umsjón hef- ur Lilja G. Hallgrímsdóttir, djákni. Einar Örn Einarsson ann- ast undirleik. Grindavíkurkirkja. For- eldramorgunn kl. 10-12. Borgarneskirkja. Mömmumorg- unn í safnaðarheimilinu milli kl. 10 og 12. Helgistund í kirkjunni sömu daga kl. 18.30. Hvammstangakirkja. For- eldramorgunn kl. 10-12 á prests- setrinu. Landakirkja Vestmannaeyjum. Kl. 16-17 kirkjuprakkarar (7-9 ára) í safnaðarheimilinu. Skemmtileg stund. Nýir krakkar velkomnir. Krossinn. Almenn samkoma kl. 20.30 að Hlíðasmára 5. Allir vel- komnir. Hvítasunnukirkjan Ffladelfia. Samvera á vegum systrafélagsins kl. 20. Ester Jakobsen flytur hug- leiðingu. Allar konur hjartanlega velkomnir. Lágafellskirkja. Æskulýðsstarf fermingarbarna á miðvikudögum kl. 20. Umsjón Sigurður Rúnar Ragnarsson. Hólaneskirkja, Skagaströnd. KFUM og K fyrir 9-12 ára kl. 16. biblíulestur í Sæborg kl. 20. KFUM og KFUK v/Holtaveg. Há- degisverðarfundur kl. 12.10. Fyrstu vikur nýs leikskólastjóra KFUM og KFUK. Staða, vænt- ingar og framtíð. María Sighvats- dóttir leikskólastjóri segir frá. Allir meira en velkomnir. <*> Sálfræóistöóin Námskeió Sjálf sþekking — Sjálf söryggi Á námskeiðinu kynnast þátttakendur: Hvaða persónulegan stíl þeir hafa í samskiptum Hvernig má greina og skilja samskipti Hvernig ráða má við gagnrýni Hvernig finna má lausnir í árekstrum Hvernig læra má samskipti sem auka sjálfsöryggi Leiðbeinendur eru sálfræðingarnir Álfheiður Steinþórsdóttir Inr.ritun og nánari upplýs- ingar i simum Sálfræði- stöðvarinnar: 562 3075 og 552 1110 kl. 11-12 Guðfinna Eydal VELVAKANPI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Stínu svarað STÍNA skrifar hugleiðing- ar um reykingar í Velvak- anda þann 3. og 25. febrú- ar og óskar eftir svari frá Tóbaksvarnanefnd eða heilbrigðisráðherra. Eg geri mér ekki grein fyrir því við hverju Stína vill fá svör enda spyr hún einskis. Þess vegna hefur líklega enginn séð ástæðu til að svara henni. Hún lætur hugann reika og hef- ur fjölbreyttar skoðanir. Af minni hálfu er sjálfsagt að rýna í hugleiðingar hennar og hafa skoðun á málefninu. Stína segir að í grein í Mbl. þann 27. janú- ar sé sagt að forvarnir gegn reykingum hafl lítinn árangur borið. Þetta hlýt- ur að vera túlkun Stínu á ummælum þar sem minnst er á mikilvægi þess að hækka verð á tóbaki í for- varnaskyni. Eg er þeirrar skoðunar, og unglingarnir sömuleiðis, að mun færri myndu byrja að reykja ef sígarettur væru dýrari. Það kemur glöggt fram í könnunum, sem gerðar eru reglulega, að verðhækkun hefur áhrif á sölu tóbaks. Stína segir að ákveðnir hópar fólks geti ekki hætt að reykja. Vissulega er fólk misviljasterkt en það fer tæplega eftir efnahag hvort það hættir að reykja. Líklega ætti frekar að nefna ábyrgð í uppeldis- málum og heilbrigða skyn- semi í þessum efnum því það hefur sýnt sig að börn, sem eiga foreldra sem reykja, byrja frekar að reykja en börn sem búa við reykleysi. Um vísindalegar niðurstöður er að ræða. Stína segir það mikinn ábyrgðarhlut að alhæfa í auglýsingum að reykingar á meðgöngu séu skaðlegai' fóstrinu. Hún veltir fyrir sér líðan foreldra í ljósi þessa og segir að aðgát skuli höfð í nærveru sálar. Þar hittir hún naglann á höfuðið! Á barnið að líða fyrir fíkn foreldranna? Ég er sammála því að tóbak eigi eingöngu að selja í apótekum. Varðandi reykingar á vinnustöðum bendi ég henni á að sam- kvæmt nýjum reglum um tóbaksvamir á vinnustöð- um er heimilt að hafa af- drep fyrir reykingamenn. Að minnsta kosti 5 aðil- ar/stofnanir bjóða upp á námskeið í reykbindindi. Stína segir að ríkið beri ábyrgð á því að fólk ánetj- ist tóbak. Vill hún þá meina að verslanir sem selja byssur beri ábyrgð á þeim rjúpum sem eru skotnar á veturna? Ekki veit ég hversu gömul dótt- ir Stínu er í dag en dóttirin óttaðist víst mikinn hræðsluáróður í skólanum þegar hún var 10-12 ára. Stína er velkomin í heim- sókn til Tóbaksvarna- nefndar að kynna sér nýtt fræðslu- og námsefni sem var dreift í alla grunnskóla haustið 1997. Algjör upp- stokkun hefur átt sér stað í þeim efnum. Fullvíst má telja að Stína fengi ólík svör ef hún spyrði tuttugu manns hvaða aðferðum væri best að beita til að koma í veg fyrir að krakk- ar byrji að reykja. Telja hún sig þekkja hið eina rétta svar (sem er tæplega til) væri æskilegt að hún gæfi það upp. Að sama skapi væri gaman að heyra hvaða aðferðum hún vill beita til að ná þeim mark- miðum (lögum samkvæmt) að draga úr tóbaksneyslu. Reyndar er fátt nýtt undir sólinni í þeim efnum. Stína segir að tekjur af sölu tó- baks séu um 5 milljarðar á ári. Stína getur náigast skýrslu um þjóðfélagsleg- an kostnað af völdum reykinga hjá Tóbaksvarna- nefnd. Hann er meiri en 5 milljai-ðar á ári en vitan- lega er ekki eingöngu um efnhagslegan kostnað að ræða. Stína segir að ef hún hefði ekki átt svona auð- velt með að nálgast tóbak- ið á sínum tíma hefði hún trúlega aldrei byrjað að reykja. Það er auðvelt að vera vitur eftir á - en hverra var glappaskotið? Þorgrímur Þráinsson, framkvæmdastjóri T óbaksvarnanefndar. Tapað/fundið Skór teknir í misgrip- um á Landspítala ÞRIÐJUDAGINN 23. febrúar kl. 14.30-14.30 voru brúnir Dart-Star skór nr. 38 teknir í misgripum á Landspítalanum, og alveg eins skór skildir eftir, nema þeir voru gamlir. Sá sem tók skóna í misgripum er vinsamlega beðinn að hafa samband síma 564 5060 eða 699 8630. Lyklakippa í óskilum LYKLAKIPPA fannst fyr- ir utan Hagaskóla. Á kipp- unni eru tveir lyklar. Hægt er að vitja kippunnar í af- greiðslu Morgunblaðsins. Kápa í óskilum GRÁ ullarkápa með loð- kraga, með svörtum jakka innan í, fannst 21. febrúar í Austurstræti. Upplýsingar í síma 552 9222. Silfurgrár jakki týndist í Broadway SILFURGRÁR jakki týndist úi' fatahengi á Broadway fimmtudags- kvöldið 25. febrúar. Þeir sem kannast við jakkann haíi samband í síma 566 8969. Dýrahald Hvolpar fást gefins FALLEGIR og mannelsk- ir hvolpar fást gefins. Upp- lýsingar í síma eftir kl. 19.30 á kvöldin í sima 4524325. Kettlingar fást gefins DÁSAMLEGAR dætur Dimmalimmar, fæddar 22. des. 1998, kl. 15.30, í Stað- arsveitinni á Snæfellsnesi, kolsvartar og kelnar, krúttlegar og krakkavæn- ar ... og kassavanar auð- vitað, fást nú gefins! Erum á leið til borgar- innar bráðlega. Allar upp- lýsingar um þessar ein- stöku kisur fást í síma: 4356714, hjá Siggu, Jonna og Kittu eða netfangi: siggag@ismennt.is Morgunblaðið/RAX Víkverji skrifar... AÐ getur verið viðsjárvert að taka á móti gjöfum frá vinum og ættingjum erlendis eins og kunningi Víkverja komst að nýver- ið. Að hans sögn sendi náinn ætt- ingi honum gjöf í tilefni þess að hann var að flytja inn í nýtt hús. Gjöfin var heimatilbúin enda gef- andinn listamaður. Efniskostnaður í verkið var tæpar þrjú þúsund krónur. Gefandinn ákvað að tryggja verkið fyrir talsverða upphæð þar sem hann hafði lagt mikla vinnu í verkið og var annt um það. Þegar gjöfin kom til íslands þá fylgdi með reikningur upp á rúmar 80 þúsund krónur vegna tolla og virð- isaukaskatts. Kunningi Víkverja var ekki sáttur við að greiða þá fjárhæð fyrir gjöfina enda ekki vaninn að þurfa að greiða umtals- verðar fjárhæðir fyrir gjafir. Þegar hann mótmælti var honum tjáð af tollyfirvöldum að hann gæti bara endursent gjöfina en fyrir það þyrfti hann að greiða 30 þúsund krónur. xxx MARS næstkomandi verð- •ur haldin athyglisverð ráð- stefna á vegum Utflutningsráðs og Samtaka hugbúnaðarfyrirtækja þar sem fjallað verður um viðskipti á Netinu. Undanfarin ár hefur útflutning- ur íslenskra hugbúnaðarfyrirtækja vaxið mjög. Það sem hefur helst háð þeim í vaxtarferlinu er skortur á hæfu starfsfólki enda eftirspurn- in gífurleg og mikil samkeppni milli fyrirtækja um að fá frambæri- legt fólk til liðs við sig. Samfara mikilli eftirspurn hafa laun tölvun- arfræðinga og forritara hækkað að sama skapi og kvarta forsvars- menn lítilla fyrirtækja yfir því að geta hreinlega ekki tekið þátt í kapphlaupinu. A síðasta ári varð sprenging í viðskiptum á Netinu og mikilli aukningu er spáð á næstu árum. Það verður því fróðlegt að fylgjast með því hvort samsetning útflutn- ingstekna Islendinga eigi eftir að breytast á næstu ánnn enda ljóst að Islendingar standa framarlega á þekkingarsviðinu. Þar hefur Netið mildl áhrif þar sem það virðir engin landamæri og gerir lítilli þjóð, sem oft hefur liðið fyrir fjarlægð frá mörkuðum, auð- veldara um vik að koma sinni vöru á framfæri á samkeppnishæfu verði. Meðal fyrirlesara á ráðstefnunni er Daninn dr. Jakob Nielsen sem er af mörgum talinn sá snjallasti í málefnum Netsins. Hann er á lista yfir 10 áhrifamestu mennina á Net- inu og er mikill fengur að fá hann hingað til lands. Víkverji mælir með því að áhugasamir skoði vef- síðu Nielsens, www.useit.com, en þar er hægt að finna mikið af fróð- leik um málefni Netsins enda mað- urinn ekki kallaður Elvis Netsins fyrir ekki neitt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.