Morgunblaðið - 04.03.1999, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 4. MARZ 1999 59 r
BRÉF TIL BLAÐSINS
Þetta með agann
Frá Júlíusi Valdimarssyni:
EG VAR að hlusta á morgunútvarp-
ið einn morguninn og umræðuefnið
var unga fólkið. Nýlegar upplýsing-
ar greina frá því að um 20% ung-
menna þurfa að leita sér aðstoðar
vegna svonefndra geðrænna vanda-
mála. Fjöldi þeirra ungmenna sem
þurfa að leita sér slíki-ar aðstoðar
fer hratt vaxandi. Sérfræðingurinn
sem var í morgunútvarpinu til að
leiða hlustendur í allan sannleika,
eins og sérfræðinga er siður, sagði
að í flestum þessara tilfella væri um
agavandamál að ræða. Þessi skil-
greining minnti mig á blaðagrein
sem ég sá á dögunum, skrifaða af
virtum námsráðgjafa, en hún lagði
áherslu á að börn og unglingar
þyrftu að læra tillitsemi og sjálf-
saga, ekki bara sumir heldur allir.
Vandinn er bara sá að sá heimur
sem unga fólkið fæðist inn í er ekki
góður skóli í góðum siðum og góðri
framkomu.
Óarðbær tilfinningasemi
Unga fólkið fæðist inn í heim
fullorðna fólksins sem um þessar
mundir byggist á frumskógarlög-
málum samkeppninnar þar sem
hver vegur annan á markaðstorg-
inu og tillitsemi við náungann
flokkast undir óarðbæra tilflnn-
ingasemi. Það fæðist inn í þjóðfé-
lag neysluæðis þar sem háþróuð
auglýsingatækni markaðsvæddrar
fjölmiðlunar sérhæfir sig í að fá
fólk til að skuldsetja sig um efni
fram. Það fæðist inn í yflrvinnu-
samfélag þar sem fólk, þar með
talið foreldrarnir, vinnur myrkr-
anna á milli og hefur ekki orku í að
sinna samskiptum við börnin. Það
fæðist inn í heim þar sem þeim sem
ekki standa sig eða ekki er hægt að
nota lengur er hent út í pytt fá-
tæktar og vosbúðar. Það fæðist inn
í heim þar sem sprengjum er varp-
að á saklausa borgara og börn og
gamalmenni deyja úr hungri og
veikindum vegna viðskiptaþving-
ana undir yfirskyni réttlætis en af
undirrót kaldrifjaðra markaðs-
hagsmuna. Og í þessu vitfirrta um-
hverfí sem tekur við börnum og
unglingum ómótuðum og varnar-
lausum mætir þeim fullorðna fólkið
sem bendir ásakandi á þau fmgrin-
um og heimtar að þau læri tillit-
semi og sýni þann sjálfsaga að
hlýða settum reglum.
Lftill metnaður ráðamanna
Lífsflótti, ofbeldi og örvænting
einkennir lífsstíl ungs fólks í sorg-
lega miklum mæli. Ungt fólk er
óvitlaust og það sér, skilur eða fínn-
ur á sér þann innantóma og mann-
fjandsamlega lífsstíl sem er í gangi.
Sumir harka þetta af sér, læra að
hlýða, fara í Versló eða á aðrar við-
skiptabrautir til að meika það en
verða oft tilfmningaskertir, kald-
hæðnir og sjálfumglaðir markaðs-
sinnar án tillitsemi við aðra. Aðrir
meika þetta ekki, fmna sér ekki
stað í þessu öllu saman, fá sér bjór,
eða í pípu, brjóta rúðu eða bara
stytta sér aldur því enga framtíð er
að sjá.
Það ríkir lítill metnaður hjá
stjórnmálamönnum, fjánnálamönn-
um eða öðrum þeim áhrifa- og
valdamönnum þjóðfélagsins sem
ábyrgir eru fyrir þessu ástandi. Það
er lítill metnaður fólginn í því að
setja skefjalausa neyslustefnu og
gróðahyggju í forgang fram yfir
manneskjulegt og tillitssamt þjóðfé-
lag. En er ekki meiri metnaður fólg-
inn í því að gera vel við alla, einnig
unga fólkið, þótt það sé ekki ennþá
komið inn í framleiðsluferlið og
gamla fólkið, sem hefur lokið sínum
þætti svo og aðra, eins og öryrkja,
sem ekki geta tekið þátt af öðrum
ástæðum?
Við þurfum að tala saman
Við getum vel breytt þessu en við
þurfum að hafa vilja og metnað til
þess að þjóðfélagið verði mann-
eskjulegt. Við þurfum að tala sam-
an, ræða um hvað okkur fínnst innst
inni um þróun mála, hvernig okkur
líður og leita að öðruvísi leiðum. Við
erum öll búin gífurlegum hæfíleik-
um og jákvæðum krafti og ef við
leggjum saman krafta okkar getum
við flutt fjöll. Til er hreyfing fólks
sem heitir Húmanistahreyfingin.
Þessi hreyfing hefur það að mark-
miði að byggja net fólks sem vill
gera samfélagið að jákvæðu um-
hverfí fyrir persónulega þróun
hvers og eins og vinnur að þjóðfé-
lagsbreytingum, meðal annars mpð
starfsemi Húmanistaflokksins. Ég
hvet alla sem hafa trú á möguleika
okkar til að breytast og breyta þjóð-
félaginu í kringum okkur að hafa
samband við undirritaðan. Ennþá
erum við of fá sem leggjum hönd á
plóginn og við þurfum þess vegna
hjálp þína, lesandi góður, og margra
þinna líka til þess að hugsjónir okk-
ar verði að veruleika. Höfum metn-
að, gerum þjóðfélagið að stað sem
skilur engan eftir í vosbúð og skorti
en skapar öllum jöfn tækifæri fyrir
sig og sína. Byggjum saman upp
mennska framtíð í stað þess vígvall-
ar sem verið er að koma á af tillits-
lausum bröskurum og metnaðar-
lausum pólitíkusum. Þetta er vel
hægt!
JÚLÍUS VALDIMARSSON,
í stjórn Húmanistaflokksins.
Það
rofar til
Frá Eggerti E. Laxdal:
Það er hríð
á fjallvegum
og fennir í byggð.
Bflamir
brjótast um
í sköflunum.
Sumir
eru utan vega.
Lögreglan
og björgunarsveitarmenn
vinna af kappi.
Ýtur ryðja vegina.
Loks rofar til.
EGGERT E. LAXDAL,
Hveragerði.
Ókeypis lögfræðiaðstoð
í kvöld milli kl. 19.30 og 22.00
í síma551 1012.
Orator, félag laganema
Tekur 5 kg.
60 mín. tíma
2 hitastitJingí
Snýr í báöar:
Notar barka
o.fl. I
17187E
1200sn. þvottavél. ■
Tekur 5 kg. og er
öllu því besta sem prýöir góöa þvottavél.
M.a. innb.vigt sem stýrir vatnsmagni
eftir þvottamagni, ullarvöggu,
Tekur 5 kg. \
120 mín. tímarofi
2 hitastillingar,
barki fylgir o.fl.
Tekur 3 kg.
120 mín. timarofi
2 hitastillingar,
barki o.fl.
Verð áðurftr.
44.900.
- AN IMO 1 929 -
Skútuvogur 1 • Sími 568 8660 • Fax 568 0776
Ath. Öll verð eru staðgreiðsluverð
fcrhf Ueið nu ki.
32.900
Þú sparar kr.
Þuottauél 1200 sn
BUerð nú hr.
19.900
Þú sparar kr.
Þú sparar kr.
1 )