Morgunblaðið - 04.03.1999, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 04.03.1999, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. MARZ 1999 13 FRÉTTIR Skólavörubúðin hefur verið seld til einkaaðila GKS hf. bauð betur en Penninn í útboði Morgunblaðið/Golli SAMNINGUR um kaup GKS hf. á Skólavörubúðinni var undirritaður í menntamálaráðuneytinu í gær. Frá vinstri: Jón Steingrímsson, stjórn- armaður GKS hf., Björn Bjarnason menntamálaráðherra, Ingibjörg Ásgeirsdóttir, forstjóri Námsgagnastofnunar, og Árni Sigfússon, stjórnarformaður Námsgagnastofnunar. Frummat á umhverfísáhrifum fram- kvæmda við Reykjavíkurflugvöll Mögulegt að gera athuga- semdir til 7. april SKÓLAVÖRUBÚÐIN hefur verið seld til GKS hf. fyrir um 37 milljón- ir króna og undirritaði Björn Bjarnason menntamálaráðherra kaupsamninginn fyrir hönd ríkis- stjórnarinnar í gær. Þar með lýkur 42 ára ríkisrekstri á Skólavörubúð- inni, en hún hefur séð skólum lands- ins fyrir sérhæfðri þjónustu á sviði kennslutækja og annars skólabún- aðar. Búðin var áður rekin af Náms- gagnastofnun. Ríkið auglýsti búðina til sölu og bárust Tvö tilboð, frá GKS og Penn- anum, og var gengið að tilboði GKS, þar sem það var 74% hærra en til- boð Pennans. Andvirði sölunnar mun renna til Námsgagnastofnun- ar. GKS mun taka við starfseminni á mánudaginn, en búðin verður áfram rekin undir nafni Skólavörubúðar- innar. I fréttatilkynningu frá Náms- gagnastofnun segir að samkomulag hafi verið gert við GKS um að búðin muni áfram bjóða fram allt náms- efni stofnunarinnar með sama hætti og áður. Þar kemur einnig fram að stefnt sé að því að námsefnisgerð verði í auknum mæli boðin út og að unnið sé að undirbúningi að útboð- um nokkurra verka. Að sögn Jóns Steingrímssonar, hjá GKS, verður búðin á sama stað að Laugavegi 166 fyrst um sinn. Hinn 1. júni verður hún flutt í annað húsnæði, en ekki er enn víst hvert. Jón sagði að níu starfsmenn væru tengdir búðinni og verið væri að ræða við flesta þeirra um endur- ráðningu, þeim, sem ekki yrðu end- urráðnir, hefðu verið tryggð biðlaun. Forsvarsmaður verslunarinnar hef- ur verið ráðinn Óskar Sigurðsson. I fréttatilkynningu frá mennta- málaráðuneytinu um söluna segir að með aðskilnaði Skólavörubúðarinnar frá rekstri Námsgagnastofnunar og sölu til einkaaðila sé verið að fram- fylgja stefnu ríkisstjórnarinnar um útboð á rekstri og þjónustu hins op- inbera. Sala búðarinnar sé iiður í viðleitni menntamálaráðuneytisins til að auka fjárhagslega hagkvæmni í rekstri Námsgagnastofnunar með það að markmiði að styrkja stofnun- ina og tryggja framtíðarstöðu henn- ar í þjónustu við grunnskóla lands- ins. Á fundinum í gær kom einnig fram að ný skólastefna og endurskoðun aðalnámskráa, krefðist átaks í náms- efnisgerð, þróun nýs kennsluhugbún- aðar og endurmenntun kennara. Þar kom fram að ákveðið hefði verið að veita um 100 milljónum króna til að bregðast við þessari þörf. Náms- gagnastofnun fær allt að 83 milljón- um króna, þ.e. 40 milljónir til náms- efnisgerðar og 43 millj. til gerðar kennsluhugbúnaðar. Um 18 milljónir fara í sérstakan sjóð vegna endur- menntunar grunnskólakennara. ALMENNINGI gefst nú kostur á að kynna sér frummat á umhverfis- áhrifum framkvæmda við endur- bætur á Reykjavíkui-flugvelli. Skipulagsstofnun hefur hafið at- hugun á þessum umhverfísáhrifum en frummatsskýrslu unnu verk- fræðistofurnar Hönnun og Al- menna verkfræðistofan fyrir flug- málastjórn. Frummatsskýrslan liggur frammi til 7. apríl hjá Borgarskipu- lagi Reykjavíkur, í Þjóðarbókhlöð- unni og hjá Skipulagsstofnun. Gef- ast almenningi fímm vikur til að kynna sér framkvæmdina og leggja fram athugasemdir, sem berast verða Skipulagsstofnun eigi síðar en 7. apríl. Þá verður leitað umsagna frá borgarráði, Náttúru- vernd ríkisins, Hollustuvernd ríkis- ins og kynning er send Þjóðminja- safninu og Náttúrufræðistofnun. Tilgangur með framkvæmdun- um við Reykjavíkurflugvöll er að auka öryggi í flugumferð þannig að völlurinn uppfylli kröfur sem gerð- ar eru til slíkra mannvirkja, m.a. tilmæli og leiðbeiningar frá Al- þjóða flugmálastofnuninni, segir m.a. í frétt frá Skipulagsstofnun. Eins og fram hefur komið í Morg- unblaðinu verður verkið unnið á fjórum árum og teknar íyrir ein- stakar flugbrautir eða hlutar þeirra í senn. Jafnframt kynningu á frummati umhverfísáhrifa verða auglýstar tillögur að breytingu á aðalskipu- lagi Reykjavíkur 1996 til 2016 og á deiliskipulagi Reykjavíkurflugvall- ar. Liggja þær frammi til kynning- ar hjá borgarskipulagi. ---------------- Vitastígur verður ein- stefnugata LÖGREGLUSTJÓRINN í Reykja- vík hefur ákveðið að gera Vitastíg að einstefnugötu til suðurs á milli Bergþórugötu og Njálsgötu. Þá verður Freyjugata einstefnugata til vesturs á milli Njarðargötu og Óð- insgötu. Settar verða upp tvær 30 km/klst hraðahindranir á milli Vitastígs og tengigötu við Skúlagötu og há- markshraði verður lækkaður í 30 km á klst. í botnlanga við Rafstöðv- arveg17-33. Þá verður Korpúlfsstaðavegur að aðalbraut austan hringtorgs á mót- um Strandvegar, Mosavegar, Vík- urvegar og Korpúlfsstaðavegar. NYTT UTLIT NÝJARVÖRUR VERO M Laugavegi 95 • Kringlunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.