Morgunblaðið - 02.03.1999, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 02.03.1999, Blaðsíða 30
80 ÞRIÐJUDAGUR 2. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ MENNTUN Mat á skólastarfi Helen Simons hélt nýlega námskeið um jákvætt mat í skólastarfí. Hún mælir frekar með mati innan frá en utan. Sigrún Oddsdóttir spjallaði við Simons og nemendur hennar. Helen Simons er eftirsótt- ur kennari í mati á skólastarfí víða um veröld. Hún hvetur skólafólk til að gagnrýna eða: Að rýna sér til gagns. Andlega j ákvætt afl skólanna • Fái hugmynd kennara hljómgrunn losnar önnur þekking hans úr læðingi. • „Pað er æskilegt að skólar meti sig sjálfír en ekki utanaðkomandi aðili“ NÝLEGA stóðu Háskóli íslands, Endurmenntun- arstofnun Háskólans og Kennaraháskólinn fyrir námskeiði í jákvæðu mati á skóla- starfí. Nýsjálendingurinn - Helen Simons, sem starfar aðallega í Englandi, kom hingað til lands og hélt vikunámskeið fyrir fólk í meist- aranámi í uppeldis- og menntafræð- um. Helen hefur haldið svipuð nám- skeið víða um heim og er meðal annars sérstakur ráðgjafí í pólska menntamáiaráðuneytinu. Hún þyk- ir „feiknalegur kennari, leiftrandi og áhugasöm," svo að notuð séu orð nemenda hennar. Helen Simons sagðist hafa verið að vinna að því að breyta þeirri hugmynd um mat á skólastarfi að einhver utanaðkomandi meti starf í skólum. Það væri betra að matið kæmi innan frá, frekar en að ein- hver utanaðkomandi kæmi með sín- ar eigin hugmyndir og segði þér að fara eftir þeim. Helen sagði þetta svolítið líkt því að bæta skólann með sálfræðilegri aðstoð, meta samhengi hlutanna og gera eitthvað í málunum í framhaldi af því, sem leiðir til þróunar. Starfs- fólk skólans þekkir nemendurna best og veit hvað er við hæfí. Þar er þessi djúpa þekking til staðar, það er hjá starfsfólkinu sjálfu, bætir Helen við. Skólar meti sig sjálfír „Það sem ég geri á námskeiðinu hér á Islandi er að kynna nemum eitt ákveðið ferli, innan ákveðins ramma. Ferlið sem ég mæli með varðar allt starfsfólk skólans og til- gangurinn með því er að gera sér grein fyrir hvað þeir gera vel og fínna einnig hvað betur mætti fara. Aðferðin sem ég nota miðast við innra starf skóla og að gagnrýnin komi innan frá í stað þess að ein- hver utanaðkomandi fetti fingur út í það hvað þú ert að gera, eða „leysi málin íyrir þig“. Það skiptir miklu máli hvernig gagnrýnin er borin fram, hún getur svo auðveldlega virkað ógnandi á fólk. Það er mjög mikilvægt að fólk sem vinnur að mati á skólastarfi sé samúðarfullt fólk, sem sýnir stuðn- ing, en hafí einnig þekkingu og skilning á aðstæðum. Jákvætt hug- ir Nordiska hálsovárdshögskolan Nordiska hálsovárdshögskolan (NHV, Norræni heilbrigðisháskólinn) hefur langa reynsiu af kennslu og rannsóknum á sviði heilbrigðisvísinda og er leið- andi á sínu sviði á Norðurlöndunum. Hér íeinstöku umhverfi, á háskólalóð- inni við Nya Varvet i Gautaborg, skapast góð skilyrði fyrir námsmenn úr ólík- um starfshópum innan heilbrigðisgeiráns. Námskeið sem byrja haustið 1999 Ath! Umsóknarfrestur 15. mars 1999 Heilbrigðisvísindi D (10 p) Nútímaviðfangsefni í næringarfaraldsfræði (2,5 p) Vinna að bættu heilbrigðisástandi (5 p) Alþjóðleg heilsa (5 p) Heilbrigði aldraðra (2,5) Mat á heilbrigðisíhlutun og heilbrigðishagfræði (2,5 p) Pharmacofaraldsfræði (2,5 p) Salutogenesis — frá kenningu til framkvæmdar (2,5 p) Faraldsfræði, framhaldsáfangi (5 p) Eigindleg rannsóknaraðferðarfræði (2,5 p) Eigindleg aðferðarfræði framhaldsáfangi (2,5 p) Þýðing flokka (genus) fyrir heilbrigði og sjúkdóma (2,5 p) Heilbrigðiskerfi og rannsóknir fyrir verkefnaþróun (2,5 p) Viltu vita meira um skólann og námskeiðin okkar? Skoðaðu heimasíðuna okkar www.nhv.se eða fáðu upplýsingar og umsóknareyðublöð hjá NHV, Box 12133, S-402 42 Göteborg fax: 0046 31 691777, sími: 0046 31 693900 netfang: reception@nhv.se NAMSSKRAIN FYRIR ÁRIÐ 2000 ER KOMIN! Morgunblaðið/Golli HELEN Simons (á miðri mynd) segir aðferðina svolítið líka því að bæta skólann með sálfræðilegri aðstoð. arfai' skiptir miklu máli. Við stefnum að því að aðilar tengdir viðkomandi skólum byggi upp andlega jákvætt afl innan skól- anna til að meta það sem þar fer fram á jákvæðan hátt. Þegar svo menntamálaráðuneytið biður um mat frá viðkomandi skóla, er slíkt mat fyrir hendi. Ég hef unnið að þessu verkefni í nokkur ár í mismunandi löndum og fínnst þetta alltaf jafn spennandi. Þetta er ein áhrifamesta leið til að meta starf í skólum. Það æskilegasta er að skólar meti sig sjálfir en ekki einhver utanaðkomandi aðili, á þann hátt eru méiri líkur á að matið vari yfir lengri tíma, en sé ekki tíma- bundið og háð utanaðkomandi aðil- um,“ sagði Helen Simons að lokum. Skólaþróun og framfarir Það verður engin skólaþróun og engar framfarir, nema að innan skólanna sjálfra fari fram jákvætt, gagnrýnið sjálfsmat, - ef til vill með aðstoð utanaðkomandi aðila. Sigrún Aðalbjarnardóttir er pró- fessor í uppeldis- og menntafræðum við Háskóla Islands. Hún sagði að Háskólinn hefði farið af stað með meistaranám í uppeldis- og mennta- fræði fyrir tveimur árum, „en við áttuðum okkur fljótt á því að það var svo mikil þörf og mikil ki-afa í samfélaginu um að meta skólastarf. Menntamálaráðuneytið hefur bein- línis sett þetta í lög, að skólar eigi að meta sitt starf. Okkur fínnst hins vegar vanta þekkingu í landinu til að standa að slíku mati og þótti þess vegna mikilvægt að koma af stað þessari matslínu, sem við köllum mat á skólastarfi. Þetta er tveggja ára fullt nám, með þessu námi erum við að vona að þetta fólk fái ákveðna þekkingu og þjálfun og geti svo ERLA Guðjónsdóttir og Birgir Einarsson segja aðferð Helen vinna á varnarstöðu skólafólks gagnvart mati. veitt ráðgjöf í skólana. Það getur verið afar flókið að meta starf sitt, þá ættu þau að geta komið til að- stoðar við matið.“ Sigrún segir mjög mikilvægt sem lið í þessu námi að fá erlenda sér- fræðinga til landsins, „fólk sem þekkt er í heiminum fyrir að hafa staðið að slíku mati og haldið ýmiss konar námskeið eins og Helen Simons. Helen hefur víða haldið námskeið fyrir fólk sem er að meta starf sitt og þess vegna hélt hún hér þetta vikunámskeið hjá okkur. „Eitt af því sem Helen Simons leggur mikla áherslu á varðandi mat á skólastarfi er að starfsfólk skólans meti sig sjálft. Auðvitað verður þetta allt að koma innan frá, frá skólunum, annars fara allir í vörn. Ég tel að það verði engin skólaþróun, nema að matið sé hugs- skólar/námskeið nudd ■ Kennsla í ungbarnanuddi f°relðra bama á aldr- ur ■TÉ inum 1-10 mánaða. 7 • Næsta námskeið byijar ’vÆóíw fiæuiludaginn 4. mars. A Ungbamanudd er gott ;• f ®w J, fyrir öll börn og hefur WMxxJsMtfc reynst gagnlegt m.a. við magakrampa, lofti í þörmum og óróleika. Hafa nýlegar rannsóknir sýnt að nudd af hendi foreldra hraðar almennt tauga- og heilaþroska, líkamsvexti og hormóna- og frumustarfi ungbama. Fagmcnntaður kennari. Uppl. og innrit- un á Heilsusetri Þórgunnu í síma S62 4745, 552 1850 og 896 9653. ýmislegt HEILSUSETUR ÞÓRGUNNU ■ Námskeið í smáskammta- lækningum (Hómópatíu) Til sjálfshjálpar og heimanotkunar laugar- daginn 6. mars á Heilsusetri Þórgunnu, Skipholti 50c. Kennari Þórgunna Þórarinsdóttir smá- skammtalæknir LCPH. Upplýsingar og innritun í símum 552 1850 eða 562 4745 og 896 9653. ■ Tréskurðarnámskeið Örfá pláss í mars og aprfl. Hannes Flosason, sími 554 0123. að þannig að fólkið sé að meta sig sjálft og hugleiði: Hvað geri ég vel? Hvernig get ég gert skólastarfíð betra? Það leiðir til framfara. Um þetta erum við Helen Simons alveg sammála. Kennarinn er lykilpersóna í skólastarfínu og það er svo mikil- vægt að fá kennarann til að skoða starf sitt á jákvæðan hátt og gagn- rýninn," sagði Sigrún Aðalbjarnar- dóttir að lokum. Að gera gott betra Erla Guðjónsdóttir, skólastjóri í Álftanesskóla, og Birgir Einarsson, kennari við Réttarholtsskóla, hafa verið í mastersnámi hjá Endur- menntunarstofnun Háskólans síð- astliðin tvö ár. Þau voru ein af þeim fyrstu er hófu þetta nám fyrir tveimur árum. Erla taldi námið til komið af því að í grunnskólalögun- um er gert ráð fyrir því að menn meti skólastarfið, hver á sínum stað og einnig væri hlutverk mennta- málaráðuneytisins að skoða matsað- ferðir skóla á nokkurra ára fresti. „Þetta er í raun gæðastjórnun inn- an skólanna. Það þekkja svo margir þetta hugtak gæðastjórnun og hafa tekið á því í einkageiranum. Matið er okkar leið innan skólanna við gæðastjórnun, vegna þess að þetta er hugsað sem upphaf á umbótaferli innan skólanna og tæki fyrir fólk að gera enn betur,“ sagði Erla. Birgir sagði að Helen legði mikla áhersla á að skólinn sem stofnun mæti sig, ekki hver og einn einstak- lingur út af fyrir sig og að starfs- menn viðkomandi skóla þekktu „vandamálin“ best. Erla var sammála Helen Simons hvað varðaði mikilvægi þess að skapa þannig andrúmsloft í matinu að fólk kæmist ekki í varnarstöðu. „Það er mjög mikilvægt til þess að þetta takist að samstaða sé um að gera enn betur, það er að gera gott starf í skólum enn betra.“ Birgir taldi að þegar skólar skoð- uðu starfið nánar, á eigin forsend- um og menn skynjuðu að það væru þeirra hugmyndir sem hafa fengið hljómgrunn að þá losnaði úr læðingi gífurleg þekking, sem er til staðar og er grundvöllur þess að þróun eigi sér stað. „Ég held að það sé eitt mjög mikilvægt atriði sem hefur komið fram hjá Helen Simons, það er sú merking orðsins gagnrýni í merkingunni að rýna sér til gagns. Það er greinilega mjög gott tæki og verkfæri til að komast eitthvað áfram í þróuninni.“ Þeim Erlu og Birgi fannst ákaf- lega ánægjulegt að komast á svona námskeið og ekki síst að fá að auka menntun sína og endurmennta sig á þessu sviði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.