Morgunblaðið - 02.03.1999, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.03.1999, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 2. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Allsherjarnefnd hefur lokið umfjöllun um frumvarp til breytinga á skaðabótalögum Enn er deilt um skaða- bótalögin Enn valda skaðabótalögin deilum og var þó varla á bætandi, því lagasetning í þessum efnum hefur verið stöðug uppspretta deilna síðastliðin sex ár að því er fram kemur í samantekt Hjálmars Jónssonar. AF INNLENDUM VETTVANGI ALLSHERJARNEFND Al- þingis hefur lokið umfjöllun um frumvarp um breytingu á skaðabótalögum og má reikna með að það komi til annarrar umræðu á Alþingi á næstu dögum, en stefnt er að afgreiðslu málsins fyrir þinglok. Þrátt fyrir að breyt- ingar sem frumvarpið felur í sér tryggí að Iíkamstjón í slysum verði að fullu bætt að mati þeirra sem gerst þekkja, hafa þær þó orðið til- efni nýrra deilna og nú vegna þess að í frumvarpinu er gert ráð fyrir að örorkubætur úr lífeyrissjóðum drag- ist að hluta frá bótum frá trygginga- félögum. Þessu hafa verkalýðsfélög, lífeyr- issjóðir og samtök þeirra mótmælt og farið þess á leit að umrætt skerð- ingarákvæði verði fellt brott áður en frumvarpið verður samþykkt sem lög frá Alþingi. I yfirlýsingu Alþýðu- sambands íslands vegna þessa segir að samtökin styðji heilshugar þá breytingu á skaðabótalögum að fólk eigi að fá fullar skaðabætur vegna líkamstjóna og^ telji brýnt að hún verði gerð. ,ASÍ hafnar því hins veg- ar alfarið að hluti af eignum og rétt- indum sem launafólk hefur aflað sér með sparnaði í lífeyris- og sjúkra- sjóðunum sé gerður upptækur og látinn renna óbeint til tryggingafé- laganna í landinu. Öll iðgjöld launa- fólks til samtryggingarsjóða sinna eru hluti umsaminna launa og alfarið í eigu j)ess." ASI mótmælir því jafnframt harð- lega að launafólki sé hegnt fyrir samtryggingarsparnað sinn og að þeim sparnaði verði mismunað gagn- vart öðrum sparnaði í samfélaginu sem ekki skerði rétt tO skaðabóta. „Gagnrýni ASI beinist að þeirri fyr- irætlun frumvarpshöfunda að spara tryggingafélögunum hluta af þeim kostnaðarauka sem hækkun skaða- bóta hefur óhjákvæmilega í fór með sér, með því að skerða bætur til þess hóps sem nýtur örorkulífeyris frá líf- eyrissjóði eða fær stuðning úr sjúkrasjóði stéttarfélags. Slíkt er sjálfstæð aðgerð sem tengist ekki meginefni frumvarpsins," segir í yf- irlýsingunni. Þá er sagt að gagnrýni ASÍ hafi ekki verið svarað með neinum mál- efnalegum rökum og ítrekað „að þeir sem verða fyrir fyrirhuguðum skerð- ingum til hagsbóta fyrir tryggingafé- lögin eru þeir sem síst mega við slíku Nugmyndir Er góð hugmynd í skúffunni þinni? 'SAMKEPPNl UM VIÐSKIPTAÁÆTLANIR Munið rabbfundina miðvikudaginn 3. mars kl. 17.15 í Viðskiptaháskólanum við Listabraut í Reykjavík og Háskólanum á Akureyri, Glerárgötu 36, stofu 203.____________________ Klukkustundar langir fundir, þar sem frumkvöðlar halda stutta tölu. Fulltrúar frá verkefninu verða á staðnum til að svara fyrirspurnum og ræða við þátttakendur. Mf&KÓrUHAftSlöOUS Endurskoðun hf. <i>im>r»iA<i ttZt. ^ jnorgunliIaMb I fe BILSLYS eru algengasta orsök bótaskyldra lfkamstjóna hér sem annars staðar. Morgunblaðið/Júlíus og fyrir hvern einstakan einstakling í þeim hópi eru miklir hagsmunir í húfi. Launafólk sem á ekki annan sparnað eða eignir en réttindi í líf- eyrissjóði sínum verður fyrir lang- mestri skerðingu vegna þessa. Skerðingarákvæði frumvarpsins munu ekki snerta hina eignameiri með sama hætti," segir ennfremur í yfirlýsingu Alþýðusambandsins. Hvetja til samþykktar frumvarpsins Á hinn bóginn hafa fimm hæsta- réttarlögmenn sem barist hafa fyrir umbótum á lögunum hvatt alþingis- menn opinberlega „til að taka hönd- um saman og afgreiða sem fyrst þetta mikla hagsmunamál almenn- ings í landinu. Þar með verður eftir langa baráttu bundinn endi á réttar- ástand sem ekki hefur verið sæm- andi og hefur staðið allt of lengi." Þá segir: „Á síðustu dögum hefur komið fram andóf við því frumvarpi sem fyrir liggur vegna þess að þar er gert ráð fyrir frádrætti frá skaðabót- um vegna hluta þeirra bóta sem slas- aður fær úr lífeyrissjóði, þ.e.a.s. þeim hluta sem nemur mótframlagi vinnuveitanda í sjóðinn. Til sögunnar hafa einnig verið nefndar bætur úr sjúkrasjóðum verkalýðsfélaga, sem talið er að einnig eigi að koma til frá- dráttar. Um þetta er það að segja, að bætur úr sjúkrasjóðunum skipta hér engu máli, þar sem launþegar njóta þeirra ekki í tilvikum, þar sem þeir eiga skaðabótarétt á hendur bóta- skyldum aðila. Örorkubætur úr líf- eyrissjóðum koma því aðeins til að varanleg örorka sé mikil, oftast 50% eða meiri. Við teljum ekki óeðlilegt að taka að hluta tillit til slíkra greiðslna við ákvörðun skaðabóta. Skal bent á að fyrir gildistöku skaða- bótalaganna 1993, þegar dómsfram- kvæmd gekk út á að bæta fjártjón að fullu, voru bætur einatt lækkaðar í tilvikum, þar sem tjónþoli naut bóta úr lífeyrissjóðum. Má segja að eftir að aðild að lífeyrissjóðum er orðin lögskyld hjá öllum starfsstéttum sé ekki óeðlilegt að líta á þetta kerfi sem samtryggingarkerfí með annars konar eðli en vátryggingar sem ein- staklingar kaupa sér sjálfir, og því sé réttlætanlegt að beita hér frádrætti að hluta svo sem frumvarpið ráðger- ir. Aðalatriði málsins er að frum- varpið tryggir tjónþolum fullar bæt- ur fyrir fjártjón sem þeir verða fyrir í slysum. Þeir tjónþolar sem slasast mikið og njóta bótaréttar úr lífeyris- sjóði munu fá fullar fjártjónsbætur. Að auki munu þeir fá bætur úr líf- eyrissjóði sínum sem nemur þeirra eigin framlagi til hans," segir einnig í yfirlýsingunni sem undirrituð er af Atla Gíslasyni hrl., Jóni Steinari Gunnlaugssyni hrl., Sigurði G. Guð- jónssyni hrl., Viðari Má Matthí- assyni hrl. og Vilhjálmi H. Vilhjálms- syni hrl. Upphaflega á þinginu 1991-92 Prumvarp til skaðabótalaga var upphaflega lagt fram á Alþingi vet- urinn 1991-92 en varð ekki útrætt á því þingi. Það var endurflutt árið eft- ir með nokkrum breytingum og varð að lögum þá um vorið. Tóku nýju lögin gildi um mitt ár 1993 og ollu þegar miklum deilum vegna þess að gagnrýnendur laganna töldu þau ekki tryggja fullnægjandi skaðabæt- ur vegna líkamstjóna sem höfðu í för með sér starfsorkumissi. Var í því sambandi meðal annars bent á margföldunarstuðul laganna og ákvæði um að bætur væru ekki greiddar nema örorka næði tilteknu lágmarki, auk ákvæða um örorku- nefnd. I greinargerð með frumvarpinu segir hins vegar að meginmarkmið þess séu að endurbæta reglur um ákvörðun bóta fyrir tjon á mönnum, þar á meðal tjón vegna missis fram- færanda; að færa til nútímahorfs reglur um tengsl skaðabótaréttar og annarra bótaúrræða; og í þriðja lagi að setja lagaákvæði sem geri dómstólum kleift að taka eðlilegt til- lit til hagsmuna þeirra sem valda tjóni eða bera af öðrum ástæðum skaðabótaábyrgð, auk annarra smærri atriða. í grein um skaðabótalögin, sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæsta- réttarlögmaður og einn fyrrgreindra fimmmenninga birti í tímariti lög- fræðinga síðastliðið haust, segir um réttarástandið fyrir gildistöku lag- anna að réttarreglur í þessum efnum hafi mótast af dómvenju á nokkrum áratugum. Við ákvörðun skaðabóta hafi mat sérfróðs læknis á varanlegri örorku hins slasaða verið lagt til grundvallar og reynt að áætla fram- tíðartekjutap hans sem einstaklings. Markmiðið hafi verið eins og ávallt í skaðabótarétti að bæta fjártjón hins slasaða. Almenn sátt hafí ríkt um þetta kerfi og dómsmál hafi verið fá- tíð nema þegar deilt hafi verið um bótagrundvöll eða sakarskiptingu. Einn af kostum þessa kerfis hafi ver- ið sveigjanleikinn og Hæstiréttur hafi ekki hikað við að breyta fyrri dómvenju sinni ef honum hafi fundist nægilega sterk rök færð fyrir því að forsendur væru breyttar. Það hafi hins vegar verið um eða eftir mitt ár 1991 sem Samband íslenskra tryggingafélaga hafí óskað ¦——¦ eftir því við dómsmálaráðherra að ákvörðun um fjárhæð skaðabóta fyr- ir líkamstjón yrði fest í lög. Frum- varpið hafí komið fram í ársbyrjun 1992 og hafi það reynst nær orðrétt þýðing á dönsku skaðabótalögunum. Þá segir í grein Vilhjálms að við þessar aðstæður eða í byrjun nóvem- ber 1991 hafi farið að bera á því að starfsmenn vátryggingafélaganna sem unnu að uppgjörum skaðabóta- mála fyrir líkamstjón hafi ekki leng- ur haft umboð til slíkra uppgjöra á grundvelli gildandi réttar og hafí komið í ljós að í byrjun þess mánað- ar hafi félögin kynnt starfsmönnum sínum verklagsreglur útgefnar af Sambandi íslenskra tryggingafélaga Örorkunefnd matsaðili þegar aðilar óska þess sameiginlega sem hafi gengið þvert á gildandi ís- lenskan rétt. Reglurnar hafi leitt til mikilla málaferla á hendur félögun- um, sem hafi nær öllum lokið á þann hátt sem sjá mátti fyrir með því að dómstólar dæmdu bætur samkvæmt gildandi rétti en ekki samkvæmt verklagsreglunum. „Þessi málaferli, matskostnaður, málskostnaður lögmanna beggja að- ila, dráttarvextir á skaðabæturnar og fleira kostuðu félögin óhemju fjármuni, einkum stóru félögin tvö, Vátryggingafélag íslands hf. og Sjó- vá-AImennar tryggingar hf., en hin félögin beittu verklagsreglunum af meiri skynsemi og sættu flest ef ekki öll málin. Verklagsreglurnar voru tilraun Sambands íslenskra vátrygg- ingafélaga til að beita afli í viðskipt- um við dreifðan, ósamstæðan og oft illa staddan hóp einstaklinga sem höfðu orðið fyrir líkamstjóni. Enginn opinber aðili, stéttarfélög, neytenda- samtök eða kjörnir fulltrúar almenn- ings lyfti litlafingri til að veita hinum slösuðu liðsinni og hindra þetta sam- ráð um ólögmætar aðgerðir. Lög- menn og dómstóla þurfti til," segir einnig í grein Vilhjálms. Nefhd til að endurskoða lögin Eins og fyrr segir voru lögin harðlega gagnrýnd og kom sú gagn- rýni úr ýmsum áttum og beindist að ýmsum atriðum laganna. Varð það til þess að allsherjarnefnd Alþingis lagði fram frumvarp á þinginu vet- urinn 1995-96 þar sem auk nokk- urra breytinga, sem ekki voru tald- ar þola bið, var lagt til að dóms- málaráðherra skipaði nefnd til að vinna að heildarendurskoðun skaða- bótalaganna og skyldi hann leggja fyrir Alþingi frumvarp til breytinga á lögunum ekki seinna en í október 1997. Frumvarpið var flutt í framhaldi af álitsgerð sem Gestur Jónsson hrl. og Gunnlaugur Claessen, hæstarétt- ardómari höfðu unnið upphaflega að tilhlutan dómsmálaráðherra en síðan að beiðni allsherjarnefnd- ar, en álitsgerðinni fylgdu fullbúin drög að frum- varpi til breytinga á skaðabótalögum. Þar var gert ráð fyrir miklum breytingum á lögunum —— þótt áfram væri í aðalat- riðum miðað við þá stöðlun bóta- reglna sem lögfest hafði verið 1993. Allsherjarnefnd sendi frumvarps- drögin til umsagnar ýmissa aðila og töldu flestir þeirra rétt að huga að breytingum á lögunum í þá átt að hækka bætur. Hins vegar voru ein- staka þættir frumvarpsdraganna gagnrýndir og lutu þeir í fyrsta lagi að ákvörðun lágmarkslauna til við- miðunar við bótaútreikning og um afmörkun bótaréttar fyrir varanlega örorku við aldur, í öðru lagi að tillög- urnar leiði í ýmsum tilvikum til of- bóta, þar sem áfram verði í gildi reglur um að bætur frá þriðja aðila dragist ekki frá bótakröfu og í þriðja lagi að aukinn bótaréttur geti leitt til ; -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.