Morgunblaðið - 04.03.1999, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 04.03.1999, Blaðsíða 72
-./ ÖRUGG AVÖXTUN y TVIMÆLALAl ¦"? Á ÞARFASTI N TÞIÓNNINN ÍMM Netfínity <J>£)nýherji MORGUNBLAÐW, KIUNGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FIMMTUDAGUR 4. MARZ 1999 VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK Loðnukvótinn aukinn um 250 þúsund lestir Ovíst að allur kvótinn veiðist LOÐNUVEIÐI verður að vera góð næstu vikurnar til að náist að veiða upp í útgefinn loðnukvóta á yfir- standandi vertíð, að mati Hjálmars Vilhjálmssonar, fiskifræðings. Tæplega 270.000 tonn eru óveidd af loðnukvótanum eftir að sjávarút- ' "^vegsráðuneytið ákvað í samráði við stjórnvöld í Noregi og Grænlandi í gær að leyfilegt heildarmagn á yfirstandandi loðnuvertíð verði 1.200.000 lestir. Aukningin er 250 þús. lestir og kemur hún öll í hlut ís- lenskra loðnuskipa. Auk þess fá ís- lensku skipin til viðbótar rétt um 56 þús. lestir sem ónýttar voru úr kvóta Noregs og Grænlands. ís- lensku skipunum hafði verið úthlut- að 688.200 lestum í upphafi vertíðar og verður því heildarkvóti þeirra eftir þessa aukningu 994.700 lestir. ^^ Ein ganga enn væntanleg Hjálmar sagði að trúlega ætti enn eftir að koma loðnuganga fyrir austan og því væri möguleiki að ná upp í kvótann. „Þegar við vorum þarna fyrir tveimur vikum var tölu- vert af loðnu úti í kanti. Hún var að vísu smávaxin en hrognafyllingin í henni var innan við 10%. Sú loðna er varla komin upp að ennþá en hins vegar stendur í járnum hvort þetta næst. Það er ansi mikið eftir af kvótanum en veðurfar og vinnsla hafa mikið að segja um hvernig veiðin gengur." ¦ Heildarloðnukvótí/20 -----------?-?-?--------- Fimur með flugdrekann GOTT færi var til fiugdrekaflugs í höfuðborginni í gær í strekk- ingsvindi. Það kunni Elías vel að meta og mátti sjá hann æfa tökin á dreka síjiiiin á Suðurgötunni. Morgunblaðið/Ásdis Búnaðarlagasamningur í burðarliðnum sem felur í sér grundvallarbreytingar 4 Auknu fé varið í lífræna ræktun og umhverfísvernd NÝR búnaðarlagasamningur við ríkið er til umræðu á Búnaðarþingi, sem stendur nú yfir. Með honum er í fyrsta sinn samið um fyrirkomulag og framlög til þjónustu sem hefur ^erið starfrækt, svo sem leiðbein- ingarþjónustu, búfjárræktarstarf- semi og jarðabótaframlög. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins felur samningurinn í sér grundvall- arbreytingar á fyrirkomulagi þess- ara þátta. Stefnt er að því að samningurinn erði borinn undir atkvæði í dag eða morgun. Heildarupphæð samn- ingsins hljóðar upp á 470 milljónir króna á ári. Inni í þeirri upphæð eru framlög til framleiðnisjóðs landbún- aðarins. Jarðabótaframlög hafa fram til þessa verið í formi styrkja til fjár- festinga og framkvæmda í hefð- bundnum búskap. Megnið af því fjármagni sem ætlað er til jarða- bóta, samkvæmt samningnum sem nú er til umræðu, fer til nýrra verk- efna sem eiga að breyta ásýnd land- búnaðarins og tengjast lífrænni ræktun, umhverfisvernd, merkingu gönguleiða undir liðnum framlög til bænda til að auka aðgengi að landi sínu og dýraverndarmála. Þarna er því um stefnubreytingu að ræða. I leiðbeiningarþjónustunni verð- ur einnig áherslubreyting. Höfuð- áhersla verður lögð á almenna rekstrarráðgjöf í þeim tilgangi að gera bændur enn betur meðvitaða um að starf þeirra er í raun rekstur fyrirtækis. Einnig er sjálfbær nýt- ing og bætt landnýting sett á odd- inn. Allir bændur eiga kost á úthlutun Allir bændur eiga kost á úthlutun samkvæmt samningnum en verða þá að leggja framlögin I tiltekin verkefni. 165 milljónir króna fara í framleiðnisjóðinn á hverju ári og hann veitir styrki m.a. til rannsókna og ýmissa annarra verkefna. Ráð- gert er að 150 milljónir króna fari árlega til ráðunautastarfsemi, þar af 98 milljónir króna til starfsemi Bændasamtakanna á sviði ráðgjaf- ar. Þá verða samkvæmt samningn- um veittir aðlögunarstyrkir til líf- rænnar ræktunar, umhverfis- og hagræðingarverkefha í garðyrkju og landnýtingaráætlana. Gert er ráð fyrir því að samning- urinn verði til fimm ára og verði endurskoðaður annað hvert ár. Sjálfstæðisflokkurinn Vilhjálmur gaf eftir 9. sætið 0 Asta Möller skipar sætið í hans stað ÁSTA Möller, formaður Félags ís- lenskra hjúkrunarfræðinga, mun skipa 9. sæti lista Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjavík við alþingiskosning- arnar í vor. Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son borgarfulltrúi, sem valinn hafði verið í 9. sætið, tekur 10. sætið að eigin ósk. Þetta varð niðurstaða kjörnefndar flokksins í gærkvöldi, samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins. Samkvæmt heinuldum blaðsins hafði Vilhjálmur samband við Brynjólf Bjarnason, formann kjör- nefndar, í gær og bauðst til að taka 10. sætið. „Ég skil vel sjónarmið kvenna í þessu máli og vil allt gera til að Sjálfstæðisflokkurinn vinni góðan sigur í kosningunum í vor. Mikilvægt er að einhugur og sam- staða ríki í okkar hópi. Það vil ég að allir sjálfstæðismenn og -konur og stuðningsmenn okkar hafi að leiðar- ljósi," sagði Vilhjálmur í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Vilhjálmur sagði að sér þætti vænt um þann stuðning sem hann hefði fengið í kjöfrnefndinni pg frá stórum hópi flokksmanna. „Ég hef alltaf talið 10. sætið baráttusætið í Reykjavík og minni á að í borgar- stjórnarkosningunum 1990 unnum við tíu fulltrúa. Við getum endurtek- ið leikinn nú. Staða flokksins er sterk og við verðum að gera hana enn sterkari, m.a. með öflugu átaki í þágu aldraðra og öryrkja." ? ? ? Ávísanasvikin Annar Níger- íumaður í gæsluvarðhald HÆSTIRÉTTUR úrskurðaði Níg- eríumann, sem ríkislögreglustjóri krafðist gæsluvarðhalds yfir í kjöl- far handtöku Nígeríumannsins, sem innleysti falsaðar ávísanir í íslands- banka í síðustu viku, í gæsluvarð- hald til 10. mars í gær. Héraðsdómur hafði áður hafnað kröfu rikislögreglustjóra um gæslu- varðhaldið og var synjunin því kærð til Hæstaréttar. Gæsluvarðhald yfir hinum Níger- íumanninum rennur út í dag klukk- an 16, en að sögn Jóns H. Snorra- sonar, saksóknara hjá embætti rík- issaksóknara, verður gerð krafa í dag um hálfsmánaðar framlengingu á gæsluvarðhaldi hans. ----------?-?-?-------- Ýsuflök hafa hækkað um 20% á einu ári VERÐ á ýsuflökum hefur hækkað um 20% frá sama tíma í fyrra og verð á nætursöltuðum ýsuflökum um 19%. Alls munaði 123% á hæsta og lægsta verði á hrognum og verð- munurinn nam 92% á hæsta og lægsta verði karfaflaka með roði. Þetta kemur fram í verðkönnun á fiski sem Samkeppnisstofnun lét gera fyrir skömmu. ¦ Ýsuflök hafa/18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.