Morgunblaðið - 04.03.1999, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.03.1999, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 4. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ UR VERINU Veiðileyfa- og kvótaumsóknir Umsóknum svarað innan fárra daga FISKISTOFA hefur ekld sent út svör vegna umsókna um leyfi til fiskveiða og aflaheimildir í fiskveiði- landhelgi Islands, sem borist hafa í kjölfar dóms Hæstaréttar í máli Valdimars Jóhannessonar. I fyrra- dag höfðu Fiskistofu borist alls um 2.719 umsóknir en umsóknir hafa verið að berast allt fram á daginn í dag. Þórður Asgeirsson, Fiskistofu- stjóri, segir öllum umsóknum verða svarað innan fárra daga. Starfsmenn Fiskistofu hafa und- anfarið unnið úr umsóknum og flokkað þær eftir efnisatriðum. Sam- kvæmt upplýsingum frá Fiskistofu hafa umsóknirnar verið grófiega flokkaðar í um 10 efnisfiokka og hafa verið samin svarbréf við þess- um tilgreindu flokkum. Umsóknirn- ar eru mismunandi en í flestum til- fellum er sótt um veiðileyfi og afla- heimildir án þess að tilgreind séu skip í umsóknunum. Einnig er sótt eingöngu um kvóta án þess að sér- staklega sé skip fyrir hendi en það engu að síður sagt vera til staðar. Þá er ennfremur talsvert sótt um veiði- leyfi án kvóta án þess að tilgreint sé skip. Slíkar umsóknir þarf að athuga sérstaklega. Alls hefur 201 aðih sótt um veiði; leyfi og kvóta og tilgreint skip. I þeim tilfellum þarf að ganga úr skugga um að skipið uppfylli kröf- ur um haffærniskírteini o.þ.h. I einhverjum tilfellum er sótt um kvóta á skip með veiðileyfi og verð- ur að athuga slíkar umsóknir sér- staklega með tilliti til laga um út- hlutun kvóta. Þá er einnig um að ræða sértilvik sem svara verður sérstaklega og gera má ráð fyrir að svör við þeim berist nokkuð síðar en hin stöðluðu svör. Enginn fær kvóta að svo stöddu Að sögn Þórðar Ásgeirssonar, Fiskistofustjóra, verða send út svör við öllum umsóknum innan fárra daga. Hann segir umsóknirnar mjög mismunandi og því verði svörin ekki á einn veg. Hann segir að ekld verði úthlutað kvóta á grundvelli umsókn- anna, enda hafi aflaheirnildum fisk- veiðiársins þegar verið ráðstafað. Hann segir hins vegar að þeim sem sótt hafi um veiðileyfi verði veitt það, séu fyrir hendi skip sem upp- fylli tiltekin skilyrði. Eins og komið hefur fram hefur Valdimar Jóhannesson farið þess á leit að umboðsmaður Alþingis gangi á eftir svari við umsókn sinni. Þórður segir að umsókn Valdimars verði svarað fyrst og nokkuð ítarlegar en öðrum um- sóknum. I kjölfar þess verði öðrum umsækjendum sent svarbréf. \ Dagskráin þín er komin út 3.-16. mars Strandverðir teknir upp í Ástralíu. Kíkt Bak við tjöldin til Völu Matt. Beinar útsendingar frá Formula 1. í Dagskrárblaðinu þínu. í allri sinni mynd! SJAVARUTVEGSRAÐUNEYTI Ð hefur í samráði við stjórnvöld í Noregi og Grænlandi ákveðið að leyfilegt heildarmagn á yfirstand- andi loðnuvertíð verði 1.200 þús. lestir, en bráðabirgðakvótinn hafði verið ákveðinn 950 þús. lestir. Þetta er um það bil 220 þús. lestum minna magn en lagt var til grund- vallar þegar bráðabirgðakvótinn var ákveðinn í upphafi vertíðar og vantar það magn á til að ísland fái sína hlutdeild úr heildarmagninu, miðað við samning landanna um sldptingu heildarmagnsins. I upp- hafi næstu vertíðar verður hlutur íslands réttur í samræmi við ákvæði samningsins. Aukningin á loðnukvótanum er 250 þús. lestir og kemur hún öll í hlut íslenskra loðnuskipa. Auk þess fá íslensku skipin til viðbótar rétt um 56 þús. lestir sem ónýttar voru úr kvóta Noregs og Grænlands. ís- lensku skipunum hafði verið út- hlutað 688.200 lestum í upphafi vertíðar og verður því heildarkvóti þeirra eftir þessa aukningu 994.700 lestir. I fyrradag var búið að veiða um 38.500 tonn umfram upphafskvóta og eru því óveidd tæplega 270.000 tonn af heildarkvótanum, en um- framkvótanum verður skipt á skip- in í samræmi við aflahlutdeild þeirra. Um miðjan febrúar var ákveðið að auka kvótann um 200.000 tonn og eftir þá ákvörðun voru um 390.000 tonn óveidd af leyfilegum heildarkvóta. Margir voru þegar byrjaðir á umframkvót- anum og eiga sumir lítið eftir þrátt fyrir aukninguna en óvíst er hvort heildarkvótinn náist. „Ef skammt er í hrygningu sé ég ekki að þetta náist," sagði Magnús Bjarnason VERÐ á þorskaflahámarki, bæði til leigu og varanlegrar eignar, hef- ur hækkað mikið síðustu vikur vegna mikillar eftirspurnar. Egg- ert Sk. Jóhannesson, hjá Skipa- miðluninni Bátar & kvóti, segir spurn eftir krókabátum með þorskaflahámark einnig mjög mikla en hinsvegar hafi lítil hreyf- ing verið með sóknardagabáta vegna þeirrar óvissu sem ríkir með veiðistjórnun þeirra í framtíðinni. Eggert segir mikið af fyrir- spurnum berast frá eigendum krókabáta sem vilji glöggva sig á stöðu mála, enda sé um að ræða al- eigu mjög margra fjölskyldna alls staðar á landinu og miklir hags- munir í húfi. Einkum sé um að ræða eigendur sóknardagabáta sem þurfi að velja fyrir 1. mars nk. hvort þeir rói áfram á sóknardög- um eða fari inn í kvótakerfi. Eggert segir gífurlega eftir- spurn eftir þorskaflahámarks- kvóta, bæði til leigu og kaups. Af þeim sökum sé mikil spenna á al- mennum markaði og leiguverð í sögulegu hámarki eða 65 kr. fyrir kílóið en verðið hafi hæst farið upp í 68-70 krónur en þá hafi verið um lítið magn að ræða. „Góð veiði og mjög gott fiskverð virðist vera að skila sér í hærra kvótaverði. Það eru ekki margar vikur síðan enginn fékkst til þess að leigja þorskafla- hámarkstonnið á 43.000 krónur. Núna Mggja hinsvegar fyrir pant- anir á 1.000 tonna leigukvóta í þorskaflahámarkskerfmu hjá okk- ur og um 500 tonnum af eignar- kvóta. Miðað við sama tíma fyrir ári hefur þróunin snúist við en þá var sama og engin eftirspurn eftir leigukvóta heldur vildu allir kaupa eignarkvóta, enda var eignarkvóti þá á bullandi uppleið. Söluverð á þorskaflahámarkskvótanum er núna 500.000 krónur fyrir tonnið og hefur farið hæst í 530.000 krón- ur. Miðað við eftirspurn mun verð- ið örugglega hækka," segir Egg- ert. Sóknardagurinn metinn á allt að 700 þúsund krónur Eggert segir nú miklar hreyfing- ar í viðskiptum með þorskaflahá- marksbáta, sérstaklega báta með sem mestan kvóta. í dagakerfunum haldi menn frekar að sér höndum vegna mikillar óvissu sem ríki um framtíð veiðistjórnunar í kerfinu. „Eigendur dagabáta eru þessa stundina að skoða þá möguleika sem boðið er upp á varðandi áfram- haldandi sóknardaga eða þá 30 tonna þorskkvóta og svo kvóta í framhaldi af því út frá viðmiðun. Menn hafa verið að reyna að gera sér í hugarlund hvert söluverð verð- ur fyrir hvern sóknardag og hafa heyrst tölur frá 300.000 krónum upp í 700.000 krónur. Miðað við að þessir bátar fái úthlutað 23 sóknar- dögum, samsvarar þar 6,9 til 16 miUjónum króna. Vissulega er mik- ill munur á verðmati manna fyrir hvern dag og verður markaðurinn að segja til um hið rétta söluverð þegar þar að kemur. En við verðum varir við mikinn ugg meðal eigenda sóknardagabáta vegna þessarar óvissu en þeir þurfa eins og kunn- ugt er samkvæmt lögum að ákveða sig fyrir 1. mars nk. hvort þeir velji kvóta eða sóknardagana. Vegna lé- legrar viðmiðunar hjá flestum þess- ara báta munu þeir enn eina ferðina fara inn í sóknardagakerfið og ríkir mikil óánægja með að ekki skyldi vera einhver lágmarkskvóti til þess að vejja um," segir Eggert. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson LOÐNUSKIP voru meðal annars á veiðum austan við Vestmannaeyjar í gær. Heildarloðnukvóti okkar I verður tæp milljón tonna framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss Eskifjarðar um heildarkvótann. „Eg held að það þurfi að minnsta kosti sæmilega veiði í tvær til þrjár vikur til að þetta náist," bætti hann við. I gær voru 34 loðnuskip á mið- unum, flest austur af Vestmanna- eyjum, og var mesta veiðin í Með- allandsbugt. Lítið virtist vera af hrognaloðnu en hrognavinnsla hélt áfram fyrir sunnan og frysting var sums staðar fyrir austan. Bjarrti Ólafsson AK landaði 1.400 tonnum á Seyðisfirði. „Við fengum þetta í fjórum köstum en ég hef aldrei séð eins lftið af loðnu og þetta fer allt í bræðslu," sagði Gísli Runólfsson skipstjóri og bætti við að hann hefði ekki farið vestur fyrir Hjörleifshöfða. „Við eigum um 4.000 tonn eftir og reynum að ná því sem við getum." Mikil eftirspurn eftir þorskaflahámarki á krókabáta Verð á leigukvóta farið » hæst upp í 70 krónur j f
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.