Morgunblaðið - 04.03.1999, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.03.1999, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 4. MARZ 1999 MORGUNB LAÐIÐ k ERLENT Vaxandi krafa um að ísraelska herliðið í Líbanon verði kallað heim Ariel Sharon vill þjóðstjórn og' einhliða brottflutning Jerúsalem. Reuters. Lausn á byggða- vanda? Ósltí. Reuters. BÆJARSTJÓRINN í Kaafjord í Norður-Noregi hefur lagt til, að ríkið greiði niður ferðir pip- arsveina í bænum til framandi landa í von um, að þeir snúi aft- ur færandi hendi, þ.e.a.s. með konu sér við hlið. „Piparsveinalífið er eríitt, jafnt félagslega sem tilfínninga- lega,“ sagði Aage Pedersen bæj- arstjóri um leið og hann kynnti tillögu sína um niðurgreiddar ferðir, til dæmis til landa í Asíu, Rússlands og Póllands. Sagði hann. að nota mætti til þessa op- inbert fé, sem ætlað er að draga úr byggðaröskun. I Kaafjord búa 2.500 manns og þar af eru piparsveinarnir 8% eða 200. Hefur fækkað í bænum um 30-40 manns árlega síðustu 10-15 árin og það er er ekki síst kvenfólkið, sem flýr burt. ARIEL Sharon, utanrikisráðheira Israels, hreyfði þeirri hugmynd í gær, að þingkosningunum í maí yrði frestað og neyðarstjóm skipuð til að annast einhliða brottflutning ísra- elska hersins frá Líbanon. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Israels, og Moshe Arens varnarmálaráðhen-a hafa vísað þessu á bug og einnig Ehud Barak, leiðtogi Verkamanna- flokksins og stjórnarandstöðunnar. „Það er óhjákvæmilegt að skipa strax neyðarstjórn með þátttöku Likudfloksins og Verkamanna- flokksins til að unnt sé að taka ákvörðun um einhliða brottflutning frá Líbanon og framkvæmd Wye- samninganna við Palestínumenn,“ sagði Sharon. „Þetta er eina leiðin til að komast upp úr líbanska kviksynd- inu og það er aðeins á færi þjóð- stjórnar að ákveða það.“ Sharon benti á, að kosningum hefði áður verið frestað en það gerðjst eftir að stríð braust út milli Israels og arabaríkjanna 1973. Sharon hefur alla tíð verið mjög herskár og það var hann, sem skipulagði innrásina í Líbanon 1982 sem varnarmálaráðherra. A síðustu árum hefur hann þó lagt til oftar en einu sinni, að ísraelska herliðið í Lí- banon verði kallað heim einhliða. Netanyahu andvígur Netanyahu hafnaði í gær þessum hugmyndum Sharons og sagði, að flyttu Israelar herinn einhliða frá Lí- banon myndu þeir þurfa að kljást við Hizbollah-skæruliða í Israel en ekki í Líbanon. Barak, sem hefur heitið því að kalla herinn heim fyrfr mitt næsta ár sigri Verkamannaflokkurinn í kosn- ingunum í maí, hafnaði líka tillögu Sharons strax og einnig Ai'ens varn- armálaráðherra, sem sagði hana vera óraunhæfa. Sagði hann, að nær væri að endurskoða samninga frá 1996, sem takmörkuðu hernaðarum- svif ísraelska hersins í Libanon. Voru þeir gerðir við skæruliða Hizbollah-hreyfingarinnar með milli- göngu Bandaríkjamanna og sam- kvæmt þeim hétu hvorirtveggju að stefna ekki lífi óbreyttra borgara í hættu með aðgerðum sínum. Sagði Arens samkomulagið hafa gagnast skæruliðum fyrst og fremst. Þeir væru frjálsir að því að ráðast á ísra- elska hermenn en skýldu sér síðan á bak við óbreytta borgara í þorpun- um. 25-30 falla árlega Mikil og vaxandi óánægja er í Isr- ael með veru hersins í Líbanon enda hafa fallið þar 25-30 hermenn á ári og sjö frá síðustu árarnótum, þai’ af einn herforingi. Benjamin Netanya- hu, forsætisráðherra Israels, hafði ekki tjáð sig um hugmyndir Sharons í gær en hann segist sjálfur geta flutt herinn heim á einu ári þótt hann hafí ekki verið með neinar tímasetningar. Hagnaður af Fnroya Banka Þórshöfn. Morgunblaðið. MIKILL hagnaður var af rekstri Foroya Banka, fjórða árið í röð, en í upphafi þessa áratugar var honum bjargað frá gjaldþroti með margra milljarða kr. framlagi frá hinu opin- bera. Hagnaður bankans iyrir skatt á síðasta ári var rúmlega 3,8 milljarð- ar ísl. kr., sá næst mesti sl. fjögur ár. Er hann nú eini bankinn í Færeyjum en 1994, þegar kreppan var hvað mest, var Sjóvinnubankinn sameinaður honum. Hagnaðurinn er sagður stafa fyrst og fremst af því, að vel hafí árað til sjávarins, en eigandi bank- ans er Fjárfestingarsjóðurinn frá 1992 eða með öðrum orðum lands- sjóðurinn. Vegna góðrar afkomu bankans aukast tekjur færeyska landssjóðs- ins um rúmlega 1,8 milljarða ísl. lcr. og er það miklu meira en gert hafði verið ráð fyrir. Reuters Sakaður um stríðsglæpi í seinni heimsstyrj- öldinni KRÓATINN Dinko Sakic, sem stýrði fangabúðum í seinni heimsstyrjöldirmi, var lagður inn á sjúkrahús degi áður en hann átti að mæta fyrir rétti vegna ákæru um stríðsglæpi. Sakic, sem er 76 ára gamall, var lagður inn á sjúkrahús í Zagreb í Króa- tíu vegna skyndilegra veikinda. Zakic var framseldur frá Argent- ínu í júní sl. og ákærður fyrir að bera ábyrgð á dauða 2.000 manna í hinum illræmdu Ja- senovac-fangabúðum í síðari heimsstyrjöldinni, en þá var Króatía leppríki Þýskalands. Monica Lewinsky segir sögu sína í sjónvarpsviðtali og nýrri bók Leið „eins og dræsu“ þegar Clinton baðst afsökunar Wæshington. Reuters, The Daily Telegraph. MONICA Lewinsky sagðist í sjónvarpsvið- tali sem sýnt var í Bandaríkjunum í nótt að íslenskum tíma hafa liðið „eins og dræsu“ þegar hún horfði á Bill Clinton Bandaríkja- forseta viðurkenna í sjónvarpsávarpi 17. ágúst á síðasta ári að hann hefði átt í kyn- ferðissambandi við Lewinsky. Clinton bað bandarísku þjóðina þar afsökunar á gerð- um sínum en ekki Lewinsky. í dag kemur út bók Bretans Andrew Morton, Monica’s Story, þar sem Lewinsky segir sögu sína en gert er ráð fyrir að bókin seljist eins og heitar lummur. Breska dagblaðið Sunday Mirror hefur þegar birt útdrátt úr bókinni og efni úr bókinni hefur einnig verið lekið til margra annarra dagblaða að undan- förnu. ABC-sjónvarpsstöðin bandaríska sýndi fyrr í gær brot úr viðtalinu sem fjölmiðla- konan Barbara Walters tók við Lewinsky 20. febrúar síðastliðinn. „Mér leið eins og dræsu. Mér fannst ég óhrein og mér fannst sem ég hefði verið notuð og ég var afar von- svikin," sagði Lewinsky, sem á sínum tíma var starfsstúlka í Hvíta húsinu, í viðtalinu við Walters. Játaði Lewinsky að henni hefði fundist Clinton gefa í skyn í sjónvarpsávarpi sínu 17. ágúst að hún hefði veitt honum „kynferðislega þjónustu". Lewinsky sagði í viðtalinu að þegar hún leiddi hugann að þeim manni sem hún þekkti sem Bill Clinton þá væri hún viss um að hann hefði mikla eftirsjá vegna sam- Gagnrýnir Kenneth Starr harkalega bandsins, og hvemig það komst í hámæli. „En þegar ég hugsa um manneskjuna sem ég nú sé að störfum, og er eitt hundrað pró- sent stjórnmálamaður, þá held ég að hann sé einfaldlega leiður yfir því að upp um hann komst.“ Lewinsky og Clinton „sálufélagar í kyniífínu“ Lewinsky kvaðst í viðtalinu við Walters ekki eiga von á því að Hillary og Chelsea Clinton, eiginkona og dóttir forsetans, myndu taka afsökunarbeiðni sína gilda. „En ég vil þó gjaman að þær viti að ég er mjög leið yfír því sem gerðist og öllu því sem þær hafa mátt þola.“ Sagði Lewinsky aðspurð að Clinton væri afar tilfinninganæmur og blíður maður. En hún sagði að e.t.v. ætti Clinton í innri bar- áttu, þar sem á tækjust strangt trúarlegt uppeldi og sterk kynhvöt hans. „Ég held að hann reyni að hafa stjórn á kynhvöt sinni af því ég held ekki að honum fínnist undanláts- semi við kynhvötina í lagi,“ sagði Lewinsky. „Ég held að hann reyni að hafa stjórn á sér í þessum efnum. En síðan mistekst honum ætlunarverkið.“ Clinton „kyssir afar vel“ að sögn Lewin- sky sem bætti því við að forsetinn hefði verið hennar „sálufélagi í kynlífínu“. Jafnframt kvað hún sambandið við forsetann eina merkilegustu lífsreynslu lífs síns. Lewinsky lét fyrrverandi vinkonu sína, Lindu Tripp, hafa það óþvegið í viðtalinu við Walters. Tripp tók á sínum tíma samtöl sín við Lewinsky, þar sem þær ræddu um sam- band Lewinsky við Clinton, upp á band og af- henti síðan Starr. „Ég vorkenni henni,“ sagði Lewinsky. „Ég myndi aldrei vilja vera hún.“ Fer hörðum orðum um Starr í bók Mortons er Lewinsky sögð fara afar hörðum orðum um Kenneth Starr, sem stýrði rannsókninni á hendur Clinton, og starfsháttum hans. Ottast vinir hennar og vandamenn mjög að þau ummæli, sem eftir Lewinsky eru höfð í bókinni, reiti Starr svo til reiði að hann endurskoði það samkomulag sem þau Lewinsky gerðu. Samkomulagið tryggði Lewinsky friðhelgi gegn því að hún sýndi Starr og félögum hans samstarfsvilja, og vitnaði um samband sitt við forsetann, en nú óttast vinir Lewinsky að Starr muni engu síður reyna að höfða mál á hendur henni. í bókinni segir Lewinsky að henni hafi lið- ið svo illa vegna þeirrar meðferðar sem hún hlaut hjá Starr og félögum, er þeir komu að máli við hana 16. janúar 1998 og reyndu að fá hana til að vitna gegn Clinton, að hún hafi hugleitt sjálfsmorð. Þegar StaiT sagði henni að hún gæti átt yfir höfði sér 27 ára fangels- Author of the 11 Wnu Yorlt Tma btslseller Dmmi Htr Tntt Story Reuters FORSÍÐA bókar Andrews Mortons um Monicu Lewinsky. isdóm, sýndi hún ekki samstarfsvilja, hafí hún hugleitt að kasta sér út um glugga þar sem hún var stödd í viðumst Starrs og fé- laga á tíundu hæð hótels í Virginíuríki. Kvartar Lewinsky yfir því í bókinni að samstarfsmenn Starrs hafi hindrað hana í því að hringja eftir aðstoð lögfræðings síns og móður sinnar. Mun Jackie M. Bennett, einn aðstoðarmanna Starrs, hafa sagt við Lewinsky: „Þú ert 24 ára gömul. Þú ert greind stúlka. Þú ert nógu gömul til að taka eigin ákvarðanir. Þú þarft ekki að hringja í mömmu.“ Starr á yfir höfði sér rannsókn dómsmála- ráðuneytisins bandaríska vegna ásakana um að hafa notað óvönduð meðul til að ná ár- angri í rannsókn sinni. í vitnisburði fyrir dómsmálanefnd Bandaríkjaþings í nóvem- ber sagði Starr það rangt hjá Lewinsky að samstarfsmenn hans hefðu hindrað hana í því að hringja eftir aðstoð. I | I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.