Morgunblaðið - 02.03.1999, Side 13

Morgunblaðið - 02.03.1999, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MARZ 1999 13 FRÉTTIR FULLTRUAR stjórnniálaflokkanna hlýddu á erindi og reynslusögur öryrkja og var lagt hart að þeim að beita sér fyrir kjarabótum þeim til handa. hafa fallið við borðið mitt hjá Hjálp- arstarfi kirkjunnar, tár fólks sem hneppt er í slíka samfélagslega ánauð,“ sagði Harpa. Börn öryrkja í áhættuhópi fyrir andfélagslega hegðun Harpa sagði að það sem legðist þyngst á fólk í þessum aðstæðum væri að geta ekki veitt börnum sín- um að einhverju lágmarki. Börn ör- yrkja, sem ekki gætu tekið þátt í tónlistarnámi, íþróttum eða hveiju því félagsstarfi sem kostaði auka- lega, styngju í stúf og stæðu ekki til jafns við aðra. „Afleiðingar fátæktar eru m.a. sinnuleysi, vanmáttar- kennd, undirgefni, vonleysi og ör- vænting. Böm sem alast upp við slíkar aðstæður eru fjötruð niður í vonlausar aðstæður foreldra sinna sem verður sá arfur sem oft hefur hvað mest afgerandi áhrif á líf þeirra. Það er staðreynd að slíkar aðstæður setja böm og unglinga í áhættuhóp sem á á hættu að hneigj- ast til andfélagslegrar hegðunar.“ Meirihluti þjóðarinnar vill bætt kjör öryrkja Rannveigar Sigurðardóttur, hag- fræðingur hjá BSRB, kynnti niður- stöður könnunar um viðhorf al- mennings til stuðnings við öryrkja og þar kom fram að 80% þjóðarinn- ar vildu ekki láta lækka skatta til að lækka bætur til öryrkja og 82% þjóðarinnar töldu að auka ætti út- gjöld til málaflokksins. 77% þjóðar- innar töldu velferðarforsjá of litla hérlendis. Sagði Rannveig að efna- hagsreikningur þjóðarinnar væri í öfugu hlutfalli við vilja þjóðarinnar. Tillögur kjaranefndar Sjálfs- bjargar til úrbóta vom kynntar á fundinum og fela í sér að helstu bótaflokkum verði slegið saman í einn gmnnflokk, sem fengi heitið líf- eyrislaun í stað örorkubóta, sem yrðu metin á 82 þúsund krónur að hámarki. Meginmarkmiðið er m.a. að einfalda núverandi kerfi, að frí- tekjumark verði 50 þúsund krónur á mánuði þannig að lífeyrislaunþega yrði hagur í því að vinna eftir sinni getu án þess að eiga á hættu að tapa niður öllum greiðslum vegna ör- orkutengingar. Lagt var til að tekju- tenging yrði áfram því að jafnvægi þyrfti að vera á milli lífeyrislauna og launatekna, til að ná fram þvi mark- miði að öryrkinn gæti staðið jafn- fætis öðmm. Nauðsynlegt að gera betur í málefnum öryrkja í pallborðsumræðum sagði Geir H. Haarde fjármálaráðherra, að nauðsynlegt væri að gera betur í málefnum öryrkja. Hann sagði til- lögur Sjálfsbjargar athyglisverðar og sagði nauðsynlegt að einfalda kerfið til að auðvelda starfsmönnum ríkisins að vinna eftir því, sem kæmi sér einnig betur fyrir skjólstæðing- ana. Asta R. Jóhannesdóttir, Samfylk- ingu, gagnrýndi valdhafa fyrir fram- göngu sína í málefnum öryrkja á síð- asta kjörtímabili og sagði að hagur öryrkja hefði farið versnandi þrátt fyrir bætt efnahagsástand. Hún benti á að af þeim 30 breytingum, sem gerðar hefðu verið á almanna- tryggingalögum, hefðu 20 þeirra verið til skerðingar. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðis- ráðherra sagði að ekki væri hægt að setja alla öryrkja í landinu undir samá hatt því kjör þeirra væm mjög mismunandi. Hún taldi brýnt að ná velferðarsáttmála meðal þjóðarinn- ar fyrir næstu fjögur ár og brýnast væri að nálgast þá sem verst væm settir. Það myndi kosta 7,5 milljarða á ári að hækka alla öryrkja um 20 þúsund krónur á mánuði og þeir ör- yrkjar, sem betur væm settir þyrftu því að bíða. Hún benti á að hámarks- bætur hefðu hækkað úr 47 þúsund krónum í 66 þúsund á fjómm ámm. Sjálfsbjörg krefst hækkunar örorkulífeyris og hækkunar frítekjumarks Ályktun fundarins var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum og fólst í því að gerð yrði krafa um að auka fjármagn ríkisins til Trygginga- stofnunar ríkisins og að frá og með 1. apríl og 1. september hækkaði ör- orkulífeyrir um 10 þúsund krónur og aðrir greiðsluflokkar hækkuðu um 5%. Ennfremur yrði frítekjumark hækkað og tengt launavístölu og „vasapeningar" hækkuðu í samræmi við hækkun örorkulífeyris. Skipuð yrði nefud til að endurskoða almanna- tryggingalögin í samræmi við hug- myndir Sjálfsbjargar með margvísleg markmið, m.a. að afnema skerðingu bóta vegna maka og að í lögunum yrði áætlun um að á næstu tveim ár- um yrðu kjör öryrkja jöfnuð til sam- ræmis við kjör öiyrkja á Norðurlönd- unum. k : Keldur Brú, fyrri áfangi Ný aðkoma að Keldum og Grafarholti Tvöföldun Vesturlands■ vegar Grásteinn , , Brú, W \ seinni áfangi 7/ VESTURLANDSVEGUR SELTJARNAR- 7--Framtiðarbreikkun V, f V. / \y | '-V'' \ Mislæg gatnamót \\ Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar vistarsvæði austan Hringvegar og á hluta útivistarsvæðisins í Grafar- gili. I umsögn borgarráðs komi fram að ákveðið hafi verið að breyta aðalskipulagi Reykjavíkur í þeim tilgangi að bæta ástand á svæðum í nágrenni framkvæmda- svæðisins með tilliti til hljóðvistar. Þessar breytingar feli m.a. í sér að hluta þess íbúðarsvæðis, sem sam- kvæmt aðalskipulagi er fyrirhugað í Grafarholti, verði breytt í at- hafnasvæði næst Hringvegi. Skipu- lagsstjóri ríkisins tekur fram að verði aðalskipulagi ekki breytt til samræmis við viðmiðunarmörk mengunarvarnareglugerðar þurfi að byggja hljóðmanir eða grípa til annarra ráðstafana til að draga úr umferðarhávaða á þessum svæð- um. Úrskurð skipulagsstjóra ríkisins má kæra til umhverfisráðherra og er kærufrestur til 24. mars nk. Ingimar Hansson á spástefnu um byggðaþróun 7.000 manna sveit- arfélög lágmark til að halda velli FREKARI sameining sveitarfélaga er nauðsynleg eigi þau að halda velli miðað við þá íbúaþróun sem á sér stað á landsbyggðinni. Þetta kom fram í máli Ingimars Hanssonar rekstrarverkfræðings á ráðstefnu um alþjóða- og byggðaþróun á Sauðárkróki sl. fóstudag. í erindi sínu færði Ingimar rök fyrir því að stærð sveitarfélaga skipti megin- máli upp á framtíðarhorfur þeirra og lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga þyrfti að vera 7-8000 til að þau héldu velli. „Þetta mat byggi ég á því að flótti er frá minni sveitarfélögum en stærri byggðir eins og Selfoss, Reykjanesbær og Akureyri fara vax- andi hvað fólksfjölda varðar. Þjón- usta er sá þáttur atvinnulífsins sem fólk vill vinna við og þegar fólk flytur til Reykjavíkur er það að sækja fjöl- breyttara atvinnulíf. Aftur á móti eru landbúnaður og sjávarútvegur þeir þættir atvinnulífsins sem rýma. Ég er alveg sannfærður um að meg- inþátturinn í því að fólk er að flytja er að það er að sækja í fjölbreyttara atvinnulíf og fyrst og fremst í þjón- ustu. Spumingin er hvenær þjón- ustugreinamar eru orðnar það víð- tækar að þær geti haldið fólksfjölg- uninni gangandi í smærri byggðar- lögum,“ sagði Ingimar. Byggðarlögin verði eitt ' atvinnusvæði Ingimar sagði að augljóst væri að gera þyrfti eitt atvinnusvæði úr til dæmis Skagafirði og lagði áherslu á að bættar samgöngur væm meðal annars forsenda þess. Með bættum samgöngum yrðu vegalengdir á milli þéttbýliskjarna á svæðinu litlu lengri en vegalengdir á höfuðborg- arsvæðinu og nágrenni þess. „Mín framtíðarsýn er að það verði átta sveitarfélög á landinu. Og að hvert sveitarfélag muni sjá um allan rekstur og allar framkvæmdir innan sinna vébanda," sagði Ingi- mar og benti á að tilgangurinn væri fyrst og fremst að efla þjónustu, í öðru lagi að efla menntun á svæðun- um, en 7.000 manna byggðarlag myndi væntanlega standa undir góðum framhaldsskóla og hugsan- lega einhverju námi á háskólastigi. I þriðja lagi væri tilgangurinn að efla atvinnulífið. Ingimar sagði að lokum að bregðast þyrfti skjótt við fólksfækkun á landsbyggðinni, og hætt væri við að hik í þessu máli þýddi sama og tap. ----------------- Hættir sem bæjarstjóri í Hveragerði EINAR Mathiesen, bæjarstjóri í Hveragerði, hefur sagt upp starfi sínu frá og með 1. aprfl nk. í frétt frá Hveragerðisbæ kemur fram að hann muni starfa sem bæj- arstjóri að minnsta kosti til 1. ágúst nk. Tekið er fram að uppsögnin sé tilkomin af persónulegum ástæðum og tengist í engu störfum hans fyrir Hveragerðisbæ. Einar hefur gegnt starfi bæjar- stjóra frá 21. júní 1994. Paskaævintyri Heimsferða til Benidorm frá kr. 29.645 31. mars 12nætur Síðustu sælin uml páskana Heimsferðir bjóða spennandi páskaferð til Benidorm í beinu flugi þann 31.mars í 12 nætur. Nú getur þú nýtt frídagana um páskana í sumri og sól og komist til Benidorm á hreint frábærum kjörum. Gott úrval gististaða, hvort sem þú vilt vera við ströndina eða á rólegu íbúðarhóteli með frábærri aðstöðu fyrir gesti og meðan á dvölinni stendur býðst þér fjöldi spennandi kynnisferða með íslenskum fararstjórum Heimsferða. Bókaðu strax og tryggðu þér sæti meðan enn er laust. Verð kr. 29.645 Verð kr. 39.955 M.v. hjón með 2 böm, flugsæti fram og til baka, 31.mars, 12 nætur. M.v. hjón með 2 börn, Acuarium, íbúð með 1 svefnh. 12 nætur. Verð kr. 49.990 M.v. 2 í íbúð með 1 svefnhcrbergi, Acuarium, 12 nætur, fililwllfll HEIMSFERÐIR Msrs&ss M MWBgrt Austurstræti 17, 2. hæð, sími 562 4600, www.heimsferdir.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.