Morgunblaðið - 04.03.1999, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 04.03.1999, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. MARZ 1999 27 LISTIR Glæsilegur píanóleikur TOI\LIST Sa I ui'i u ii PÍANÓTÓNLEIKAR Þorsteinn Gauti Sigurðsson ílutti verk eftir Gershwin, Satie, Beet- hoven, Chopin og Barber. Þriðjudag- inn 2. mars. PIANOTONLEIKAR gerast nú sjaldgæfir en voru aðaluppistaðan í tónleikahaldi Tónlistarfélagsins fyrrum og þá oftast, að erlendir pí- anóleikarar í heimsklassa voru þar á ferð. Á seinni árum hefur tón- leikahald tekið miklum breytingum og margvísleg kammer- og söng- tónlist er orðin fyrirferðarmikil. Það eru því nokkur tíðindi að Þor- steinn Gauti Sigurðsson skuli halda einleikstónleika, enda sýndu tón- leikagestir áhuga sinn og komust færri að en vildu. Tónleikarnir hófust á þremur prelúdíum eftir Gershwin, sem eru ágætlega samin smáverk, og þótt Gershwin hafi samið tvo píanó- konserta er í raun sorglegt til þess að vita, að honum entist ekki aldur til að semja meira fyrir píanóið, sem var hans hljóðfæri. Gershwin var einn af þessum snillingum sem voru í raun lengi að „finna sig" eins og sagt er, fór alfaraleið fyrst fram- an af en hafði þó séð sig um hönd og fundið að litróf listarinnar var margbreytilegra en fólgið var í ein- faldri lagsmíði. Þorsteinn lék þess- ar elskulegu prelúdíur nokkuð frjálst í hryn, ekki eins taktnjörvað og djassistar vilja, en fallega. Sama má segja um „Gnossíuna" nr. 1 eftir Eric Satie. Þessi einfalda tveggja hljóma tónsmíð var fallega flutt. Lagið er í f-moll og þótt einu sinni sé snert við e-moll-hljómi er hljóm- skipanin aðeins I. og IV. sæti (f- og b-moll-hljómar). Auk sérkennilegs tónmáls voru yfirskriftir og leið- beiningarorð um leikmáta oft mjög óvenjuleg hjá Satie. Þrátt fyrir að Satie vildi vinna gegn öllu prjáli og tildurmennsku er tónlist hans ef til vill aðeins prjál og tildurmennska í sakleysilega tilbúnum búningi. Þriðja verkefni tónleikanna var Tunglskinssónatan op. 27 eftir Beethoven, mikið skáldverk, sem erfítt er að nálgast og túlka. Leikur Þorsteins var að mörgu leyti fallega mótaður, svolítið haminn og á köfl- um látlaus, þótt tekið væri oft nokkuð á í lokakaflanum. Þarna er vandamálið ekki að öllu leyti tækni- legt, heldur túlkunin, sem leiðir frá Þóra B. Jónsdóttir sýnir í Fjarðarnesti ÞÓRA B. Jónsdóttir opnar mynd- listarsýningu í Fjarðarnesti, Hafn- arfirði, á laugardag, kl. 15. Þóra er fædd og uppalin á Eyri í Skötu- firði. Hún fluttist til Hafnarfjarðar 1966 og hefur búið þar síðan. Hún stundaði nám við Myndlistaskóla Hafnarfjarðar á árunum 1993-1994, hún hefur tekið þátt í samsýningum en þetta er hennar fyrsta einkasýning. Myndefni hennar er m.a. sótt í vestfirsk björg og fjöll og má þar nefna Látrabjarg, Hornbjarg, Hælavík- urbjarg o.fl. En sjdn er sögu rík- ari. Sýningin stendur til 9. apríl. Kvikmyndasýning Goethe-Zentrum ÞÝSKA kvikmyndin Rossini frá ár- inu 1997 verður sýnd í Goethe- Zentrum, Lindargötu 46, í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20.30. Tríó Suður- lands í Þor- lákshöfn TRÍÓ Suðurlands heldur tón- leika í Þorlákshafnarkirkju sunnudaginn 7. mars og hefjast þeir kl. 16. Tríóið skipa Agnes Löve píanóleikari, Ásdís Stross fiðluleikari og Gunnar Björns- son sellóleikari en á efnisskrá eru Trio nr. 25 í G-dúr eftir Ha- ydn og Trio op.l nr. 3 í c-moll eftir Beethoven. Myndin hlaut Þýsku kvikmynda- verðlaunin sem besta mynd en einnig fyrir bestu leikstjórn og bestu klippingu. Rossini er háðsá- deila á líferni fræga fólksins í þýska kvikmyndageiranum þar sem allt snýst um kynlíf, peninga, framapot og misheppnuð ástarsambönd. Meðal þekktra leikara í myndinni eru Götz George, Gudrun Land- grebe og Mario Adorf en leikstjóri er Helmut Dietl og skrifaði hann einnig handritið ásamt Patrick Siis- kind, höfundi Ilmsins. Myndin er með enskum texta og aðgangur er ókeypis. hugleiðslu 1. þáttar yfir í tragikó- mískan annan þáttinn, er svo brýst út með hamsleysi tilfinninganna í lokaþættinum. Að þessu leyti er þetta einstæða verk erfitt í flutn- ingi. Þorsteinn náði oft fallega mót- uðum tónlínum en ef til vill þó með frekar látlausum hætti. Eitt atriði var sérkennilegt og það var tón- mótun „aðalstefsins" í fyrsta þætt- inum, sem var sérkennilega tón- stutt og ekki eins syngjandi og hjá mörgum píanistum, Þetta setti nokkuð sérkennilegan blæ á þátt- inn í heild. Eftir hlé reyndi meira á tæknina i glæsilegum etýðum Chopins, nr. 4, 6 og 8, úr æfingum op. 10, sem eru fingra-glæsiverk; nr 4 krómatískar leiktæknibrellur fyrir báðar hendur og nr. 8 yfir fjögurra áttunda hljómaleikur fyrir hægri höndina, á móti skemmtilegri laglínu í vinstri hendi, og nr. 6, sem er andstæða hinna, og þar leikur Chopin með laglínu á móti kontrapunktískri mniirödd. Allt lék þetta í höndum Þorsteins Gauta og þótt gaman væri að heyra glæsileik hans í nr. 4 og 8 var leikur hans ekki minna um verður í þeirri sjöttu, sem hann „söng" mjög fallega. Lokaverkið var stórsónatan eftir Samuel Barber, sem Þorsteinn Gauti lék af þvílíkum glæsibrag, að til þess verður að jafna með því sem best hefur heyrst héðra. Verkið er margslungið, kraftmikið með marg- breytilegum texta, sem er tematískt unninn, og lýkur verkinu á ævin- týralegri fúgu, sem að lokum leiðir yfir í stórsinfónískan endi. Flutn- ingur Þorsteins Gauta á þessu stór- brotna verki var glæsileg „yfirlýs- ing" um að hann er óumdeilanlega okkar stórpíanisti. Jón Ásgeirsson Englar alheimsins á spænsku ENGLAR alheimsins, verðlauna- skáldsaga Einars Más Guðmundsson- ar, er komin út á spænsku í þýðingu José Antonio Fernández Romero. Bókin nefnist í þýðingunni Ángeles del universo. Út- gefandi er Ed- iciones Siruela. Þýðandinn er kunnur á Spáni. Hann hlaut fyrir nokkru helstu þýðendaverðlaun Spánar fyrir þýð- ingar íslenskra ljóða sem komu í safnritinu Poetica Nordica. Að auki Romero þýtt m.a. þjóðsögur, skáld- Súrefiiisyörur Karin Herzog Kynning>n í dagkl. 14-18 í Apóteki Óiafsvíkur, Ingólfs Apóteki, Kringlunni, Snyrtistofunni Paradís, Laugarriésvegi 82, og Apótekinu löufelli. Kynningarafsláttur Einar Már Guðmundsson hefur Fernández íslendingasögur, verk eftir Halldór Laxness og úrval ljóða eftir Jóhann Hjálmarsson sem kom út í fyrra. íslenskar samtímabókmenntir njóta vaxandi athygli á Spáni. Þess má geta að í nóvember eða desember á þessu ári kemur skáldsaga Guð- bergs Bergssonar, Sú kvalda ást sem hugarfylgsnin geyma, hjá Tuscet-út- gáfunni í þýðingu Enrique Bernárdez, en fleiri verk eftir Guðberg hafa kom- ið út á Spáni. -----------?-?-?-------- Sýningum lýkur SYNINGU á Ijósmyndasamkeppn- inni Ljósbrot í Gallerí Geysi lýkur sunnudaginn 7. mars. Vinningshafar voru Vax, frá Menntaskólanum á Akureyri, fyrir besta heildarsvip þemans og Þorlákur Jónsson, Iðn- skólanum í Reykjavík, fyrir bestu mynd keppninnar. Opið frá 12-18 fóstudag, laugardag og sunnudag. Aðgangur ókeypis. Kyolic hvítlauksafurðin - fyrir heilsuna Ef þú gerir þær kröfur til lyfja aö þau séu vel rannsökuö og geri gagn, þvi ekki aö gera sömu kröfur til fæðubótarefna? Þaö gerum viö. EÍIsuhÚSÍð Heimasíöa: mælir meö KYOLIC www.kyollc.com Dreifing: Logaland ehf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.