Morgunblaðið - 04.03.1999, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.03.1999, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 4. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Lionsklúbbur Akureyrar gaf 500 þúsund í sundlaugarsjóð Um 27 milljónir vantar til að ljúka verkinu Morgunblaðið/Benjamín Baldursson FÉLAGAR í Lionsklúbbi Akureyrar afhentu fé í sundlaugarsjóð í Kristnesi, f.v. er Kristján Óskarsson, formaður klúbbsins, Páll B. Heigason yfirlæknir, Héðinn Jónasson, Lionsfélagi, og Halldór Jóns- son, framkvæmdastjóri Fjórðungssjúki-ahússins á Akureyri. FULLTRÚAR Lionsklúbbs Akur- eyrar aflientu nýlega 500 þúsund krónur í sundlaugarsjóð sem ver- ið er að safna í fyrir sundlaugar- gerð við Kristnesspítala. Pening- arnir eru hagnaður af hagyrð- ingakvöldi sem félagið efndi til síðastliðið haust og einnig af- rakstur af peru- og dagatalasölu félagsmanna. Framkvæmdir við byggingu laugarinnar hófust haustið 1996, en um er að ræða þjálfunarlaug fyrir fólk sem er í endurhæfingu á Kristnesspítala auk þess sem ætlunin er að fatlaðir einstak- lingar sem ekki eru vistaðir á SNJÓMOKSTUR hefur verið þungur baggi á bæjarsjóði Akur- eyrar, en fyrstu tvo mánuði ársins hefur hann kostað þrefalt meira en á síðustu tveimur árum á undan. Alls hefur 12,4 milljónum króna verið varið til að moka snjó af göt- um bæjarins en oftast er svo gripið til þess ráðs að; sturta vörubílshlöss- unum út í sjó. í fjárhagsáætlun bæj- arsjóðs fyrir árið 1999 var gert ráð fyrir að eyða 16,5 milljónum króna 1 snjómokstur á öllu árinu en Guð- mundur Guðlaugsson, yfirverkfræð- ingur hjá Akureyrarbæ, sagðist viss um að bæta þyrfti við þá upphæð, en ómögulegt að segja fyrir um á þessari stundu hversu háa upphæð þarf til viðbótar. Árið 1998 var samkvæmt áætlun gert ráð fyrir að verja 16,5 milljón- um króna í snjómokstur eða sömu spítalanum geti nýtt sér aðstöð- una. Samkvæmt áætlun hönnuða vantar nú rétt um 27 milljónir króna til að Ijúka verkinu, en þegar hefur verið framkvæmt fyrir 18 milljónir króna. Allt framkvæmdafé er tilkomið með gjöfum sem Lionsklúbbar í Eyja- firði og Þingeyjarsýslum hafa safnað auk þess sem ýmis sveit- arfélög hafa lagt sitt af mörkum, en engar sérstakar fjárveitingar hafa fengist á fjárlögum í þessa byggingu. Sundlaugin er sérhönnuð sem þjálfunarlaug með góðu aðgengi úr öllum áttum, en hún er 11X6,5 upphæð og í ár. Eftir fyrstu tvo mánuði fyrra árs höfðu 4,2 milljónir króna farið í snjómoksturinn. Svip- að var uppi á teningnum árið 1997 en þá var heildaráætlunin upp á 15,9 milljónir króna og höfðu 5 milljónir verið notaðar á fyrstu tveimur mánuðum ársins. Margir erfiðir mánuðir eftir „Snjómoksturinn hefur kostað okkur um þrefalt hærri upphæð nú í ár en tvö þau síðustu, en vissulega er alltaf erfitt að áætla hvað þarf mikið hvert ár,“ sagði Guðmundur. Þegar væri búið að nota bróðurpart þess fjár sem fara átti í snjómokst- urinn á öllu árinu og margir erfiðir mánuðir eftir, en til að mynda hefði síðasta haust verið einkar erfitt og mun fjárfrekara í þessum efnum en fyiTÍ hluti ársins. metrar að stærð og er á jarðhæð Kristnesspítala. Hún er misdjúp og með hallandi gólfi. Gert er ráð fyrir að lyftur verði til staðar fyrir þá sem þurfa og að síðar verði unnt að bjóða upp á heita Utivistar- dagur í Lundarskóla ÞEIR voru heppnir krakkarnir í Lundarskóla á Akureyri í gær en þá gafst þeim færi á að njóta veðurblíðunnar því efnt var til útivistardags. Um helmingur krakkanna í skólanum fór á skíði í Hlíðarfjall og þá fór dá- góður hópur, eða um 150 börn, á skauta á skautasvellið. Einnig var farið í Kjarnaskóg þar sem útivistar var notið og á eftir var pylsum skellt á grillið. „Opið hús“ í Tónlistarskóla Borgarfjarðar TÓNLISTARSKÓLI Borgar- fjarðar verður með „Opið hús“ í félagsheimilinu Þinghamri, Varmalandi, á morgun, laugar- dag kl. 14-17. Gestum býðst að hlýða á tón- listarflutning nemenda og gefst um leið kostur á að kaupa sér kaffi eða ávaxtasafa og meðlæti um leið og þeir njóta tónlistarinnar. LÍMMIÐAPRENT Þegar þig vantar límmiða Skemmuvegi 14,200 Kópavogi. S. 587 0980. Fax 557 4243 potta og gufuböð. Sundlaugar hafa sannað gildi sitt og gagn- semi fyrir endurhæfingu, vatn auðveldar oft hreyfingar og létt- ir þjálfun og endurhæfingu veru- lega umfram hreyfingu í lofti. MÁLÞING um forvarnir gegn bein- þynningu kvenna eftir tíðahvörf voru haldin í Reykjavík og á Akur- eyri nýlega, en æ meiri athygli hef- ur beinst að þessu heilbrigðisvanda- máli sem sérstaklega bitnar á kon- um. Auk þess sem helstu sérfræð- ingar landsins á þessu sviði héldu erindi fjallaði danski yfirlæknirinn Lars Hyldstrup um það hverjir ættu að fá meðferð vegna beinþynn- ingar og hvernig henni væri best háttað. Á myndinni er Lars ásamt Birni Guðbjörnssyni, yfirlækni á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, við beinþéttnimæli sjúkrahússins. Slíkur mælir er einnig til í Reykja- vík, en með tilkomu mælisins á FSA Skákþingi Akureyrar í yngri flokkum lokið Deildar- keppni og Islandsmót í hraðskák SKÁKÞINGI Akureyrar í yngri flokkum lauk um síðustu helgi. Keppni var að venju jöfn og spenn- andi og réðust úrslit oftast nær í síðustu skákunum. í unglingaflokki, 13 til 15 ára vann Stefán Bergsson með 12 vinninga af 12 mögulegum, Hall- dór Brynjar Halldórsson varð annar með 8 vinninga og Gunnar Ingi Valdimarsson varð þriðji með 3 vinninga. í drengjaflokki, 10 til 12 ára varð Ágúst Bragi Björns- son í fyrsta sæti með 6,5 vinning af 8 mögulegum, Oddur Carl Thorarensen hlaut 5,5 vinninga og varð í öðru sæti en þeir Ragnar Heiðar Sigti'yggsson, Ómar Ingi Gylfasson og Hjálmar Freyr Valdimarsson urðu jafnir með 5 vinninga í þriðja sæti, en Ragnar varð stigahæstur í baráttunni um sætið. Jón Heiðar Sigurðsson varð sig- urvegari í barnaflokki, 9 ára og yngri með 13 vinninga af 14 mögu- legum, Siguróli Magni Sigurðsson hlaut 11,5 vinning í annað sæti og Snorri Níelsson og Birgir Helgi Thoroddsen hlutu 9 vinninga í þriðja sæti en Snorri hafði betur á stigum. Alls tóku 15 manns þátt í febrú- arhraðskákmóti félagsins og varð Rúnar Sigurpálsson hlutskarpast- ur, Ólafur Kristjánsson varð annar og Smári Ólafsson þriðji. Um helgina stendur Skákfélag Akureyi'ar fyrir síðari hluta Deild- arkeppni í skák, um er að ræða fyrstu og aðra deild og mæta allir fremstu skákmenn þjóðarinnar til leiks. Teflt verður í húsakynnum háskólans við Þingvallastræti sem og í skákheimilinu. Þá gengst fé- lagið fyrir Islandsmóti í hraðskák í háskólahúsinu á sunnudag en þangað eru allir velkomnir. hafa konur á svæðinu sem þurft hafa í beinþéttnimælingu getað sparað sér mikinn ferðakostnað. Beinbrot sem rekja má til bein- þynningar eru algeng og valda miklu álagi á heilbrigðisþjónustuna, en sérstaklega er konum hætt við beinbrotum vegna beinþynningar eftir tíðahvörf. Sjúklingum með mjaðmarbrot hefur fjölgað úr 218 árin 1965-69 í 755 árin 1990-94. Áætlað er að árlegur kostnaður vegna beinþynningarbrota sé á bil- inu 500 til 700 milljónir króna. Álitið er að beinbrotum vegna beinþynn- ingar eigi eftir að fjölga mikið með auknum fjölda aldraðra komi for- varnir ekki til. Snjómoksturspeningar á þrotum Mokstur þrefalt dýrari en í fyrra Morgunblaðið/Rristj án Morgunblaðið/Kristj án Forvarnir gegn beinþynningu Fáðu senda niu kjúklingabita franskar, sósu, salat og 21. kók 2300 kr. Taktu með... , ***«<* 16" 990 kr. með 2 áleggstegundum og 2 I. kók Fáðu senda. 16" 1.290 kr. með 2 áleggstegundum óg 2 I. kók Fáðu senda... 4 hamborgara, franskar og 2 I. kók 1.490 kr. Opið virka daga kl. 11.00-24.00 Helgar kl. 11.00-05.00 Núpalind 1, sími 564 5777
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.