Morgunblaðið - 04.03.1999, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 04.03.1999, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. MARZ 1999 11 FRETTIR Hart deilt á samningsdrög um íþróttahús í bæjarstjórn Reykjanesbæjar Minnihluti hyggst kæra málsmeðferð MINNIHLUTI bæjarráðs í Reykjanesbæ hefur í hyggju að kæra málsmeðferð meirihlutans vegna fjölnota fþróttahúss í Reykja- nesbæ, en á fundi bæjarráðs á mánudag var samþykkt að taka til- boði frá fyrirtækinu Verkafli hf. um byggingu hússins og drög að leigu- samningi vegna þess. I samnings- drögunum er gert ráð fyrir að bær- inn leigi húsið til 35 ára fyrir 2.250.000 krónur á mánuði, allt frá því að húsið verður afhent sem á ekki að vera síðar en 18. febrúar á næsta ári. Pá samþykkti bæjarráð að greiða Verkafli hf. sérstaklega vegna fjár- magnskostnaðar á byggingartíma hússins, samtals 7.350.000 krónur, þar af 4,9 milljónir á þessu ári. Á fundinum á þriðjudag lagði minni- hlutinn fram útreikninga sína á kostnaði samfara leigusamningnum og öðrum valkostum, ásamt lög- fræðiáliti sem samið var að ósk minnihlutans vegna útboðs og mats á tilboðum í fjölnota íþróttahús fyrir Reykjanesbæ. Eftir að meirihlutinn samþykkti að ganga að tilboði Verkafls hf., lagði minnihlutinn fram bókun þar sem hann lýsir þeirri skoðun að „veruleg réttaróvissa ríkir um þennan gjörning", og að verið væri að umbuna tilteknum einstaklingum með óeðlilegum hætti í tengslum við þetta mál. Minnihlutinn neitaði síð- an að taka þátt í frekari afgreiðslu samningsins. í upphafi fundar vék Ellert Eiríksson bæjarstjóri af fundi og tjáði viðstöddum að hann væri vanhæfur í allri umræðu og af- greiðslu er varðar fjölnota íþrótta- hús. Að sögn Jónínu Sanders, for- manns bæjarráðs, er ástæðan sú að Ellert og systkini hans eiga hluta- bréf í Islenskum aðalverktökum, eiganda Verkafls hf. ——-—-—— " -';' ' ":.'¦ ".-: ;, '.;.; ' ' ".' '" -. : . ÚTLITSTEIKNING af hina nýja fjölnota íþróttahúsi sem Verkafl mun reisa í Reykjanesbæ. Telur reglur brotnar Jóhann Geirdal, einn bæjarfull- trúa minnihlutans, kveðst telja að málsmeðferð vegna íþróttahússins sé óeðlileg og hyggi minnihlutinn á að fara kæruleiðina í því sambandi. Hann telji málsmeðferðina m.a. varða við skipulagslög og reikni hann með að yfirstjórn þeirra mála muni verða sett erindi vegna húss- ins. Þá verði þeim hluta samnings- ins, sem snertir fjármál sveitarfé- laga, vísað til félagsmálaráðuneytis til umsagnar. Hann telji einnig út- boðsreglur brotnar og muni minni- hlutinn afla sér lögfræðilegrar ráð- gjafar til að þeim hluta málsins verði beint í réttan farveg. „Þarna er gerður leigusamningur við verktaka um hús sem á að vera á lóð sem er á svæði sem ekkert deiliskipulag er fyrir og hefur ekk- ert verið kynnt með nokkrum hætti fyrir íbúum. í öðru lagi er það ekki í neinu samræmi við þær reglur sem opinberir aðilar eiga að starfa eftir, að gera samning upp á tæplega milljarð króna án útboðs. Fram- kvæmdin er meira að segja svo um- fangsmikil að hún ætti að vera boð- in út á Evrópska efnahagssvæðinu. Mér skilst að Ármannsfell hf. hafi falið Samtökum iðnaðarins að kanna hvort farið hafi verið að lög- um í þeim efnum, og í mínum huga leikur enginn vafi á að um brot sé að ræða. Ég er jafnframt sannfærður um að þessi samningur sé mjög óhag- stæður og kosti sveitarfélagið mun meira en ýmsar aðrar lausnir sem skila sama árangri, þannig að hags- munum sveitarfélagsins og íbúa þess er varpað fyrir róða," segir Jó- hann. Leigutaki greiðir gjöld „Meðal annars ber leigjanda sam- kvæmt samningnum að greiða öll þau gjöld sem venjulega falla á eig- endur fasteigna, ásamt því greiða allan kostnað samfara viðhaldi bún- aðar og lóðar ásamt tryggingum og fasteigna- og lóðagjöldum. Eins og þetta væri ekki nóg, þá skuldbindur bærinn sig samkvæmt samningi til að endurgreiða alla skatta og gjöld sem kann að verða beint á leiguna eða leigusalann vegna samningsins og framkvæmda við byggingu húss- ins. Ekki aðeins er því bærinn að tryggja verktakanum endurgreiðslu sem er verulega umfram eðlilegan kostnað og vexti, heldur tekur hann á sig allar kvaðir og ábyrgðir sem ættu að hvíla á eiganda, og borgar þar að auki þá skatta sem verktak- inn kynni að fá vegna gróðans af leigunni," segir hann. Jóhann kveðst telja að kostnaður samfara húsinu sé um 50% hærri en aðrir sambærilegir möguleikar myndu kosta. Húsaleiga ekki útboðsskyld Jónína Sanders segir að vegna lögbundinna, kostnaðarsamra fram- kvæmda sem bæjarsjóður standi í um þessar mundir, meðal annars í tengslum við einsetningu grunn- skóla og frárennslismál, hafi verið hagstæðara að leigja íþróttahúsið. „Bæjarsjóður stendur vel, en við tókum í fyrra 700 milljóna króna lán til að byggja grunnskóla og fyrirsjá- anlegar eru fleiri stórar lántökur. Með því að taka lán fyrir íþrótta- húsinu værum við að rýra þau vaxtakjör sem bænum bjóðast." Jónína bendir á að samkvæmt samningnum við Verkafl geti bæj- arsjóður fest kaup á húsinu þegar betur hentar fjárhagslega. Hún vísar því á bug að réttaró- vissa sé um framkvæmdina. „Húsa- leiga er ekki útboðsskyld, hvorki á íslandi né á Evrópska efnahags- svæðinu. Petta er hlutur sem við höfum kannað." Jónína segir að gagnrýni minni- hlutans á val á lóð undir íþróttahús- ið og skort á deiliskipulagi sé ekki byggð á réttum forsendum. „Við fórum í það að breyta aðalskipulagi á þessari lóð. Aðalskipulag er sam- þykkt hjá skipulagsstjóra og ég á von á því að ráðherra undirriti það einhvern tíma næstu daga. Þegar það er búið er farið í að deiliskipu- leggja þessa lóð og auglýsa skipu- lagið. Þegar að því kemur verður málið kynnt fyrir nágrönnum. Reykjanesbær á mikið land þannig að við eigum nægjanlegt pláss undir þetta hús ef það fær ekki þann reit sem ætlaður hefur verið fyrir það. Við gátum ekki farið að kynna fyrir íbúunum einhverja byggingu sem ekki var búið að ákveða að ætti að reisa." Jónína segir að þegar hafi fengist reynsla af því fyrirkomulagi sem haft er við byggingu íþróttahússins, því fyrir um tíu árum hafi svipaður háttur verið hafður á þegar samið var við fslenska aðalverktaka um byggingu bæjarskrifstofanna. Saltsfld til Evrópusambandsins Samið um fjögur þúsund tonna tollfrjálsan kvóta ISLENSKIR sfldarútflytjendur töpuðu mikilvægum tollfrjálsum mörkuðum fyrir ákveðnar tegundir síldarafurða þegar fyrrverandi EFTA-ríkin Svíþjóð, Finnland og Austurrfki gengu inn í Evrópusam^ bandið fyrir nokkrum árum. í framhaldi af því var samið um rúm- lega fjögur þúsund tonna tollfrjáls- an innflutningskvóta á sfld til Evr- ópusambandsins, sem var minni kvóti en íslendingar fóru fram á, og síðan þá hafa íslensk stjórnvöld ít- rekað reynt að að fá þennan kvóta aukinn. Breytingar á tollareglum nokk- urra íslenskra afurða á innri mark- aði Evrópu, einkum síld, voru með- al þess sem var til umræðu á fundi Halldórs Asgrímssonar utanrfkis- ráðherra og Emmu Bonino, sem fer með sjávarútvegsmál og mannúðar- og neytendamál í framkvæmda- stjórn ESB, í Brussel á þriðjudag. Niðurstaða þess fundar var fyrir- heit um að viðræður yrðu teknar upp í þessum efnum, að því er fram kemur í samtali við utanríkisráð- herra í Morgunblaðinu í gær. Samið var um 4.150 tonna toll- frjálsan innflutningskvóta milli ís- lands og Evrópusambandsins haustið 1995 og var við setningu kvótans tekið tillit til meðaltalsút- flutnings íslenskra sfldarafurða til Finnlands og Svíþjóðar undan- gengin þrjú ár. Ekki tekið tillit til vaxandi útflutnings Ekki var tekið tillit til þess að út- flutningur hafði farið vaxandi á þessa markaði á þessu tímabili, auk þess sem sfidarstofnar voru í vexti og því líklegt að útflutningur gæti aukist verulega næstu árin. Útflutningskvóti á ýmiss konar krydd- og edikssíld var ákveðinn 2.400 tonn, en slík vara hefði ella borið 10% toll samkvæmt fríversl- unarsamningi íslands og Evrópu- sambandsins. Þessi kvóti var búinn strax á vormánuðum árið 1996 og bar útflutnmgurinn eftir það 10% toll. Þá var tollfrjáls kvóti á heila hausskorna saltsíld ákveðinn 1.750 tonn, en hún ber annars 12% toll. Söltuð sfldarflök eru hins vegar tollfrjáls samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.