Morgunblaðið - 02.03.1999, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 02.03.1999, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MARZ 1999 53 FRETTIR Vesturleið CANTAT3 rofín - samböndum komið á varaleið SAMBAND um vesturleið CANTAT3-sæstrengsins rofnaði um klukkan fjögur aðfaranótt sunnudags. Sæstrengurinn tengir ísland við Norður-Ameríku og Vestur-Evrópu. Starfsmenn Landssímans hófust þegar handa við að koma sambönd- um til Norður-Ameríku á varaleið um gervihnött, en þar á meðal er meirihluti internetsambanda til út- landa. Símasamband til Norður- Ameríku rofnaði aldrei, þar sem hluti sambanda fer um jarðstöðina Skyggni. Síminn Internet og Skáksam- bandið kynna Mátnetið LANDSSÍMI íslands og Skáksam- band íslands kynntu Mátnetið á sunnudaginn, en það er skákþjónn sem opinn er öllum notendum Nets- ins án endurgjalds. Tilgangur Mátnetsins, sem er samstarfsverkefni Símans Inter- nets og Skáksambandsins, er að efla skákíþróttina og opna skák- íþróttamönnum nýjar dyr að Netinu og þeim möguleikum sem það hefur að bjóða, segir í fréttatilkynningu. Skáksambandið mun nota þjón- inn í starfi sínu en hann auðveldar tengsl skákmanna um allt land og opnar nýja möguleika í skákmóta- haldi af ýmsu tagi. Þegar er í undir- búningi keppni milli grunnskóla úr öllum landshlutum. Auk þess býður Mátnetið upp á ýmsa kosti við skák- kennslu og þjálfun, sem sambandið hyggst nýta í samvinnu við Skák- skóla íslands. Mátnetið var formlega tekið í notkun í beinni útsendingu í Ríkis- sjónvarpinu á sunnudaginn en slóð heimasíðunnar er: http://mat- net.simnet.is. Skíðagöngu- námskeið hjá Ferðafélagi Islands FERÐAFÉLAG íslands efnir til skíðagöngunámskeiðs sem hefst í kvöld, þriðjudagskvöldið 2. mars, með kynningarfyrirlestri og mynda- sýningu í félagsheimilinu í Mörkinni 6 (risi). Námskeiðið er tileinkað skíða- ferðum í fjalllendi og er sérstaklega farið í Þelamerkursveifluna, en hún er talin vera nokkurs konar aftur- hvarf til „náttúrulegrar skíða- mennsku", en með því er átt við skíðaferðir utan hefðbundinna skíðasvæða líkt og ferðafélagið hef- ur staðið fyrir í gegnum árin, segir í fréttatilkynningu. Með námskeiðinu sem er að öllu leyti í samstarfi við og í umsjá fé- laga í íslenska alpaklúbbnum er ætlunin að stækka þann áhugasama hóp sem tekur reglulega þátt í skíðagönguferðum ferðafélagsins. Á fyrirlestrinum mun Tómas Júl- íusson kynna í máli og myndum skíðaferðir í fjallendi og spannar er- indi hans allt frá hefðbundnum gönguskíðaferðum til „skíðaklifurs" og Þelamerkursveiflu í bröttustu hliðum. M.a. verða sýndar myndir frá Grænlandi og Kákasus. I fram- haldi af fyrirlestrinum verða þrjú kvöld með Þelamerkuræfingum á skíðasvæði í nágrenni borgarinnar, en námskeiðinu lýkur með dags- ferð. Skráning á námskeiðið yerður á fyrirlestrinum. Ferðafélag íslands hyggst á nsætu misserum efla þann þátt starfseminnar sem lýtur að fræðslu í ferðamennsku og er þetta námskeið liður í því. Fyrir þá sem kjósa auðveldari og styttri skíðagöngur, en stefnt er að með ofangreindu námskeiði, er fyr- -^l -- & HE^ ¦¦¦¦ ,BB Bfe- "^Jm Isf 11 ."¦"ftg^fl fK3 wM£m H^^__«y: 3 -'íijs B '"'W**A K 'fS Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir SIGURVEGARAR í módel- og hárgreiðslukeppninni. Metnaðarfullir unglingar Hveragerði - Mikil keppni var haldin nýverið í Grunnskólanum í Hveragerði en þar sýndi fjöldi unglinga föt og hárgreiðslur sem unnar voru af nemendum skólans. Ennfremur voru bestu fyrirsæt- urnar valdar úr hópnum af utan- aðkomandi dómnefnd. Metnaður sigurvegaranna stendur síðan til frekari þátttöku í modelkeppnum á næstunni. Sig- urvegari í fyrirsætukeppninm var Ingibjörg E. Sveinsdóttir úr 10. bekk. Um 10 unglingar tóku síðan þátt í hárgreiðslukeppninni og sigraði Halldóra Björnsdóttir en módel hennar var Heiða Rún Sveinsdóttir. Mikil vinna var lögð í þessa keppni af hendi allra þeirra sem þátt tóku í henni og umgjörð sýningarinnar öll hin glæsileg- asta. Sýning sem þessi sannar það að unglingarnir okkar eru bæði metnaðarfullir og hæfileik- arfltir. irhugað að bjóða upp á leiðsögn og ferðir á næstunni eftir því sem snjóalög leyfa. Námskeið sem þetta er öllum opið, en afsláttur er veittur félagsmönnum í Ferðafélagi ís- lands. Norðurland vestra Framsóknar- menn gengu frá lista A KJORDÆMISÞINGI framsókn- armanna í Norðurlandskjördæmi vestra, sem haldið var í Varmahlíð sl. laugardag, var framboðslisti flokksins við komandi kosningar samþykktur. „A þinginu voru Stefáni Guð- mundssyni alþingismanni þökkuð mikil og farsæl störf í þágu flokks og kjördæmis en hann hefur nú ákveðið að snúa sér að sveitar- stjórnarmálum á ný eftir 20 ára þingsetu," segir í fréttatilkynningu. Framboðslisti Framsóknarflokks- ins í Norðurlandskjördæmi vestra við kosningar vorið 1999. 1. Páll Pétursson, félagsmálaráð- herra, Höllustöðum, A-Hún. 2. Árni Gunnarsson, formaður SUF, Raftahlíð 62, Sauðárkróki. 3. Herdís Á. Sæmundsdóttir, form. byggðaráðs Skagafjarðar, Eyrartúni 8, Sauðárkróki. 4. Birkir Jón Jónsson, nemi, Hvanneyrarbraut 32b, Siglufirði. 5. Elín R. Líndal, oddviti Húna- þings vestra, Lækjamóti, V-Hún. 6. Sverrir Sveinsson, veitustjóri, Hlíðarvegi 17, Siglufirði. 7. Valgarður Hilmarsson, bóndi og oddviti, Fremstagili, A-Hún. 8. Árborg Ragnarsdóttir, sjúkra- liði, Hvammstangabraut 3, Hvamm- stanga. 9. Elínborg Hilmarsdóttir, bóndi og sveitarstjórnarfulltrúi, Hrauni, Sléttuhh'ð. 10. Guðjón Ingimundarson kennari, Bárustíg 6, Sauðárkróki. Málstofa um opinbera stjórn- sýslu á Bifröst HILDEGARD Zeilinger heldur fyrirlestur um breytingar á þýskri stjórnsýslu, ástæður fyrir þeim og árangur af þeim, á málstofu Sam- vinnuháskólans á Bifröst nk. mið- vikudag, 3. mars. Hildegard Zeilinger er prófessor við Beyerische Beamtenfachhoch- schule í Hof í Þýskalandi. Hún dvel- ur um þessar mundir á Bifröst sem skiptikennari í tengslum við ERASMUS menntasamstarf Evr- ópu-sambandsins. Málstofan hefst kl. 15.30 í hátíð- arsal Samvinnuháskólans og eru all- ir velkomnir. Námskeið í almennri skyndihjálp REYKJAVÍKURDEILD RKÍ gengst fyrir námskeiði í almennri skyndihjálp sem hefst fimmtudag- inn 4. mars kl. 19. Kennsludagar verða 4., 8. og 9. mars. Kennt verð- ur frá kl. 19-23. Námskeiðið telst vera 16 kennslustundir og verður haldið í Armúla 34, 3. hæð. Þátttaka er heimil öllum 15 ára og eldri. Fé- lagar í RKÍ fá 25% afslátt. „Meðal þess sem verður kennt á námskeiðinu verður blástursmeð- ferðin, endurlífgun með hjarta- hnoði, hjálp við bruna, beinbrotum, blæðingum úr sárum. Einnig verður fjallað um helstu heimaslys, þ.m.t. slys á börnum og forvamir almennt. Að námskeiðinu loknu fá nemendur skírteini sem hægt er að fá metið í ýmsum skólum," segir í fréttatil- kynningu. Úr dagbók lögreglunnar Of mörg óhöpp í umferðinni Helgina 26. febrúar til 1. mars 1999 UM HELGINA voru tíu öku- menn stöðvaðir fyrir of hraðan akstur og níu fyrir ölvun við akstur. Þá voru skráð 62 umferð- aróhöpp með eignatjóni frá föstu- dagsmorgni til mánudagsmorg- uns, sem er auðvitað allt of mikið og sýnir að margir hafa ekið óvarlega. Harður árekstur varð á Hr- ingbraut/Njarðargötu á föstu- dagskvöld. Ökumaður annarrar bifreiðarinnar var fluttur á slysadeild vegna meiðsla á hné og hálsi. Rétt fyrir hádegi á laugardag valt bifreið á Suður- landsvegi við Heiðmerkuraf- leggjara. Engin meiðsli urðu á mönnum. Ökumaður missti stjórn á bif- reið sinni á Suðurlandsvegi við Hólmsá um hádegi á laugardag og fór bifreiðin út af og valt. Öku- maður var fluttur á slysadeild með sjúkrabifreið. Um svipað leyti fóru tvær bif- reiðir út af Vesturlandsvegi í Mosfellsbæ vegna hálku. Óku- maður og farþegi úr annarri bif- reiðinni voru fluttir á heilsu- gæslustöð til rannsóknar. Þá var bifreið ekið út af Stekkjarbakka en engin meiðsli urðu. Skömmu eftir hádegi var bifreið ekið á ljósastaur á Vesturlandsvegi ná- Iægt Korpú. Ökumaður fékk glerbrot í auga og kvartaði und- an eymslum í hálsi og var fluttur á slysadeild. Um svipað leyti var enn tilkynnt um útafakstur og veltu á Vesturlandsvegi. Er lög- reglan kom á staðinn hafði bif- reiðinni verið komið á hjólin og var hún farin af staðnum. Síðdegis á laugardag var kvartað yfir ökumanni sem ók börnum upp skíðabrekkuna við Jakasel. Þetta athæfi skapaði hættu og gæti einnig hafa valdið tjóni á gróðri. Arekstur varð á Suðurlands- vegi/Vesturlandsvegi á laugar- dagskvöld. Farþegi úr annarri bifreiðinni var fluttur á slysa- deild vegna eymsla í brjósti. Vísað burt úr heitum potti Fátt fólk var í miðborginni að- faranótt laugardags en nokkur ölvun. Afskipti voru höfð af fjór- um mönnum vegna ótímabærra þvagláta og af tveimur sem tóku niður fána á Lækjartorgi. Þrír voru handteknir fyrir óspektir og sjúkralið fiutti tvo á slysadeild sökum fótafúa á veitingahúsum. Fjórum mönnum var vísað burt úr heitum potti Vesturbæjarlaug- ar klukkan að ganga fimm um morguninn. Um morguninn var tilkynnt um innbrot í íbúð í Austurborg- inni. Þar var stolið hljómtækjum, tölvu og fleiru. Þá var tilkynnt um innbrot í geymsluhúsnæði á Skólavörðuholti. Þar var stolið allmiklu af ýmsum varningi. Á laugardagskvöld var óskað aðstoðar lögreglu í stigahúsi við Frakkastíg. Þar hafði kona kom- ið ýmsu dóti fyrir á stigagangi til að hindra annan íbúa í að komast í íbúð sína. Lögreglan færði dótið og benti fólkinu á að leysa ágreining sinn á annan hátt. Vildu taka niður auglýsingafána Fremur fátt fólk var í mið- borginni aðfaranótt sunnudags, ölvun ekki mikil og lítið um ung- menni undir 16 ára aldri. Sex manns voru handteknir vegna ölvunar og óspekta og einn mað- ur fluttur á slysadeild. Enn þurfti að hafa afskipti af mönnum sem vildu taka niður auglýsingafána úr fánaborg á Lækjartorgi. Kl. rúmlega tólf um hádegið var til- kynnt að kona hefði fallið úr stólalyftu á toppi Skálafells. Hún var flutt með þyrlu á slysadeild. Um kvöldið var tekin niður auglýsing í Hafnarstræti þar sem auglýst var eftir konum sem vildu veita þjónustu og karl- mönnum sem vildu njóta þeirrar þjónustu. Þá var tilkynnt innbrot í íbúð í Hólahverfi, en þaðan var stolið einhverju af skartgripum. Yfírlýsing frá Onnu Kristine Magnúsdóttur Sannleikurinn um starfs- lok hjá Ríkisútvarpinu MORGUNBLAÐINU hefur bprist eftirfarandi yfirlýsing frá Önnu Kristine Magnúsdóttur: „Sú ákvörðun mín að skipta um starfsvettvang og fara frá Rás 2 eft- ir tæplega 8 ára starf hefur snúist upp í furðuleg blaðaskrif af hálfu Markúsar Arnar Antonssonar, út- varpsstjóra og Reynis Traustason- ar, fréttastjóra DV. Báðir breyta sannleikanum í þá átt að uppsögn mín stafi af óánægju með launakjör. Útvarpsstjóri ríður á vaðið í Degi 11. febrúar s.l., þar sem hann notar brot af uppsagnarbréfi mínu sem sönnun þess að málið snúist um laun. Markús Örn veit fullvel að ég tók ekki ákvörðun um að fara frá RÚV launanna vegna, heldur vegna furðulegra og endurtekinna nei- kvæðra skilaboða frá Útvarpsráði sem mér voru send símleiðis gegn- um yfirmann minn. Vinnubrögð Ut- varpsráðs voru ekki fagleg og undir ítrekuðum sendingum af þessu tagi treysti ég mér ekki til að sitja leng- ur. Eftir uppsögn mína fullyrða hins vegar aðilar innan Útvarpsráðs að þau boð sem ég fékk væru ekki frá þeim komin. Það er ekki mitt að leita sannleikans í þeim efnum, en verðugt yerkefni þeirra sem starfa innan RÚV. Markús Örn notar í grein sinni orðin „Því er haldið fram að Anna Kristine hafi sætt ofsóknum út- varpsráðsmanna". Það eru hans orð, ekki mín. Hversu smekklegt það er að birta hluta úr uppsagnar- bréfi, er nokkuð sem hver verður að ráða við sig. Yfirmaður opin- berrar stofnunar ætti að vita að hann er á hálum ís þegar hann ger- ir slíkt. Það er mjög miður þegar útvarpsstjóri notar hluta uppsagn- arbréfs til að snúa málum á veg, sem hann veit að er ósannur. Þetta bréf var þar að auki aldrei sent Markúsi Erni, heldur forstöðu- manni samfélags- og dægurmála, framkvæmdastjóra RÚV og starfs- mannastjóra. Þá að launamálum. Vissulega hafði ég óskað eftir launahækkun, enda verið á sömu launum frá því 2. nóvember 1997. Hver sá er sem upplýsti DV um að ég krefðist 70 þúsund króna fyrir þátt og að auki að fá að ráða hverjir kostuðu þátt- inn (sem aldrei hefur verið kostað- ur) veit fullvel að hann/hún bar gróf ósannindi á borð og talan út úr öllu korti. Sú launahækkun sem ég fór fram á snerist um þann einfalda hlut að fá sömu laun og mér er kunnugt um að karlkyns stjórn- endur sambærilegra eða viðaminni þátta hjá Rás 2 hafa fengið. Að baki hverjum „Milli mjalta og messu" þætti lágu a.m.k. 25 klukkustundir, þannig að hámarks tímakaup var 1.360 krónur og á þá eftir að greiða öll gjöld, lífeyris- sjóð, sjúkrasjóð, orlof o.s.frv. sem verktakar sjá sjálfir um, eins og í mínu tilviki, en áætla má að þau nemi 40-50% af launum, þannig að tímakaup mitt fyrir hvern þátt var 680 krónur. Það frumhlaup Útvarpsstjóra að sverta starfsheiður minn með svona rangtúlkun lýsir honum betur en nokkur orð. Sú ákvörðun innan- hússmanns á RÚV að afhenda fréttamanni á DV helber ósannindi á silfurfati til að ítreka staðleysuna lýsir þeirri manneskju. Tilgangurinn með þessum blaða- skrifum er hins vegar augljós: Við- komandi yfirmenn hjá RUV geta ekki viðurkennt eigin mistök og til að firra sig ábyrgð velja þeir veg ósanninda."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.