Morgunblaðið - 04.03.1999, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913
52. TBL. 87. ÁRG.
FIMMTUDAGUR 4. MARZ 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Arftaki
••
Ocalans
valinn
SKÆRULIÐAR Kúrda hafa valið
arftaka Abdullahs Öcalans, sem nú
situr í varðhaldi í fangelsi í Tyrk-
landi, að sögn tyrkneska dagblaðs-
ins Milliyet í gær. Greindi blaðið
frá því að á fundi Verkamanna-
flokks Kúrdistans (PKK) hefði
háttsettur foringi, Cemil Bayik,
verið útnefndur „æðsti yfirmaður"
skæruliðanna.
Haft var eftir kúrdískum heimild-
armönnum að Bayik væri ekki bein-
línis ætlað að feta í fótspor Öcalans
en að nýr titill hans væri viðurkenn-
ing á því að hann hefði nú enn mikil-
vægara hlutverki að gegna en áður í
baráttu Kúrda fyrir sjálfstæði í
Suðaustur-Tyrklandi. Að sögn
blaðsins telst upphafning Bayiks
nokkurt áfall fyrir Osman, bróður
Öcalans, sem gert hafði sér vonir
um að taka við af bróður sínum.
Með frá upphafi
hernaðarátakanna
Bayik, sem er á fimmtugsaldri,
var meðal stofnfélaga PKK árið
1978 og þvi er haldið fram að hann
hafi átt þátt í að skipuleggja árás á
tyrkneska herinn árið 1984 sem
markaði upphaf vopnaðra átaka
PKK og tyrkneskra öryggissveita.
Er talið að hann hafi síðan þá
dvalist í fjöllum Tyrklands og Norð-
ur-íraks og tekið virkan þátt í að-
gerðum PKK, ólíkt Öcalan sem fjar-
stýrði samtökunum frá Sýrlandi þar
sem hann bjó við ágætan aðbúnað
um átján ára skeið, allt þar til Sýr-
lendingar vísuðu honum úr landi
seint á síðasta ári.
Vonir glæðast um undir-
ritun friðarsamninga
Júgóslavneski her-
inn tekur sér
stöðu við landa-
mæri Makedóníu
Pristina, General Jankovic. Reuters.
TALSMENN Bandaríkjastjórnar
sögðu í gær að góður árangur hefði
náðst í að telja leiðtoga albanska
meirihlutans í Kosovo á að undir-
rita friðarsamninga. Benti því allt
til þess að Kosovo-Albanar myndu
samþykkja friðartillögur Tengsla-
hópsins. Haft var eftir Rexhep
Qosja, lykilmanni í forystusveit
Kosovo-AIbana, að hann teldi nær
fullvíst að allir fulltrúar Kosovo-
Albana mundu ganga að tillögum
Tengslahópsins á fyrirhuguðum
samningafundi í Frakklandi 15.
mars nk.
Ef Albanar samþykkja tillögur
Tengslahópsins formlega, er talið
að þrýstingur á Slobodan Milosevic
Júgóslavíuforseta aukist til muna
vegna hótunar Atlantshafsbanda-
lagsins (NATO) um loftárásir.
Alþjóðlegir eftirlitsaðilar á veg-
um Öryggis- og samvinnustofnunar
Evrópu (ÖSE) lýstu í gær yfír
áhyggjum af átökum serbneskra
hersveita og albanskra skæruliða,
sem staðið hafa að undanförnu í
suðurhluta Kosovo. Sögðu þeir að
átökin, sem brotist hafa út öðru
hverju á mörkum Kosovo-héraðs
og Makedóníu, geti verið að þróast
út í skipulegar hernaðaraðgerðir.
Júgóslavneski herinn hefur tekið
sér stöðu á makedónsku landamær-
Reuters
ALBANSKIR unglingar hjálpa aðframkominni móður sinni eftir að fjölskyldan flúði
átakasvæði í bænum Kacanik, 55 km suður af Pristina.
unum, á slóðum er NATO-sveitimar,
sem eru í Makedóníu, myndu fara
um á leið sinni inn í Kosovo. Hefur
herinn lagt sprengjugildrar á a.m.k.
eina brú á landamærunum.
Flóttamenn af albönskum upp-
rana leituðu sér skjóls og matar í
þorpum nálægt landamærum Mak-
edóníu í gær. Höfðu þeir flúið átök
serbneskra öryggissveita og al-
banskra skæruliða í fjalllendinu
umhverfis bæinn General Jankovic.
Tugir Albana stóðu í röðum fyrir
utan vörugeymslur í bænum og
biðu þess að verða gefinn matur. A
meðan var júgóslavneski herinn
með miklar heræfingar fyrir utan
bæinn.
Flóttamenn era alls taldir um
4.000 og hefur stór hluti þeirra gist í
tjöldum í skógi vöxnum hlíðum suð-
urhluta Kosovo. Talið er að u.þ.b.
eitt þúsund manns hafi flúið yfir til
Makedóníu.
Tyrkir gagn-
rýna loftárásir
Ankara, Bagdad. Reuters.
Nýstárlegt
fiskveiði-
eftirlit
Ósló. Morgunblaðið.
NORSK stjórnvöld munu á
næsta ári hefja gervihnattaeft-
irlit með fiskveiðiflota Norð-
manna, að sögn Peter Angel-
sen, sjávarútvegsráðherra
Noregs.
Gervihnattaeftirlitið verður
notað sem stjómtæki, samhliða
afladagbókum og skrám sem
fiskveiðiflotanum er skylt að
halda, segir Angelsen í viðtali
við norska dagblaðið NRK
Dagsnytt. Útgerðum verður
gert skylt að koma fyrir sendi-
búnaði í skipum sínum, sem
gefur færi á að veita nákvæm-
ar upplýsingar um staðsetn-
ingu skipanna.
Útgerðarmenn efast hins
vegar stórlega um ágæti hins
nýja búnaðar, sem margir telja
í ætt við „Stóra bróður" í sögu
George Orwells, 1984. Era þeir
uggandi um að samkeppnisað-
ilarnir geti, með tilkomu bún-
aðarins, komist að hvar feng-
sælustu fiskimið þeirra séu.
Þar íyrir utan hafa þeir af því
áhyggjur að stöðugt eftirlit,
skýjum ofar, geti valdið sjó-
mönnum auknu álagi.
Morðingj-
unum verði
náð „lífs
eða liðnum“
Kampala. Reutcrs.
YOWERI Museveni, forseti Úg-
anda, hét því í gær að ná rú-
andísku skæruliðunum, sem
myrtu á hrottalegan hátt átta
erlenda ferðamenn í Bwindi-
þjóðgarðinum, „lífs eða liðnum“.
Sagði hann að úgandísk sljóm-
völd hefðu ekki gert nægilega
mikið til að vemda ferðamenn-
ina og baðst afsökunar á atburð-
unum.
I skeyti frá AP-fréttastofunni
í gærmorgun var því haldið
fram að tveir íslendingar hefðu
verið staddir í þjóðgarðinum er
skæruliðarnir réðust inn. Eftir-
grennslan Morgxinblaðsins bend-
ir til þess að um misskilning hafi
verið að ræða. Var haft sam-
band við danska sendiráðið í
Kampala, eina norræna sendi-
ráðið í Úganda, og talsmenn
danska utanríkisráðuneytisins,
sem sögðust ekki hafa heyrt um
neina Islendinga er lent hefðu í
klóm skæruliða.
Haft var samband við Kristján
Reuters
YOWERI Museveni fellir tár á
blaðamannafundi í Kampala
Erlingsson, sem vinnur við fisk-
sölu í Kampala. Hafði hann ekki
heyrt um að neinir íslendingar
hefðu verið í þjóðgarðinum.
Helga Þórólfsdóttir, sendifull-
trúi Rauða kross íslands, sem
býr í Kampala, hafði sömu sögu
að segja. Helga sagði að stjórn-
völd í Úganda leyfðu starfs-
mönnum Rauða krossins ekki að
fara í þjóðgarðinn vegna hætt-
unnar.
■ Morðin sögð skilaboð/22
SULEYMAN Demirel, forseti
Tyrklands, sagði í gær að árásir
Bandaríkjamanna fyrr í vikunni á
olíuleiðslu milli Iraks og Tyrklands
hefðu verið ótækar. Tyrkland, eitt
aðildarríkja Atlantshafsbandalags-
ins (NATO), hefur leyft bandarísk-
um og breskum flugsveitum afnot af
Incirlik-herflugvellinum í suður-
hluta Tyrklands í tengslum við eft-
irlit bandamanna á flugbannssvæð-
inu yfir Norður-írak. Hafa Tyrkir
að undanfómu lýst áhyggjum sínum
af stefnu Bandaríkjamanna gagn-
vart írak. Demirel var spurður
hvort hann væri sáttur við árásir
Bandaríkjamanna á olíuleiðslumar
og svaraði forsetinn: „Nei, þær era
óviðunandi.“
Varnarmálaráðherra Tyrklands,
sem er á ferð í Bandaríkjunum,
sagði hins vegar í gær að um eðli-
lega sjálfsvöm af hálfu bandarísku
flugmannanna hafi verið að ræða.
Bandarikjastjórn brást við gagn-
rýni Demirels í gær og sagði James
Foley, talsmaður bandaríska utan-
ríkisráðuneytisins, að árásimar
hefðu ekki verið gerðar með það að
markmiði að eyðileggja olíuleiðsl-
una og verið væri að kanna tildrög
málsins.
Olían, sem flutt er frá Kirkuk-
héraði í Irak til tyrknesku hafnar-
borgarinnar Ceyhan, hefur verið
notuð til að greiða fyrir matar- og
hjálpargögn til handa íröskum al-
menningi. í árásinni eyðilagðist
dælustöð nálægt borginni Mosul í
norðurhluta Iraks og hefur flutn-
ingur á olíu því legið niðri síðan á
sunnudag. Var því lýst yfir í gær að
gert hafi verið við leiðsluna og að
eðlilegu rennsli olíunnar hafi verið
komið á.
Loftárásir Bandaríkjamanna og
Breta á fjarskiptamiðstöðvar og
loftvamastöðvar íraka, í tengslum
við eftirlit með flugbannssvæðunum
yfir írak, hafa verið nánast dagleg-
ur viðburður síðan í desember sl.
Tyrknesk stjómvöld, sem í síðasta
mánuði höfnuðu umleitunum Tareq
Ariz, aðstoðarforsætisráðherra
Iraks, um að rifta samningum við
Bandaríkin og Bretland um afnot af
flugvöllum, hafa lýst því yfir að þau
hafi orðið af tekjum sem samsvara
2.100 mOljörðum ísl. króna vegna
viðskiptabannsins á írak.