Morgunblaðið - 04.03.1999, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.03.1999, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 4. MARZ 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LEIKHUS- TÓNLIST Töí\l JST Hljómdiskar MÁVAHLÁTUR Tónlist eftir Pétur Grétarsson. Söngtextar eftir Jón Hjartarson. Hljóðfæraleikur: Sigurður Flosa- son (bassaklarinett, klarinett, altó-sax og altó-flauta, flauta, pikkolóflauta). Annar hljóðfæra- leikur, upptökur og frágangur: Pétur Grétarsson. Upptökur voru gerðar í janúar og febrúar 1999. Utgefandi: Pétur Grétarsson í samvinnu við Leikfélag Reykja- víkur. Tími alls: 41.54. SÝNING Leikfélags Reykja- víkur í Borgarleikhúsinu á Mávahlátri eftir Rristínu Mörju Baldursdóttur, í leikgerð Jóns Hjartarsonar og í leikstjórn Þórhildar Þorieifsdóttur, stend- ur þeim sem sáu og heyrðu væntanlega enn ljóslifandi fyrir hugskotssjónum, enda hjálpaðist flest að til að gera hana eftirminnilega - þ.á.m.tón- list Péturs Grétarssonar, sem nú er komin út á hljómdiski. Tónskáldið og Sigurður Flosa- son, sá góði músikant og fjöl- hæfí „blásari", sjá um framúr- skarandi fínan hljóðfæraleik. Sigurður leikur á klarinettur, flautur, altó-sax og ég veit ekki hvað; höfundurinn sér um ann- an hljóðfæraleik, svo og um upptökur og frágang, sem allt er fyrsta flokks. Hér er auðvitað á ferðinni „leikhústónlist", sem hlýtur að öllu jöfnu að höfða sérstaklega til leikhúsfólks - og auðvitað er hún tengd efninu og sviðinu og kann því e.t.v. að virðast saman sett úr nokkuð laustengdum þáttum eða atrið- um („episodik") í eyrum þeiira sem ekki sáu sýninguna. En hvað um það, sem leikhústónlist er hún alveg ekta fín, hugkvæm, „gagnsæ“ og stundum fyndin. En hún er líka góð með sínum hætti sem tónlist án annaiTa formerkja. Jóhann G. Jóhannsson syng- ur ásamt Halldóri Gylfasyni í fullveldisljóði (með þátttöku Fjallkonunnai-, Guðrúnar Ás- mundsdóttur). Halldór Gylfason syngur í næsta atriði, Nótt- in/Dans út í hraunið - og hann, ásamt Sigrúnu Eddu Bjöms- dóttur og Guðrúnu Ásmunds- dóttur í kostulegri útgáfu á Ólafi Liljurós. Loks syngur höfundur leikgerðar (og söng- texta), Jón Hjartarson, ásamt Theodór Júlíussyni og Þórhalli Gunnarssyni í næstsíðasta at- riðinu, Vonir í vindum / Róna- söngur. Og allt er þetta ágætt til síns brúks. Upptaka fín og frágangur smart; bæði framhlið og bak vel við hæfi. Oddur Björnsson Fyrstu verðlaun á sýningu Ljósmyndarafélags ísland Liósmyna: Fríour Eeeertsdóttir Svipmyndir Hverfisgötu 18, sími 552 2690 Barnamyndir • brúðarmyndir • fjölskyldumyndir Kvikmyndaævintýri í sænsku dreifbýli KVIKMYNDAIÐNAÐUR hefur komið í stað bílaiðnaðar. Reyndar ekki á alþjóðavettvangi, en í Troll- hattan hafa málin þróast í þessa átt. I þessum forðum svo mikla iðnaðarbæ er þungaiðnaðurinn á undanhaldi, en í staðinn þokast þar áfram listrænn iðnaður. Kvik- myndagerð og fyrirtæki tengd henni skjóta alls staðar upp kollin- um og á undanfömu IV2 ári hafa verið teknar þarna upp tólf leiknar myndir, auk margra stuttmynda og' heimildai-mynda. Guðný Halldórs- dóttir kvikmyndaleikstjóri tók þar upp hluta af mynd sinni, „Ungfrúin góða og húsið“ og lætur vel af. Á eftir henni var von á Lars von Tri- er með tökuliði sínu að taka upp næstu mynd sína, þar sem Björk fer með stórt hlutverk. Hið opinbera get- ur ekki gert kvik- myndir, en hins vegar búið í haginn fyrii' kvikmynda- iðnaðinn og það hafa bæjar- og sveitarstjórnir í Vestur-Svíþjóð gert markyisst. Troll- hattan er miðstöð þess átaks, meðal annars sökum ötulla krafta fólks eins og Louise Martin hjá Film i vást. Fram- takið er fróðlegt fyrir íslendinga, þar sem ýmsar hugmyndir hafa komið fram um að skapa aðstöðu til að laða að kvikmyndagerðarmenn. Christer Nilsson, meðfram- leiðandi „Ungfrúarinnar11, starfar á þessu svæði og bendir á hve mikil- vægt sé að norrænir kvikmynda- gerðarmenn leggi saman krafta sína, fremur en að vinna hver í sínu horni. Hvert Norðurlandanna sé of lítið tO að bera uppi nútíma kvik- myndaiðnað, en saman geti þau áorkað miklu. Halldór Þorgeirsson, framleiðandi „Ungfrúarinnar", er ekki í vafa um að Islendingar gætu margt af þessu átaki Vestur- Svíanna lært. Sjálfur hefur hann látið sig dreyma um að Korpúlfs- staðir gætu orðið kjarninn í kvik- myndaveri líkt og er í Trollhattan. Gleðigjafí í vestri „Kvikmyndaiðnaðurinn í Troll- hattan hefur gefið bænum nýjan jarðveg og orðið mikil uppspretta gleði í bænum," segir Louise Mart- in. Þessi gamli iðnaðarbær var far- inn að fá á sig brag uppdráttarsýki, sökum samdráttar í bílaiðnaði, er Umbi var þar og nú Lars von Trier. Hver kvikmyndin á fætur annarri er tekin upp í Trollháttan. Sigrún Davíðsdóttir kannaði hvernig stæði á því og heyrði af nauðsyn þess að norrænir kvik- myndagerðarmenn sameinuðu kraftana. Christer Nilsson Louise Martin VOlO Blöndunartæki Vola blöndunartæki hafa verið margverðlaunuð fyrir sérstakan stíl og fágun, en hönnuðurinn er hinn þekkti danski arkitekt Ame Jacobsen, sem öðlaðist heimsfrægð fyrir framúrskarandi arkitektúr. Tækin eru fáanleg í Iitum, krómuð og í burstuðu stáli. Heildsöludreifing: ____________1 Smiðjuvegi 11, Kópavogi TGnGlehf.Síini 564 1088.fax 564 1689 Fæst í bygoinsavöruverslunum um land al!t. verið hafði meginundirstaða at- vinnulífs bæjarins. Nú hefur yfir- gefnum verksmiðjubyggingum ver- ið breytt í kvikmyudaver með litl- um og stórum sal, þökk sé áform- um yfirvalda um að byggja upp kvikmyndaiðnað á svæðinu og laða að framleiðendur víða að. Film i vást er afsprengi mark- vissrar menningarstefnu bæjar- stjórnarinnar, sem hóf að þreifa fyrir sér á þessu sviði fyrir um tíu árum, en Film i vást var stofnað 1992 og er í eigu bæjarfélaga. Fyr- irtækið hefur enn menningar- og byggðastefnu að leiðarljósi, en læt- ur ekki sitja við orðin tóm. Bæjarfélög svæðisins leggja fé í fyrirtækið, en einnig kemur til fé frá svæðasjóðum Evrópusam- bandsins. Að sögn Louise Martin styrkir fyrirtækið kvikmyndaframleiðslu, en með skilyrðum þó. Akvæði eru um að ef kvikmyndafyrirtæki fær styrk verði það að nota tvöfalda þá upphæð til að greiða fyrir vörur og þjónustu á svæðinu. Þannig er tryggt að það skili sér meira fé til svæðisins en svæðið leggur sjálft til. Kvikmyndafyrirtæki sem starfa með Film i vást skuldbinda sig einnig til að nota starfsfólk af svæðinu. Film i vást hefur því lagt áherslu á að kenna og þjálfa upp starfsfólk. Og nú eftir að svo marg- ar myndir hafa verið gerðar þarna er kominn upp góður kjarni þrautþjálfaðs fólks. Louise Martin bendir á að fram- takið haíi mjög skilað sér í atvinnu- uppbyggingu í bænum. Sprottið hafi upp mörg fyrirtæki, sem sér- hæfi sig í þjónustu fyrir kvik- myndaiðnað, til dæmis í fram- leiðslu og dreifmgu stuttmynda og leigu á bílum og tæknibúnaði til kvikmyndagerðar. „Þeir sem koma hingað til að taka upp myndir þurfa því ekki að koma með allt með sér, heldur geta útvegað sér bæði tæki og starfsfólk á svæðinu,“ bendir Louise Martin á. Svæðið hefur auk þess ýmsa kosti fyrir aðkomandi kvikmynda- hópa. Gisting og önnur þjónusta er augljóslega mun ódýrari en í Kaup- mannahöfn og Stokkhóimi, þar sem lengi hafa verið kvikmyndaver. „Áhugi heimamanna á að byggja þessa grein upp er líka mikili og þoir ■ oru stoltir -af— framtakinu. Þessari gleði finna aðkomumenn fyrir og hrífast af,“ segir Louise Martin. Hinn góði og markvissi stuðningur hefur skilað sér í kvik- myndaævintýrinu á vesturströnd- inni. Þar eru norrænu kvik- myndastórvirkin að gerast um þessar mundir. Norrænn kvikmyndamarkaður í stað sundraðra krafta „Við erum svo lítill hluti heims- ins og eigum svo margt sameigin- legt að það er okkur nauðsyn að vinna saman,“ segir Christer Nils- son, framkvæmdastjóri Göta Film. Kvikmyndafyrirtækið er elsta fyr- irtæki sinnar tegundar á svæðinu, var stofnað í Gautaborg fyrir ellefu árum og hefur undanfarin þrjú ár einnig starfað í Trollháttan. „Ef við á Norðurlöndum ætlum að eiga einhvem möguleika á að veita bandarískum kvikmyndaiðnaði samkeppni þá verður það að gerast með samstarfi.“ Að mati Nilssons vantar ekki góð dæmi um að slík samvinna geti tekist. Eitt þeirra er Hamsun, þar sem þau Max von Sydow og Ghita Norby fóru með aðalhlutverkin. „Það kemur alveg eðlilega út að hver tali sitt mál og Hamsun- myndin er gott dæmi um að það er hægt að blanda norrænum leikur- um saman,“ segir Nilsson. Sama leiðin er farin í „Ungfrúnni" því þó aðalleikararnir séu íslenskir, koma einnig þekktir norrænir leikarar til sögunnar, þar á meðal Ghita Nor- by. Nilsson er mjög ánægður með samstarfið við kvikmyndafélagið Umba. Það var á kvikmynda- hátíðinni í Cannes í fyrra að Nils- son hitti þau Halldór Þorgeirsson, framleiðanda „Ungfrúarinnar“, og Guðnýju leikstjóra. Leiðir þeirra höðfu legið saman áður og Nilsson leist strax vel á að verða meðfram- leiðandi. „Mér þótti auðsætt að það væri verðugt verkefni að taka þátt í að koma einum helsta rithöfundi Norðurlanda á framfæri,“ segir Nilsson. „Mér finnst eðlilegt að við á Norðurlöndum einbeitum okkur að því að halda á lofti okkar bestu rithöfundum.“ „Það er öðruvísi að vinna með Is- lendingum," segir Nilsson með bros á vör. „Islendingar eru vanir að vinna allan sólarhringinn sex daga vikunnar. Því eru Svíar ekki vanir, en við féllumst þó á að hafa íslenskt vinnulag við gerð myndar- innar. Það er ný og góð reynsla að vinna með fólki úr öðrum menning- arheimi og við erum öll góðri reynslu ríkari á eftir.“ Islendingar gætu margt lært af sænska framtakinu íslenskar myndir hafa oft sótt styrki til útlanda, en íslendingar hafa hins vegar ekki styrkt erlend- ar myndir. Þetta er þó að breytast og er í raun nauðsynleg forsenda þess að íslenskar myndir geti sótt í erlenda kvikmyndasjóði, að mati Halldórs Þorgeirssonar. Þetta er líka eðlilegt skref í áttina að því að ísland verði hluti af norrænum kvikmyndamarkaði eins og Nilsson leggur áherslu á. Halldór hefur lengi haft augastað á Korpúlfsstöðum sem kjarnanum í íslensku kvikmynda- veri, sem gæti laðað að sér útlensk tökulið, en því hafa borgaryfirvöld enn ekki sýnt áhuga. Að hans mati gætu íslensk yfírvöld mikið af þeim sænsku lært í uppbyggingu kvik- myndaiðnaðar, sem ekki styrkir aðeins íslenska kvikmyndagerð, heldur laðar að erlenda hópa og leggur undirstöðu að uppbyggingu fyrirtækja á sviði kvikmyndagerð- ar. „Áhugi erlendra aðila á íslandi er þegar fyrir hendi,“ bendir Hall- dór á, „en það vantar enn áþreifan- lega stefnu á þessu sviði.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.