Morgunblaðið - 02.03.1999, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 02.03.1999, Blaðsíða 62
62 ÞRIÐJUDAGUR 2. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ iT 10 tfnr FOLK I FRETTUM í<-íiííi./3* ¦..--¦¦¦ÉB Góugleðin í fullum gangi. Tilboð á mat og drykk alla vikuna. Lifandi tónlist öll kvöid, alla vikuna. í kvöld: Tríó Björns Thoroddsen ásamt Gunnari Þórðarsyni. BIKINI St. 34-44 Verð 1992,- TISKA GÆÐI SMEKKBUXUR St. 98-164 Verðfrá 2667,- HLYRABOLIR St. 98-164 Verðfrá 447, BETRA VERtl RCWELLS HERRA BOLIR St. 48-56 Verð 1922,- JOGGINGGALLI GALLABUXUR St. 62-116 St. 98-164 Verðfrá 1460,- Verð frá 2667,- Bandaríska hljómsveitin Creed Mikilvægt að vera sjálfum sér trúr sett- HLJOMSVEITIN Creed var stofn- uð árið 1995 í Tallahassee á Flórída og nýtur mikilla vinsælda hérlendis sem annars staðar. Creed er fyrsta hljómsveitin sem hefur átt þrjú lög í einu í efstu 20 sætum Billboard rokklistans en breiðskífa þeirra, My Own Prison kom út í Bandaríkjunum árið 1997 og í Evrópu 1. febrúar þessa árs. Creed er rokk- og blúshljómsveit og segjast meðlimir hennar vera und- ir áhrifum ýmiss konar tónlistar, allt frá Metallica til Jim Morrison. Mörg- um þykja textar þeirra trúarlegs eðlis en söngvarinn Scott Stapp, er semur þá flesta, segir Creed ekki vera kristilega hljómsveit. Hins vegar hafi textarnir verið samdir til að svara spurningum sem leituðu á hann hverju sinni og séu sumir þeirra því nokkurs konar sjálf- skoðun. Creed er auk söngvarans Scotts Stapp skipuð þeim Mark Tremonti gítarleikara, Brian Marshall sem spUar á bassa og trommuleikaranum Scott Phillips sem fræðir blaðamann enn frekar um sveitina. Undir sama hatti og Pearl Jam - Við fyrstu hlustun minn- ir tónlist ykkar á Pearl Jam. J „Það má finna sameigin- leg einkenni því báðar hljómsveitirnar eru rokk/blús sveitir. Við erum eflaust undir áhrifum frá sömu tónlistinni en vissulega umst við ekki niður og ákváðum að reyna að hljóma eins og Pearl Jam. Akveðin tónlistarstefna hefur verið að þróast frá byrjun 7. ára- tugarins sem við kannski til- heyrum. Pearl Jam hélt merkjum hennar á lofti og svo komum við og gengum einu skrefi lengra. Þannig kemur þessi tónlist til með að þróast enn um sinn." - Er einhver ykkar menntaður í tónlist? „Nei, við erum allir sjálf- menntaðir og höfum spilað lengi á hljóðfæri. Ég byrjaði að spila á trommur fyrir sjö árum en hafði spilað á mörg önnur hljóðfæri fyrir þann tíma." - Hafíð þið einhverjar venjur þegar þið hitið upp fyrir tónleika? „Ég held að allir hafi sína siði sem jafnvel hafa ekkert með hljóðfærin að gera. Ég t.d. teygi alltaf vel á fyrir tónleika, tromma með kjuðunum á stól svo eitthvað sé nefnt. Enginn okkar æfir sig þó rétt fyrir sýningu, við reynum að slaka á, svo förum við inn á svið og spilum." - Ég heyrði í útvarpinu að einn úr hfíómsveitinni hefði verið í New Kids On the Block, er eitthvað hæft íþví? „Nei! Alls ekkiL.var það virkilega sagt?! Ég hef ekki heyrt svona góðan brandara lengi! Eg get ekki beðið eft- ir að segja strákunum frá þessu!" Tónleikar í Evrópu -Ertu taugaóstyrkur fyrir tón- leika? „Nei, ekki lengur. Áður fyrr þegar við lékum fyrir fáa áheyrendur vorum við taugaóstyrkir. En núna höfum við komið fram reglulega í 16 til 18 mán- uði og erum orðnir vanir þessu." -Þið farið í tónleikaferðalag um Evrópu ímars, ertu spenntur? „Já, ég hlakka mjög mikið til. Það verður gaman að koma fram á stöð- um sem við höfum ekki komið til áð- ur." - Þið hafíð ekkert hugsað ykkur að koma við á Islandi? „Það væri nrjög gaman. Góður vin- ur minn bjó á íslandi á meðan pabbi hans var í flughernum og ég hefði Creed er ein vinsælasta rokkhljómsveit nútím- ans. Sunna Osk Loga- dóttir ræddi við trommuleikarann Scott Phillips á dögunum um hljómsveitina, vinsæld- ir hennar og frægðina sem þeim fylgir. SÓNGVAífr n •*"*Si^göys Trommuleikarinn Scott Phillips segist hafa mest gaman af því að spila hröð lög. ekkert á móti því að koma. En hvar við spilum er reyndar undir umboðs- manni okkar komið. Við erum mjög uppteknir þessa dagana við gerð nýju plötunnar en okkur tókst þó að troða inn Evrópuferð." - Hvenær er von á nýju plötunni? „Hér í Bandaríkjunum kemur hún líklega út i ágúst eða september og síðan tveimur eða þremur mánuðum síðar í Evrópu. Það veltur reyndar mikið á því hvernig hinni plötunni mun vegna." Erum eins og bræður - Verðið þið aldrei leiðir hver á öðr- um? „Nei, við erum eins og bræður að mörgu leyti. Auðvitað getum við farið í taugarnar hver á öðrum annað slag- ið en gætum þess að allir fái að njóta sín. Við erum góðir vinir og skemmt- um okkur oftast mjög vel saman." -Þið eruð orðnir mjög þekktir, hefðir þú trúað því fyrir nokkrum ár- um aðþettayrðiraunin? „Maður vonar alltaf að þetta ger- ist en það er auðvitað ekki möguleiki að spá fyrir um hvað komi til með að gerast. Það er skrítið hvað Evrópa er frábrugðin Bandaríkjunum í þessu sambandi. Hér heima höfum við selt um tvær og hálfa milljón ein- taka af plötunni en samt sjáumst við sjaldan í sjónvarpi og tímaritum, ólíkt félögum okkar í New Kids On the Block á sínum tíma! En í Evrópu er þessu öfugt farið. Við fáum mjög mikla athygli í fjölmiðlum en sala plötunnar hefur farið hægt af stað." Trommarar ekki í sviðsljósinu -Stundum er eins og trommarar fái ekki sömu athygli og aðrir hljóð- færaleikarar. Er því þannig farið meðþig? „Já, að vissu leyti. Stór hluti at- hyglinnar beinist að textum okkar, hvernig þeir urðu til o.s.frv. og Scott [Stapp] svarar oftast fyrir það. En athyglin, eða sú staðreynd að ég fái minna af henni en aðrir, angrar mig ekki mikið. Viðtöl og umfjallanir um mig hafa birst í blöðum um trommu- leikara. Því er nú þannig farið með trommara að hljóm- sveitir geta ekki verið án þeirra en þeir eru yfirleitt ekki mikið í sviðsljósinu. Það hentar mér ágæt- lega." -Hvert laganna á My Own Prison ertu ánægðast- urmeð? „Mér finnst þau öll góð en hvert á sinn hátt. Þau eru öll eins og börnin okkar, við skópum þau og ólum upp rétt eins og börn. Hvert þeirra hefur orðið fyrir áhrifum af því hvernig okkur leið og hvað við vorum að gera á þeim tíma sem það var samið. Þau eru því öll mjög sérstök. En ég hef mis- gaman að því að spila þau. Mér finnst skemmtilegast að spila Unforgiven og þau lög sem eru frekar hröð." - Sumir textarnir ykk- ar eru frekar sorglegir. „Finnst þér það? Já, kannski hafa textarnir sumir hverjir alvarlegan undirtón en hins vegar má alltaf finna boðskap jákvæðni og vonar þar líka. Ef maður er niður- dreginn mun það ekki vara að eilífu, það er alltaf hægt að finna leið út úr vandamálunum." Grúppíur í hverri borg -En hvað með goð- sögnina um rokkhijóm- sveitir og grúppíur? „Ja, við erum reyndar allir lofaðir og því koma grúppíur ekki til greina af okkar hálfu! En það eru alltaf nokkrar hér og þar. Maður sér þær á tónleikum á einum stað og svo í næstu borg eru þær aftur mætt- ar. En ég held að þetta sé ekki eins og það var hér áður fyrr." - Hefurðu gaman af því að spila eða ertu íþessu út afpeningunum? „Ég hef enn mjög gaman af þessu. Við stofnuðum hljómsveitina á sínum tíma af því að við höfum gaman af tónlist. Núna erum við reyndar farnir að sjá smápeninga og það er auðvitað ágætt enn við stöndum ekki í þessu til þess að verða ríkir... þótt það væri ekki slæmt í sjálfu sér." - En þegar gamanið er búið, hvað verðurþá um hijómsveitir? „Það fer auðvitað eftir því hvernig tónlist hljómsveitin spilar. Tökum sem dæmi tónlist Pink Floyd og Led Zeppelin sem er sígild. Þeir gátu hald- ið áfram jafnlengi og raun ber vitni af því að alls konar fólk á öllum aldri hafði gaman af tónlistinni þeirra. En Mjómsveitir eins og New Kids On the Block, svo við hóldum áfram að tala um hana, samdi tónlist sem aðeins var ætluð ákveðnum hópi fólks, þ.e. stelp- um á aldrinum 12-17 ára. Þegar þess- ar stelpur urðu eldri og fóru að hlusta á eitthvað annað var þeirra tími liðinn. Það sem skiptir máli í þessu sambandi er að vera trúr sjálfum sér sem tón- listarmanni en jafnframt að geta þroskast tónlistarlega."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.