Morgunblaðið - 02.03.1999, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 02.03.1999, Blaðsíða 54
54 ÞRIÐJUDAGUR 2. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Grettir Ég, lærði heilmikið á lista- Ég held að ég hafi lært dá- safninu. Það gerði ég líka. lítið mjög mikilvægt.. Ég verð aldrei Jóhannes Kjarval... BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Lög eða ólög, hver er réttur þinn til að lifa Frá Svavari Rúnari Guðnasyni: ÁGÆTI lesandi, þetta er 1 fyrsta sinn á ævi minni sem ég birti eitthvað á prenti, vonandi kemst það til skila sem ég ætla að segja með þessum skrifum. Hvert mannsbam sem fæð- ist í þennan heim veit í fyrstu harla lítið um lífið og tilveruna, en eftir því sem árunum fjölgar á þekking okkar að aukast í réttu hlutfalli við þá reynslu sem við verðum fyrir, nú er misjafnt hvemig mannanna böm nýta þessa reynslu og kemur margt þar til greina, uppeldi, félagsskapur, greind o.s.frv. en eitt er víst að allir hljóta í vöggugjöf einhvers konar réttlætiskennd, sumir meiri, aðrir minni sem brýst misjafnlega út allt eftir hvemig umhverfi við lifum í á hverjum tíma. Sennilega fóra menn að borða kjöt fyrst vegna þess að villi- dýr drápu menn. Þá vora búin til vopn og snúist til vamar því það er frumeðli hverrar skepnu að lifa af. Allar götur síðan hefur mannskepnan veitt umfram eigin þarfir og rifist um fenginn, en eitt hefur maðurinn ávallt viðurkennt, að allir þurfa að borða. Nú á tímum era fáir harðstjórar eftir sem betur fer og allt er gert hjá sam- félagi þjóða til að útrýma þeim, samn- ingaleiðir, stríð og allt þar á milli en það er deginum ljósara að ekki er far- ið út í styrjöld nema ástæðan sé aug- ljós og harðræðið mikið. ísland er eitt elsta lýðræðisríki á þessari jörð og byggt stoltum þegnum sem ekki hafa þolað ok og kúgun í gegnum aldimar, og ávallt þegar landinn hefur þurft að verja sig höfum við verið það viti bor- in að nota réttlætiskenndina sem vopn og berjast með orðum. Þannig höfum við unnið þau stríð sem við höfum háð. Þær aðstæður geta hins vegar skapast að nauðsynlegt er að fremja aðgerðir áður en orðastríð getur hafist eins og í þessu máli sem snýst um réttlæti og ekkert annað. Vatneyri Ba 238 var notuð sem tæki til að ná settu marki í þessari réttlæt- isbaráttu. Samkvæmt bestu vitund þeirra sem að aðgerðum þessum standa hefur löggjafinn brotið á þegnum þessa lands með ólögum sem er alls óviðunandi. Vatneyri Ba 238 fór á veiðar í fullum rétti og sótti sinn fisk og landaði honum í jafn miklum rétti þannig að engin lög hafa verið brotin, til þess þarf hvorki leyfi fiski- stofu né ráðuneytis því þau lög sem talin era vera í gildi um stjóm fisk- veiða era ekki lög heldur lögleysa og því ólög ætluð til landeyðingar og skömm sé þeim sem setja slík lög. Samkvæmt stjómarskránni era nytjastofnar við Island sameign ís- lensku þjóðarinnar og má engin eigna sér þá eða ráðstafa þeim á neinn annan hátt, ekki einu sinni þjóðin gæti selt þá hvað þá einhver annar. Svo vel er stjómarskrá okkar samin að nær ómögulegt er að mis- bjóða þegnum þessa lands og þökk sé þeim sem að því stóðu um aldur og ævi. Vatneyrarmálið er kannski stærra mál en virðist í fyrstu. Það varðar ekki bara einhverja sjóara vestur á fjörðum heldur landsmenn alla því ef ríkisvaldið kemst upp með að brjóta þannig á landsmönnum er ekkert lýðræði til lengur heldur óstjórn sem af hlýst glapræði og firra sem leiðir til hnignunar ríkis eins og sagan hefur kennt okkur í gegnum aldirnar að mun gerast ef ekkert er að gert. Sem betur fer hef- ur ekkert lýðræðisríki lent í slíku og væri það skömm að Islendingar riðu á vaðið með að brjóta niður það besta stjómarform sem þekkist um heim allan og við eram svo stolt af. Það ský sem drægi fyrir sólu þá er vermir okkur og gerir land okkar byggilegt færi þaðan seint eða aldrei. Með þökk til þeitra sem hafa stutt mig í þessari baráttu og gera vonandi áfram. SVAVAR RÚNAR GUÐNASON, Bjarkargötu 3, Patreksfirði. Það „trua<4 ekki allir Frá Ama Leóssyni: í MORGUNBLAÐINU þann 23.2. er birt bréf til blaðsins frá Konráð Friðfinnssyni sem ber yfirskriftina ,Allir menn trúa“ og sem ég vildi gera nokkrar athugasemdir við. Bréf Konráðs er að meginefni útlistun á þeirri sannfæringu höfundar að kristin trú sé eina færa leiðin til að „koma fólki inn í hið eilífa ríki Guðs á himinhæðum" sem er gott og blessað og ekki skal ég mótmæla því. Það er hins vegar furðuleg notkun Konráðs á hugtakinu „trú“ í fyrri hluta bréfs- ins og órökstuddar alhæfingar því tengdar sem ég er ekki sáttur við. Við þetta vil ég gera athugasemdir. I Rómverjabréfi Páls postula segir (Róm: 8.24) „Von, er sést, er ekki von, þvi að hver vonar það, sem hann sér?“ og í Bréfi til Hebrea (Heb: 11.1) „Trúin er fullvissa um það, sem menn vona, sannfæring um þá hluti, sem eigi er auðið að sjá“. Þessa skil- greiningu Biblíunnar á hugtakinu „trú“ tel ég vera mjög góða. Segja má að trú sé þannig sannfæring um eitthvað án sannanna eða jafnvel þrátt fyrir sannanir um hið gagn- stæða. Þar sem era sannanir er trú ekki nauðsynleg. Það þarf ekki „trú“ til þess að vita að 2 + 2 = 4 en það þarf „trú“ til þess að halda að ósýni- legir álfar eigi heima í stóram stein- um. Og trú getur verið til staðar þrátt fyrir sannanir um hið gagn- stæða eins og t.d. þegar að vísinda- maður getur sannað að jörðin sé hnöttótt en er samt brenndur á báli af þeim sem „trúa“ því að hún sé flöt. Eg held að flest skynsamt fólk geti fallist á skilgreiningu Biblíunnar á hugtakinu „trú“ og því er mér óskilj- anlegt hvernig Konráð getur í bréfi sínu slegið fram órökstuddum alhæf- ingum á borð við þær að mönnum sé „þörf á að trúa á eitthvað" og að „allir menn eiga sér sinn ákveðna átrúnað". Þessu er slegið fram alveg án rök- stuðnings og að því er virðist þvert á skilgreiningu Biblíunnar. MiHjarður manna um heim allan hefur ekki neina „trú“ í skilningi Biblíunnar þ.e. byggir hugmyndir sínar og sannfær- ingu á skynsemi og borðleggjandi sönnunum og hefur ekki „sannfær- ingu um þá hluti sem eigi er auðið að sjá“. Það er ósmekklegt af Konráð að reyna að troða „trú“ uppá þetta fólk með því að gefa hugtakinu einhverja nýja prívat merkingu. Leyfum trúuð- um að hafa sína sannfæringu og leyf- um trúlausum að hafa sína. ÁRNI LEÓSSON, Neshaga 15, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.