Morgunblaðið - 04.03.1999, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 04.03.1999, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 4. MARZ 1999 49 skráningu minnar frá Háskóla ís- lands. Þar ræddum við Gísli jnikið saman og var mikið hlegið. Óhætt að segja að bjartssýni og lífsgleði hafí verið okkur sammerkt þennan dag og reyndar má líklega með sanni segja að ofangreind lýsingar- orð hafí verið eitt af hans aðalein- kennum. Ekki verður ofsagt að Gísli hafí átt stóran þátt í að gera þennan dag mér sérlega eftirminninlegan. Fundum okkar bar víst ekki aftur saman eftir þennan dag en ráðgert var að Gísli tæki myndir af mér og fjölskyldu minni seinna um sumarið en úr því gat því miður ekki orðið, um það sáu æðri máttarvöld. Eftirlifandi konu Gísla, börnum, barnabörnum og öðrum ástvinum votta ég mínar dýpstu samúð. Megi Guð styrkja ykkur í ykkar miklu sorg. Guðni Ingi Pálsson. Örfá kveðju- og þakkarorð við fráfall góðkunningja og vinar Gísla Jónssonar. Leiðir okkar lágu fyrst saman fyrir nokkrum áratugum. Þau samskipti leiddu til kunn- ingsskapar og samstarfs á áhuga- sviðum beggja. Hann rafmagns- verkfræðingurinn hafði áhuga á nýtingu rafmagns til húsahitunar og ég hafði áhuga á að vita hvaða skil- yrði þarf að uppfylla til að húsgerð- in henti fyrir rafmagnshitun. Báðir gerðum við okkur fulla grein fyrir því að efnisnotkun og byggingarlag húsa hentar með ólíkum hætti m.t.t. upphitunaraðferða og upphitunar- tækja. Af þessu skapaðist kunnings- skapur okkar, sem verið hefur óslit- inn þó að hvor hafí gengið sína ævi- braut og liðið hafi stundum nokkuð á milli vinafunda. Nú þegar örlögin hafa slitið þenn- an þráð og komin er kveðjustund verður ljósara hvaða eiginleikar Gísla treystu tengslin og leiddu okkur til nánara samstarfs síðustu undangengin ár. Félagsleg viðhorf Gísla og samfé- lagslegur áhugi ásamt starfselju hans gerðu hann virkari en almennt gerist um samskipti almennings og stjórnvalda. Starfsferill Gísla lýsir vel hugðar- efnum hans og vinnusemi. Það er rakið annars staðar og verður ekki endurtekið hér. Síðustu árin hefur hann gegnt formannsstarfi í Ljóstæknifélagi Is- lands og jafnframt annast verksvið framkvæmdastjóra fyrir félagið. I því starfí höfum við notið áiTekni hans við að auka fjölbreytni í starfí félagsins. Það er við ramman reip að draga fyrir slíkt félag nú á tímum hraða og kaupmennsku. Félagsþátttakan byggist að miklum hluta á hugsjón um umhverfisbætur með bættri lýs- ingu fyrir sjónskerta og aldraða jafnt og fyrir heilbrigða. Það þarf meira en hugsjónina eina í því efni, því um er að ræða jafnt rannsóknarstörf, fræðslustörf og áróðursstarf. Til þessara hluta var Gísli sérlega vel í stakk búinn vegna reynslu sinnar, fyi'ri starfa og eljusemi við störf sín. í starfí prófessors í rafmagns- fræðum við Háskóla íslands kom hann svo að verulega nam kennslu á í lýsingartækni. Hann kom á fót rannsóknarstofu í lýsingartækni með aðstöðu til að mæla lýsingar- eiginleika og nýtni lampabúnaðar. íslenzkir lampaframleiðendur þurftu að senda lampa sína utan til slíkra mælinga. Við fráhvarf Gísla frá Háskólan- um mun þessi búnaður að mestu ónotaður. Til að auka fjölbreytni í staifi Ljóstæknifélagsins hefur tekizt samstarf við innfiytjendur ljósapera og lampabúnaðar og efnt til kynnis- ferða í verksmiðjur peruframleið- endanna. Auk þess að kynnast framleiðslunni hafa kynnishóparnir hlýtt á fyrirlestra færustu fag- manna um lýsingu og skoðað sýn- ingarsali með margháttaðri tækni til að sýna og prófa lýsingar fyrir mismunandi störf og starfsaðstæð- ur. Sú hefur orðið þróunin á undan- förnum árum að áherzluatriðin við hönnun lýsingar hafa verið að flytj- ast æ meir á áhrifasvið líffræðilegra og sálfræðilegra viðhorfa frá nær eingöngu raftæknilegum áherzlum þ.e.a.s. frá síauknum ljósstyrk yfír á tilfinningaleg, skynjunarleg áhrif lýsingarinnar. Þetta hefur gerzt m.a. fyrir aukna þekkingu á eðlis- eigindum ljóssins og líffræðilegum áhrifum þess. Ferðir þessar og erindin, sem þar voru flutt, hafa aukið okkur þann skilning. I þessum hópum hafa verið 20-30 manns með mismunandi kunnáttu og viðhorf í faginu. Þetta hefur mælzt sérlega vel fyrir og aukið okkur þekkingu og vonandi hæfni til að vinna að markmiðum félags- ins. Einnig hefur Gísli verið í forsvari við að endurvekja útgáfustarfsemi félagsins, sem vonir standa til að reynist lífvænleg. í seinni tíð hefur aðsetur félags- ins færst alveg inn á heimili Gísla. Að sjálfsögðu skapar það álag á heimilið. Þetta var því aðeins hægt að Margi’ét kona Gísla stóð með honum og studdi þessa ráðs- mennsku. Fyrir hennar hlut er Ljóstækni- félagið í mikilli þakkarskuld. Gísla hefði ekki auðnast að koma öllu því í verk sem raun ber vitni, nema fyrir hvað Margrét hefur staðið við bak hans og reynzt hon- um góður förunautur. Auk þátttöku í alþjóðasamstarfi á sviði lýsingartækni er Ljóstæknifé- lagið aðili að non-ænum samtökum Ljóstæknifélaga Nordlys. Fyrir til- stilli Gísla gerðist LFÍ aðili að nýj- um Evrópusamtökum, Lux-Evrópa, sem starfa á þessu sviði. Er svo komið að á fundi hér á landi síðasta sumar var ákveðið að ráðstefna þessara samtaka yrði haldin hér á landi árið 2001. Með þeirri ákvörð- un fluttist foi-mannastarf samtak- anna til okkar og varð Gísli formað- ur þeirra frá þeim fundi. Þó að Ljóstæknifélag Islands sjái á bak ötulum fomgismanni og harmi þann missi er fráfall kærs heimilisföður enn sárari missir og verður trauðla bættur. Með þessum fátæklegu línum þakka ég Gísla áratugalanga við- kynningu og vináttu. I þeim þökk- um á Margrét sína hlutdeild og votta ég henni og afkomendum þeiiTa Gísla mína innilegustu sam- úð. Skúli H. Norðdahl, ark. FAÍ. Gísli Jónsson prófessor er látinn. Hann var einn af þeim samferða- mönnum mínum á lífsleiðinni sem hafði afgerandi áhrif á feril minn. Mér er það því bæði ljúft og skylt að rita fáein þakklætis- og kveðju- orð við hið ótímabæra fráfall hans. Fundum okkar Gísla bar fyrst saman þegar ég hóf störf við Há- skóla íslands. Þá var hann starfandi við verkfræðideild sem prófessor í raforkuverkfræði og hafði verið það um nokkurt skeið. Hjá Verkfræði- stofnun Háskóla Islands varð Gísli einn af yfirmönnum mínum um ára- bil, er hann gegndi stöðu stjórnar- formanns stofnunarinnar, og síðar meðal nánustu samstarfsmanna minna. Sem prófessor í raforkuverkfræði hafði Gísli afgerandi áhrif á mótun kennslu á því fræðasviði. Hann sinnti einnig kennslu í ljóstækni en í samræmi við gamlar hefðir var litið svo á að hún tilheyrði fræðasviði raforkuverkfræðinnar. En það var einkum á sviði ljóstækninnar sem hann lét til sín taka á síðari árum starfsævi sinnar. Gísli var vinsæll meðal nemenda og farsæll í sam- skiptum við starfsfólk. Hann beitti sér fyrir því að ráðnir voru nýir menn til starfa við deildina til kennslu og rannsókna, og er undir- ritaður meðal þeirra. Rannsóknarstörf Gísla voru fjöl- breytt og spönnuðu vitt svið. Hann var frumkvöðull í rannsóknum á notkun rafbíla á íslandi og varð landskunnur fyrir. Hann stundaði einnig umfangsmiklar mælingar á dagsbirtu og útfjólublárri geislun. Þessar mælingar, sem meðal ann- ars hafa gildi í tengslum við ýmsar læknisfræðilegar rannsóknir, hafa vakið verðskuldaða athygli meðal fræðimanna. Gísli var óþreytandi að minna á gildi ljóstæknirannsókna og taldi að ísland og íslendingar gætu gegnt þar ákveðnu forystu- hlutverki. Hann sinnti þessum rannsóknum ótrauður eftir að hann lét af kennslustörfum og allt til dán- ardægurs. Gísli var dagfarsprúður maður, einlægur og þægilegur í allri um- gengni. Ég minnist þess ekki að það hafi nokkru sinni borið skugga á í samskiptum okkar, sem þó náðu yf- ir nálega tvo áratugi. Það var gott að leita til Gísla, enda var hann út- sjónarsamur við að ráða fram úr hvers kyns vanda. Hann var því vin- sæll, tók virkan þátt í félagsmálum og átti sæti í fjölmörgum nefndum og ráðum. Með Gísla Jónssyni prófessor er horfinn af sjónarsviðinu einn af frumherjum íslenskrar verkfræði, fom'gismaður við eflingu verk- fræðikennslu og frumkvöðull yerk- fræðirannsókna hér á landi. Ég vil þakka fyrir að hafa átt því láni að fagna að kynnast og starfa með drengskaparmanninum Gísla Jóns- syni. Hluttekningu og samúð votta ég og eiginkona mín, Bjarnveig Höskuldsdóttir, eftirlifandi eigin- konu Gísla, Margi-éti Guðnadóttur, og aðstandendum öllum. Ragnar Sigbjörnsson, prófessor. Þegar ég frétti lát Gísla Jónsson- ar hrönnuðust minningar upp. Ég kynntist honum á fyrsta ársfundi Sambands ísl. rafveitna sem ég sat á ísafirði 1966, en hann var þá raf- veitustjóri í Hafnarfirði. Hann hafði forgöngu um að leigja litla rútu og fórum við nokkrir félagar ásamt mökum dagsstund í kynnisferð til Bolungarvíkur. Fann ég í þeirri ferð áhuga Gísla á náttúru og fegurð landsins, sem hann festi á ljósmynd- ir. Gísli var mikill málafylgjumaður og bjó yfir sterkri réttlætiskennd, þar sem hann bar hlut þeirra sem minna mega sín fyrir brjósti. Ég átti þess kost að starfa með honum í stjórn Sambands ísl. rafveitna um árabil. Á þessum árum voru mikil umsvif í rafvæðingu landsins og verðjöfnunargjald var lagt á rafveit- ur sveitarfélaga árið 1965 til að létta undir rekstri Rafmagnsveitna ríkis- ins og síðar Orkubús Vestfjarða. Gísli var einn þeirra sem harðast börðust á móti þessu gjaldi og taldi að ríkissjóður ætti að fjármagna rekstur fyrirtækisins á annan hátt en skattleggja aðrar rafveitur sem leiddi til hækkunar á orkuverði þeirra. Gísli gegndi starfi framkvæmda- stjóra Sambands ísl. rafveitna árin 1969-1975, á því tímabili var að komast á samstarf við rafveitusam- böndin á Norðurlöndunum. Á ég góðar minningar um ferð sem hann hvatti mig til að fara með sér á aðal- fundi sænsku og dönsku rafveitu- sambandanna. Vildi hann víkka hjá mér sjóndeildarhringinn og gefa mér tækifæri til að kynnast félögum okkar á Norðurlöndunum. Gísli hafði lært raforkuverkfræði við tækniháskólann í Kaupmannahöfn svo hann var þar vel kunnugur og gaman að vera með honum. Á þessum árum tókst ágæt vin- átta með konum okkar og hittust þær á hverju ári og blönduðu geði meðan við sátum fundi. Þessum fundum lauk oft með borðhaldi og venjulega stiginn dans. Gísli var þá hrókur alls fagnaðar. Eftir að Gísli tók við starfi prófessors í raf- orkuverkfræði við Háskóla íslands minnkuðu samskipti okkar. Engu að síður minnti Gísli á sig með skrifum um hin ýmsu mál sem okkur varða, svo sem umdeilda gjaldtöku orkufyrirtækja á af- gjaldi sem lögfræðinga gi-einir á um að standist lög. Þarna fóru skoðanir okkar saman og nú er of seint að eiga við hann skoðana- skipti. Ég minnist Gísla með sökn- uði og eftirsjá. Kæra Magga, við Auður sendum þér og aðstandend- um þínum okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Sverrir Sveinsson. + Kristján Jó- hannsson fædd- ist á Ytra-Lágafelli f Miklaholtshreppi í Hnappadalssýslu 28. september 1929. Hann lést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur 20. febrúar síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Digraneskirkju 26. febrúar. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um Ijósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (M.Joch.) Nokkrar kveðjur og þakkarorð frá fjölskyldunni Lyngbrekku 6, sem var þar á árunum 1963-1993. Við áttum heima á móti Kristjáni og Svövu í 30 ár ásamt öllum okkar börnum, við áttum átta en þau þrjú. Aldrei bar skugga þar á. Inga og Magga alltaf saman og Bogga og Halldór. Við viljum af alhug þakka þér, Krist- ján minn, fyrir alla þá hlýju og hjálpsemi sem þú sýndir okkur alltaf. T.d. þegar við þurftum að fara til Ámeríku með veika drenginn okkar þá fórst þú á hverjum degi með tví--^ burana okkar á bama- heimilið og ekki lét Svava sitt eftir liggja að aðstoða okkur, alltaf boðin og búin. Þetta er geymt en ekki gleymt. Við Halldór og börnin öll viljum votta þér, elsku Svava mín, börnum ykkar, barnabömum og tengdadótt- ur, innilega samúð okkar. Guð veri með ykkur öllum í þessari sám sorg. Við biðjum guð að geyma minningu þína, Ki-istján minn. Aðalheiður. KRISTJÁN JÓHANNSSON + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, INGA JÓNSDÓTTIR Hraunbæ 78, sem lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur laugar- daginn 20. febrúar sl., verður jarðsungin frá Langholtskirkju á morgun, föstudaginn 5. mars, kl. 10.30. Óðinn Björn Jakobsson, Guðrún Óðinsdóttir, Þorsteinn Jakobsson, Jakob Heimir Óðinsson, Sesselía Jóhannsdóttir, Þóra Hrönn Óðinsdóttir, Óskar Jónsson og barnabörn. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HANNA HELGASON, Aflagranda 40, Reykjavík, sem lést laugardaginn 27. febrúar, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 5. mars kl. 10.30. Torfi Jónsson, Jónína H. Gísladóttir, Helgi V. Jónsson, Ingibjörg Jóhannsdóttir, Hallgrímur G. Jónsson, Sigurveig I. Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BÁRA LÝÐSDÓTTIR, Hrafnistu Reykjavík, áður til heimilis í Nóatúni 26, sem lést sunnudaginn 21. febrúar, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 5. mars kl. 13.30. Ægir Ferdinandsson, Guðrún Marinósdóttir, Halivarður Ferdinandsson, Sesselja Jónsdóttir, Kristín Ferdinandsdóttir, Oddur Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum innilega öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður, systur, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR ERLU JÓNSDÓTTUR, Efstalandi 4. Fyrir hönd aðstandenda, Arnheiður Ragnarsdóttír.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.