Morgunblaðið - 04.03.1999, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 04.03.1999, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. MARZ 1999 UMRÆÐAN Innflutningur norskra kúa I GREIN í Morgun- blaðinu laugardaginn 27. feb. sl. fjalla Stefán Aðalsteinsson, Ólafur Ólafsson og Sigurður Sigurðarson um hugs- anlegan innflutning fósturvísa úr NRF- kúm frá Noregi. Svo er að sjá að þeir félag- ar hafi misskilið hrapallega umfang og tilgang þessa innflutn- ings, þar sem þeir telja að hann muni skaða heilsufar þjóð- arinnar og líklega j,5n leiða til útrýmingar ís- Gíslason lenska kúastofnsins. Skal því gerð stuttlega grein fyrir þessum innflutningshugmyndum, þeim félögum og öðrum til glöggv- unar. Jafnframt verður lítillega minnst á samband sykursýki og kúastofna. Umsókn um innflutningsleyfi Bændasamtök íslands og Lands- samband kúabænda sóttu í lok mars á liðnu ári um leyfi til inn- flutnings erfðavísa úr NRF-kúm. Samkvæmt lögum um innflutning dýra getur landbúnaðarráðherra veitt leyfi til slíks innflutnings að fengnum umsögnum Náttúru- verndarráðs og viðkomandi búfjárræktarnefndar ásamt Kúaínnflutningur Vegna einangrunar íslenska kúastofnsins, segir Jón Gíslason, er næsta lítið vitað hvernig hann stendur í samanburði við önnur kúakyn. meðmælum yfirdýralæknis og ráðgjafanefndar hans, sem skipuð er þrem dýralæknum. Umsókn BÍ og LK hefur nú verið til umfjöllun- ar hjá þessum aðilum og ráðuneyt- inu í tæpt ár. Svo ítarleg umfjöllun hlýtur að jafngilda umhverfismati sem greinarhöfundar telja nauð- synlegt áður en til innflutnings kemur. Sóttvarnir Sem fyrr segir eru meðmæli yf- irdýralæknis og ráðgjafanefndar hans skilyrði fyrir innflutnings- leyfi. Verði af innflutningi skal samkvæmt innflutningslögunum koma hinum innfluttu erfðavísum fyrir í sóttvarnarstöð (einangrun- arstöðin í Hrísey) og gripi sem vaxnir eru upp af þeim má ekki flytja í land. Jafnframt eru gerðar strangar kröfur um heilbrigði kyn- foreldra fósturvísanna, þeir prófað- ir gagnvart ýmsum sjúkdómum (þ.á m. BVD) og hafðir í einangrun einhverja mánuði áður en fóstur- vísar eru teknir. Aðstandendur fyr- irhugaðs innflutnings treysta því að yfirdýralæknir setji nauðsynleg skilyrði fyrir innflutningi með tilliti til sóttvarna, eða leggist gegn hon- um að öðrum kosti. Það vekur hins vegar athygli að Sigurður Sigurð- arson, sem er starfsmaður yfir- dýralæknisembættisins, virðist ekki bera sama traust til yfir- dýralæknis og ráðgjafa hans. Umfang og framgangur innflutnings Með innflutningi fósturvísa er ætlunin að fá í Hrísey 7-12 hrein- ræktaða NRF-gripi af hvoru kyni. Þar verður síðan safnað fósturvísum úr kvígunum og sæði úr nautunum og hvort tveggja notað á 2-3 til- raunabúum í landi. Þannig fást bæði hreinræktaðar NRF- kvígur og blend- ingskvígur, sem nota á í samanburðartilraun með íslenskum kvíg- um. Verði af innflutn- ingi nú í vor ættu fyrstu kálfarnir að fæðast í Hrísey snemma næsta árs, af- komendur þeirra að fæðast á tilraunabúun- um árið 2002, og tilrauninni að Ijúka árið 2005. Þá yrði tekin ákvörðun um framtíð þessara gripa. Notkun NRF-kynsins verður al- farið bundin við 2-3 tilraunabú og flutningur þeirra út af þeim óheim- ill. Heildarfjöldi gripa af NRF-kyni verður liðlega eitt hundrað. Barna- skapur má það kallást að halda að þessar fáu kýr útrými íslenska kúakyninu. Hins vegar er ekki ótrúlegt að þeir sem ekki mega til þess hugsa að hingað flytjist annað mjólkurkúakyn óttist þær upplýs- ingar sem með þessari tilraun fást. Tilgangur tilraunainnflutnings Vegna einangrunar íslenska kúastofnsins er næsta lítið vitað hvernig hann stendur í samanburði við önnur kúakyn. Tilgangur til- raunainnflutnings er sá að fá sam- anburð á íslenska kúakyninu og því norska. Áhersla verður lögð á eftir- talda eiginleika: Afurðir, þ.e. mjólkurmagn, efna- innihald mjólkur og kjötfram- leiðslueiginleika. Fóðurkostnað og gróffóðurnýt- ingu. Heilsufarsþætti, ekki síst júgur- bólgu og frjósemi. Umgengniseiginleika, svo sem mjaltaeiginleika og geðslag. Stefán og félagar hans leggja á það ríka áherslu að gera þurfi út- tekt á hagkvæmni innflutnings. Þeirri tilraun, sem hér hefur verið lýst, er ætlað að skapa forsendur fyrir slíkri úttekt, en þær eru því miður ekki til í dag. Þegar niður- stöður þessarar tilraunar liggja fyrir geta menn í alvöru farið að meta kosti, galla og hagkvæmni þess að hefja notkun á NRF-kúa- kyninu til kynbóta hérlendis. Þá kann jafnframt að verða tímabært að ræða um varðveislu íslenska kúastofnsins. NRF-kýr og sykursýki Kenning er uppi um að próteinið betakasein Al í mjólk geti valdið sykursýki í börnum. Genið Al stjórnar myndun þessa próteins og er tíðni þess hærri í NRF-kúm en íslenskum. Stefán og félagar legga til að allir nautgripir á íslandi (um 75.000 gripir!) verði arfgreindir með tilliti til Al-gensins og síðan valið gegn því. Sé það viðráðanlegt að arfgreina alla nautgripi á Is- landi sýnist auðvelt að arfgreina hugsanlega kynforeldra þeirra NRF-fósturvísa sem hingað verða fiuttir, og velja aðeins þá sem eru lausir við Al-genið. Ahyggjur af því að innflutningur NRF-kynsins auki tíðni sykursýki eru því óþar- far ef rétt er á haldið. Höfundur er formaður Fagráðs í nautgriparækt. Fákafeni 9 Reykjavík Sími 568 2866 1999 siðasta ar aldarmnar III^LARNIR breytast! Hvaðmeðþig?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.