Morgunblaðið - 04.03.1999, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 04.03.1999, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. MARZ 1999 45 MINNINGAR stríða. Var undursamlegt að fylgjast með hve Gunnþórunn annaðist hann af mikilli nærfærni og ástúð, nótt sem dag, og sleppti ekki af honum hendinni fyrr en óhjákvæmilegt var að hann færi á hjúkrunarheimili. Gunnþórunn var ein sú indælasta og heilsteyptasta manneskja, sem ég hef kynnst, alltaf brosmild og hlý bg vildi öllum gott gera. Þegar Einari bauðst staða í Mexíkó árið 1950 sótt- umst við eftir að fá dóttur Gunnþór- unnar og Sigurbjörns, Dúrrý, 16 ára að aldri, með okkur mér til aðstoðar, þar sem við vorum með þrjú ung börn, á aldrinum 8 mánaða tö 5 ára. Það hlýtur að hafa verið erfið ákvörðun fyrir Gunnþórunni að sjá á bak einkadóttur sinni til dvalar í fjar- lægri heimsálfu og í lítið þekkt land, sem Mexíkó var þá og manni fannst í órafjarlægð. En það vafðist ekki fyrir Gunnþórunni að gefa sitt leyfi. Hún var ekki að hugsa um sjálfa sig, hefur eflaust ekki viljað standa í vegi fyrir, að dóttir hennar gæti nýtt sér þetta tækifæri til að kynnast framandi lónd- um. Svo efast ég ekH um að hún hefur borið hag okkar Einars fyrir brjóstí. Það lýsir vel hve yndisleg mann- eskja Gunnþórunn var, að á meðan við dvöldumst í Mexíkó, sem urðu þrjú og hálft ár, heimsótti hún aldr- aða foreldra mína iðulega. Minntist mamma oft á hve vænt henni hefði þótt um þessar heimsóknir. Aldrei kom Gunnþórunn tómhent, ýmist með pönnukökur, kleinur eða annað góðgæti, sem hún hafði sjálf útbúið. Gunnþórunn var fyrst og fremst húsmóðir, sem annaðist heimilið og börnin sín tvö af ástúð og umhyggju. En hún var dugnaðarforkur og greip oft tímabundið í ýmis störf til að létta undir með heimilinu. Um miðjan ald- ur bauðst henni afgreiðslustarf í Skemmunni í Hafnarfirði, þar sem hún var mikils metin vegna dugnaðar síns og heiðarleika. Þegar eigandi Skemmunnar ákvað að selja reksturinn gerði Gunnþór- unn sér lítið fyrir, þá komin um sex- tugt, og keypti verslunina og húsið með. Starfrækti hún síðan Skemm- una í 23 ár við góðan orðstír eða til 84 ára aldurs. Hún var með úrvals vör- ur, en samt var það ekki síður hið hlýja viðmót hennar, sem laðaði við- skiptavinina að. Gunnþórunn hafði ánægju af að skreppa til útlanda og þá ekki síst til London í innkaupaferðir. Ég fór einu sinni með henni í vikuferð til London og var það mjóg ánægjulegur tími. Hún var þá m.a. að kaupa inn fyrir verslunina, en aldrei gleymdi hún samt börnum sínum og barnabörn- um, því hún hafði sérstaka ánægju af að gleðja þau, enda hændust þau öll mjög að henni. Það var lfka lærdóms- ríkt að fara með henni í búðir, því hún hafði mjög fágaðan smekk og bar gott skynbragð á gæði vörunnar, þannig að það voru aðeins gæðavör- ur, sem hún keypti. Erfitt var að tilkynna Einari mín- um, sem sjálfur dvelur á sjúkrahúsi, lát systur sinnar. Þau voru sérstak- lega samrýnd, enda aðeins rúmt ár á milli þeirra. Fyrir rúmu ári var Einar mjög alvarlega veikur. Þá hringdi Gunnþórunn til mín á hverju einasta kvöldi til að fylgjast með líðan hans. Hún kvaddi mig alltaf með þessum orðum: „Vertu blessuð, ástin mín. Guð geymi þig." Elsku Gunnþórunn mín. Þín verð- ur sárt saknað af okkur Einari og fjölskyldu okkar. Við sendum Dúrrý og Örlygi og fjölskyldum þeirra inni- legar samúðarkveðjur. Vertu blessuð, ástin mín, Guð geymi þig. Margrét Thoroddsen. Elsku amma okkar. Nú stendur þú ekki lengur við eld- Ihúsgluggann og veifar okkur brosandi er við rennum í hlaðið. Margs er að minnast en það fyrsta sem okkur öll- um dettur í hug ert þú við eldavélina að baka stóran stafla af pönnukökum og alltaf voru brúsarnir á sínum stað í neðstu skúffunni í eldhúsinu og í þá fengum við djús eða kók. Skemmunni gleymum við aldrei en þá verslun rakst þú í 23 ár. Voru ófáar ferðirnar farnar þangað ýmist til að fá tölur eða til þess að fá að standa fyrir innan búðarborðið. Öll höfum við búið hjá Iþér einhvern tíma á lífsleiðinni. Hjá þér var alltaf öruggt skjól. Þú kenndir okkur að virða allt bæði stórt og smátt og þú komst fram við alla af virðingu og sannri trúmennsku, einnig gast þú alltaf dregið fram það jákvæða og góða í fari allra. Þú kenndir okkur bænir og sýndir okkur kirkjuna þína sem þú söngst í. Oft fórum við með þér og afa út á Alftanes að skoða fuglana í fjörunni þinni. Aldrei sast þú auð- um höndum og vildir allt fyrir alla gera. Þegar settar voru niður kart- öflur, tínd voru ber, sultað eða bak- að þá var það gert fyrir alla fjöl- skylduna. Elsku amma okkar, nú kveðjum við þig með söknuði, ekkert kemur í stað þeirra stunda sem við áttum við eldhúsborðið hjá þér og skrýtið er til þess að hugsa að þær verði ekki fieiri. Við reiknuðum aldrei með því að einhvern tíma kæmi sá dagur að amma niðri stæði ekki við eldhús- gluggann og veifaði. Elsku amma, við þökkum þér fyrir allt sem þú hefur gefið okkur. Guð geymi þig. Sigríður (Sigga), Egill, Ingi- björg, Freydís og Bergdís. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesú, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgr. Pétursson.) Elsku langamma. Við söknum þín öll og óskum að þú værir hér. Við lærðum margt af þér meðan þú varst hér. Eg vil þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig. Þú varst alltaf góðvið allt og alla, bæði menn og dýr. Á veturna gafstu fuglunum mat og brauð. Á sumrin fórum við með þér út í móa að tína ber. Minningarnar um þig eru allar góðar og skemmtilegar. Eg mun alltaf minnast þín í hjarta mínu hvar sem ég er og hvað sem ég geri. Sigríður María Kristinsdóttir. Mig setur Wjóðan og fyrir hugskots- sjónum renna liðnir tímar og minning- ar um ömmu, litlu konuna með stóra hjartað, hjarta af Guði gjört svo að ekki var um að villast. Vissulega var það fyrirsjáanlegt að þessi stund myndi koma, ekki síst eftír að amma hafði verið lögð inn á St. Jósefsspítala í Hafharfirði, þar sem heilsu hennar hrakaði hratt. Samt finnst mér ennþá, þegar ég sit hérna og skrifa þessar Ön- ur, að hún hljótí að vera útí í Borgar- ási, nú eins og ávallt. Þetta voru hlutír sem hægt var að reiða sig á, sólin kom upp á morgnana og amma var heima í litia laglega húsinu sínu þar sem flestír fjökkyldumeðlimir lærðu á unga aldri að þar var vin í lífsins ólgusjó. Það leið aldrei löng stund eftír að barnið leitaði tíl ömmu þangað til að þessi engill snaraðist eftír sælgætísmola, djúsglasi eða hvaðeina sem hún fann til að gefa. Þessi kona gaf líka samúð sína og sam- hug við hvert tilefni. Af dugnaði og at- orku áttí hún líka nóg, svo að hverjum manni máttí ljóst vera, enda var hún þekkt fyrir mannkosti hjá öllum sem til þekktu. Við störf suður í Hafnar- firði á heimaslóðum fjölskyldunnar hef ég oft verið spurður að því hverra manna ég sé og það hefur alltaf fyllt mig stolti að geta sagt frá því að Gunn- þórunn Egilsdóttir í Skemmunni væri amma mín. Við andlát þessarar yndis- legu persónu verður mér hugsað tíl þess að fram á dánardægur á sjúkra- beði voru hennar helstu hugðarefni að huga að afkomendum sínum sem komu í hópum í heimsóknir á þennan yndislega spítala sem hlúði svo vel að ömmu. Hún kvaddi lífið eftir langa og giftusamlega ævi og eftír sitja minn- ingar um hana við hvert fótspor á lífs- göngunni. Það er ekki ofsögum sagt að amma var eftirminnileg persóna, og að öðrum ólöstuðum þá er hún sú magn- aðasta persóna sem ég veit um. Nú er hún farin til afa þar sem þau samein- ast á himnum og þar trúi ég að verði fagnaðarfundir með ættíngjum og vin- um. Hún gaf hverjum samferðamanni sínum af óeigingirni eins og Kristur boðaði enda var hún trúuð og mér er næst að ætla að hún hafi verið engill frá Guði sendur til að leiðbeina, styðja og leggja náunganum tíl kærleika í veganestí fyrir lífsleiðina. Ég veit að oft var ég í hlutverki náungans og ég mun búa að því alla mína ævi og er þakklátur Guði fyrir að hafa leitt mig íeiðina, tíl ömmu. Eg veit að Guð mun varðveita þig og blessa, elsku amma mín. Ég bið til Guðs að hann styðji börnin hennar og afkomendur þeirra, ættíngja og vini, þá erfiðu tíma sem í hönd fara. Þorvaldur Geirsson. FRIÐRIK GARÐAR JÓNSSON + Friðrik G. Jóns- son var fæddur í Arney á Breiðafirði, Dalasýslu 3. ágúst 1908. Hann Iést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur að morgni dags 26. febrúar síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Lofthildur Kristín Pálsdóttir, f. 21.7. 1878, d. 21.10. 1928, og Jón Kr. Lárusson, skipstjóri og bóndi, f. 6.11. 1878, d. 16.9. 1949. Bjuggu Þau lengst af í Arnar- bæli á Fellsströnd í Dalasýslu. Systkini Friðriks, sem öll eru látin, voru: Loftur Georg, f. 20.9. 1902; Óskar Breiðfjörð, f. 8.9. 1903; Hjörtur Leonhard, f. 29.6. 1904; Baldur, f. 27.8. 1904; Halla Bryndís, f. 30.4. 1906; Eggrún Jak- obína, f. 9.10. 1910; Dagbjört Nanna, f. 15.4. 1913 og Níels Breiðfjörð, f. 20.5. 1914. Hinn 5. septem- ber 1936 kvæntist Friðrik Fanneyju Dagmar Kristjáns- dórtur frá AJfsnesi á Kjalarnesi, f. 22.12. 1909, en hún lést í Reykjavík 11.1. 1993. Þau eignuðust þrjú börn, þau eru: 1) Baldur, bygginga-. fræðingur, f. 26.5. 1938, kvæntur Selmu Jónsdóttur. Eiga þau þrjú börn: Jón Gunnar, f. 2.6. 1962. Fanneyju Dagmar f. 25.5. 1969, og Baldur Gaut, f. 22.11. 1971. 2) Sigurður Kristján Friðriksson, viðskiptafræðingur, f. 4.1. 1945. Kvæntur Unni Færseth. Eiga þau þrjú börn: Huldu Sögu, f. 29.5. 1968. Friðrik Garðar, f. 16.3. 1972 og Eddu Sögu, f. t 25.9. 1981. 3) Hildur Jóna, hús- móðir, f. 22.4. 1951, gift Sigfúsi Erni Árnasyni. Þau eiga tvö börn: Friðrik Fannar, f. 4.8. 1974, og Stefaníu, f. 26.3. 1979. Langafabörnin eru átta. Friðrik starfaði við Iandbún- að á heimili foreldra sinna fram undir tvítugt, en flutti þá til Gr- indavíkur þar sem hann stund- aði sjómennsku næstu fjögur árin. Hann fluttist til Reykjavík- ur 1932. Stuttu síðar hóf hann störf hjá Lögreglunni í Reykja- vík, en þar starfaði Friðrik X" óslitið næstu 42 árin, fyrst í lög- regluliði borgarinnar, síðan hjá Sakadómi Reykjavíkur, en síð- ast hjá Hæstarétti. Eftir að Friðrik lét af störfum hjá lög- reglunni starfaði hann sem hús- vörður hjá Verzlunarbanka ís- lands i nokkur ár. Utför Friðriks fer fram frá Bústaðakirkju í dag, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku Friðrik afi er dáinn. Hann var góður afi og góður vinur, og það verður ekki fyllt í það skarð sem hann skilur eftir sig. Við systkinin söknum hans sárt, og það er af hreinni sjálfselsku sem maður vildi halda afa hérna lengur. Hann var orðinn aldraður og leið ekki vel, og hefur því sjálfsagt orðið hvíldinni feginn. Við trúum að afi sé farinn á betri stað, og að nú líði honum betur. Því miður eru það ekki margir sem fá að njóta þess að hafa afa sinn svona lengi og eiga hann einnig að sem vin. Eftir því sem ár- in liðu lærði maður að meta þessa vináttu betur. Hann fylgdist vel með því sem við vorum að gera, og þó oft væri langt á milli heimsókna mundi hann eftir því sem við höfð- um talað um seinast, forvitnaðist um framgang mála og var alltaf áhugasamur um það sem við höfð- um fyrir stafni. Hann var alltaf til- búinn að gefa okkur góð ráð og þau vru vel þegin. Þær eru ómetanlegar stundirnar þegar hann sagði okkur frá árun- um sínum á Breiðafirði, en sá stað- ur var honum mikils virði. Hann dreymdi um að fara vestur í sumar með okkur. Þó hann vissi að hann kæmist ekki með í þá ferð, var hann búinn að skipuleggja ferðina útí minnstu atriði; hvert ætti að fara, hvað hann vildi sýna okkur og hverju hann ætlaði að segja okkur frá og hverja ætti að heimsækja. Þegar rætt var um ferðina var ekki hægt að sjá að hann væri veikur. Það var mikils virði að fá kveðju frá honum, hvort sem maður sat heima eða bjó í útlöndum, vitandi það að hann hugsaði til okkar og saknaði okkar kannski eitthvað álíka mikið og við söknuðum hans. Við þökkum afa umhyggju hans fyrir okkar systkinunum. Við eig- um eftir að sakna hans og þess fólks sem við höfum kvatt á lífsleið- inni, það skilur eftir sig. mikil skörð, en mikið af góðum minning- um, já minningum sem ekki munu gleymast. Jón Gunnar og Fanney Dagmar. Sorg og gleði auður er öllum þeim sem vilja. Ég á margt að þakka þér þegar leiðir skilja. (Hulda) Elsku afi okkar. Það er erfitt að sætta sig við það að þú sért farinn frá okkur. Við vitum að þú fórst á góðan stað þar sem þú munt hitta aftur hana ömmu. Nú ert þú búinn , að fá hvíldina og við vitum að þér líður vel. Þegar kemur að hinstu kveðju- stund verður okkur litið yfir farinn veg og minningarnar um góðan, kátan og ástríkan afa streyma fram. Afa sem alltaf var svo kátur, það er alveg sama hvað á bjátaði, aldrei var langt í gleðina. „Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur hug þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín." (Kahlil Gibran) Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífs þíns nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði nú sorg mitt hjarta þásælteraðvitaafþvi, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. (Þ.S.) Við kveðjum nú með söknuði, elsku afi. Blessuð sé minning þín sem mun ætíð lifa í hjarta okkar. Friðrik Fannar og Stefam'a. MARGRET KJARTANSDÓTTIR + Margrét fæddist í Þverárhlíð, Borgarfirði, 18. september 1899. Foreldrar hennar voru Kjartan Bjarnason og Krist- ín Árnadóttir. Mar- grét giftist Magmísi Þorkelssyni bakara- meistara en hann lést 1958. Þau eign- uðust tvo syni: 1) Ingi Guðmundur Magnússon, f. 20.7. 1930, maki Þórunn Eiríksdóttir. Þau ólu upp tvo drengi: Maginís S. Jónsson, maki Þórhildur Gunn- arsdóttir og eiga þau tvö börn, Valgeir og Valgerði. Sigríkur Smári Ragnarsson, maki Krist- ín Svavarsdóttir og eiga þau þrjá syni, Svein fv- ar, Andra Sævar og Einar Sindra. 2) Kjartan Magnús- son, f. 11.8. 1938, maki Hallfríður Birna Skúladóttir. Þau eiga tvö börn: Auðun Kjartansson, maki Inga Dóra Krisrjánsdóttir og eiga þau þrjú börn, Margrét Kjartans- dóttir, maki Þröstur Sievertsen og eiga þau tvö börn. Margrét hðf ung störf í Borgarnesi, en fluttist síðan til Reykjavíkur. Síðast starfaði hún hjá Islenskum aðal- verktökum. Útför Margrétar hefur farið fram í kyrrþey að hennar ósk. Látin er ein af perlum landsins, hún Margrét vinkona mín. Perla í þeirri merkingu að látleysi og innri fegurð var það sem einkenndi hana alla tíð. Margrét var móðir tengda- fóður míns, langamma barna okkar Magnúsar, langa-langamma barna- barna okkar. Kona sem við öll bár- um mikla virðingu fyrir um leið og við sóttum í félagsskap hennar. Margrét var einstaklega greind kona með mikla kímnigáfu. Kröfu- hörkuna vantaði í fari hennar, nema það væri til sjálfrar sín. Hún var ávallt ánægð og sæl með lífið og tilveruna. Þó vissum við öll að hún hafði þurft að hafa mikið fyrir lífinu, eins og svo margur hér áður fyrr. En hún sá alltaf eitthvað já- kvætt við hlutina sem gerðir voru. Þegar eitthvað var gert fyrir hana varð hún undrandi og efaðist um að hún ætti greiðann skilið. Stolt móðir var hún og fylgdist vel með börnum sínum. Allt frarn til síðasta dags vissi hún vel hvað hvert okkar var að gera. Hún ráðskaðist aldrei með okkur, held- ur hvatti til dáða og lét okkur vita hve lífið væri mikilvægt og yndis- legt að lifa og njóta. Aðeins einn sóiargeisli inn um glugga henna á Grund gladdi hana mikið. I heil 18*- ár dvaldi hún þar og á starfsfólk á Grund miklar þakkir skildar fyrir góða umönnun. Þrátt fyrir mikinn aldursmun okkar Margrétar, ræddum við alla tíð saman sem jafnaldrar. Eftir- minnilegustu samverustundir okk- ar eru jólaboðin hennar tengda- mömmu. Á þeim stundum áttum við það til að gleyma okkur úti í horni, skrafa um heima og geima. Mér þótti sérlega gaman að hlusta á hana segja frá æskuárum sínum, frá lífinu í kring um hana á þeim tíma. Og henni þótti líka skemmti- legt að fá tækifæri til að segja frá. Frásagnargleði hennar var mikiL^. og minnið frábært. Margrét héit minni og athygli allt fram á síðasta dag. En sjónina missti hún reyndar fyrir mörgum árum. Það var henni mikill missir, en Margrét var aldrei ráðalaus. Útvarpið og spólur frá Blindrabókasafninu styttu henni stundir, og notaði hún það í ríkum mæli. Horfin er mikil sæmdarkona, sem sannaði það að löng skóla- ganga og próf eru enginn mæli- kvarði fyrir greind og gáfur. Um leið og við öll söknum hennar mik- ið, samgleðjumst við henni á þess-"' ari stundu. Hún var tilbúin að kveðja þennan heim. Hún var ánægð og sæl með öll árin með okkur og þakklát fyrir það sem henni hafði verið gefið í lífinu. Um leið og við kveðjum merka konu, þökkum við henni fyrir allt sem hún kenndi okkur. Blessuð sé]g^ minning hennar. Þórhildur Gunnarsdöttir. HMi -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.