Morgunblaðið - 04.03.1999, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 04.03.1999, Blaðsíða 57
MORGUNB LAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. MARZ 1999 57 FRÉTTIR Ráðstefna um for- varnir á Suðurlandi KVENNAMIÐSTÖÐIN í byggingu í Bosníu. Safna fyrir byggingu kvennahúss í Bosníu FJÁRSÖFNUN íslenskra kvenfé- laga til styrktar húsbyggingu bosníska kvenfélagsins BISER stendur yfir. Félagið hyggst reka þar kvennamiðstöð og námsflokka fyrir flóttakonur. Þar verður einnig veitt áfallahjálp. Á síðastliðnu ári styrkti íslenska ríkisstjdrnin átakið með myndar- legu framlagi, segir í fréttatil- kynningu. Nú þegar hafa safnast rúmlega 300.000 krónur í fyrrnefndri söfn- un. Byggingarframkvæmdir hafa tafist nokkuð vegna frosta og fjár- skorts. Nú hefur þriðju hæðinni verið bætt ofan á húsið og það stækkað úr 260 fm í 420 fm. Geng- ið hefur verið frá þaki og gluggum og næsti byggingaráfangi er að leggja allar lagnir. Áætlað er að fyrsta hæðin verði tekin í notkun nk. apríl. Fyrir framan húsið hefur verið komið fyrir skildi, en á þvf eru taldir upp styrktaraðilar, sem eru Evrópusambandið, viðskipta- ráðuneyti Hessens, íslenska rfkis- stjórnin, Kvenfélagasamband fs- lands, Kvenréttindafélag íslands og Bandalag reyltvískra kvenna. Söfnun kvenfélaganna stendur enn yfir. Bankareikningur BISER í Landsbankanum er: 0111 - 26 - 2000. RÁÐSTEFNA um forvarnir undir heitinu „Við getum betm’“ verður haldin í Fjölbrautaskóla Suðurlands í dag, fimmtudag, kl. 14. Hún er haldin á vegum áætlunar- innar Island án eiturlyfja og sveit- arfélaga á Suðurlandi, í samstarfi við Landssamtökin Heimili og skóla og unglingablaðið Smell. Þetta er sjöunda ráðstefnan sem áætlunin Island án eiturlyfja skipuleggur um forvarnir. Áður hafa verið ráðstefn- ur í Reykjavík, Húsavík, Stykkis- hólmi, Reyðarfirði, Isafirði og Sauð- árki’óki. Þorsteinn Pálsson dómsmálaráð- hen-a og Karl Björnsson, bæjar- stjóri sveitarfélagsins Árborgar, ávarpa gesti í upphafi ráðstefnunn- ar. Ráðstefnustjóri er Margrét Frímannsdóttir alþingismaður og Ingunn Guðmundsdóttir, formaður SASS - samtaka sveitarfélaga á Suðurlandi, slítur ráðstefnunni. Að- alfyrirlesari er dr. Sigi’ún Aðal- bjarnardóttir prófessor og fjallar hún um vímuefnaneyslu unglinga og áhrifaþætti í lífi þeirra. Á ráðstefnunni kynnir Dögg Samtök verka- fólks um ráð- stefnu um skattamál LANDSSAMBAND iðnverkafólks og Verkamannasamband íslands efna til ráðstefnu um skattamál í bíó- sal Hótel Loftleiða á morgun, föstu- dag, frá kl. 10.15-17. Á ráðstefnunni fjallar Geir H. Haarde fjármálaráð- heiTa um stefnu ríkisstjómarinnar í skattamálum og efnt verður til pall- borðsumræðna milli verkalýðsfor- ingja og stjórnmálamanna. Meðal efnis eru þrjú erindi: Edda Rósa Karlsdóttir hagfræðingur Al- þýðusambands Islands flytur erindi sem hún nefnir Goðsögn um skatta. Margrét Sigurðardóttir varaformað- ur félags eldri borgai’a fjallai' um við- horf Öryrkjabandalagsins og Lands- sambands aldraðra til skattamála. Ki’istján Bragason vinnumai’kaðs- fræðingur Verkamannasambands ís- lands og Garðar Vilhjálmsson skrif- stofustjóri Iðju, félags verksmiðju- fólks reifa þjóðai’sátt um skatta og velferð. Fyrirspm-nh’ og umræður verða að loknu hverju erindi. I pallborðsumræðum taka þátt Grétar Þorsteinsson, forseti ÁSÍ, Bjöm Grétar Sveinsson, formaður VMSÍ, Sjöfn Ingólfsdóttir, fulltrúi BSRB og alþingismennirnir Ágúst Einarsson og Einar Oddur Krist- jánsson. Umræðum stjórnar Einar Karl Haraldsson. Ráðstefnustjóri er Guðmundur Þ. Jónsson formaður Landssambands iðnverkafólks. Barbour Laugavegur 54 • S: 552 2535 Póstsendum bækling Pálsdóttir, hrl. og formaður verk- efnisstjórnar; áherslur í starfi áætl- unarinnar Island án eiturlyfja, Jónína Bjartmarz, hrl. og formaður landssamtakanna Heimilis og skóla, fjallar um hlutverk foreldra í for- vörnum, Jens Hjörleifur Bárðarson nemandi fjallar um ungt fólk og for- varnir og Guðríður Aadnegard kennari gerir gi’ein fyrir forvarna- starfi í Hveragerði. Málstofu með þátttöku ungs fólks undir heitinu Unglingar og forvarn- ir er stýrt af Magnúsi Magnússyni, umsjónarmanni æskulýðsmála í Ár- borg, og Elínu Jóhannsdóttur, rit- stjóra unglingablaðsins Smells. Umsjón með málstofunni Saman er- um við sterk hefur Edda Sóley Óskarsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla, og hópstjóri er ísólfur Pálmason alþingismaður. Málstofunni Forvamir á Suðurlandi er stjórnað af Ólöfu Thorarensen félagsmálastjóra og Drífu Hjartar- dóttur sveitarstjórnaimanni. Umræður verða í ráðstefnulok um helstu niðurstöður og áfram- haldandi starf. „Stríð og frið- ur“ á sýningu allan daginn RÚSSNESKA stórmyndin Stríð og friður verður sýnd í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, laugardaginn 6. mars. Mynd þessi er frá sjöunda áratugn- um og byggð á skáldsögu Lévs Tol- stojs, sem komið hefur út á íslensku í styttri útgáfu. Kvikmdyndin er í fjóram hlutum og verða þeir allir sýndir á laugar- daginn í bíósalnum og hefst sýning kl. 10 að morgni og lýkur um kl. hálfsjö að kveldi. Milli þátta verða kaffi- og matarhlé og boðnir rúss- neskir réttir. Aðgangur að þessai’i „maraþon- sýningu" á Stríði og friði er tak- markaður og fæst aðeins gegn framvísun aðgöngumiða sem af- greiddir verða fyrirfram í vikunni fyrir sýningu, daglega kl. 17-18. Vegna laugardagssýningarinnar á Stríði og friði verður engin kvik- myndasýning í bíósal MIR sunnu- daginn 7. mars. Málþing- um álitamál tengd samræmdum prófum MALÞING um nýjungar og ýmis álitamál sem tengjast samræmdum prófum í skyldunámi verður haldið á Grand Hótel á morgun, fimmtudag kl. 14-18. Það er Fræðslumiðstöð Reykjavíkur sem stendur að málþing- inu í samstarfi við menntamálaráðu- neytið og Kennarasamband Islands. Á málþinginu verður m.a. rætt um ýmsar breytingar sem munu verða í framtíðinni í tilgangi og framkvæmd samræmdra prófa samkvæmt nýrri skólastefnu. A þinginu verður einnig velt upp spurningunni: Hvað hefur sagan kennt okkur. Þinginu lýkur með pallborðsum- ræðum. Aðgangur er ókeypis. Námskeið gegn reyking- um í Hvera- gerði MEÐAL þess sem boðið er upp á í starfsemi Heilsustofnunar NLFÍ í Hveragerði eru námskeið gegn reyk- ingum. Þessi námskeið standa í viku og eru haldin einu sinni í mánuði frá hausti til vors. Næsta námskeið hefst mánudaginn 8. mars. Meginmarkmiðið er að þátttakend- um takist að hætta að reykja fyrir lífstíð. I hverjum hópi eru 10-15 manns. Gjald fyrir námskeiðið er 17.500 kr. eða 22.400 kr., en verð- munurinn felst í gistiaðstöðunni. Á námskeiðinu er áhersla lögð á andlega, líkamlega og félagslega uppbyggingu. Beiðni þarf ekki frá lækni á þessi námskeið. Alþjóðlegur bænadagur kvenna UM allan heim koma kristnar kon- ur saman til bæna fyrsta föstudag í mars ár hvert. Frá sólarupprás til sólarlags þennan dag hljóma bænir og söngvar, vitnisburður og lestrar úr helgri bók af munni kvenna margra þynþátta, stétta og aldurs- flokka. Á bænadagurinn rætur aft- ur á síðustu öld og þaðan aftur til frumkristninnar, því biðjandi konur hafa verið hjarta kirkjunnar frá upphafi, segir í fréttatilkynningu. Sem fyrr verða bænastundir víða . um land í tilefni bænadagsins. í Reykjavik verður haldin samkoma í Háteigskirkju að kvöldi föstudags- ins 5. mars kl. 20.30. Að henni standa konur úr Aðventkirkjunni, Aglow Reykjavík, Fríkirkjan í Reykjavík, Hjálpræðisherinn, Hvítasunnukirkjan, Kaþólsku kirkj- urnar, KFUM og K, Kristniboðsfé- lag kvenna og Þjóðkirkjan. Orgel- leikari er Sigrún Eckhoffs og Sig- rún Jónsdóttir, 13 ára, leikur á fiðlu. Stjórnandi er Katla Kristín Ólafs- dóttir ásamt sr. Maríu Ágústsdótt- ur. Ræðukonurnar eru þrjár, Þórdís Ágústsdóttir, formaður KFUK, Ás- gerður Margrét Þorsteinsdóttir frá Hvítasunnukirkjuni og Norunn Rasmussen frá Hjálpræðishernum í Noregi. Bæði konur og karlar eru velkomin í Háteigskirkju á Alþjóð- legum bænadegi kvenna. Hér á Islandi hafa konur komið saman þennan dag áratugum saman til að biðja fyrir fólki í fjarlægum löndum, konur úr mörgum kirkju- deildum og á öllum aldri. Sömu bænir og sömu Biblíuvers hljóma hér víða um land og um allan heim, valin af konum í Venesúela þetta ár- ið. Þær hafa einnig valið bænadeg- ’ inum yfirskriftina Kærleiksrík snerting Guðs. --------------- LEIÐRÉTT Leiðrétting frá Hafrannsóknastofnuninni í FRÉTT í sérblaði Morgunblaðsins um sjávarútveg, Úr verinu, var í gær greint frá niðurstöðum vetrarleið- angurs Hafrannsóknastofnunnar. í leiðréttri fréttatilkynningu frá stofn- uninni er sagt frá áhrifum Austur-ís- landsstraums (köldu tungurmar) sem var í fyrri tilkynningu kallaður Aust- ur-Irmingerstraumur. Leiðrétting- unni er hér með komið á framfæri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.