Morgunblaðið - 04.03.1999, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 04.03.1999, Blaðsíða 37
+ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. MARZ 1999 37, idalagi ESB Reuters uin í kauphöllinni í Lundúnum buðu þegar hún varð að veruleika um ára- tt, Mike Marks og Mitch Shivers, yfir- •rill Lynch-bankanum, með 500-evru stöðvarnar í City. Tekizt er á um það índinu út fyrir hina nýju Evrópumynt. vissra þrýstihópa við myntbandalags- þátttöku Bretlands geti það gert gæfumuninn til að meirihluti Breta greiði atkvæði með inngöngunni að ríkisstjórnin leggist hiklaust og ákveðið á sveif með inngöngusinnum. Evrópusinnar gegn EMU Línur milli „stríðandi fylkinga" í áróðursstríðinu með og á móti EMU- þátttöku Bretlands hafa skýrzt nokk- uð. En til marks um hve margar myndir þetta áróðursstríð tekur á sig er stofnun nýs baráttuhóps gegn inn- göngu, sem nokkrir nafntogaðir menn af miðju brezkra stjórnmála stofnuðu formlega á mánudag. Þessi hópur, sem hefur David Owen lávarð sem sinn helzta talsmann, ætlar nú að blanda sér í umræðuna undir merkj- um „Evrópusinna gegn EMU". Hóp- urinn, sem kallar sig „Ný Evrópa", telur sig „Evrópusinnaðan", en telur brezkum hagsmunum bezt borgið með því að landið haldi sig utan við myntbandalagið, að minnsta kosti fyrst um sinn. Owen lávarður var utanríkisráð- herra í ríkisstjórn Verkamanna- flokksins í kring um árið 1980 og er þekktur „Evrópusinni", en hann hef- ur ekki tekið virkan þátt í stjórnmál- um um nokkurt skeið. En það var þekktur fyrrverandi ráðherra Ihaldsflokksins, James Prior lávarð- ur, sem var í forsvari fyrir „Nýrri Evrópu" á blaðamannafundi í Lund- únum á mánudaginn. „Ég verð áfram mikill stuðningsmaður samrunaþró- unarinnar í Evrópu. (...) En ég tel að það sé rétt fyrir Bretland að halda sig utan við myntbandalagið, í það minnsta í dágóðan tíma, ef ekki um alla framtíð," sagði Prior, sem þar til á síðasta ári starfaði sem fram- kvæmdastjóri vinnuveitendasamtak- anna GEC. Áður fyrr var hann einn nánasti samstarfsmaður Sir Ed- wards Heath, eins mesta Evrópu- sinnans í íhaldsflokknum sem var forsætisráðherra Bretlands þegar Bretar gengu í Evrópubandalagið á sínum tíma, árið 1973. Sagði Prior Bretland ekki vera tilbúið að undir- gangast eins náinn pólitískan sam- runa og fælist í mynt- bandalagsaðildinni. Einn félagsmanna, Hea- ly lávarður, spáði því að sögn Daily Telegraph að myntbandalagið myndi hrynja áður en kæmi að því að Blair-stjórninni gæfist færi á að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um inngöngu í það. •Heimildir: The Economist, Reuters, The Daily Teiegraph, Der Spiegel. ít efna- f sveigj- gra en lagkerfi íslensk stjórnvöld ákváðu að undirrita ekki Kyoto-bókunina Samningatækni réð því að bókunin var ekki undirrituð Halldór Þorgeirsson, að- ---------------------------------------------------------------------7-------------- alsamningamaður Is- lands á lofbslagsráðstefn- um Sameinuðu þjóðanna, telur að ákvörðun ís- lenskra stjórnvalda, að undirrita ekki Kyoto- bókunina, muni tefja fyr- ir því að Island nái fram samningsmarkmiðum sínum. Atök urðu um þessa ákvörðun í stjórn- kerfinu. Egill Olafsson kannaði hvað lá að baki ákvörðun íslenskra stjórnvalda. RÍKISSTJÓRNIN tók í síð- ustu viku ákvórðun um að undirrita ekki Kyoto-bókun- ina að sinni. Bæði utanríkis- ráðherra og umhverfisráðherra segja þó að það sé yfírlýst stefna ríkisstjórn- arinnar að ísland gei'ist aðili að bókun- inni. Utanríkisráðhen-a segir að það sé órökrétt að undirrita bókunina núna því það væri fallið til þess að veikja til- trú viðsemjenda okkar í þeim viðræð- um sem við eigum um útfærslu á hinu svokallaða „íslenska ákvæði". I umræðum um kosti og galla þess að undirrita Kyoto-bókunina gætir stundum misskilnings á því hvað þessi Kyoto-bókun er. Um er að ræða bókun við loftslagssamning Sameinuðu þjóð- anna, sem undirritaður var 1992 og gekk í gildi 21. mars 1994. ísland á að- ild að loftslagssamningnum og þó við undirritum ekki Kyoto-bókunina nú eigum við áfram aðild að loftslags- samningnum og tökum áfram fullan þátt í viðræðum um Kyoto-bókunina eða aðra viðauka við samninginn. Nokkur ár í að bókunin öðlist gildi Samkomulagið sem náðist í Kyoto í Japan fól í sér að iðnríkin skuldbundu sig til að draga úr losun gróðurhúsa- lofttegunda sem svarar að meðaltali röskum 5% miðað við það sem var árið 1990. Þrjú ríki fengu svigrúm til aukn- ingar og er ísland í þeim hópi með 10% aukningu. Evrópusambandið ætl- ar hins vegar að draga úr losun aðild- arríkja sinna um 8% frá því sem var árið 1990. Til að bókunin öðlist gildi þurfa þjóðþing aðildarríkjanna að sam- þykkja hana. Til að bókunin öðlist lagagildi þarf að liggja fyrir staðfest- ing 55 aðildarríkja að loftslagssamn- ingnum og þar á meðal iðnríkja, sam- kvæmt viðauka I við samninginn, sem samtals losa a.m.k. 55% þess koldí- oxíðs sem fellur til hjá sömu ríkjum. Enn hefur ekkert ríki, sem tekur á sig skuldbindingar samkvæmt bókuninni, staðfest hana. Erfitt er að sjá fyrir hvenær staðfesting aðildarríkjanna verður komin það langt að Kyoto-bók- unin öðlast gildi. Það sem líklegt er að ráði mestu um það er árangur af næstu aðildarríkjaráðstefnu sem haldin verður á næsta ári. Á ráðstefn- unni verður fjallað um svokölluð sveigjanleikaákvæði bókunarinnar, m.a. um viðskipti með losunarkvóta og sameiginlega fram- - kvæmd. Flest iðnríkin ætla ekki að leggja bókun- ina fyrir þjóðþing sín til staðfestingar fyrr en eftir ráðstefnuna. Fæstir eiga því von á að bókunin öðlist """""" gildi fyrr en í fyrsta lagi árið 2002. Frestur til 15. mars Losun gróðurhúsa- Eofttegunda á íslandi 1982-2010 C02 ígildi M.v. stóriðju á Austuriandi Viðmiðunarár (1990) + 10% aukning (skv. Kyoto) M.v. álver á Grundartanga og i Staumsvfk, og stækkun jarnblendiverksmiðju þús. tonn 4200 4000 3800 3600 3400 3200 3000 I 2800 2600 1982 1985 1990 1995 2000 2005 2010 2400 Tökum áfram fullan þátt í umræðum um bókunina Á Kyoto-ráðstefnunni varð að sam- komulagi milli aðildarþjóðanna að gefa þeim eitt ár til að taka ákvörðun um að LOFTSLAG í sumum stórborgum er stundum svo mengað að íbúar þurfa að nota grímur. undirrita bókunina. Þessi frestur renn- ur út 15. mars nk. Ríki sem ekki undir- rita fyrir 15. mars hafa áfram mögu- leika á að gerast stofnaðilar, svo fremi sem þau gerast aðilar áður en bókunin öðlast gildi. Eftir að þessi frestur er liðinn verður ákvörðun um aðild ein- göngu tekin af Alþingi. Ríkisstjórnin mun því ekki getað undirritað bókun- ina og lagt hana í kjölfarið fyrir Al- þingi. Undirritun bókunarinnar hefur enga skuldbindandi þýðingu fyrir að- ildarríki samningsins. Almennt er litið svo á að í undirritun felist pólitísk yf- irlýsing um að viðkomandi ríkisstjórn muni leggja bókunina fyrir þjóðþingið til þess að afla heimildar til að full- gilda hana. Utfærsla á íslenska ákvæðinu óljós Möguleikar íslands til að standa við ákvæði Kyoto-bókunarinnar eru tak- markaðir. Útlit er fyrir að losun gróð- urhúsalofttegunda á íslandi verði 46% meiri árið 2010 en hún var árið 1990 og er þá ekki reiknað með byggingu ál- vers á Austurlandi. Á Kyoto-ráðstefnunni var að frum- kvæði Islands bætt við bókunina vilja- yfirlýsingu þar sem segir að litið verði á aðstæður aðila „þar sem einstök verkefni mundu hafa umtalsverð hlut- fallsleg áhrif á losun á skuldbindingar- tímabilinu..." Frá því ráðstefnunni lauk hefur ver- ið unnið að því að útfæra þetta ákvæði. íslenska ríkisstjórnin vonaðist eftir að umfjöllun um þetta atriði lyki á lofts- lagsráðstefnunni í Buenos Aires sl. haust, en það gekk ekki eftir. Rök ís- lenskra stjórnvalda í þessu máli hafa m.a. verið þau að ekki sé rétt að takmarka möguleika íslands til að nýta endurnýjanlegar orkulindir til orkufrekrar ——¦ stóriðju. Stuðla beri að þvi að slík stóriðja noti orku sem sé fram- leidd með endurnýjanlegum orkulind- um frekar en brennslu jarðefnaelds- neytis. ísland hefur einnig bent á að möguleikar okkar til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda séu takmark- aðir vegna þess að íslendingar hafi gripið til aðgerða til að nýta jarðhita til húshitunar fyrir viðmiðunarárið 1990. Ef hús væru enn hituð upp með olíu væri losun hér á landi 40% meiri en hún er í dag. íslensk stjórnvöld hafa einnig bent á að vegna smæðar hagkerfisins hafi einstakar framkvæmdir meiri áhrif á stöðu landsins en annarra stærri hag- kerfa. Nýtt 180 þúsund tonna álver myndi t.d. auka losun gróðurhúsaloft- tegunda um 11% hér á landi, en álver af sömu stærð í Bandaríkjunum myndi auka losun Bandaríkjamanna um 0,007% og er þá miðað við sömu tækni við framleiðslu rafmagns og notuð er hér á landi. Þá ber einnig að hafa í huga að raforka sem framleidd er með kolum losar sjöfalt meira af gróður- húsalofttegundum en orka sem fram- leidd er með vatnsafli. Sjónarmið íslands njóta skilnings Halldór Þorgeirsson, sem verið hef- ur aðalsamningamaður Islands í við- ræðum um Kyoto-bókunina, segir að sjónarmið íslands mæti skilningi hjá öðrum aðildarþjóðum Rammasam- komulagsins. Meira að segja ríki sem hafi lýst andstöðu við „íslenska ákvæð- ið" svokallaða hafi viðurkennt að þarna sé vandi á ferðum sem mæta þurfi með einhverjum hætti. Bandaríkin hafa tekið jákvætt í til- lögu íslands. Efasemda hefur gætt hjá Evrópusambandinu og Kanada, en undanfarið hafa íslensk stjórnvöld lagt áherslu á að kynna sjónarmið sín bet- ur fyrir fulltrúum þessara ríkja. Allar ákvarðanir sem teknar eru á þessum vettvangi verður að taka með sam- komulagi allra aðildarríkjanna. Þetta gerir eðlilega það að verkum að langan tíma tekur að fá fram niðurstöðu. Aðildarþjóðirnar eru fæstar tilbúnar til að afgreiða eitt mál nema fyrir liggi afstaða til annarra mála sem þau hafa hagsmuni af að nái fram að ganga. Það er því almennt talið að niðurstaða fáist ekki í umræður um íslenska ákvæðið fyrr en samkomulag næst um hvernig viðskiptum með losunarkvóta verður hagað. Fundur verður um þessi mál í Þýskalandi í sumar, en fæstir eiga von á að þar verði nein mál endanlega af- greidd, heldur verði þau látin bíða til næstu aðildarríkjaráðstefnu árið 2000. Spurning um samningatækni Islensk stjórnvöld hafa alla tíð frá því ráðstefnunni í Kyoto lauk lýst því yfir að útfærsla á íslenska ------------ ákvæðinu væri forsenda fyrir því að ísland gerist aðili að Kyoto-bókuninni. Þar sem útfærsla á því verður ekki ljós fyrr en á næsta ári stóðu íslensk ~~~™~ stjórnvöld frammi fyrir þeirri spurn- ingu hvort undirrita ætti bókunina áð- ur en þau hefðu náð samningsmark- miðum sínum. Um þetta voru talsverð átök milli samningamanna íslands og milli ráðuneytanna. Innan umhverfis- Horfur á að við getum ekki staðið við bókunina ráðuneytisins var það sjónarmið ríkj- andi að við ættum að undirrita bókun- .. ina núna, en bæði utanríkisráðherra og forsætisráðherra voru því andvígir. Segja má að átökin hafi snúist um hvaða samningatækni ætti að nota. Þeir sem vildu bíða með að undirrita bókunina töldu að undirritun nú væri fallin til þess að veikja samningsstöðu íslands. Með því væri verið að senda viðsemjendum okkar röng skilaboð, sem sé þau að við sættum okkur við bókunina þrátt fyrir að við hefðum ekki náð fram útfærslu á íslenska ákvæðinu sem við sættum okkur við. Þeir sem töldu skynsamlegra að und- } irrita strax bentu aftur á móti á að við hefðum gert skýra grein fyrir vanda- málum okkar og hvernig ætti að leysa þau með íslenska ákvæðinu. Við hefð- um einfaldlega getað vísað til þessara athugasemda okkar með undirskrift- inni. Þeir sem voru þessarar skoðunar bentu ennfremur á að við værum að byggja málflutning okkar á bókuninni sjálfri og úrlausn okkar mála byggðist á velvild annarra þjóða til sjónarmiða Islands. Halldór Þorgeirsson sagði að það væri sitt mat að þessi ákvörðun ís- lensku ríkisstjórnarinnar tefði fyrir því að ísland næði fram samnings- markmiðum sínum. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um ákvörðun- ina. Önnur OECD-ríki beita annarri samningatækni Öll aðildarríki OECD, nema ísland, hafa undirritað bókunina. Sumar þess- ar þjóðir, eins og t.d. Bandaríkjamenn, telja sig hafa verulega hagsmuni af því að ná fram rúmum útfærslum á ákvæðum um losunarkvóta. Banda- ríkjamenn hafa hins vegar kosið að undirrita bókunina þrátt fyrir að hafa ekki enn náð samningsmarkmiðum sínum. ísland er því eina ríkið sem kýs að beita þeirri samningatækni að und- irrita ekki bókunina. I umræðum um þetta mál síðustu daga hafa þeir sem gagnrýnt hafa ákvörðun ríkisstjórnarinnar m.a. bent á að Island sé að einangra sig í um- ræðu um umhverfismál og að hætta sé á að landið verði dæmt með mestu um- hverfissóðum heimsins. I þessu sam- bandi er rétt að hafa í huga að OECD- ríkin eru þau ríki heimsins sem bera ábyrgð á stæstum hluta mengunar í heiminum. Jafnframt er rétt að ítreka að við verðum áfram fullir þátttakend- ur í umræðum um Kyoto-bókunina. Við erum því ekki að einangra okkur ------------- frá umræðum um þessi mál. Það er svo annað mál hvaða þýðingu þessi ákvörðun hefur fyrir Smynd "" landsins, sem hefur viljað halda því fram að hér sé ¦"¦"""™™"" gengið af skynsemi um auðlindir og Island sé bæði hreint land og laust við ýmis þau mengunarvanda- mál sem hrjá önnur ríki Vesturlanda. Hér skiptir miklu máli að fulltrúum Is- lands takist að útskýra fyrir umheim- inum sjónarmið landsins í þessu máli. r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.