Morgunblaðið - 04.03.1999, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 4. MARZ 1999 13
FRÉTTIR
Skólavörubúðin hefur verið seld til einkaaðila
GKS hf. bauð betur
en Penninn í útboði
Morgunblaðið/Golli
SAMNINGUR um kaup GKS hf. á Skólavörubúðinni var undirritaður í
menntamálaráðuneytinu í gær. Frá vinstri: Jón Steingrímsson, stjórn-
armaður GKS hf., Björn Bjarnason menntamálaráðherra, Ingibjörg
Ásgeirsdóttir, forstjóri Námsgagnastofnunar, og Árni Sigfússon,
stjórnarformaður Námsgagnastofnunar.
Frummat á umhverfísáhrifum fram-
kvæmda við Reykjavíkurflugvöll
Mögulegt að
gera athuga-
semdir til 7. april
SKÓLAVÖRUBÚÐIN hefur verið
seld til GKS hf. fyrir um 37 milljón-
ir króna og undirritaði Björn
Bjarnason menntamálaráðherra
kaupsamninginn fyrir hönd ríkis-
stjórnarinnar í gær. Þar með lýkur
42 ára ríkisrekstri á Skólavörubúð-
inni, en hún hefur séð skólum lands-
ins fyrir sérhæfðri þjónustu á sviði
kennslutækja og annars skólabún-
aðar. Búðin var áður rekin af Náms-
gagnastofnun.
Ríkið auglýsti búðina til sölu og
bárust Tvö tilboð, frá GKS og Penn-
anum, og var gengið að tilboði GKS,
þar sem það var 74% hærra en til-
boð Pennans. Andvirði sölunnar
mun renna til Námsgagnastofnun-
ar.
GKS mun taka við starfseminni á
mánudaginn, en búðin verður áfram
rekin undir nafni Skólavörubúðar-
innar. I fréttatilkynningu frá Náms-
gagnastofnun segir að samkomulag
hafi verið gert við GKS um að búðin
muni áfram bjóða fram allt náms-
efni stofnunarinnar með sama hætti
og áður. Þar kemur einnig fram að
stefnt sé að því að námsefnisgerð
verði í auknum mæli boðin út og að
unnið sé að undirbúningi að útboð-
um nokkurra verka.
Að sögn Jóns Steingrímssonar,
hjá GKS, verður búðin á sama stað
að Laugavegi 166 fyrst um sinn.
Hinn 1. júni verður hún flutt í annað
húsnæði, en ekki er enn víst hvert.
Jón sagði að níu starfsmenn væru
tengdir búðinni og verið væri að
ræða við flesta þeirra um endur-
ráðningu, þeim, sem ekki yrðu end-
urráðnir, hefðu verið tryggð biðlaun.
Forsvarsmaður verslunarinnar hef-
ur verið ráðinn Óskar Sigurðsson.
I fréttatilkynningu frá mennta-
málaráðuneytinu um söluna segir að
með aðskilnaði Skólavörubúðarinnar
frá rekstri Námsgagnastofnunar og
sölu til einkaaðila sé verið að fram-
fylgja stefnu ríkisstjórnarinnar um
útboð á rekstri og þjónustu hins op-
inbera. Sala búðarinnar sé iiður í
viðleitni menntamálaráðuneytisins
til að auka fjárhagslega hagkvæmni
í rekstri Námsgagnastofnunar með
það að markmiði að styrkja stofnun-
ina og tryggja framtíðarstöðu henn-
ar í þjónustu við grunnskóla lands-
ins.
Á fundinum í gær kom einnig fram
að ný skólastefna og endurskoðun
aðalnámskráa, krefðist átaks í náms-
efnisgerð, þróun nýs kennsluhugbún-
aðar og endurmenntun kennara. Þar
kom fram að ákveðið hefði verið að
veita um 100 milljónum króna til að
bregðast við þessari þörf. Náms-
gagnastofnun fær allt að 83 milljón-
um króna, þ.e. 40 milljónir til náms-
efnisgerðar og 43 millj. til gerðar
kennsluhugbúnaðar. Um 18 milljónir
fara í sérstakan sjóð vegna endur-
menntunar grunnskólakennara.
ALMENNINGI gefst nú kostur á
að kynna sér frummat á umhverfis-
áhrifum framkvæmda við endur-
bætur á Reykjavíkui-flugvelli.
Skipulagsstofnun hefur hafið at-
hugun á þessum umhverfísáhrifum
en frummatsskýrslu unnu verk-
fræðistofurnar Hönnun og Al-
menna verkfræðistofan fyrir flug-
málastjórn.
Frummatsskýrslan liggur
frammi til 7. apríl hjá Borgarskipu-
lagi Reykjavíkur, í Þjóðarbókhlöð-
unni og hjá Skipulagsstofnun. Gef-
ast almenningi fímm vikur til að
kynna sér framkvæmdina og
leggja fram athugasemdir, sem
berast verða Skipulagsstofnun eigi
síðar en 7. apríl. Þá verður leitað
umsagna frá borgarráði, Náttúru-
vernd ríkisins, Hollustuvernd ríkis-
ins og kynning er send Þjóðminja-
safninu og Náttúrufræðistofnun.
Tilgangur með framkvæmdun-
um við Reykjavíkurflugvöll er að
auka öryggi í flugumferð þannig að
völlurinn uppfylli kröfur sem gerð-
ar eru til slíkra mannvirkja, m.a.
tilmæli og leiðbeiningar frá Al-
þjóða flugmálastofnuninni, segir
m.a. í frétt frá Skipulagsstofnun.
Eins og fram hefur komið í Morg-
unblaðinu verður verkið unnið á
fjórum árum og teknar íyrir ein-
stakar flugbrautir eða hlutar
þeirra í senn.
Jafnframt kynningu á frummati
umhverfísáhrifa verða auglýstar
tillögur að breytingu á aðalskipu-
lagi Reykjavíkur 1996 til 2016 og á
deiliskipulagi Reykjavíkurflugvall-
ar. Liggja þær frammi til kynning-
ar hjá borgarskipulagi.
----------------
Vitastígur
verður ein-
stefnugata
LÖGREGLUSTJÓRINN í Reykja-
vík hefur ákveðið að gera Vitastíg
að einstefnugötu til suðurs á milli
Bergþórugötu og Njálsgötu. Þá
verður Freyjugata einstefnugata til
vesturs á milli Njarðargötu og Óð-
insgötu.
Settar verða upp tvær 30 km/klst
hraðahindranir á milli Vitastígs og
tengigötu við Skúlagötu og há-
markshraði verður lækkaður í 30
km á klst. í botnlanga við Rafstöðv-
arveg17-33.
Þá verður Korpúlfsstaðavegur að
aðalbraut austan hringtorgs á mót-
um Strandvegar, Mosavegar, Vík-
urvegar og Korpúlfsstaðavegar.
NYTT UTLIT
NÝJARVÖRUR
VERO M
Laugavegi 95 • Kringlunni