Morgunblaðið - 02.03.1999, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.03.1999, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 2. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Kjör sem öryrkjum eru búin samrýmast ekki lífssýn á nýrri öld * A fjölmennum fundi, sem Sjálfsbjörg hélt í Ráðhúsinu á sunnu- dag með fulltrúum stj órnmálaflokk- anna, kom fram að ein- ungis 5% öryrkja í landinu hafa full laun sem eru 66 þúsund krónur á mánuði og sýnt var fram á að rauntekjur öryrkja duga alls ekki fyrir framfærslu eins og Orlygur Steinn Sigur- jónsson komst að er hann sat fundinn. Morgunblaðið/Halldór í ERINDI Hörpu Njáls, félagsfræðings hjá Hjálparstarfi kirkjunnar, kom fram að afleiðingar fátæktar væru m.a. sinnuleysi, vanmáttarkennd, undirgefni, vonleysi og örvænting. Ekki sæmandi einni af ríkustu þjóðum heims vegna brýnna nauðsynja. Tekin voru dæmi af einhleypum öryrkja með 66 þúsund krónur á mánuði og öðrum með 53.596 krónur. Mánaðarleg út- gjöld vegna matvæla, hreinlætis- vara, pósts og síma, rafmagns og hita, ríkisútvarps og dagblaðs, hús- næðis, reksturs bifreiðar, trygginga, lækniskostnaðar, tómstunda, fata- kaupa og ýmislegs nema 91 þúsund krónum. Inni í þessari tölu er 10 þúsund króna afborgun af láni, sem Harpa sagði að væri mjög algengt örþrifaráð sem öryrkjar gripu til. Samkvæmt neyslukönnun frá Hagstofunni er gert ráð íjtíi' að meðalneysla íslendings kosti 133 þúsund krónur á mánuði. Gert er ráð fyrir fleiri liðum í meðal- neyslukönnuninni, svo sem áfengi og tóbaki, húsbúnaði, afborgunum vegna bílakaupa, hóteli og veiting- um, utanlandsferðum og ýmiss kon- ar vörum og þjónustu. „Öryi'kinn þarf að sleppa flestu sem lýtur að þátttöku í samféiaginu, því þessar tölur byggja á því að hann hafí ofan í sig og á, en við sjá- um samt að hann vantar enn 25 þús- und krónur til að endar nái saman hjá honum. Til að bera sig saman við meðal Islending vantar hann 67 þúsund krónur á mánuði,“ sagði Harpa. Öryrkja, sem er við áðurgreind fátæktarmörk með 53.596 krónur á mánuði, vantar um 37 þúsund krón- ur upp á til að endar nái saman mið- að við nauðsynjar og bei’i hann sig saman við meðal íslending í neyslu vantar hann 80 þúsund krónur. Hjón, sem eru bæði öryrkjar, hafa tvöfaldan örorkulífeyri hjóna, sem er rúmlega 28 þúsund krónur á mánuði, og fulla tekjutryggingu, sem er rúmlega 59 þúsund krónur. I samanburði við meðalhjón á gi-und- velli neyslukönnunar vantar 93 þús- und krónur upp á um hver mánaða- mót að endar nái saman hjá öryrkja- hjónunum og 16 þúsund krónur vantar upp á að öryrkjahjónin geti veitt sér nauðþuritir. Oryrkjar fara að líta á sig sem annars flokks fólk AÐALFRAMSOGUERINDI dagsins skýrði Harpa Njáls, fé- lagsfræðingur hjá Hjálparstarfí kirkjunnar, frá því, að 74% þein-a tæplega 8.000 öryrkja í landinu væru með 45 þúsund krónur á mán- uði frá ríkinu, þ.e. grunnlífeyri og tekjutryggingu. Fram kom í erindi Hörpu að ör- yrkjar væru fátækur þjóðfélagshóp- ur, sem útilokað væri að endar næðu saman hjá, hvernig sem á málin væri litið. Hún sagði að ýmis skerð- ingarákvæði í löggjöfínni gerðu það að verkum að öryrkjar í sambúð eða hjónabandi misstu rétt sinn til fullra bóta og yrðu þannig í mörgum til- fellum algjörlega upp á maka sinn komnir. Einhleypir öryrkjar þyrftu ennfremur að sanna rétt sinn til heimilisuppbótar, um 15 þúsund krónur, og í þeim tilfellum þar sem öryrkjar leigðu herbergi í húsnæði leigusala síns, félli sá réttur niður þar sem litið væri þannig á það í lög- unum að öryrkjar nytu fjárhagslegs hagræðis af sambýlinu og þar væri ekki gerður greinarmunur á leigu- sala, hvítvoðungi eða maka. „Það er ekki tekið gilt að fólk leigi herbergi inni í íbúð hjá óskyldum, ekki þegar öryrki þarf að sanna rétt sinn til heimilisuppbótar. Þá er skerðingarákvæðum beitt þó stað- reynd sé að fólk sé alls óviðkomandi annað en að greiða íbúðareiganda fyrir afnot af húsnæðinu,“ sagði Harpa og benti á að með þessu væri verið að búa til gróðrarstíu fyrir þá sem væru tilbúnir að misnota sér að- stöðu þeirra sem eru verr settir. Harpa sagði að það hljómaði an- kannalega, en sagði engu að síður staðreynd, að töluverður hópur fólks fengi aðeins 45 þúsund krónur á mánuði vegna þess að það gæti ekki sannað að það byggi „rétt“, sam- kvæmt lögum um félagslega aðstoð. „Er þetta sæmandi einni af rík- ustu þjóðum heims, að búa svo um kjör hinna verst settu að þeir eigi ekki til hnífs og skeiðar?" spurði Hai'pa í ljósi þess að skilgreind fá- tæktarmörk á íslandi eru 53.596 krónur. Öryrkjar sem fá 45 þúsund krónur á mánuði eiga rétt á viðbót- araðstoð frá félagsmálastofnunum upp að fátæktarmörkum, en lengra er ekki farið, þar sem fátæktar- mörkin hafa ekki breyst frá því í apríl 1995, er síðasta hækkun var framkvæmd. Þrátt fyrir að grunnlíf- eyrir og tekjutrygging frá ríkinu hafí hækkað á þessum tíma hefur viðbótaraðstoðin frá félagsmála- stofnunum staðið í stað og sagði Harpa að það þýddi að öryrkjar, sem hafa ekki annað en grunnlífeyri og tekjutryggingu, hafa aldrei farið yfir 53.596 þúsund krónur á mánuði í fjögur ár. Grunnurinn í stefnu stjórnvalda er brostinn I ljósi þessara staðreynda hefur öryrkjum sem leita neyðaraðstoðar hjá Hjálparstarfí kirkjunnar fjölgað gífurlega og leita nú milli 1.100 og 1.300 öryrkjar til Hjálparstarfsins árlega. „Þetta er fólk, sem hefur tekjur sem duga ekki út mánuðinn, fólk sem kemur til að fá mat í poka til þess að lifa af. Það eru sjálfsögð mannréttindi að hið opinbera ákvarði laun öryrkja svo þeir geti lifað mannsæmandi lífí. Það er ljóst að grunnurinn í stefnu stjórnvalda um lágmarkslaun og framfærslu er brostinn,“ sagði Hai’pa. I samanburði við Norðurlöndin standa íslendingar þeim langt að baki í útgjöldum til velferðai-mála og munar þar oft á tíðum helmingi. Þrátt fyrir að öryrkjar séu hvergi færri en á íslandi hafa þeir þó lægst launin hér og sagði Harpa að þeir byggju við óviðunandi afkomu og kjör. Vantar tugi þúsunda upp á um hver mánaðamót eingöngu vegna nauðþurfta Harpa vék að því hvernig öryrkj- ar létu, eða ættu að láta enda ná saman og brá upp raunhæfu dæmi um útgjaldaliði þar sem eingöngu voru teknir með í reikninginn liðir Harpa sagði að þegar fólk missti heilsuna og yrði að öryrkjum fylgdu því önnur áföll, sem fylgdu því þegar fólk hætti að geta tekið þátt í samfé- laginu til jafns við aðra. „Fólk hættir að veita sér klæðnað eins og það gerði gjaman, hættir að taka þátt í ferðalögum, menningar- viðburðum og það hættir að geta gef- ið gjafir. Oft verða þessar aðstæður til þess að fólk heyr vonlausa baráttu fyrir betra lífi og fer að líta á sig sem annars flokks," sagði Harpa. „Það eru ótal tár manna og kvenna sem Prófastar ræða nýja skipan á vísitasíum KRISTNIHÁTÍÐIR í prófasts- dæmum landsins, ný skipan á vísitasíum, skipan sókna, brauðamat, nýbúar, hjálparstarf og reglur um útfararþjónustu eru meðal umræðuefna á pró- fastafundi sem hefst með guðs- þjónustu í Dómkirkjunni í Reykjavík í dag. Fundurinn stendur í þrjá daga og verður í safnaðarheimili Hall- grímskirkju. Prófastar landsins eru alls 16, þar af tvær konur, en auk þeirra sitja fundi vígslubisk- upar Skálholts- og Hólastiftis ásamt biskupi íslands. Séra Þorvaldur Karl Helgason biskupsritari segir prófastafund- inn að þessu sinni markast nokk- uð af umræðu um nýjar starfs- reglur kirkjunnar sem tekið hafa gildi. Þannig mun lögfræðingur biskupsstofu meðal annars fjalla um skipan sókna og brauðamat, nýjan kirkjurétt og störf pró- fasta. Á prófastafundinum mun Karl Sigurbjömsson biskup fjalla sér- staklega um vísitasíur en hug- mynd hans er að breyta þeim á þann veg að tilgangur þeirra verði einnig í þágu safnaðarupp- byggingar en ekki aðeins að at- huga með framkvæmdir og eign- ir kirkjunnar. Er hugmyndin að samræma vísitasíur biskups og prófasta, að söfnuðir verði heim- sóttir reglulega og að heimsókn- irnar verði undirbúnar með ákveðnum hætti. Segir biskups- ritari ætlunina að fulltrúar bisk- upsstofu heimsæki söfnuðina hálfu ári áður en vísitasía bisk- ups er ráðgerð og taki út starfíð þar. Biskup fjalli síðan um það mat í heimsókn sinni og ræði hvar og hvemig sóknarfæri séu í starfí kirkjunnar. Hringvegur frá Nesbraut að Víkurvegi í Reykjavík Fallist á tvöföldun og mislæg gatnamót SKIPULAGSSTJÓRI ríkisins hef- ur fallist á fyrirhugaða tvöföldun Hringvegar frá Nesbraut að Víkur- vegi í Reykjavík og lagningu mis- lægra gatnamóta á mótum Hring- vegar og Nesbrautar að loknu frummati á umhverfisáhrifum. Um er að ræða tvöfoldun Hring- vegar á 1.400 m löngum kafla frá gatnamótum Nesbrautar að gatna- mótum við Víkurveg og gerð mis- lægra gatnamóta á mótum Hring- vegar og Nesbrautar. Gatnamótin verða byggð í tveimur áföngum og eru framkvæmdir við breikkun Hr- ingvegar og fyrri áfanga mislægra gatnamóta fyrirhugaðar á árunum 1999-2000. Grásteinn fluttur í samráði við Þjóðminjasafn íslands í niðurstöðum skipulagsstjóra ríkisins kemur fram að mikilvægt sé að við deiliskipulagningu svæða næst Hringvegi verði kannaðar leið- ir til að draga úr hávaða á útivistar- svæðinu við Grafargil og á göngu- og reiðstígum meðfram veginum, og jafnframt verði boðið upp á aðrar leiðir fjær Hringvegi. Einnig segir að við framlengingu Stórhöfða verði þess gætt að raska sem minnst jök- ulgörðum og útivistarsvæði í Graf- argili og reynt að leggja veginn eins nálægt Hringvegi og kostur er. Æskilegt sé að gerðar verði ráðstaf- anir til að koma í veg fyrir að af- rennsli af Hringvegi verði veitt í Grafarlæk, sem lýtur borgarvernd. I úrskurðinum er þess getið að samráð verði haft við þjóðminjasafn íslands vegna flutnings á Grásteini austan Grafargils, en sögur um álfa- byggð í steininum sköpuðu nokkrar umræður um hvort sveigja skyldi veginn framhjá steininum. Að sögn Árna Björnssonar þjóðháttafræð- ings eru sögur um álfabyggð í Grá- steini ekki nema aldarfjórðungs gamlar og spruttu upp í kjölfar þess að steinninn var fluttur árið 1971 vegna vegarlagningar, en þá klofn- aði hann í tvennt. Ámi sagði í samtali við Morgun- blaðið að ef hann yrði inntur álits á því hvort flytja bæri steininn myndi hann hiklaust mæla með því að hann yrði fluttur. Árni sagðist þó ekki vita hvort ákveðið hefði verið hvert skyldi flytja Grástein. Draga þarf úr umferðarhávaða í úrskurðinum segir einnig að samráð skuli haft við Náttúru- vernd ríkisins um val á efnistöku- stöðum. Þá segir að samkvæmt frummatsgögnum muni hljóðvist fara yfír reglugerðarmörk á hluta íbúðarsvæðis sem samkvæmt aðal- skipulagi 1996-2016 er fyrirhugað í Grafarholti. Einnig muni hljóðvist fara yfir reglugerðarmörk á úti-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.