Morgunblaðið - 02.03.1999, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 02.03.1999, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MARZ 1999 47 MINNINGAR I I 4 meinsfélag, en starfsemi þess legið niðri um nokkurra ára skeið. Ég færði þá í tal við félaga mína í Rótarýklúbbi Hafnarfjarðar að við stæðum myndarlega að því að efla Krabbameinsfélagið í bænum til dáða. Það þurfti ekki langa um- ræðu um hver félaga okkar væri tíl þesshæfastur að takast á við þetta verkefni og Gísli Jónsson þurfti engar fortölur. Hann var þeirrar manngerðar að sérhvert verk sem hann sá að var í þágu líknar og réttlætis naut stuðnings hans með beinum eða óbeinum hætti. Það er skemmst frá að segja að undir forystu Gísla og með öflugum stuðningi fjölmargra sem hann lað- aði að til verksins var Krabba- meinsfélag Hafnarfjarðar á vordög- um 1989 hafið til vegs og virðingar í bæjarfélaginu. Sem nýkjörinn for- maður félagsins kom Gísli að undir- búningi Þjóðarátaks gegn krabba- meini 1990 sem hlaut yfirskriftina: „Til sigurs". Nú, þegar Gísli er lát- inn af völdum þessa sjúkdóms, er mér ferskt í minni hve ákveðinn stuðningsmaður hann var bæði við þjóðarátakið, kynningu þess fyrir þjóðinni og eldhugi var hann í söfn- uninni sjálfri sem skilaði svo eftir- minnilegum árangri. I samtölum mínum við Gísla eftir að hann greindist með krabbamein fyrir aðeins um fjórum mánuðum kom oft fram að hann leit á það sem mikla persónulega reynslu að veikj- ast af þessum sjúkdómi. Auðvitað var það áfall en hann sýndi strax með orðum og athöfnum, að hann ætlaði að berjast til sigurs, og allt þar til hann skyndilega missti með- vitund kom ekkert annað til greina hjá honum. Það er og verður hans persónulegi sigur. Það var gott að eiga Gísla Jóns- son að vini og samverkamanni. Eg þakka honum fyrir að gefa mér mikla hlutdeild í sér. Viðhorf hans og aðgerðir í þágu mannúðar og réttlætis mun ég varðveita á besta stað í huga mínum og reyna af fremsta megni að nýta mér til leið- sagnar á lífsleiðinni. Ég votta Margréti og börnum hennar og þeirra fjölskyldum inni- lega samúð á sorgarstundu en minningin um góðan mann, föður, afa og vin mun án efa verða þeim til mikillar huggunar og styrks. Guð blessi minningu Gísla Jóns- sonar. Almar Grímsson. Kveðja frá rafmagns- og tölvu- verkfræðiskor verkfræðideildar Háskóla Islands Gísli Jónsson starfaði sem pró- fessor við rafmagnsverkfræðiskor HÍ um rúmlega tuttugu ára skeið. Gísli var alltaf vinsæll kennari og nemendur sóttu af áhuga fyrir- lestra hans í raforkukerfum, raf- magnsvélum og ljóstækni. Hann var einstaklega nákvæmur maður er vildi gera veg raforkufræða sem mestan innan rafmagnsverkfræð- innar. Tókst honum það með ágæt- um. Gísli vakti m.a. athygli með rannsóknum sínum á rafmagnsbíl- um og var stúdentum mikill fengur í að hafa slíkan bíl til prófunar á síðasta áratug. Gísli var einnig virkur í fararstjórn nemenda á námsferðum til fyrirtækja og há- skóla erlendis, en slíkar ferðir hafa verið mikilvægur þáttur í námi ís- lenskra verkfræðistúdenta. Gísli lét af störfum í ársbyrjun 1996 í þeim tilgangi að hleypa yngra fólki að eins og hann orðaði það. Gísli hafði einnig nóg af hugðarefn- um til að sinna eftir starfslok, en ljóstækni og ljósmyndun voru þar á meðal. Eftir starfslok hélt hann áfram að sinna ljóstæknistofu Verk- fræðistofnunar, en hann hafði byggt hana myndarlega upp á síðasta ára- tug. Sárt er til þess að hugsa að Gísli fékk ekki mikinn tíma til að sinna þessum áhugamálum sínum. Það er sjónarsviptir að Gísla Jónssyni í húsakynnum verkfræði- deildar HÍ. Við samstarfsfélagar hans vottum fjölskyldu Gísla okkar dýpstu samúð. Jón Atli Benediktsson. Gísli Jónsson prófessor og sam- starfsmaður minn á sviði kennslu í raforkuverkfræði við Háskóla ís- lands er allur. Við þessa sorgarfrétt rifjast upp fyrir mér fyrstu kynni mín af Gísla, en það munu vera yfir 20 ár síðan. Ég hafði þá nýlega haf- ið störf í verkfræðideild Landsvirkj- unar við kerfisathuganir af ýmsu tagi eftir framhaldsnám við banda- rískan háskóla. Gísli hafði þá skrif- að grein í Morgunblaðið, þar sem þeirri áleitnu spurningu var beint til Landsvirkjunar hvort „raforkuverð tíl stóriðju væri niðurgreitt með hærra raforkuverði tíl almennings- rafveitna í landinu". Þessi grein kallaði greinilega á andsvar Lands- virkjunar, og var ég settur í að skoða þetta mál og taka saman greinargerð sem unnt væri að nota til að svara Gísla. Greinargerðin varð til og Gísla var svarað opinber- lega að mig minnir. Hins vegar vakti þessi „ögrun" Gísla sérstakan faglegan áhuga minn á verkefninu er leiddi síðar tíl þess að tö urðu all- nokkrar fræðilegar greinar sem birst hafa í alþjóðlegum fagritum í raforkuverkfræði og fjalla t.d. um virkjanaraðir, jaðarkostnað og verðlagningu raforku. Með öðrum orðum - „ögrunin" reyndist jákvæð og skapandi, þegar upp var staðið. Þannig var Gísli. Hann var óhrædd- ur að bera fram óhefðbundnar spurningar og gagnrýni á ríkjandi ástand. Spurningar sem voru þess eðlis að sporgöngumenn og kerfis- þjónar ýmsir gátu kippst óþyrmi- lega við en þegar lengra var litið voru heilbrigðar og hollar varðandi ríkjandi fyrirkomulag. Ber þá kannski hæst frumkvæði Gísla að kynna notkun rafbfla við íslenskar aðstæður. Að sjálfsögðu hlógu kerf- isþjónarnir í skúmaskotum „að þessu uppátæki" eins og gerist þeg- ar menn taka frumkvæði. En þegar upp var staðið var um stórmerkt frumkvæði hans að ræða varðandi kynningu og mat á möguleikum þessarar hugmyndar og þessarar tækni við íslenskar aðstæður. Þegar ég kom til starfa sem dósent og síð- ar prófessor á sviði raforkuverk- fræði við verkfræðideild Háskóla íslands tókst með okkur Gísla ágætt samstarf og í samráði okkar tók ég við kennslu á sviði greiningar og töivustýringar raforkukerfanna og á raforkuhagfræði, en hann ein- beitti sér að sviði orkuumbreyting- ar og rafmagnshreyfla og véla svo og lýsingartækni. Fyrir þetta sam- starf ber að þakka og vil ég þakka. Gísli Jónsson starfaði sem prófessor í rafmagnsverkfræði í yfir 20 ár. Á þeim tíma hafa útskrifast frá Há- skóla íslands á þriðja hundrað raf- magnsverkfræðingar. Margir þeirra starfa nú við mótun þjóðfé- lagsins með þeim gífurlegu tækni- byltingum á ýmsum sviðum grein- arinnar sem gengið hafa yfir okkur. Má þar nefna tölvur, fjarskipti og síðustu byltinguna sem hér á landi hillir undir - markaðsvæðingu raf- orkukerfanna. Gísli var vandvirkur og skipulagður við kennsluna og sinnti henni af mikilli alúð og nem- endum sínum af ljúfmennsku. Enda varð hann vinsæll meðal verkfræði- nema sem leituðu mikið til hans með verkefni sín. Gísli hafði og frumkvæði við að koma upp rann- sóknaraðstöðu á sviði lýsingartækni við Háskóla íslands auk þess sem hann vann að framgangi þeirrar tækni á vegum Ljóstæknifélags fs- lands. Hann átti einnig þátt í að móta námskrá og tilraunaaðstöðu verkfræðideildar þegar kennsla til lokaprófs í rafmagnsverkfræði hófst við Háskóla íslands á áttunda ára- tugnum. A síðustu árum tók Gísli einnig virkan þátt í kjarabaráttu háskóiakennara af miklum dugnaði. Ég vil flytja eiginkonu, börnum og öðrum ættingjum mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Egill B. Hreinsson. Góður vinur er horfinn á braut, óhætt er að segja að vegir lífsins séu órannsakanlegir, að erfiður sjúkdómur geti á svo stuttum tíma unnið á jafn hraustum reglumanni og Gísla Jónssyni, er alveg ótrú- legt, en fyrir staðreyndunum verð- ur maður að beygja sig. Minningarnar hrannast upp og mér verður hugsað til fyrstu kynna okkar Gísla, á þeim árum er við vorum báðir í námi, samt alveg óskyldu, en sú vinátta sem myndað- ist þá entist ævilangt. Strax kom í ljós hve traustur hann var og ákveðinn í að halda öll loforð, og standa við það sem hann hafði sagt og hvika aldrei frá sinni sannfær- ingu þó, að mínum dóirti, það hafi oft bakað honum óvinsældir þeirra sem hugsuðu ekki málin á réttan hátt. Eg minnist þess að eitt sinn er ég bað hann að tala mínu máli, sem ég auðvitað sá eftir á að var á svo- lítið gráu svæði, sagði hann: „Haddi minn, þetta get ég ekki gert, því þá væri ég að brjóta reglur sem mér hafa verið settar." Svarið kom mér ekki á óvart, eins og það var sett fram af honum í einlægni, og eftir á sá ég hvað það var rétt, og í hans anda, og mat ég það mikils. Þetta kenndi mér að maður á aldrei að jánka einhverju sem ekki er hægt að gera eða standa við. Samgangur fjölskyldna okkar í gegnum árin hefur verið talsvert mikill og er við vorum báðir að byggja upp okkar heimili hjálpuð- um við hvorum öðrum mikið, sem þá var kallað vinnuskipti, og alltaf var jafn gott að biðja Gísla, það stóð ekki á framkvæmdum af hans hálfu. Á seinni árum höfum við hjónin alltaf fundið það betur hvað þessi vinskapur þeirra Möggu og Gísla er okkur mikils virði og marg- ar yndislegar stundir erum við búin að eiga saman í gegnum árin. Þar sem við erum erlendis þegar útförin fer fram, sendum við þér, Maggá mín, og fjölskyldum þínum innilegar kveðjur og biðjum góðan Guð að styrkja ykkur í sorginni. Valborg og Haraldur. Elsku besti afi. Okkur þótti svo vænt um þig og það verður skrítið að koma á Brekkuhvamminn án þess að knúsa þig. Það varst þú sem sást alltaf um að nóg nammi væri til í „húsinu" handa okkur og það varst þú sem varst alltaf að taka af okkur mynd- ir. Okkur fannst svo gaman að hafa þig og ömmu hjá okkur á aðfanga- dagskvöld. Afi okkar, við söknum þín svo mikið. Guð, viltu passa afa. Hafdís og Helena. Kynni mín af Gísla Jónssyni hófust fyrir einum tiu árum þegar hann beitti sér fyrir því að endur- vekja Krabbameinsfélag Hafnar- fjarðar en starfsemi þess hafði þá legið niðri um nokkurt árabil. Hann varð formaður félagsins og mjög virkur fulltrúi þess á aðalfundum og formannafundum Krabbameins- félags íslands. Gísli var fullur af áhuga og eld- móði þar sem málefni krabba- meinsfélaganna voru annars vegar, tillögugóður og fylginn sér og ætíð reiðubúinn til að taka að sér verk- efni og stuðla að framgangi mála, sem honum fannst verðug. Hann var góður félagi, sem virkaði hvetj- andi á okkur hin hvort heldur var í baráttunni fyrir að ná markmiðum félaganna eða á sviði fjáröflunar, en þar sýndi hann myndarlegt for- dæmi á sínu félagssvæði. Gísli var mjög hugvitssamur og vann að og hrinti í framkvæmd mörgum nýstárlegum hugmyndum. Hann vann meðal annars að mæl- ingum á ljósmagni litrófs sólarljóss- ins á íslandi og samsvörun þess við nýgengi krabbameins í húð. Um leið og ég þakka Gísla Jóns- syni ánægjulegt og farsælt sam- starf vil ég fyrir hönd Krabba- meinsfélags íslands votta fjöl- skyldu hans dýpstu samúð. Blessuð sé minning hans. Sigurður Björnsson, læknir, formaður Krabbameinsfélags íslands. t Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, MARGEIR SIGURÐSSON skipstjóri, Austurströnd 10, Seltjarnarnesi, sem lést miðvikudaginn 24. febrúar, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 4. marskl. 13.30, Sigurður Ingi Margeirsson, Dóra Hafsteinsdóttir, Magnús Margeirsson, Jenný Ólafsdóttir, Brynja Margeirsdóttir, Guðjón Davíð Jónsson, Ása Kristín Margeirsdóttir, Örn Stefán Jónsson og barnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, JÓN Þ. HARALDSSON, Torfufelli 33, Reykjavík, lést á öldrunardeild Landspítalans miðviku- daginn 24. febrúar sl. Útförin fer fram frá Langholtskirkju fimmtu- daginn 4. mars kl. 13.30. Fjóla Helgadóttir, Helgi Jónsson, Ásdís Valdimarsdóttir, Kristinn Helgason, Hafsteinn Helgason. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BÖÐVAR PÉTURSSON verslunarmaður, Skeiðarvogi 99, sem lést á Grensásdeild Sjúkrahúss Reykja- víkur sunnudaginn 21. febrúar, verður jarð- sungínn frá Fossvogskirkju í dag, þriðjudaginn 2. mars, kl. 13.30. Halldóra Jónsdóttir, börn, tengdabörn, barnaböm og barnabarnabörn. t Þókkum innilega öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, bróður okkar og mágs, stjúpföður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÓLAFS TRYGGVA FINNBOGASONAR skipstjóra frá Vestmannaeyjum, Kleppsvegi 62. Sérstakar þakkir færum við þeim, sem önnuðust hann af hlýhug og nærgætni á deild B-7 Sjúkrahúsi Reykjavíkur og deild 11 -G og gjörgæslu Landspítalans. Guð blessi ykkur öll, Unnur Jónsdóttir, Fjóla Finnbogadóttir, Ásta Finnbogadóttir, Gréta Finnbogadóttir, Gylfi Harðarson, Birgir Örn Harðarson, Anna Harðardóttir, Guðrún Harðardóttir, Matthías Harðarson, barnabörn og Halldór Magnússon, Björgvin Þórðarson, Trausti Eyjólfsson, Kristinn Már Harðarson, Ingibjörg Bjömsdóttir, Kjartan Nielsen, MatthCas Þórðarson, Hrönn Theodórsdóttir, barnabarnabörn. • Fleirí minningargreinar um Gísla Jónsson bíða birtingar og munu birtast íblaðinu næstu daga. t Þökkum innilega öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, fósturföður, afa og langafa, SIGURÐAR Ó. BÁRÐARSONAR, Ofanleiti 9. Ingunn Jónasdóttir, Erna Sigurðardóttir, Steinþór Þorleifsson, Sigurður Sigurðsson, Magnús Jónsson, Jónas H. Jónsson, Þráinn Arthúrsson, Guðný Hulda Lúðviksdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Anna María Guðmundsdóttir, Guðrún Sigurbjörnsdóttir, Hrefna Friðgeirsdóttir, .*-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.