Morgunblaðið - 02.03.1999, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.03.1999, Blaðsíða 6
ÞRIÐJUDAGUR 2. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTiR KOMIÐ með skipverjann á Sigurbáru VE til hafnar í gær. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Spítalar styrkja hjúknmarnema 15 nemar hafa samið um ráðningu við SHR FIMMTÁN hjúkrunarnemar, sem útskrifast eiga í vor, hafa tekið til- boði Sjúkrahúss Reykjavíkur um námsstyrk í þrjá mánuði gegn því að starfa þar næstu tvö árin. Slíkur samningur við hjúkrunarnema hef- ur einnig verið í skoðun á Landspít- ala. Sjúkrahús Reykjavíkur bauð hjúkrunarnemum 50 þúsund króna námsstyrk á mánuði í mars, apríl og maí gegn loforði þeirra um að starfa hjá SHR næstu tvö árin. Fimmtán hafa gengið frá slíkum samningi og fleiri verða þeir ekki hjá SHR. Tæplega 80 nemar útskrifast í vor Magnús Pétursson, forstjóri Rík- isspítalanna, sagði að Landspítalinn hefði boðið hjúkrunarnemum áþekkan samning gegn því að þeir lofuðu því að starfa hjá spítalanum í tvö til þrjú ár. Ekki hefur verið gengið frá neinum samningum í þessa veru ennþá. Nærri 80 hjúkr- unarfræðingar útskrifast í vor frá Háskóla íslands og Háskólanum á Akureyri. Magnús sagði marga hjúkrunar- fræðinga vanta til starfa á sjúkra- húsunum og væri það vandamál erfitt viðureignar. Finna þyrfti út við hverja spítalarnir í Reykjavík væru að keppa um þetta vinnuafi og finna yrði leiðir til að ráða bót á þessum vanda spítalanna. Skipverji fór með hönd í spil Vestmannacyjum. Morgunblaðið. SKIPVERJI á Sigurbáru VE slas- aðist á hendi í gærmorgun þegar verið var að draga netin skammt frá Eyjum. Maðurinn hafði farið með hönd í spil og að sögn lög- reglunnar í Eyjum var óskað eftir aðstoð björgunarbátsins Þórs. Hann sigldi til móts við Sigurbáru en hún var þá komin Iangleiðina til hafnar í Eyjum og sigldi sjálf með manninn til lands. Maðurinn var fluttur á sjúkra- húsið í Eyjum en að sögn lögregl- unnar lágu ekki fyrir upplýsingar um hversu mikið slasaður hann var en þó var talið að meiðslin væru ekki eins alvarleg og óttast var í fyrstu. Kjörnefnd Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Meirihluti studdi Vilhjálm Þ. Vil- hjálmsson í 9. sæti ÁTÖK urðu á fundi kjörnefndar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík um helgina um hver skipa eigi níunda sæti á framboðslista flokksins í al- þingiskosningunum í vor. Skv. heimildum Morgunblaðsins er sam- komulag um að núverandi þing- menn flokksins í Reykjavík skipi átta efstu sætin en kjósa þurfti tvisvar sinnum á milli Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar borgarfulltrúa og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, starfsmanns þingflokks Sjálfstæðis- flokksins, um skipan í níunda sæti á listanum. Fékk Vilhjálmur stuðning meirihlutans þegar kosningin var endurtekin. 14 manns voru á fundi kjörnefnd- ar en einn fulltrúi var fjarstaddur. Féllu atkvæði í fyrstu þannig að Vil- hjálmur fékk sjö atkvæði og Hanna Birna sjö. Var þá gert fundarhlé og var atkvæðagreiðslan síðan endur- tekin. Varð niðurstaðan sú að Vil- hjálmur fékk átta atkvæði en Hanna Birna sex. Brynjólfur Bjarnason, formaður kjörnefndar, vildi ekkert tjá sig um þessi mál í gær. Mikil óánægja og deilur Óánægja og deilur hafa komið upp innan flokksins vegna niður- stöðu fundarins um helgina skv. upplýsingum blaðsins. Halda stuðn- ingsmenn Hönnu Birnu því fram að sá kjörnefndarfulltrúi sem var fjar- staddur tilheyri stuðningshópi hennar. Einn viðmælenda blaðsins sagði að óánægja væri meðal kvenna og ungra sjálfstæðismanna með þessa niðurstöðu. Þar sem gert væri ráð fyrir að núverandi þing- menn yrðu í öruggum sætum og ní- unda sætið yrði væntanlega bar- áttusætið í vor hefði verið lagt kapp á að nýr frambjóðandi úr röðum kvenna skipaði það sæti. Kjörnefndin heldur áfram vinnu við frágang tillögu um röðun á framboðslistann á næstu dögum og mun síðan leggja tillöguna fyrir full- trúaráð flokksins í Reykjavík sem gengur endanlega frá listanum. Hugsanlegt að starfs- menn fái sæti í bankaráði PÁLMI Jónsson, formaður banka- ráðs Búnaðarbankans, segir það koma til greina að fulltrúi starfs- mannafélags bankans fái sæti í bankaráði bankans, eins og starfs- mannafélagið hefur óskað eftir. Málið er til athugunar hjá við- skiptaráðherra en tillögur um það liggja ekki fyrir. Starfsmannafélagið óskaði enn- fremur eftir því að árlegur aðal- fundur bankaráðsins yrði fluttur af virkum degi yfir á helgidag svo að fulltrúi starfsmannafélagsins gæti setið fundinn á frídegi sínum, en Pálmi segir að erindið hafi borist með of skömmum fyrírvara tilað unnt sé að breyta fundartímanum. Hafi fundurinn verið ákveðinn með margra vikna fyrirvara. Starfsmannafélagið og aðrir eiga 15% hlutafjár í bankanum eftir hlutafjárútboð í fyrra og á ríkissjóð- ur 85% hlutafjár. Fimm manns sitja í bankaráði. Tekist á um jarðgangagerð á Austurlandi eða Norðurlandi Gagna- safnið á mbl.is FRÁ og með 1. mars mætir áskrifendum Gagnasafns Morgunblaðsins og Morgun- blaðsins á Netinu nýtt útlit og endurbætt framsetning á öllu efni. Fyrirtækið Strengur hf. hefur á síðustu árum haft um- sjón með áskriftarþjónustu Gagnasafnsins en nú verður öll þjónusta innt af hendi af starfsmönnum Morgunblaðs- ins. Aðgangur verður í gegnum slóðina http://www.mbl.is/gagnasafn og geta áskrifendur notað áfram sama notandanafn og lykilorð. Áskrifendur eru hvattir til að senda ábendingar og at- hugasemdir um þessa nýju framsetningu en þær er hægt að senda á ingvar@mbl.is. Þessi yfirfærsla getur haft í för með sér einhver óþægindi fyrir áskrifendur og eru þeir því beðnir að sýna þolinmæði á næstu vikum. Starfsfólk áskriftardeildar Morgunblaðsins er reiðubúið að veita frekari upplýsingar í síma (354) 569 1122. MISMUNANDI sjónarmið eru meðal efstu þingmanna Framsókn- arflokksins á Norðurlandi um hvort næstu jarðgöng eigi að koma á Norðurlandi eða Austurlandi. Val- gerður Sverrisdóttir, þingmaður Norðurlandskjördæmis eystra og formaður þingflokks Framsóknar- flokksins, segir að komið sé að Austfírðingum, en Páll Pétursson, þingmaður Norðurlandskjördæmis vestra og félagsmálaráðherra, segir að næstu jarðgöng eigi að koma á milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar. Halldór Blöndal, samgönguráð- herra og þingmaður Norðurlands- kjördæmis eystra, sagði á fundi með Siglfirðingum í síðustu viku það sína persónulegu skoðun að miða ætti við að hefja framkvæmdir við göng milli Ólafsfjarðar og Siglu- fjarðar innan þriggja ára. Páll sagðist vera þeirrar skoðun- ar að næstu jarðgöng ættu að koma milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar og hann væri ekki aðili að samkomu- lagi um neitt annað. „Ég held hins vegar að það þurfi að skoða þetta mál vandlega. Það liggur alveg fyrir að það er ákaflega mikilvægt fyrir Siglufjörð og reyndar Ólafsfjörð og þessar byggðir á Miðnorðurlandi að þarna opnist samgönguleið. Eg þarf ekki að tíunda mörg rök fyrir því, þau liggja í augum uppi. Ég tel heppilegra að fara fyrst í það verk- efni áður en farið er að bora í gegn- um fjöll sem hægt er að komast framhjá eða yfir eins og er fyrir austan," sagði Páll. Hann sagði að þetta yrði hins vegar allt að meta með tölulegum og raunhæfum hætti og þá hefði hann trú á því að það hagræði sem yrði að göngum fyrir norðan væri meira en það hagræði sem yrði að göngum fyrir austan, en auðvitað Mismunandi sjón- armið í Fram- sóknarflokknum yrði að verða sátt um þetta. Gera þyrfti heildstæða áætlun í þessum efnum um það í hvaða röð yrði bor- að og eins hvernig staðið yrði að fjármögnun þessara framkvæmda, því þessu hefði verið slegið á frest við gerð langtímaáætlunar um vegagerð. Páll sagði aðspurður að það væri alveg einboðið að fara þyrfti í svona samgöngubætur á landsbyggðinni. Spurningin snerist eingöngu um fé til framkvæmda í þessum efnum og hvað væri mest áríðandi. „Er það mest áríðandi að stytta leiðir eða gera þær þægilegri þar sem leiðir eru fyrir eða er það mest áríðandi að opna nýjar leiðir þar sem er ófæra?" Hann sagði að auðvitað yrði bor- að í framtíðinni bæði fyrir austan og vestan, en hann sæi ekki að Aust- firðingar væru búnir að koma sér saman um hvar ætti að byrja, þ.e. hver forgangsröðin ætti vera í fjórð- ungnum. „Það hefur ekkert slíkt sam- komulag verið gert í þingflokki Framsóknar sem ég er aðili að," sagði Páll aðspurður hvort ekki hefði verið gert samkomulag um það þegar ráðist var í Vestfjarða- göngin að Austfirðingar yrðu næst- ir. „Það getur verið að einhverjir einstakirþingmenn hafi komið sér saman. Ég þori ekkert að sverja fyrir það að þingmenn Austfirðinga sem studdu jarðgangagerð fyrir vestan á sínum tíma hafi gert sam- komulag við þingmenn Vestfirð- inga. Það er vel hægt að hugsa sér það, en það hefur ekki verið gert neitt samkomulag á flokksgrund- velli sem ég veit um," sagði Páll að lokum. Austfirðingar á undan Norðlendingum Valgerður Sverrisdóttir, formað- ur þingflokks Framsóknarflokksins, segir að fara þurfi í markvissa vinnu varðandi gerð jarðganga og reyna að gera sér grein fyrir einhverri framkvæmdaröð og hvernig fara ætti í þetta. „Það þýðir ekkert að fara um landið og mæta á fundum og vera með fyrirheit um jarðgöng án þess að það hafi verið rætt hér í þinginu. Við erum nýbúin að sam- þykkja hér vegaáætlun þar sem ekki er tekið á þessum þætti sam- göngumála," sagði Valgerður. Aðspurð sagðist hún telja að Austfirðingar ættu að vera á undan Norðlendingum hvað jarðgöng varðar. „Eg tel að það hafi orðið samkomulag um það hér fyrir all- nokkrum árum, þegar farið var í göngin fyrir vestan, að næstu göng yrðu á Austurlandi og mér finnst að þingið geti ekkert hlaupið frá því. Hins vegar geri ég mér fulla grein fyrir þörfinni varðandi Siglufjörð, en það er bara á þessari stundu ekki hægt að segja til um hvenær það verður," sagði Valgerður. Hún sagði einnig að sem þing- maður Norðurlands eystra gæti hún ekki réttlætt það fyrir Norður- Þingeyingum, sem hefðu mjög lé- legt vegakerfi, að fara í jarðgöng til Siglufjarðar áður en þeir hefðu fengið lausn sinna mála. Hún sagði einnig að það hlyti að verða eitt fyrsta verkefni nýrrar ríkisstjórnar að setja upp áætlun og forgangsraða jarðgangafram- kvæmdum. Aðspurð sagði hún að göng milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar virtust skynsamleg út frá hag- kvæmnissjónarmiði. „Eg tel líka svo mikilvægt að það myndist sterkur byggðakjarni á miðju Austurlandi og lít á það sem lið í því, að þarna verði farið í þessar framkvæmdir. Við Norðlendingar verðum bara að sætta okkur við það," sagði Val- gerður. Hún benti á að jarðgöngin til Ólafsfjarðar, sem væru gífurleg samgöngubót, hefðu verið lögð fyrir nokkrum árum og þess vegna fynd- ist henni ekki erfitt að réttlæta það fyrir Norðlendingum að Austfirð- ingar ættu að vera næstir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.