Morgunblaðið - 04.03.1999, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 04.03.1999, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 4. MARZ 1999 + MORGUNBLAÐIÐ ftbt&uMtðtíb STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. BRYNT AÐ BÆTA KJÖR ÖRYRKJA KJÖR flestra öryrkja eru mjög bágborin samkvæmt upplýsingum, sem komu fram á fundi Sjálfsbjargar sl. sunnudag. Fram kom í máli Hörpu Njáls, félagsfræð- ings hjá Hjálparstarfi kirkjunnar, að 74% af nær 8.000 ör- yrkjum í landinu fengju 45 þúsund krónur á mánuði frá ríkinu, grunnlífeyri og tekjutryggingu. Hún kvað öryrkja fátækan þjóðfélagshóp, sem með engu móti gæti látið enda ná saman. Vakti hún athygli á ýmsum skerðingará- kvæðum, sem bitnuðu á greiðslum til öryrkja. Má þar nefna, að öryrki er sviptur heimilisuppbót búi einhver í íbúð hjá honum, t.d. barn hans, og það sama á við leigi hann herbergi inni í íbúð hjá óskyldum. Þetta er byggt á því, að öryrkinn njóti fjárhagslegs ávinnings af sambýli við aðra. Oryrkjum, sem leita aðstoðar Hjálparstarfs kirkjunnar, hefur fjölgað mikið síðustu árin og eru þeir nú milli 1.100 og 1.300 á ári. „Þetta er fólk, sem hefur tekjur, sem duga ekki út mánuðinn, fólk, sem kemur til að fá mat í poka til þess að lifa af. Það eru sjálfsögð mannréttindi, að hið op- inbera ákvarði laun öryrkja, svo þeir geti lifað mannsæm- andi lífi. Það er ljóst, að grunnurinn í stefnu stjórnvalda um lágmarkslaun og framfærslu er brostinn," sagði Harpa Njáls. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra kvað ekki hægt að setja alla öryrkja í landinu undir einn hatt, því kjör þeirra væru mjög mismunandi. Brýnt væri að ná vel- ferðarsáttmála meðal þjóðarinnar næstu fjögur ár og brýnast að nálgast þá, sem verst væru settir. Heilbrigðis- ráðherra benti á, að hámarksbætur hefðu hækkað úr 47 þúsund krónum í 66 þúsund krónur síðastliðin fjögur ár. Hann kvað 20 þúsund króna hækkun á mánuði til öryrkja kosta ríkissjóð 7,5 milljarða á ári. Auðvitað er það alveg rétt hjá heilbrigðisráðherra, að það er ekki hægt að setja alla öryrkja undir sama hatt. Það skiptir t.d. máli fyrir afkomu þeirra hvort þeir eiga skuldlausa íbúð eða ekki. Heimilisaðstæður að öðru leyti skipta einnig máli. Það er hins vegar ekki hægt að loka augunum fyrir þeim upplýsingum, sem fram komu hjá starfsmanni Hjálparstarfs kirkjunnar. Þótt sú umbreyt- ing hafi orðið í íslenzku þjóðfélagi á rúmlega hálfri öld, að mikill minnihluti þjóðarinnar býr við svo bág kjör, má það ekki verða til þess að sá minnihluti gleymist. Það er því miður svo, að þegar meirihluti þjóða býr við viðunandi lífskjör og vel það er hætta á að tiltölulega fámennir minnihlutahópar gleymist. Það á að vera tiltölulega auðvelt að finna út hverjir í hópi öryrkja eru verst settir. Aðgerðir til þess að bæta kjör þeirra munu ekki kosta þá mörgu milljarða, sem um er rætt, ef hækkun verður á greiðslum til allra öryrkja, hverjar svo sem aðstæður þeirra eru. I þessu sambandi er ástæða til að minna enn einu sinni á mál, sem Morgunblaðið hefur ítrekað fjallað um á und- anförnum vikum, sem er það ranglæti, sem í því felst, að sparnaður öryrkja leiði til skerðingar á bótum, þegar hann er kominn yfir ákveðið hámark, og að máli skiptir, hvort sá sparnaður er í peningum eða ígildi peninga eða í annars konar eignum. Stjórnvöld geta ekki horft þegjandi á það ranglæti, sem í þessu felst. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðis- og tryggingaráð- herra hefur sýnt það í ráðherratíð sinni, að hún ber fyrir brjósti hag þeirra, sem minnst mega sín í þjóðfélagi okk- ar. Ráðherrann á að beita áhrifum sínum til þess, að nú þegar verði gerðar þær lágmarksráðstafanir, sem nauð- synlegar eru til þess að bæta kjör þeirra, sem verst eru settir í hópi öryrkja. Vafalaust munu talsmenn öryrkja gera athugasemdir við það, að munur sé gerður á stöðu þeirra eftir efnahag, og vísa til þess að örorkubætur séu svo lágar, að þær geti tæpast lægri verið. Undir það sjónarmið má taka. Á hinn bóginn er ljóst, miðað við þær tölur, sem nefndar hafa verið, að eigi úrlausn að nást fram fyrir hina verst settu nú þegar verður að gera þarna einhvern greinarmun á. Þegar til lengri tíma er litið er hins vegar ljóst að gera verður ráðstafanir til að bæta kjör allra öryrkja. Undirbúningur Bretlands fyrir þátttöku í myntband; Hringir Blair útfararbjöll- um pundsins? I vikunni sem leið kynnti Tony Blair, forsæt- isráðherra Bretlands, áætlun ríkisstjórnar sinnar sem miðar að því að búa brezkt stjórnkerfi og efnahagslíf undir að skipta pundinu út fyrir evruna, hinn sameiginlega Evrópugjaldmiðil. Auðunn Arnórsson kynnti sér áætlunina og viðbrögð við henni. TONY Blair, forsætisráð- herra Bretlands, hóf í lið- inni viku að „hringja jarðar- fararbjöllum sterl- ingspundsins", að minnsta kosti að sögn blaðanna Daily Telegraph og Sun, sem brugðust með þessum orð- um við kynningu Blairs á víðtækri áætlun ríkisstjórnar Verkamanna- flokksins sem miðar að þvi að búa brezkt stjórnkerfí og efnahagslíf und- ir að vera viðbúið að skipta pundinu út fyrir evruna, hinn sameiginlega Evrópugjaldmiðil, yrði ákvörðun tek- in um inngöngu Bretlands í Efna- hags- og myntbandalag Evrópusam- bandsins (EMU). Rupert Murdoeh-blöðin Times og Daily Mail tóku enn dýpra í árinni og úthrópuðu Blair hiklaust sem fóður- landssvikara. Að eyða skattfé í að búa landið undir að skipta út pundinu væri „viðurstyggileg misbeiting valds" (Daily Mail). Times varaði við „sögulegum mistökum". Og Sun opn- aði símalínu til að safna „heilu her- skörunum" til björgunar pundinu og hótaði því að Blair gæti „auðveldlega orðið hataðasti forsætisráðherra Bretlands frá upphafi". En felst, þegar að er gáð, einhver raunveruleg stefnubreyting í þessari nýju evru-undirbúningsáætlun Blair- stjórnarinnar? Blair reyndi sjálfur að gera sem minnst úr því í ræðu sinni í neðri deild þingsins. „Það sem við til- kynnum í dag," sagði hann, „er ekki stefnubreyting. Við skiptum aðeins um gír." Þessi „gírskipting" markar þó tví- mælalaust nokkur tímamót í Evrópu- stefnu Bretlands. Línurnar hafa skýrzt í deilunni um hvort Bretar eigi að sækjast eftir EMU-aðild eða ekki. Þrátt fyrir að Blair kjósi jafnan að tjá sig mjög varlega hvað þátttöku Breta í nánari samruna Evrópu áhrærir hefur evru-undirbúningsáætlunin sett stjórnina í þau spor, að hún kemst ekki hjá því lengur að axla hlutverk málsvara inngöngu Bret- lands í EMU. Blair lýsti því yfir að stjórnin væri „í grundvallaratriðum" fylgjandi því að Bretland yrði aðili að „vel heppn- uðu" myntbandalagi. En hvort af að- ildinni verður sagði hann eftir sem áður háð samþykki í þjóðaratkvæða- greiðslu, sem líklegast er að fari fram eftir næstu þingkosningar. Þær fara væntanlega fram árið 2001. Og stjórnin muni þá aðeins mæla með því við þjóðina að ganga í mynt- bandalagið að því gefnu að brezkur efnahagur standist þau fimm próf, sem Gordon Brown fjármálaráðherra lýsti í þingræðu í október 1997. Á þingi evrópskra sósíalista, sem fram fór í Mílanó á þriðju- dag, ítrekaði Blair þá stefnu stjórnar sinnar að ætla að koma Bretlandi í myntbandalagið þegar að- stæður leyfðu. Hann sagði hinn sameiginlega gjald- miðil ýta undir stöðugleika í álfunni en hann kæmi ekki í staðinn fyrir umbætur í fjármálastjórn ESB-ríkj- anna. Tímaritið The Economist segir Gengi punds- ins tengt evr- unni á einn eða annan hátt „gírskiptinguna" benda til að Blair „vonist nú til að geta þrýst Bretum lít- ið eitt hraðar upp að 'hinu peninga- lega altari". En hversu miklu nær færir þetta Bretland þátttöku í Efnahags- og myntbandalaginu? Eins og sjá má af ofangreindum viðbrögðum brezku dagblaðanna telja þau hina nýju áætl- un stjórnarinnar færa þennan mögu- leika miklum mun nær. Gjaldeyris- markaðir og kauphallarspekingar virðast vera á sömu skoðun. Eiga æsileg viðbrögð við? En sumir spyrja sig hvort þessi æsilegu viðbrögð eigi við. „Burtséð frá loforði stjórnarinnar um að eyða svolitlum peningum innihélt áætlunin ekkert sem ekki var þegar vitað eða fyrirsjáanlegt," skrifar Economist. Blair segir enn að allt sé þetta kom- ið undir þjóðaratkvæðagreiðslu og út- komunni úr efnahagsprófunum fimm. Stjórnin muni vilja ganga inn ef hag- sveiflan í Bretlandi sé á um það bil sama stigi og hagsveiflan á evru- svæðinu; í öðru lagi að tryggt sé að inngangan skaði ekki kauphöllina í City, stærsta verðbréfamarkað Evr- ópu; í þriðja lagi að hún ýti undir fjár- festingar í landinu; í fjórða lagi að hún muni ekki kosta störf og loks ef brezk- ur efnahagur er nægilega „sveigjan- legur" til að geta aðlagað sig efna- hagssveiflum innan evru-svæðisins, eftir að af inngöngu er orðið. Reikna má með að ríkisstjórnin geti auðveldlega afgreitt skilyrðin um sveigjanleika, fjárfestingar og kaup- höllina í Lundúnum. Brezkt efnahags- líf er sveigjanlegra en flestra hag- kerfa meginlandsins, fjárfestingar munu að mati Economist örugglega ekki skaðast við inngöngu í evru- svæðið og kauphöllin mun hagnast, hvort sem Bretland verður innan eða utan EMU. Spurningin um hvort hag- sveiflan er á „réttum" stað felst í grundvallaratriðum í því, hvaða kostn- að Bretar munu þurfa að bera við það að vera neyddir til að lifa við sömu skammtímavexti og íbúar meginlands- ins. Hvaða áhrif inngangan mun hafa á fimmta atriðið - atvinnuástandið - mun að miklu leyti vera háð hinni vaxtastigsstýrðu hagsveiflu. Skil- greiningin á því hvar hún er stödd mun því segja mest til um hvenær stjórnin telji tímann vera kominn til að drífa í inngöngu í myntbandalagið. Blair gaf í skyn í þingræðunni 23. febrúar að brezka hagsveiflan hefði færzt nær meginlandssveiflunni frá því Brown fjármálaráðherra hélt sína ræðu haustið 1997. Þá voru viðmiðun- arvextir brezka seðlabankans 7% en sambærilegir vextir í Þýzkalandi 3,3%. Nú, þegar verðbólga í Bretlandi hefur fallið nærri því niður að sama marki og í Þýzkalandi, hef- ur það sama gerzt með vaxtastigið. Brezku vext- irnir eru núna 5,5% en vextirnir sem Evrópski seðlabankinn ákvað eftir stofnun evrunnar um ára- mótin eru 3%. Enn er þó eftir að taka ákvarðanir um framkvæmdaatriði inngöngu Bret- ÁHRIFAMENN í gjaldeyrisviðskiptum i evruna velkomna á táknrænan hátt þegi mótin. Hér ganga þeir Joseph Willett, M menn gjaldreyrisviðskipta hjá Merrill seðil af stærri gerðinni inn í höfuðstöð\ hvort þeir eigi að skipta sterlingspundir vii þí gí gi ríl ál ai UC m er gc af fo se si bl ui Ul te bi m m fy h( fli þ< ui ui þ< n Ul E úi m ui þí si m al á b ai ní w si fo B sí I! TONY Blair ítrekaði á þingi evr- ópskra sósíalista á þriðjudag ásetning brezku stjórnarinnar um að koma Bretlandi inn í EMU ef aðstæður leyfa. lands í EMU. Það er til dæmis gert ráð fyrir því í aðildarskilyrðum Ma- astricht-sáttmálans, að gjaldmiðill væntanlegs þátttökuríkis í mynt- bandalaginu hafi verið skráður í Gengissamstarf Evrópu (ERM) í a.m.k. tvö ár áður en af samruna við Evrópumyntina getur orðið. Brezk stjórnvöld ætla sér alls ekki að skrá pundið í ERM en ráðamenn evru- svæðisins munu vafalaust krefjast þess að gengi pundsins verði tengt evrunni á einn eða annan hátt. Yrði að breyta fyrirmælum til Englandsbanka Til að gera það mögulegt yrði brezka stjórnin að breyta fyrirmælum sínum til bankastjómar Englands- banka, sem hefur þau pólitísku fyrir- mæli að taka ákvarðanir um vexti með tilliti til verðbólguáhrifa, en ekki til þess að halda genginu stöðugu. Stjórnin hefur neitað að hafa uppi nokkur áform um að skipta yfir í gengismiðaða vaxtastefnu. Patricia Hewitt, aðstoðarefnahags- málaráðherra stjórnarinnar, lét svo um mælt í gær, að það væri ekkert annað en „heimskulegt" að biðja Eng- landsbanka um að taka upp gengis- miðaða vaxtastefnu eða að stefna að nánari tengingu við hagstjórnarstefnu evru-svæðisins og hún mælti eindreg- ið með því að ekki yrði - hvikað frá verðbólgumið- aðri vaxtastefnu í Bret- landi. Spurningin um hvort evru-undirbúningsáætlun stjórnarinnar hafi gert brezku þjóðina líklegri til að sam- þykkja inngöngu landsins í EMU er opin, en nýleg skoðanakönnun bendir til að þrátt fyrir neikvæða afstöðu flestra fjölmiðla og háværa andstöðu Breskt e1 hagslíf sv anlegra flest hagl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.