Morgunblaðið - 02.03.1999, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 02.03.1999, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 2. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR JONM. SIGURÐSSON + Jón M. Sigurðs- son fæddist í Reykjavík 2. sept- ember 1922. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 21. febrúar síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Sigurður E. Ingimundarson, sjómaður, f. 21.8. 1895, d. 12.4. 1979, og kona hans Lovísa Arnadóttir, f. 21.12. 1897, d. 2.3. 1973. Systkini hans: Halldóra, Sigríður Krist- ín, Ragnheiður Lára látin, Þrúður, Sigurður Einar Iátinn, Sigurður Arni og Haraldur. Jón kvæntist 10.11. 1945 Lilju Sigurjónsdóttur, f. 31. júlí 1926 í Reykjavík. Foreldr- ar hennar voru Sigurjón Jóns- son, sjómaður, f. 1.6. 1894 í Skógarkoti í Þingvallasveit, d. 29.9. 1982, og Guðríður Stef- ánsdóttir, f. 20.4. 1898 á Krók- völlum í Garði, d. 18.9. 1986. Börn þeirra eru: 1) Guðríður, matráðskona, f. 24.7. 1943 í Við kveðjum í dag fóður okkar, Jón Magnús Sigurðsson. Við systk- inin átta að tölu, þrjár systur og fimm bræður, eigum það sameigin- legt að hafa átt fóður sem við hvert á sinn hátt höfum lært sitthvað af. Ekki svo að skilja að við höfum ekki einnig lært sitthvað af móður sem þó alltaf sá meira um þá hlið málsins sem sneri inn á við í fjöl- skyldulifinu, á meðan pabbi sá alltaf meira um þá hlið sem vísaði út á við, það sem laut að störfum okkar, ósk- um og draumum í lífsbaráttunni, bæði meðan við vorum ein að feta inn á braut lífsbaráttunnar og einnig eftir að við eignuðumst sjálf fjöl- skyldur. Það sem hér er sérstaklega fjallað um er þáttur fóður okkar í þeim hluta uppeldis okkar og þroska, sem laut að hlutum eins og; passasemi með alla hluti, sýna varfærni, sýna fyrirhyggju, vera iðjusöm og öguð í öllum okkar störfum og verkum. Þetta var eins konar eiginleikara- mmi sem pabbi bjó yfir. Passasemi með alla hluti, var- færni, fyrirhyggja, iðjusemi og agi voru eiginleikar sem pabbi hafði alist upp við og tamið sér á uppvaxt- arárum sínum og af þessum sömu eiginleikum miðlaði hann okkur og ætlaðist til að við ástunduðum og sýndum í öllum okkar verkum. Það var ekki alltaf sársaukalaust að bera þessar skyldur sem pabbi ætlaðist til af okkur og hvert og eitt okkar eigum í minningunni fjölmörg atvik sem við vorum ekki sátt við þá stundina sem atburðurinn átti sér stað. Við töldum okkur vera af nýrri kynslóð og það væri nú ekki hægt að hafa alla hluti eins og þeir voru í gamla daga. Við yrðum að fá að reyna nýja hluti, nýjar aðferðir, við yrðum að fá að reka okkur á. Það —* var einmitt mitt í öllu einnig eigin- leiki pabba að þrátt fyrir allan sinn aga og holiráð tók hann aldrei fram fyrir hendur okkar, hann benti á, leiðbeindi og varaði við, en eftirleik- urinn var alltaf okkar, það var okkar að vinna úr hlutunum og bera end- anlega ábyrgð. En viti menn, oftar en ekki reyndust ráð pabba gulls ígildi og þegar litið er til baka má með sanni segja að eiginleikaramm- inn, sem pabbi kappkostaði að fella okkur inn í, reyndist okkur gott veganesti í upphafi og endist enn. Fyrir þennan þátt pabba í uppeldi ** okkar og æ síðan þökkum við nú öll systkinin pabba okkar af heilum hug. Það var gæfa okkar alla tíð að eiga hann að, að eiga alltaf traust heimili sem hann af dugnaði sínum sá far- borða með hjálp mömmu, sem eins og áður segir sýndi ráðdeild og fyrir- hyggju innan heimilisins. Við þökkum pabba einnig hvernig hann hvatti og miðlaði til barna okk- ar systkinanna af þessum sömu eig- Reykjavík, fyrrver- andi maki Eyþór Þórisson, og eru syn- ir þeirra Jón Þór, f. 1962, og Daníel, f. 1964. 2) Lovísa, hár- greiðslumeistari, f. 4.4. 1946 í Reykja- vík, sonur hennar Gylfí, f. 1977, sam- býlismaður Baldur Birgisson. 3) Jón Sævar, verkfræðing- ur, f. 30.7. 1947 í Reykjavík, kvæntur Kolbrúnu Guðjóns- dóttur og eru dætur þeirra Lovísa, f. 1975, Katrín, f. 1980, Ásdís f. 1983, og Valgerður Lilja f. 1988. 4) Asthildur, sparisjóðs- starfsmaður, f. 12.11. 1949 í Reykjavík, maki Þorsteinn Ragnarsson, f. 1.5. 1939, d. 25.10. 1998 og eru börn þeirra Lilja, f. 1969, Ragnar, f. 1972, og Karen Ósk, f. 1988. 5) Stefán Omar, viðskiptalögfræðingur, f. 4.3.1955 í Reykjavík , maki Asta Sverrisdóttir, f 7.3.1953, d. 23.4. 1996, og eru börn þeirra Ast- hildur, f. 1976, Ómar, f. 1980, og inleikum sínum, eiginleikunum sem hann hafði miðlað til okkar á sínum tíma. Fyrir eiginleikarammann þökkum við pabba á þessari kveðjustund, við þökkum honum á okkar eigin hátt, með minningunum og reynslunni sem við hvert og eitt eigum með hon- um. Við þökkum fyrir okkar hönd, fyrir hönd barna okkar og barna- barna og biðjum algóðan Guð að vaka yfir velferð hans í nýja heiminum. Við biðjum einnig algóðan Guð að vaka yfir móður okkar sem nú hefur misst lífsförunaut sinn í tæpa sex tugi ára. Blessuð sé minning pabba, Jóns Magnúsar Sigurðssonar. Börnin. Jæja pabbi minn, einhvern veginn átti ég ekki von á að ég myndi sitja hér á þessari stundu og hugsa um allt það sem ég vildi segja. Það er ein- hvern veginn svo margt sem er ósagt og þó að þú hafir verið veikur um hríð þá vonaðist ég alltaf til þess að þinn tími væri alls ekki kominn. Svo varstu líka svo mikið að mýkjast með árunum og það kunni ég svo vel við. Þegar ég hugsa til baka til þess tíma er ég var lítill drengur man ég ekki eftir þér öðru vísi en vinnandi. Þegar ég vaknaði á morgnana varstu farinn í vinnuna og þú komst iðulega ekki heim fyrr en rétt fyrir átta- fréttirnar í sjónvarpinu en þá var ég yfirleitt að fara að sofa. Ég saknaði þess þá að fá ekki að sjá meira af þér, en auðvitað get ég vel skilið nú að það þurfti að hafa mikið fyrir að fæða og klæða stóra fjölskyldu. Af einhverjum sökum vorum við aldrei börn í þínum huga. Maður var vart barn af aldri þegar maður hafði fengið sitt hlutverk við að slá blett- inn, vinna á bensínstöðinni eða í kaupfélaginu. Svei mér þá, ég held að ég hafi bara verið níu ára. En þetta var nákæmlega það uppeldi sem þú hafðir sjálfur fengið hjá hon- um afa þínum og þú kunnir bara ekki annað. Af þeim sökum helgaðir þú kaupfélaginu allan þinn tíma og starfskrafta og ætlaðist til þess að allir aðrir í kringum þig gerðu það líka. Þetta kenndi manni að vinna eða eins og ég hef oft orðað það sjálf- ur: „Hann (þú) kenndí manni að vinda tusku." Já, maður lærði að „grauturinn ratar sjaldnast beina leið í skálina". Vinnusemi og iðni er dyggð og maður verður að gæta þess að uppskera laun erfiðisins. Þú talaðir sjaldan við mann um líf- ið og tilveruna, tilfinningar, trúnað, fyrirmynd og vinskap. Samt sem áð- ur ertu mér svo mikil fyrirmynd í öllu því sem ég hef sjálfur tekist á hendur. I svo mörgu erum við svo líkir - og ólíkir. Þú leystir aldrei fyr- ir mann vandamál heldur þurfti mað- ur að komast yfir þau sjálfur. En ef Arndís, f. 1983. 6) Steinar, f. 24.4. 1957 í Mosfellssveit, kvæntur Auði Kjartansdóttur, f. 7.1. 1956, og eru börn þeirra Unnar Örn, f. 1974, Heiða, f. 1978, og Atli Már, f. 1986. 7) Snorri, viðskiptafræðingur, f. 15.12. 1959 í Mosfellssveit, kvæntur Prachim Phakamart, f. 6.1. 1972. 8) Reynir, við- skiptafræðingur, f. 30.6. 1963 í Mosfellssveit, fyrrverandi maki Sigrún Gísladóttir og eru börn þeirra Víðir Orri, f. 1989, og Halldóra Eik, f. 1992. Jón ólst upp í Reykjavík og að loknu grunnskólaprófí gegndi hann ýmsum störfum til 1942 er hann réðst til starfa við verslunarrekstur hjá Hjalta Lýðssyni kaupmanni þar sem hann nam einnig kjöíiðn. Hann var ráðinn kaupfélagsstjóri Kaupfélags Kjalarnesþings á Brúarlandi í Mosfellssveit 1956 °g gegndi því starfi í samfellt 30 ár. Frá 1987 til 1992 var Jón starfsmaður Pósts og síma. Jón bjó í Reykjavík með fjölskyldu sinni til 1957 er hann fluttist í Mosfellssveit með konu sinni og fímm börnum. Þar bættust þrjú í hópinn og hafa þau hjón búið þar síðan. Útför Jóns fer fram frá Bú- staðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. eitthvað bjátaði á varstu samt alltaf nærri og veittir stuðning. Ég vil bara þakka þér fyrir þann tíma sem við þó áttum saman og fyrir allt sem þú hefur kennt mér - bæði meðvitað og ómeðvitað. Fyrir þitt tilstilli hefur mér í svo mörgu tekist að móta mér vel grundvallað- ar lífsreglur til að halda stefnu í átt til betra og fyllra lífs. Ein þeirra er sú að nýta hvert tækifæri til að sýna og segja þeim sem ég elska mest - hve mikið ég elska þá. Hef ég sagt þér í dag að ég elska þig og sakna þín? Þinn sonur, Reynir. Elsku afi minn! Nú ertu ekki lengur veikur í hjart- anu þínu því nú ertu hjá Guði og þar líður öllum vel. Eg teiknaði handa þér mynd sem hann pabbi minn setti í kistuna þína. Eg sakna þín alveg ofsalega mikið. Þín Halldóra Eik. Kæri vinur. Nú ert þú farinn til að sinna mikil- vægari verkefnum. Ég sit hér döpur í bragði og minningarnar streyma fram. Fljótlega eftir að ég kom í opna arma fjölskyldu þinnar varst þú að kynna börnin þín fyrir vinafólki þínu. Þá bentu þau á mig og spurðu: „Er hún yngst." Þú brostir til mín og svaraðir: „Já, ætli það sé ekki best að orða það svo." Ekki var þess langt að bíða að ég heilsaði þér með kveðj- unni: „Komdu sæll afi mínn." Alltaf var jafn gott að koma til ykkar Lilju sem hefur verið stoð þín og stytta alla ykkar hjúskapartíð. Allir fá höfðinglegar móttökur hjá henni og alltaf töfrar hún fram veisluborð þegar gesti ber að garði. Oftar en ekki varst þú að fylgjast með fótboltanum í sjónvarpinu þegar ég kom en þú gafst þér alltaf tíma til að spjalla. Ekki er langt síðan þú sast hjá mér í búðinni minni og fylgdist með mér við að taka upp vörur og reikna út verð og hafðir gaman af, enda höfðu veikindi þín ekki áhrif á skarpa hugsun þína. Mig langar til að þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og Reyni og einnig fyrir það hversu góður afi þú varst Víði Orra og Halldóru Eik. Þau sakna þín sárt en hugga sig við að nú líði þér vel í góðum löndum engla og himnaföður. Elsku Lilja mín og fjölskylda, ég votta ykkur mína dýpstu samúð í sorg ykkar og þig, kæri tengdapabbi, kveð ég eins og alltaf: „Vertu bless afi minn." Þín Sigrún. Elsku afi minn. Nú er þér batnað því Guð er búinn að taka þig til sín og þér líður örugg- lega betur núna. Ég og þú brölluðum margt saman og oft fórum við í gönguferðir. Mér var sagt að ég ætti að fara með til að passa þig og tók ég það mjög hátíðlega. En ég veit það núna að þú varst að passa mig. Elsku afi minn, þakka þér fyrir að koma á allar skemmtanirnar og leik- ritin hjá mér í Isaksskóla. Þakka þér fyrir að hafa leyft mér að vera alltaf hjá þér þegar mamma og pabbi voru ekki heima. Nú verðum við amma bara tvö þegar ég kem til að gista og það verður skrýtið að fá að stjórna fjarstýringunni að sjónvarpinu og þurfa ekki að semja við þig ef fót- boltinn og barnatíminn eru á sama tíma, því ég veit að ömmu er alveg sama þótt hún missi af fótboltanum. Elsku afi minn, þú varst góður afi og ég mun alltaf sakna þín. Þinn Víðir Orri. Nú hefur hann elsku afi minn, Jón M. Sigurðsson, kvatt okkur að sinni og lifir nú hjá guði og ástvin- um sínum. Afi minn hefur verið stór hluti að lífi mínu allt frá fæðingu minni. Hann eignaðist átta börn með ömmu minni Lilju Sigurjóns- dóttir sem nú sér á eftir manni sín- um með miklum söknuði. Eg var svo lánsamur að vera elsta barnabarn þeirra, á svipuðum aldri og yngstu synir þeirra, þannig að mér gafst tækifæri til að búa hjá þeim, í bæði löng og stutt tímabil. Þannig mótaði afi minn líf mitt og ég ólst upp hjá einstökum manni, sem bæði var góðhjartaður og ákveðinn, en vildi öllum vel. Afi var kaupfélagsstjóri í Mosfellsbæ í þrjátíu ár og þaðan eða frá heimili þeirra, Steinum, á ég bestu æskuminningar mínar með honum. Afi var alltaf duglegur og framkvæmdasamur maður. Hann tók við kaupfélaginu sem smáum skúr á Kjalarnesi á þeim tíma og byggði það upp í Mosfellsbæ og gerði það að einu best rekna kaup- félagi landsins. Afi vann mikið í kaupfélaginu, hvort sem það voru kvöld, helgar, jól eða páskar og einnig vann stór hluti fjölskyldu hans þar oft á tíðum. Þannig minn- ist ég þess oft þegar ég var að vinna hjá afa í kaupfélaginu eða í sölu- turninum að pótt afi hefði nóg að gera sjálfur, gaf hann sér alltaf tíma til að leiðbeina mér eða öðru starfs- fólki sínu í störfum og ekki dró það úr vinnugleði ungs manns þegar hann oft hrósaði mér eða klappaði fyrir vel unnin störf. Svoleiðis var hann afi minn ekki bara góður að leiðbeina eða hvetja aðra, heldur var hann líka mjög hjartahlýr og gerði mikið til að gleðja aðra. Þannig minnist ég margra hátíða þar sem hann notaði hvert tækifæri til að gefa gjafir sem glöddu mikið eða mörg gamlárskvöld þegar hann kom til okkar strákanna með fullt fangið af flugeldum. Og afi sam- giaddist okkur líka og tók þátt í þessum stundum með mikilli innlif- un. Síðustu árin hef ég og fjölskylda mín verið svo lánsöm að fá afa og ömmu oft í heimsókn til okkar á heimilið okkar í Danmörku, þar sem við höfum alltaf átt yndislegar stundir saman. Ég og fjölskylda mín minnumst afa míns með miklum söknuði og þakklæti í huga fyrir allt sem hann hefur veitt okkur með um- hyggju sinni og við biðjum góðan guð um að blessa minningu þína, afi minn. Jdn Þór Eyþórsson og fjölskylda. Eitt sinn verða allir menn aó" deyja, eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það en samt ég verð aö" segja, aö* sumarið það líður alltof fljótt. (Vilhjálmur Vilhjálmsson) Hann afi minn er dáinn, 76 ára að aldri. Eftir fremur stutta sjúkra- húslegu, en þó langvarandi veikindi, kvaddi hann þennan heim. Þó að dauðinn sé eðlilegur fylgifískur lífs- ins sjálfs finnst manni hann alltaf sækja að á óheppilegum tíma. Aldrei er maður tilbúinn að þurfa að kveðja og sársaukinn nístir. En kveðjustundin er óumflýjanleg og sársaukinn er hluti hennar. Tíminn breytir svo sársaukanum í fallegar minningar, sem ylja munu um ókomna tíð. Nú situr afi í björtum sal á fallegum stað, sem bíður okkar allra, og spjallar um heima og geima við þá, sem á undan voru farnir. Það er ótrúlegt að aðeins skuli vera liðnir fjórir mánuðir síð- an við siðast kvöddum ástvin. En gangur lífsins spyr ekki um aðstæð- ur og erfíðleikarnir eru til að leysa úr þeim. Þess vegna er það fengur þinn nú, elsku amma, að eiga átta börn og enn fleiri barnabörn, sem geta og munu vefja þig örmum sín- um og hlýju af örlæti og ást. Það voru mikil forréttindi á upp- vaxtarárum mínum í Mosfellssveit- inni, að afi skuli hafa"verið kaupfé- lagsstjóri. Og þótt ég hafi öfundað eldri systur mína óskaplega af því að hafa fengið að afgreiða í sjopp- unni, þá sætti ég mig samt við, og fannst meira að segja nokkuð mikið til þess koma, að hafa fengið að raða vörum í hillurnar í kaupfélaginu. Þá gat ég spjallað heil ósköp við ömmu, meðan við pökkuðum flatkökum og grænmeti „á bakvið" og Dísa „í kjötinu" hafði alltaf frá einhverju skemmtilegu að segja. Afi var hins vegar yfirleitt innilokaður á skrif- stofunni og þangað fór maður ekki inn nema eiga brýnt erindi. Það var einhver „sjarmi" yfir skrifstofunni hans afa í kaupfélaginu; allt í röð og reglu og manni fannst eins og mað- urinn á bakvið „kaupfélagsstjóra- skrifborðið" gegndi ákveðinni valdastöðu. Kannski voru það mál- verkin á veggjunum, eða sófasettið á skrifstofunni, sem sveipuðu hana þessum ljóma. Eða kannski var þetta bara allt svona fínt í augum lítils drengs. En afi var að minnsta kosti kaupfélagsstjórinn og það fannst manni dálítið flott. Ekki síst vegna þess að eina vinnan, sem þá var að hafa fyrir stráka á mínum aldri, var unglingavinnan; og hún heillaði ekki! En afi passaði alltaf að maður væri ekki að slæpast í vinn- unni. Ekki þýddi að mögla neitt „æ, afi", því í vinnunni var afi yfírmað- urinn og það bar að virða. Og það gerði ég. Svo var hann aftur orðinn afi manns, þegar við hittumst að loknum vinnudegi; og þá ekki í kaupfélaginu. Það sem einkenndi afa síðustu æviárin var einskær umhyggja fyrir sínum nánustu. Alltaf spurði hann um ferðir fólksins síns og ef veikindi bar að vildi hann stöðugt fylgjast með og vita að allt væri með felldu. Og það var sérstaklega gaman að sýna honum nýja bíla, því hann var með mikla bfladellu og sagði alltaf: „Mikið dj... er hann flottur!" Nú sit- ur hann eflaust og spjallar við pabba um það sem bílaframleiðendurnir eru með á prjónunum á næstu árum! Og ég efast ekki um að afi og pabbi eru á langflottustu bílunum á himn- um! Ég kveð Jón M. Sigurðsson, afa minn, í dag og þakka honum fyrir samfylgdina á þessari lífsleið. Við hittumst á ný á endanum og rifjum upp það sem á daga okkar hefur drifið í millitíðinni. Hafðu þökk fyrir allt og allt, elsku afi. Eg bið algóðan Guð að blessa minningu þína og veita ömmu styrk í þungri þraut. Hvfl í friði. Þinn dóttursonur, Ragnar Þorsteinsson. Jón í Kaupfélaginu er nú fallinn frá; hann lést 21. febrúar sl. Jón varð 76 ára að aldri, en seinni árin bilaði heilsan, sem að lokum dró hann til dauða. Hann var kaupfélagsstjóri í rétt 30 ár í Mosfellssveitinni, frá 1956 til 1986, þegar hann tók að starfa hjá Pósti og síma og starfaði þar meðan heilsan leyfði. Stórfjölskylda Jóns og Lilju eigin- konu hans flutti inn í samfélag okkar í Mosfellssveit 1956 og var það mannvænlegur hópur, fimm börn fædd í Reykjavík og síðan þrjú í Mosfellssveit. Kaupfélagsstjóri er oftast einn af þeim sem setja svip á samfélagið, og það gerðu þau hjónin svo sannarlega. Á árunum eftir stríð stofnuðu hugsjónamenn kaupfélag í Fitjakoti á Kjalarnesi og stýrði Ingólfur Gíslason því meðan það starfaði þar. Um 1950 flutti félagið verslun sína í Mosfellssveitina og byggði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.