Morgunblaðið - 04.03.1999, Blaðsíða 57
MORGUNB LAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 4. MARZ 1999 57
FRÉTTIR
Ráðstefna um for-
varnir á Suðurlandi
KVENNAMIÐSTÖÐIN í byggingu í Bosníu.
Safna fyrir byggingu
kvennahúss í Bosníu
FJÁRSÖFNUN íslenskra kvenfé-
laga til styrktar húsbyggingu
bosníska kvenfélagsins BISER
stendur yfir. Félagið hyggst reka
þar kvennamiðstöð og námsflokka
fyrir flóttakonur. Þar verður
einnig veitt áfallahjálp.
Á síðastliðnu ári styrkti íslenska
ríkisstjdrnin átakið með myndar-
legu framlagi, segir í fréttatil-
kynningu.
Nú þegar hafa safnast rúmlega
300.000 krónur í fyrrnefndri söfn-
un. Byggingarframkvæmdir hafa
tafist nokkuð vegna frosta og fjár-
skorts. Nú hefur þriðju hæðinni
verið bætt ofan á húsið og það
stækkað úr 260 fm í 420 fm. Geng-
ið hefur verið frá þaki og gluggum
og næsti byggingaráfangi er að
leggja allar lagnir. Áætlað er að
fyrsta hæðin verði tekin í notkun
nk. apríl. Fyrir framan húsið hefur
verið komið fyrir skildi, en á þvf
eru taldir upp styrktaraðilar, sem
eru Evrópusambandið, viðskipta-
ráðuneyti Hessens, íslenska rfkis-
stjórnin, Kvenfélagasamband fs-
lands, Kvenréttindafélag íslands
og Bandalag reyltvískra kvenna.
Söfnun kvenfélaganna stendur enn
yfir. Bankareikningur BISER í
Landsbankanum er: 0111 - 26 -
2000.
RÁÐSTEFNA um forvarnir undir
heitinu „Við getum betm’“ verður
haldin í Fjölbrautaskóla Suðurlands
í dag, fimmtudag, kl. 14.
Hún er haldin á vegum áætlunar-
innar Island án eiturlyfja og sveit-
arfélaga á Suðurlandi, í samstarfi
við Landssamtökin Heimili og skóla
og unglingablaðið Smell. Þetta er
sjöunda ráðstefnan sem áætlunin
Island án eiturlyfja skipuleggur um
forvarnir. Áður hafa verið ráðstefn-
ur í Reykjavík, Húsavík, Stykkis-
hólmi, Reyðarfirði, Isafirði og Sauð-
árki’óki.
Þorsteinn Pálsson dómsmálaráð-
hen-a og Karl Björnsson, bæjar-
stjóri sveitarfélagsins Árborgar,
ávarpa gesti í upphafi ráðstefnunn-
ar. Ráðstefnustjóri er Margrét
Frímannsdóttir alþingismaður og
Ingunn Guðmundsdóttir, formaður
SASS - samtaka sveitarfélaga á
Suðurlandi, slítur ráðstefnunni. Að-
alfyrirlesari er dr. Sigi’ún Aðal-
bjarnardóttir prófessor og fjallar
hún um vímuefnaneyslu unglinga og
áhrifaþætti í lífi þeirra.
Á ráðstefnunni kynnir Dögg
Samtök verka-
fólks um ráð-
stefnu um
skattamál
LANDSSAMBAND iðnverkafólks
og Verkamannasamband íslands
efna til ráðstefnu um skattamál í bíó-
sal Hótel Loftleiða á morgun, föstu-
dag, frá kl. 10.15-17. Á ráðstefnunni
fjallar Geir H. Haarde fjármálaráð-
heiTa um stefnu ríkisstjómarinnar í
skattamálum og efnt verður til pall-
borðsumræðna milli verkalýðsfor-
ingja og stjórnmálamanna.
Meðal efnis eru þrjú erindi: Edda
Rósa Karlsdóttir hagfræðingur Al-
þýðusambands Islands flytur erindi
sem hún nefnir Goðsögn um skatta.
Margrét Sigurðardóttir varaformað-
ur félags eldri borgai’a fjallai' um við-
horf Öryrkjabandalagsins og Lands-
sambands aldraðra til skattamála.
Ki’istján Bragason vinnumai’kaðs-
fræðingur Verkamannasambands ís-
lands og Garðar Vilhjálmsson skrif-
stofustjóri Iðju, félags verksmiðju-
fólks reifa þjóðai’sátt um skatta og
velferð. Fyrirspm-nh’ og umræður
verða að loknu hverju erindi.
I pallborðsumræðum taka þátt
Grétar Þorsteinsson, forseti ÁSÍ,
Bjöm Grétar Sveinsson, formaður
VMSÍ, Sjöfn Ingólfsdóttir, fulltrúi
BSRB og alþingismennirnir Ágúst
Einarsson og Einar Oddur Krist-
jánsson. Umræðum stjórnar Einar
Karl Haraldsson. Ráðstefnustjóri er
Guðmundur Þ. Jónsson formaður
Landssambands iðnverkafólks.
Barbour
Laugavegur 54 • S: 552 2535
Póstsendum bækling
Pálsdóttir, hrl. og formaður verk-
efnisstjórnar; áherslur í starfi áætl-
unarinnar Island án eiturlyfja,
Jónína Bjartmarz, hrl. og formaður
landssamtakanna Heimilis og skóla,
fjallar um hlutverk foreldra í for-
vörnum, Jens Hjörleifur Bárðarson
nemandi fjallar um ungt fólk og for-
varnir og Guðríður Aadnegard
kennari gerir gi’ein fyrir forvarna-
starfi í Hveragerði.
Málstofu með þátttöku ungs fólks
undir heitinu Unglingar og forvarn-
ir er stýrt af Magnúsi Magnússyni,
umsjónarmanni æskulýðsmála í Ár-
borg, og Elínu Jóhannsdóttur, rit-
stjóra unglingablaðsins Smells.
Umsjón með málstofunni Saman er-
um við sterk hefur Edda Sóley
Óskarsdóttir, framkvæmdastjóri
Heimilis og skóla, og hópstjóri er
ísólfur Pálmason alþingismaður.
Málstofunni Forvamir á Suðurlandi
er stjórnað af Ólöfu Thorarensen
félagsmálastjóra og Drífu Hjartar-
dóttur sveitarstjórnaimanni.
Umræður verða í ráðstefnulok
um helstu niðurstöður og áfram-
haldandi starf.
„Stríð og frið-
ur“ á sýningu
allan daginn
RÚSSNESKA stórmyndin Stríð og
friður verður sýnd í bíósal MÍR,
Vatnsstíg 10, laugardaginn 6. mars.
Mynd þessi er frá sjöunda áratugn-
um og byggð á skáldsögu Lévs Tol-
stojs, sem komið hefur út á íslensku
í styttri útgáfu.
Kvikmdyndin er í fjóram hlutum
og verða þeir allir sýndir á laugar-
daginn í bíósalnum og hefst sýning
kl. 10 að morgni og lýkur um kl.
hálfsjö að kveldi. Milli þátta verða
kaffi- og matarhlé og boðnir rúss-
neskir réttir.
Aðgangur að þessai’i „maraþon-
sýningu" á Stríði og friði er tak-
markaður og fæst aðeins gegn
framvísun aðgöngumiða sem af-
greiddir verða fyrirfram í vikunni
fyrir sýningu, daglega kl. 17-18.
Vegna laugardagssýningarinnar
á Stríði og friði verður engin kvik-
myndasýning í bíósal MIR sunnu-
daginn 7. mars.
Málþing- um
álitamál tengd
samræmdum
prófum
MALÞING um nýjungar og ýmis
álitamál sem tengjast samræmdum
prófum í skyldunámi verður haldið á
Grand Hótel á morgun, fimmtudag
kl. 14-18. Það er Fræðslumiðstöð
Reykjavíkur sem stendur að málþing-
inu í samstarfi við menntamálaráðu-
neytið og Kennarasamband Islands.
Á málþinginu verður m.a. rætt um
ýmsar breytingar sem munu verða í
framtíðinni í tilgangi og framkvæmd
samræmdra prófa samkvæmt nýrri
skólastefnu. A þinginu verður einnig
velt upp spurningunni: Hvað hefur
sagan kennt okkur.
Þinginu lýkur með pallborðsum-
ræðum. Aðgangur er ókeypis.
Námskeið
gegn reyking-
um í Hvera-
gerði
MEÐAL þess sem boðið er upp á í
starfsemi Heilsustofnunar NLFÍ í
Hveragerði eru námskeið gegn reyk-
ingum. Þessi námskeið standa í viku
og eru haldin einu sinni í mánuði frá
hausti til vors. Næsta námskeið hefst
mánudaginn 8. mars.
Meginmarkmiðið er að þátttakend-
um takist að hætta að reykja fyrir
lífstíð. I hverjum hópi eru 10-15
manns. Gjald fyrir námskeiðið er
17.500 kr. eða 22.400 kr., en verð-
munurinn felst í gistiaðstöðunni.
Á námskeiðinu er áhersla lögð á
andlega, líkamlega og félagslega
uppbyggingu. Beiðni þarf ekki frá
lækni á þessi námskeið.
Alþjóðlegur
bænadagur
kvenna
UM allan heim koma kristnar kon-
ur saman til bæna fyrsta föstudag í
mars ár hvert. Frá sólarupprás til
sólarlags þennan dag hljóma bænir
og söngvar, vitnisburður og lestrar
úr helgri bók af munni kvenna
margra þynþátta, stétta og aldurs-
flokka. Á bænadagurinn rætur aft-
ur á síðustu öld og þaðan aftur til
frumkristninnar, því biðjandi konur
hafa verið hjarta kirkjunnar frá
upphafi, segir í fréttatilkynningu.
Sem fyrr verða bænastundir víða .
um land í tilefni bænadagsins. í
Reykjavik verður haldin samkoma í
Háteigskirkju að kvöldi föstudags-
ins 5. mars kl. 20.30. Að henni
standa konur úr Aðventkirkjunni,
Aglow Reykjavík, Fríkirkjan í
Reykjavík, Hjálpræðisherinn,
Hvítasunnukirkjan, Kaþólsku kirkj-
urnar, KFUM og K, Kristniboðsfé-
lag kvenna og Þjóðkirkjan. Orgel-
leikari er Sigrún Eckhoffs og Sig-
rún Jónsdóttir, 13 ára, leikur á fiðlu.
Stjórnandi er Katla Kristín Ólafs-
dóttir ásamt sr. Maríu Ágústsdótt-
ur.
Ræðukonurnar eru þrjár, Þórdís
Ágústsdóttir, formaður KFUK, Ás-
gerður Margrét Þorsteinsdóttir frá
Hvítasunnukirkjuni og Norunn
Rasmussen frá Hjálpræðishernum í
Noregi. Bæði konur og karlar eru
velkomin í Háteigskirkju á Alþjóð-
legum bænadegi kvenna.
Hér á Islandi hafa konur komið
saman þennan dag áratugum saman
til að biðja fyrir fólki í fjarlægum
löndum, konur úr mörgum kirkju-
deildum og á öllum aldri. Sömu
bænir og sömu Biblíuvers hljóma
hér víða um land og um allan heim,
valin af konum í Venesúela þetta ár-
ið. Þær hafa einnig valið bænadeg- ’
inum yfirskriftina Kærleiksrík
snerting Guðs.
---------------
LEIÐRÉTT
Leiðrétting frá
Hafrannsóknastofnuninni
í FRÉTT í sérblaði Morgunblaðsins
um sjávarútveg, Úr verinu, var í gær
greint frá niðurstöðum vetrarleið-
angurs Hafrannsóknastofnunnar. í
leiðréttri fréttatilkynningu frá stofn-
uninni er sagt frá áhrifum Austur-ís-
landsstraums (köldu tungurmar) sem
var í fyrri tilkynningu kallaður Aust-
ur-Irmingerstraumur. Leiðrétting-
unni er hér með komið á framfæri.