Morgunblaðið - 04.03.1999, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 04.03.1999, Blaðsíða 48
48 FIMMTUDAGUR 4. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR GISLI JÓNSSON + Gísli Jónsson fæddist í Reykjavík 6. júní 1929. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 22. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Víðistaðakirkju 2. ^. Að heilsast og kveðj- ast er gangur lífsins og nú þegar sól hækkar á lofti, daginn er farið að lengja, kveðjum við kæran vin sem með dugnaði og ótrúlegum hetjuskap varð að lokum að lúta fyrir honum sem síðasta orð- ið hefur. Minningar um Gísla eru margar og fagrar, hann var ávallt reiðubú- inn að veita alla þá aðstoð og hjálp sem í hans valdi stóð, þegar til hans var leitað, oftar en ekki var hann búinn að bjóða hana áður. Þegar hann fársjúkur lá á Sjúkra- húsi Reykjavíkur leið varla það kvöld að hann ekki hringdi í mág- ». % konu sína til að spyrjast fyrir um líð- an hennar, hvetja hana til dáða með trú og vissu um góðan bata. Fyrir þetta er þakkað með bljúg- um hug og virðinu. Gísli var mikill starfsmaður og féll aldrei verk úr hendi, því til stað- festu mætti telja upp öll þau fjöl- mörgu trúnaðarstörf sem honum voru falin um dagana, bæði opinber, í hinum ýmsu félögum og samtök- um. Öllu þessu var sinnt af mikilli trú- mennsku og nákvæmni, og jafnvel •J* þegar kennslu var lokið í Háskóla Islands var í nógu að snúast, verk- efnin voru fjölþætt og mikilvæg eins og áður. Það var ekki að sjá að hér færi maður sem væri að verða sjötugur, þvert á móti, lífsgleðin var mikil, áhugamálin mörg og margt ógert enn þá, hin ýmsu mál þjóðfélagsins áttu hug hans allan og að þeim var unnið af kappi, eins og ávallt áður. Þess er skemmst að minnast að hann lét sitt stóra áhugamál, sem var ljósmyndun verða að veruleika er hann lauk prófi frá þekktum skóla í New York árið 1995. Þetta litla dæmi sýnir að ávallt var horft fram á veginn, markmiðin Af-.voru háleit og allt þaulskipulagt, það var ekki hans eðli að láta deigan síga. Heimilið að Brekkuhvammi er myndarlegt, gott að koma þar í heimsókn, þar finnur maður sig ávllt velkominn. Gísli var hrókur alls fagnaðar hvar sem hann var, viðmótið hlýlegt og notalegt og eftir því var tekið hversu einlægur hann var í allri framkomu. Við þau þátta- skil sem nú hafa orðið er horft til baka, með þakklæti fyrir ánægju- lega og gefandi samfylgd um leið og við vottum eiginkonu, börnum og öðrum ástvinum dýpstu samúð á ef- iðri stundu. Megi Guð gefa ykkur sinn styrk. ¦*¦?' Þuríður Guðnadóttir, Páll Hjartarson. Fallinn er fyrir aldur fram félagi í Rótarýklúbbi Hafnarfjarðar, Gísli Jónsson prófessor, eftir stutt en hörð veikindi. Gísli hafði verið rótarýfélagi í hartnær 37 ár og jafn- an sýnt mikinn áhuga og alúð í störfum sínum fyrir félagsskapinn. Hann var forseti klúbbsins starfsár- ið 1975-1976 og útnefndur Paul Harris-félagi árið 1988. Gísli lagði sérstaka rækt við -•ystarfshópaskipti á vegum rótarý- hreyfingarinnar, var formaður nefndar íslenska rótarýumdæmisins um árabil sem undirbýr og kostar starfshópaskipti milli landa á ungu fólki starfandi í ýmsum greinum. Hann var fararstjóri fyrir hópi ís- lendinga sem fóru í kynnisferðir til Bandaríkjanna og var jafnan í for- Ifcystu hér heima í móttöku á erlend- um starfshópum. Starfsgrein Gísla var háskólakennsla en hann var rafmagns- verkfræðingur að mennt og prófessor í rafmagnsverkfræði. Hann var mjög áhuga- samur um alls konar nýtingu rafmagns og landskunnur fyrir bar- áttu sína fyrir notkun rafknúinna bfla. Rótarýfélagarnir í Hafnarfirði sakna mjög Gísla Jónssonar, enda var hann mjög áhugasamur um starf- semi klúbbsins, sótti vel fundi og var virkur í öllum umræðum og bar velferð klúbbsins og hreyfingarinn- ar allrar mjög fyrir brjósti. Fjöl- skylda Gísla er einnig mjög áhuga- söm um rótarýhreyfinguna, Mar- grét, eiginkona Gísla, var ein af stofnendum og forsetum Inner Wheel í Hafnarfirði og Guðni, sonur Gísla, er einn af félögum í Rótarý- klúbbi Hafnarfjarðar. Félagar í Rótarýklúbbi Hafnar- fjarðar þakka Gísla langa og ánægjulega samfylgd og flytja Mar- gréti, börnum þeirra og fjölskyld- unni allri hugheilar samúðarkveðj- ur. Rótarýklúbbur Hafnarfjarðar, Guðmundur Friðrik Sigurðsson, forseti. Mig setti hljóðan þegar ég var látinn vita af láti Gísla Jónssonar. Það var eins og eitthvert tóm mynd- aðist innra með mér, tóm sem mér fannst að aldrei yrði fyllt. Ég fann fyrir sárum söknuði, aldrei framar myndi ég hitta Gísla, hitta hann eins og ég mun alltaf sjá hann fyrir mér: í góðu skapi með bros sem náði til augnanna og gamanyrði á vörum. Hugurinn reikaði til baka og minn- ingarnar tóku að streyma að, minn- ingar um góðan dreng Og það var eins og þær streymdu inn í tómið sem hafði myndast þó aldrei geti þær komið í stað Gísla sjálfs. Engu að síður eru þær óendanlega dýr- mætar og munu fylgja mér alla ævi. Fyrst minnist ég Gísla þegar ég var barn að aldri og hann giftist fóð- ursystur minni Margréti Guðna- dóttur. Kynni okkar Gísla hófust þó fyrst fyrir alvöru þegar ég, sem ungur maður, fór að heiman úr sveitinni og fór að leita mér að vinnu á höfuðborgarsvæðinu. Þá var Gísli ávallt boðinn og búinn við að hjálpa mér við leit að atvinnu. Dvaldi ég þá oft um lengri eða skemmri tíma hjá Gísla og Möggu og hafði þar bæði fæði og húsaskjól og umhyggju þeirra beggja. Þótt ég hefði verið sonur þeirra hefðu þau ekki reynst mér betur. Tvisvar á þessu tímabili hafði ég þá ánægju að hafa Gísla sem æðsta yfirmann en það var þegar ég vann hjá Raf- veitu Hafnarfjarðar og Gísli var þar rafyeitustjóri. Ýmislegt brölluðum við Gísli sam- an á þessum árum og svolítið gat ég launað honum alla hans hjálpsemi með því að rétta honum stundum örlitla hjálparhönd þegar hann var að koma sér upp húsnæði, fyrst í Garðabænum og síðar í Hafnarfirði, við það hús sem hann bjó í alla tíð síðan. Það var eitt sinn þegar ég var að hjálpa Gísla við að stilla af milli- vegg í húsinu í Hafnarfirði, en það var mikið nákvæmnisverk því aldrei hef ég kynnst nákvæmari og vand- virkari manni en Gísla. Þar sem við stöndum hvor á móti öðrum og lút- um niður við verk okkar er eins og veggurinn fái allt í einu sjálfstæðan vilja því hann fer að vagga á ein- hvern furðulegan hátt til og frá í höndunum á okkur en það var einmitt öfugt við það sem hann átti að gera og um leið var eins og okk- ur svimaði svolítið. Við litum báðir upp og horfðum með furðusvip hvor á annan. Fannstu eitthvað sagði hvor um sig, já, báðir höfðu fundið eitthvað. Við ræddum þetta eitthvað án þess að komast að annarri niður- stöðu en þeirri að við skyldum ekki gera okkur að athlægi með því að segja nokkrum manni frá þessu. En mikið létti okkur þegar við daginn eftir heyrðum það í útvarpi að einmitt á þessum tíma hefði orðið jarðskjálfti á Reykjanesskaganum. Þegar ég seinna gifti mig var Gísli okkur hjónum ávallt hjálpleg- ur. Kom sér þá oft vel að Gísli var vel heima í hinum ólíklegustu mál- um og lét sér fátt mannlegt óvið- komandi. Við væntum þess að hitta Gísla ásamt fleiri ástvinum á enn þá betri stað en við búum á núna, á þeim stað þar sem dauðinn aðskilur ekki framar ástvini. Guð blessi minninguna um góðan vin og góðan dreng. Drottinn blessi, styrki og styðji þig og börnin ykkar, Magga mín. Yngvi og Rebekka. Vinur okkar hjóna, Gísli Jónsson rafmagnsverkfræðingur og prófess- or, verður jarðsettur í dag. Þegar horft er yfir langan veg er margs að minnast, t.d. þegar Gísli, nýkominn heim frá verkfræðinámi, byrjaði hjá raforkumálastjóra, en undirritaður hafði þá unnið þar um tíma. Þar hófust kynni okkar Gísla. Einkenni Gísla hafa alla tíð verið þau sömu, nákvæmni, sem maður stríddi honum stundum með, skoð- anafesta og óbilandi trú og dugnað- ur við að fylgja eftir þeim málum sem hann var sannfærður um að væru rétt. Heilbrigður metnaður sem ekki var vikið frá þótt á móti blési. Kynni okkar hin síðari ár hafa einkum verið í gegnum störf Ljós- tæknifélags íslands, sem Gísli tók við formennsku í þegar ég hætti. Gísli hefur rekið félagið af miklum dugnaði og staðið fyrir utanlands- ferðum til náms og kynningar á ljóstækni. Ferðirnar til Philips, Os- ram og Zumtobel verða okkur sem þátt tókum í þeim ógleymanlegar, bæði vegna þess sem við sáum og svo vegna þeirra félags- og vináttu- banda sem þarna urðu til, og vegna þess að allar áætlanir um tíma og uppákomur stóðust til fulls, en Gísli var fararstjóri. Kjarkur og ákveðni Gísla komu vel fram þegar hann sannfærði ráðamenn Lux Evrópa um að ísland gæti hýst næstu Lux Evrópa-ráðstefnu árið 2001, en þar koma fulltrúar lýsingarbúnaðar og ljóstæknisamtaka alls staðar að úr heiminum og ræða sín fræði. Á ráð- stefnunni 1997 varð ofan á að sú næsta yrði hér á landi. Og hvikaði Gísli hvergi frá því að þetta væri hægt og að við gætum gert þetta svo að sómi yrði að fyrir félagið og fyrir landið og var kominn á fulla ferð með undirbúning þegar kallið kom. Á erfiðum tímamótum fyrir fjöl- skylduna færum við hjónin þakkir fyrir góða kynningu og góðar minn- ingar og vottum Margréti og börn- unum einlæga samúð og biðjum Guð að veita þeim styrk til þess að mæta því sem framundan er. Ólöf Elín Davíðsdóttir og Egili Skúli Ingibergsson. Kynni okkar Gísla hófust, þegar við komum í 3. bekk Menntaskólans í Reykjavík haustið 1946. Síðar urð- um við nágrannar á Laugavegi og Grettisgötu og samgangur og ýmis- konar samvinna í námi fór vaxandi, einkum í fyrri hluta námi í verk- fræðideild Háskóla íslands. Síðar skildi leiðir í námi; Gísli fór í raf- magnsverkfræði og ég í vélaverk- fræði og lásum síðari hluta við Polyteknisk Læreanstalt í Kaup- mannahöfn. Ekki varð þó langt á milli okkar. Gísli hafði kvænzt sinni ágætu konu, Margréti Guðnadóttur, áður en hann hélt utan til síðari hluta náms og tóku þau íbúð á leigu í Kaupmannahöfn svo stóra að tvö herbergi voru til útleigu. Hjá þeim leigði ég annað herbergið í eitt ár. Nokkrum árum eftir að námi lauk settumst við báðir að í Hafnarfirði og höfum búið þar síðan. Við höfum átt margt saman að sælda, m.a. ver- ið félagar í Rótarýklúbbi Hafnar- fjarðar lengst af verunni í Hafnar- firði. Og með konum okkar tókst ágætur vinskapur. GísU var alla tíð mjög grannvaxinn maður, í meðal- lagi hár, kvikur í hreyfingum, skarpleitur og langleitur, hýrlegur til augna og hafði glaðlegt viðmót. Hann var mikið snyrtimenni bæði í klæðaburði og með öll sín gögn, - bækur og skjöl, filmur og ljósmynd- ir, smíðatól og efnivið. Gísli var handlaginn mjög og ágætur smiður. Hann hafði á barnsaldri verið hand- genginn móðurafa sínum og nafna, sem var smiður, og fengið að reyna sig á verkstæði hans. Jón Guðna- son, faðir Gísla, var einnig smiður og starfaði lengi á glerverkstæðinu hjá AgU Vilhjálmssyni. Þar vann Gísli oft á sumrum og kynntist þar bflaviðgerðum. Gísli var tryggur vinur vina sinna og með afbrigðum greiðvikinn. Gísli var mjög félagslyndur mað- ur, gestrisinn og góður heim að sækja; duglegur félagsmálamaður og með margvísleg áhugasvið og mikill málafylgjumaður. Gísli fékk stundum harða andstöðu við mála- fylgju sína, en margir slíkir and- stöðumenn urðu seinna vinir hans og kunnu að meta einlægni hans og sannfæringarkraft. I prófessorsembætti við Háskóla íslands var Gísli vafalaust þekktast- ur fyrir rannsóknir sínar á notagildi rafmagnsbíla og baráttu sína fyrir að koma þeim í notkun hér á landi. Þá starfaði hann mikið fyrir Ljós- tæknifélagið og var um það bil að taka við formennsku í samtökum Ijóstæknifélaga í Evrópu þegar hann féll frá. Gísli var um tíma í stjórn Neytendasamtakanna og lét til sín taka í neytendamálum æ síð- an. Hann vann mikið fyrir Rótarý- hreyfinguna og hafði forystu, um námshópaskipti. Þá var Gísli for- maður Krabbameinsfélags Hafnar- fjarðar og hélt þar uppi öflugu fé- lagsstarfi um margra ára bil. Við Þorgerður og börn okkar færum Margréti, börnum hennar og fjölskyldum, okkar dýpstu samúð- arkveðjur. Helgi G. Þórðarson. Þegar ég hóf afskipti af neyt- endamálum og tók sæti í stjórn Neytendasamtakanna á árinu 1978 tók þar jafnframt sæti Gísli Jónsson prófessor, sem við kveðjum nú í dag. Gísli sat í stjórn Neytendasam- takanna í fjögur ár. Hann vakti strax athygli mína og aðdáun. Gísli var í neytendamálunum af hugsjón og var óhræddur að taka á þeim meinum sem taka þurfti á. Hann vann að þessum málaflokki, eins og raunar öllum öðrum verkefnum sem hann tók að sér, af kostgæfni, vand- virkni og alúð. Það var ekki síst þess vegna sem Gísli náði árangri í störfum sínum, þótt andstæðingur- inn væri jafnvel voldugt einokunar- fyrirtæki. Gísli gat einfaldlega aldrei sætt sig við að hinir sterku gengju á hlut þeirra sem veikari voru og hann sá fljótt hvernig sum opinber fyrirtæki leyfðu sér að ganga á réttindi viðskiptavina sinna, oftar en ekki í skjóli einokun- ar. Þó að Gísli hyrfi úr stjórn Neyt- endasamtakanna gleymdi hann ekki gömlu baráttumálunum sínum, heldur hélt hann ótrauður áfram og vann sína sigra, hvort sem um var að ræða rafveitur eða hitaveitur sem ekki virtu sjónarmið viðskipta- vinanna. Þó að Gísli væri kominn á þann aldur þar sem flestir aðrir vilja taka lífinu með ró átti það ekki við hann. Allt þangað til að Gísli lagðist stutta sjúkralegu sem hann átti ekki afturkvæmt úr barðist hann fyrir hugsjónum sínum. ís- lenskir neytendur eiga Gísla margt að þakka. Nú er komið að leiðarlok- um. Ég kveð baráttumanninn Gísla Jónsson með virðingu, um leið og ég votta eiginkonu hans og afkomend- um mína dýpstu samúð. Jóhannes Gunnarsson, formað- ur Neytendasamtakanna. Nokkur kveðjuorð um mág minn. Þegar systir mín hringdi í mig á mánudagsmorguninn og sagði mér frá láti hans kom það mér ekki á óvart því hann var búinn að vera svo veikur, svo við bjuggumst alltaf við þessu hvern dag. Samt kemur þetta eins og köld gusa yfir mann. Það er margs að minnast og af mörgu að taka. Eg ætla ekki að telja það allt upp en allar minningar um Gísla eru mér kærar, hann var drengur góður og gott var til hans að leita, því alltaf var hann boðinn og búinn að gera allt fyrir okkur sem við báðum hann um. Ég man aldrei eftir því að hann neitaði okk- ur þegar við báðum hann að gera okkur greiða. Gísli var sérstakur á margan hátt, það varð allt að vera slétt og fellt í kringum hann, óheið- arleika þoldi hann ekki neinum því hann var að ég vil segja hundrað prósent í öllum viðskiptum. Já, þær eru ógleymanlegar útilegurnar sem fórum oft í fjögur saman. En ein er mér minnisstæðust það er Þórs- merkurferð sem við fórum í sex saman. Okkur varð á að taka ekki nógan mat með okkur og fór það mikið í taugarnar á Gísla að við skyldum vera svona hugsunarlaus- ar, þetta kom mjög við hláturtaugar mínar. Ég held að þetta sé í eina skiptið sem fauk svolítið í Gísla við mig því ég gat ekki setið á mér að stríða honum svolítið með þessu. Seinna átti hann eftir að hlæja að þessu. Það er sárt að kveðja góðan vin; mér hefði ekki dottið í hug þegar Bearne mágur minn dó fyrir tæpu ári að Gísli yrði næstur úr fjölskyld- unni. Dagar okkar eru afmarkaðir hér á jörðu, þá er gott að vera búin að gefa Jesú líf sitt svo við hittumst öll á himni, þar verður gleði og eng- in sorg. Elsku systir mín, ég bið Guð að gefa þér og börnum og barnabörn- um og systur hans styrk á þessari sorgarstund. Gísli minn, ég þakka þér allt sem þú gerðir fyrir mig, megi náð Drottins vera yfir þér. Ég kveð þig með Davíðssálmi númer 23. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á græmim grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum. Þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur huggar mig. Pú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar irdnn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína. Og hús Drottins bý ég langa ævi. Blessuð sé minning þín. Oddný Guðnadóttir. I fáeinum orðum langar mig að minnast Gísla Jónssonar en Mar- grét, eftirlifandi kona hans, er syst- ir móður minnar. Segja má að þó að ég hafi frá bernsku þekkt Gísla þá hófust mín persónuleg kynni af honum í raun ekki fyrr en ég hóf nám við verk- fræðideild Háskóla íslands en þá gafst mér dýrmætt tækifæri til að kynnast nánar hvaða mann hann hafði að geyma. Fljótlega eftir að ég hóf námið bauð hann mér afnot af einkaskrifstofu, þar eð hann vissi að lestraraðstaða í deildinni var þétt setin og oftar en ekki ekkert sæti að fá. Þetta boð þáði ég með miklum þökkum enda um rausnarlegt boð að ræða sem ekki var hægt að hafna. Þegar leiðum okkar bar sam- an annaðhvort á göngum skólans eða á skriftstofunni gaf hann sér alltaf tíma til að spjalla, annaðhvort um námið, Ijósmyndun sem var eitt af hans aðaláhugamálum eða ein; faldlega bara lífið og tilveruna. í þeim umræðum skynjaði ég mikla einlægni, sterka réttlætiskennd og ekki síst mikla vinsemd af hans hálfu sem ég vona að ég hafi að ein- hverju leyti getað endurgoldið hon- um. Síðasta skiptið sem ég hitti Gísla var 17. júní síðastliðinn, í boði hjá foreldrum mínum í tilefni braut- ( I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.