Morgunblaðið - 04.03.1999, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.03.1999, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 4. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Yfír 150 þúsund rannsóknir hjá Læknisfræðilegri myndgreiningu á 5 árum Lægra meðalverð hefur sparað hundruð milljóna FYRIRTÆKIÐ Læknisfræðileg myndgreining í Domus Medica í Reykjavík, sem fímm röntgen- læknar stofhuðu fyrir fímm árum til að sinna myndgreiningarrann- sóknum, hefur gert yfir 150 þúsund rannsóknir á tæplega 106 þúsund sjúklingum á þessum tíma. Þorkell Bjarnason, röntgenlæknir og fram- kvæmdastjóri LM, segir að mun lægra meðalverð á röntgenrann- sóknum hjá LM miðað við verð sjúkrahúsanna hafi þýtt sparnað fyrir ríkið sem nemi hundruðum milljóna króna. „A fimm árum hefur Læknis- fræðileg myndgreining, LM, gert um 30 þúsund tölvusneiðmynda- rannsóknir og er meðalverð LM fyrir hverja rannsókn um 10 þús- und krónur," segir Þorkell. „Miðað við rúmlega 14 þúsund króna taxtaverð sem var hjá sjúkrahús- unum 1993, hefur LM sparað Tryggingastofnun ríkisins kringum 140 milJjónir króna fyrir sneið- myndarannsóknir á þessum árum.. Þá hefur LM gert á þessum tíma um 9 þúsund segulómskoðanir og er meðalverð þeirra kringum 20 þúsund krónur. Kostnaðarverð sjúkrahúsanna er 40 þúsund krón- ur. Við höfum því sparað þar kring- um 180 milljónir eða alls um 320 milbónir á þessum 5 árum," og segir Þorkell að raunar megi tvö- falda þá upphæð því yfírleitt sé hver rannsókn tvöföld. Einkarekstur sparar stórfé í fyrra fóru alls fram nærri 39 þúsund myndgreiningarrannsóknir af ýmsum toga hjá LM. Á Sjúkra- húsi Reykjavíkur voru þær um 75 þúsund og um 50 þúsund á Land- spítala. Þorkell segir ljóst af þess- ari reynslu að einkarekstur röntgenrannsóknastofu spari rík- inu stórfé. Hann segir samanburð orðinn erfiðari nú þar sem ekki sé lengur reiknað út á sjúkrahúsunum hver sé kostnaður af slíkum rann- sóknum, þau fái fjárveitingar til verkefna sinna án tillits til hversu mikið af ákveðnum aðgerðum eða rannsóknum fari þar fram. Læknisfræðileg myndgreining Morgunblaðið/Golli ÞORKELL Bjarnason röntgenlæknir er framkvæmdastjóri Læknisfræðilegrar myndgreiningar. er nú í eigu sex röntgenlækna og er fjöldi starfsmanna alls 28 að læknunum meðtöldum, „einvalalið þrautþjálfaðra röntgentækna, að- stoðarmanna og læknaritara," seg- ir Þorkell. Þarna fer fram kennsla í röntgentækni en starfsemin er í hátt í 800 fermetra húsnæði. Þor- kell segir að verja þurfi milh 10 og 20 milljónum árlega í endurnýjun tækjakosts fyrirtækisins. Dýrasta tækið segir hann vera segulómtæk- ið, sem kosti milljónatugi og hafi það verið endurnýjað einu sinni í sögu fyrirtækisins. Slíkt tæki er einnig í rekstri á Landspítalanum og segir Þorkell það síst of mikið. Hérlendis séu því tvö tæki á 275 þúsund íbúa en í Japan um sé eitt tæki á hverja 42 þúsund íbúa og víða í Bandaríkjunum eitt á hverja 57 þúsund. „Hröð þróun er í tækjabúnaði við röntgenrannsóknir og sífellt eru að koma fram fleiri svið sem hægt er að nota tölvutækni við myndgreiningu." Segir Þorkell oft ekki þörf á að sprauta skuggaefni í sjúklinga og með æ meiri tölvu- væðingu á þessu sviði segir hann einnig sparast framköllun á mynd- um og mikið umstang við varð- veislu þeirra. Rðntgen-gagnagrunnur? Skilyrði er að varðveita röntgen- myndir í áratug. Þorkell segir að heppilegast væri að koma á einum sameiginlegum gagnagrunni lands- manna fyrir röntgenmyndir og tólvumyndir slíkra rannsókna. „Hér mætti annars vegar koma upp að- gengilegu safni myndgreininga- rannsókna á einum stað í tölvutæku formi og geyma þau gögn í einum miðlægum grunni. Algengt er að nota þurfi þessi gögn í nokkra mán- uði eftir að rannsókn fer fram til margs konar samanburðar og því er nauðsynlegt að hafa þau aðgengi- leg. Eg tel því hentugast fyrir sjúkrahúsin ef einn aðili sæi um varðveislu þeirra. Þangað myndu til dæmis vísindamenn einnig leita ef ætlunin væri að nota slík gögn lengra aftur í tímann í rannsókna- skyni," segir Þorkell og telur að kanna ætti með útboð á rekstri á grunni sem þessum, slíkt verkefni gætu ýmsir aðilar tekið að sér. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála Urskurður um akstur nemenda staðfestur ÁFRÝJUNARNEFND sam- keppnismála hefur staðfest fyrri úrskurð samkeppnisráðs um að aðgerðir Austurleiða hf. vegna aksturs nemenda í Fjöl- brautaskólanum á Selfossi hafi verið til þess fallnar að útiloka samkeppni á umræddum markaði. Þær feli í sér óeðli- lega samkeppni og misnotkun á markaðsráðandi stöðu eftir að samið var við Berg Svein- björnsson um aksturinn. I úrskurðinum kemur m.a. fram að Austurleiðir hf. hafi sérleyfi til áætlunaraksturs á leiðinni Selfoss - Hvolsvöllur og hafi auk þess séð um akst- ur fyrir Fjölbrautaskólann í 14 ár þegar ákveðið var að bjóða aksturinn út vorið 1998. Tilboði Bergs Sveinbjörnsson- ar var tekið og gerður við hann samningur um skóla- akstur en þegar hann hóf aksturinn samkvæmt verk- samningi nýttu aðeins 8-9 nemendur sér þjónustuna í stað 80 nemenda eins og gert var ráð fyrir. Misnotkun á markaðsráðandi stöðu I úrskurði samkeppnisráðs frá því í desember, sem áfrýj- unarnefnd hefur staðfest, seg- ir að sú háttsemi Austurleiða hf. að breyta tímaáætlun í sér- leyfisakstri þannig að hún henti til aksturs með þá nem- endur skólans, sem útboðið um skólaakstur tekur til, með því að bjóða umræddum nem- endum að greiða mun lægra verð fyrir aksturinn en gjald- skrá fyrirtækisins segir til um, sé misnotkun á markaðs- ráðandi stöðu í skilningi sam- keppnislaga. Samkeppnisráð beinir þeim fyrirmælum til sérleyfishafans að láta af þess- ari samkeppnishamlandi hátt- semi í akstri með nemendur skólans á leiðinni Selfoss - Hvolsvöllur. Fulltrúar heilbrigðisráðuneytis kynntu gagnagrunninn fyrir vinnuhópi á fundi í Evrópuráðinu SERFRÆÐINGAR á vegum heil- brigðisráðuneytisins kynntu lögin um gagnagrunn á heilbrigðissviði á fundi með vinnuhópi sérfræðinga á sviði liflæknisfræðilegra rannsókna hjá Evrópuráðinu í Strassborg sl. mánudag. I vinnuhópnum eiga sæti þekktir sérfræðingar á sviði lækna- vísinda og lögfræði frá fjölmörgum aðildarlöndum Evrópuráðsins. Fram kom á fundinum að skiptar skoðanir eru á gagnagrunnsmálinu meðal sérfræðinganna. Peteris Zilgalvis, sem er í for- svari hjá lífsiðfræðideild innan lagasviðs Evrópuráðsins, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að íslensk stjórnvöld hefðu boðist til að kynna gagnagrunnsmálið til að eyða hugsanlegum misskimingi og útskýra allar hliðar málsins. Gagnleg kynning Hann sagði að vinnuhópurinn starfaði á vegum lífsiðfræðinefnd- ar Evrópuráðsins og ynni hann að gerð viðaukasamnings ráðsins um rannsóknir í líflæknisfræði. Hann sagði ótvírætt að kynningin hefði verið gagnleg fyrir sérfræðinga vinnuhópsins sem væru m.a. að ræða þann möguleika að setja inn í væntanlegan samning sérstakt ákvæði sem fjallaði um gerð Skiptar skoðanir með- al sérfræðinga gagnagrunna á heilbrigðissviði og notkun þeirra við rannsóknir. Upphaf málsins var að fastafull- trúi Þýskalands innan Evrópusam- bandsins óskaði eftir því að gerð yrði grein fyrir íslenska gagna- grunninum og hvernig lögin sam- rýmdust samningnum sem gerðir hafa verið á vettvangi Evrópuráðs- ins á samráðsfundi ESB-ríkja og EFTA-landanna 17. febrúar sl. Heilbrigðisráðuneytið lét taka saman skýrslu um málið sem Sveinn Björnsson, fastafulltrúi fs- lands hjá Evrópuráðinu, gerði grein fyrir á samráðsfundinum. í framhaldi af því buðu íslensk stjórnvöld að sérfræðingar á þess vegum kynntu málið frekar á vett- vangi Evrópuráðsins. Fór kynning- in fram í vinnuhópnum 1. mars. Fundinn sátu einnig fulltrúar frá vinnuhópi Evrópuráðsins um erfðarannsóknir á mönnum og vinnuhóps um persónuvernd. Fulltrúar heilbrigðisráðuneytis- ins á fundinum voru Guðríður Þor- steinsdóttir og Ragnheiður Har- aldsdóttir, skrifstofustjórar í heil- brigðisráðuneytinu, Sigurður Guð- mundsson landlæknir og Davíð Þór Björgvinsson lagaprófessor og for- maður starfrækslunefndar gagna- grunnsins. Vona að misskilningur sé leiðréttur Guðríður og Ragnheiður segjast vona að með þessari kynningu hafi tekist að leiðrétta misskilning sem komið hafí fram m.a. í erlendum fjölmiðlum um málið og koma rétt- um upplýsingum á framfæri. Fram hefði komið á fundinum að skiptar skoðanir væru þessu máli meðal þeirra sérfræðinga sem sæti eiga í vinnuhópnum og hvort eðlilegt væri að gerður yrði gagnagrunnur með heilsufarsupplýsingum sem næði til heillar þjóðar. „Við gerðum grein fyrir undir- búningi laganna, fyrir lögunum sjálfum, umræðunni sem fram hef- ur farið og gerðum grein fyrir því hvernig lögin stæðust samninga Evrópuráðsins. Við kynntum einnig þau siðfræðilegu sjónarmið sem uppi eru og greindum frá því hvernig sjúklingar gætu komið á framfæri óskum um að vera ekki þátttakendur í grunninum," sagði Guðríður. Að sögn þeirra voru eng- ar ákvarðanir teknar á þessum fundi um framhald málsins en hann hefði eingóngu verið haldinn til að veita upplýsingar um málið og eyða misskilningi. Margir hefðu hins vegar sýnt því mikinn áhuga og því mætti gera ráð fyrir að það yrði til frekari umfjöllunar í undirnefnd- um á vegum ráðsins á næstunni. Sú umfjöllun hefði þó engin áhrif á framkvæmd laganna um gagna- grunninn hér á landi. Aðspurður sagði Peteris Zilgal- vis erfitt að svara því á þessari stundu hvort gagnagrunnsmálið yrði til frekari umfjöllunar á vett- vangi Evrópuráðsins. Hann sagði um niðurstöðu fundarins að íslend- ingar hefðu ekki óskað eftir sér- stakri afstöðu Evrópuráðsins til málsins og því yrði ekki sett fram opinber álitsgerð í framhaldi af fundinum. Margir hafa áhyggjur af persónuvernd Þarna hefðu fyrst og fremst farið fram skoðanaskipti og upplýsinga- gjöf sem hann sagðist vona að yrði Islendingum gagnleg við þá vinnu sem framundan væri við það sem ófrágengið væri s.s. vegna samn- inga um starfsleyfi til starfrækslu gagnagrunnsins og setningu reglu- gerðar. Zilgalvis sagði að sérfræð- ingar nefhdarinnar létu sig miklu varða hvernig staðið væri að söfnun heilbrigðisupplýsinga og gerð gagnagrunna vegna rannsókna í líf- læknisfræði í Evrópu. Þeir hefðu augljóslega bæði kosti og galla í fór með sér. Margir hefðu áhyggjur af því hvort persónuverndar væri nægOega gætt, samþykki sjúklinga aflað og af möguleikum á að tengja saman upplýsingar í gagnagrunn- um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.