Morgunblaðið - 04.03.1999, Page 36

Morgunblaðið - 04.03.1999, Page 36
36 FIMMTUDAGUR 4. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. BRYNT AÐ BÆTA KJÖR ÖRYRKJA KJÖR flestra öryrkja eru mjög bágborin samkvæmt upplýsingum, sem komu fram á fundi Sjálfsbjargar sl. sunnudag. Fram kom í máli Hörpu Njáls, félagsfræð- ings hjá Hjálparstarfi kirkjunnar, að 74% af nær 8.000 ör- yrkjum í landinu fengju 45 þúsund krónur á mánuði frá ríkinu, grunnlífeyri og tekjutryggingu. Hún kvað öryrkja fátækan þjóðfélagshóp, sem með engu móti gæti látið enda ná saman. Vakti hún athygli á ýmsum skerðingará- kvæðum, sem bitnuðu á greiðslum til öryrkja. Má þar nefna, að öryrki er sviptur heimilisuppbót búi einhver í íbúð hjá honum, t.d. barn hans, og það sama á við leigi hann herbergi inni í íbúð hjá óskyldum. Þetta er byggt á því, að öryrkinn njóti fjárhagslegs ávinnings af sambýli við aðra. Öryrkjum, sem leita aðstoðar Hjálparstarfs kirkjunnar, hefur fjölgað mikið síðustu árin og eru þeir nú milli 1.100 og 1.300 á ári. „Þetta er fólk, sem hefur tekjur, sem duga ekki út mánuðinn, fólk, sem kemur til að fá mat í poka til þess að lifa af. Það eru sjálfsögð mannréttindi, að hið op- inbera ákvarði laun öryrkja, svo þeir geti lifað mannsæm- andi lífi. Það er ljóst, að grunnurinn í stefnu stjórnvalda um lágmarkslaun og framfærslu er brostinn,“ sagði Harpa Njáls. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra kvað ekki hægt að setja alla öryrkja í landinu undir einn hatt, því kjör þeirra væru mjög mismunandi. Brýnt væri að ná vel- ferðarsáttmála meðal þjóðarinnar næstu fjögur ár og brýnast að nálgast þá, sem verst væru settir. Heilbrigðis- ráðherra benti á, að hámarksbætur hefðu hækkað úr 47 þúsund krónum í 66 þúsund krónur síðastliðin fjögur ár. Hann kvað 20 þúsund króna hækkun á mánuði til öryrkja kosta ríkissjóð 7,5 milljarða á ári. Auðvitað er það alveg rétt hjá heilbrigðisráðherra, að það er ekki hægt að setja alla öryrkja undir sama hatt. Það skiptir t.d. máli fyrir afkomu þeirra hvort þeir eiga skuldlausa íbúð eða ekki. Heimilisaðstæður að öðru leyti skipta einnig máli. Það er hins vegar ekki hægt að loka augunum fyrir þeim upplýsingum, sem fram komu hjá starfsmanni Hjálparstarfs kirkjunnar. Þótt sú umbreyt- ing hafi orðið í íslenzku þjóðfélagi á rúmlega hálfri öld, að mikill minnihluti þjóðarinnar býr við svo bág kjör, má það ekki verða til þess að sá minnihluti gleymist. Það er því miður svo, að þegar meirihluti þjóða býr við viðunandi lífskjör og vel það er hætta á að tiltölulega fámennir minnihlutahópar gleymist. Það á að vera tiltölulega auðvelt að fínna út hverjir í hópi öryrkja eru verst settir. Aðgerðir til þess að bæta kjör þeirra munu ekki kosta þá mörgu milljarða, sem um er rætt, ef hækkun verður á greiðslum til allra öryrkja, hverjar svo sem aðstæður þeirra eru. I þessu sambandi er ástæða til að minna enn einu sinni á mál, sem Morgunblaðið hefur ítrekað fjallað um á und- anförnum vikum, sem er það ranglæti, sem í því felst, að sparnaður öryrkja leiði til skerðingar á bótum, þegar hann er kominn yfír ákveðið hámark, og að máli skiptir, hvort sá sparnaður er í peningum eða ígildi peninga eða í annars konar eignum. Stjórnvöld geta ekki horft þegjandi á það ranglæti, sem í þessu felst. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðis- og tryggingaráð- herra hefur sýnt það í ráðherratíð sinni, að hún ber fyrir brjósti hag þeirra, sem minnst mega sín í þjóðfélagi okk- ar. Ráðherrann á að beita áhrifum sínum til þess, að nú þegar verði gerðar þær lágmarksráðstafanir, sem nauð- synlegar eru til þess að bæta kjör þeirra, sem verst eru settir í hópi öryrkja. Vafalaust munu talsmenn öryrkja gera athugasemdir við það, að munur sé gerður á stöðu þeirra eftir efnahag, og vísa til þess að örorkubætur séu svo lágar, að þær geti tæpast lægri verið. Undir það sjónarmið má taka. Á hinn bóginn er ljóst, miðað við þær tölur, sem nefndar hafa verið, að eigi úrlausn að nást fram fyrir hina verst settu nú þegar verður að gera þarna einhvern greinarmun á. Þegar til lengri tíma er litið er hins vegar ljóst að gera verður ráðstafanir til að bæta kjör allra öryrkja. Undirbúningur Bretlands fyrir þátttöku í myntbandalagi ESB Hringir Blair útfararbjöll- um pundsins? ✓ I vikunni sem leið kynnti Tony Blair, forsæt- isráðherra Bretlands, áætlun ríkisstjórnar sinnar sem miðar að því að búa brezkt stjórnkerfí og efnahagslíf undir að skipta pundinu út fyrir evruna, hinn sameiginlega Evrópugjaldmiðil. Auðunn Arnórsson kynnti sér áætlunina og viðbrögð við henni. TONY Blair, forsætisráð- herra Bretlands, hóf í lið- inni viku að „hringja jarðar- fararbjöllum sterl- ingspundsins", að minnsta kosti að sögn blaðanna Daily Telegraph og Sun, sem brugðust með þessum orð- um við kynningu Blairs á víðtækri áætlun ríkisstjómar Verkamanna- flokksins sem miðar að því að búa brezkt stjórnkerfí og efnahagslíf und- ir að vera viðbúið að skipta pundinu út fyrir evruna, hinn sameiginlega Evrópugjaldmiðil, yrði ákvörðun tek- in um inngöngu Bretlands í Efna- hags- og myntbandalag Evrópusam- bandsins (EMU). Rupert Murdoch-blöðin Times og Daily Mail tóku enn dýpra í árinni og úthrópuðu Blair hiklaust sem fóður- landssvikara. Að eyða skattfé í að búa landið undir að skipta út pundinu væri „viðurstyggileg misbeiting valds“ (Daily Mail). Times varaði við „sögulegum mistökum". Og Sun opn- aði símalínu til að safna „heilu her- skörunum" til björgunar pundinu og hótaði því að Blair gæti „auðveldlega orðið hataðasti forsætisráðherra Bretlands frá upphafi“. En felst, þegar að er gáð, einhver raunveruleg stefnubreyting í þessari nýju evru-undirbúningsáætlun Blair- stjórnarinnar? Blair reyndi sjálfur að gera sem minnst úr því í ræðu sinni í neðri deild þingsins. „Það sem við til- kynnum í dag,“ sagði hann, „er ekki stefnubreyting. Við skiptum aðeins um gír.“ Þessi „gírskipting" markar þó tví- mælalaust nokkur tímamót í Evrópu- stefnu Bretlands. Línumar hafa skýrzt í deilunni um hvort Bretar eigi að sækjast eftir EMU-aðild eða ekki. Þrátt fýrir að Blair kjósi jafnan að tjá sig mjög varlega hvað þátttöku Breta í nánari samruna Evrópu áhrærir hefur evm-undirbúningsáætlunin sett stjórnina í þau spor, að hún kemst ekki hjá því lengur að axla hlutverk málsvara inngöngu Bret- lands í EMU. Blair lýsti því yfir að stjórnin væri „í grundvallaratriðum" íylgjandi því að Bretland yrði aðili að „vel heppn- uðu“ myntbandalagi. En hvort af að- ildinni verður sagði hann eftir sem áður háð samþykki í þjóðaratkvæða- greiðslu, sem líklegast er að fari fram eftir næstu þingkosningar. Þær fara væntanlega fram árið 2001. Og stjómin muni þá aðeins mæla með því við þjóðina að ganga í mynt- bandalagið að því gefnu að brezkur efnahagur standist þau fimm próf, sem Gordon Brown fjármálaráðherra lýsti í þingræðu í október 1997. Á þingi evrópskra sósíalista, sem fram fór í Mílanó á þriðju- dag, ítrekaði Blair þá stefnu stjórnar sinnar að ætla að koma Bretlandi í myntbandalagið þegar að- stæður leyfðu. Hann sagði hinn sameiginlega gjald- miðil ýta undir stöðugleika í álfunni en hann kæmi ekki í staðinn fyrir umbætur í fjármálastjórn ESB-ríkj- anna. Tímaritið The Economist segir Gengi punds- ins tengt evr- unni á einn eða annan hátt „gírskiptinguna" benda til að Blair „vonist nú til að geta þrýst Bretum lít- ið eitt hraðar upp að ‘hinu peninga- lega altari". En hversu miklu nær færir þetta Bretland þátttöku í Efnahags- og myntbandalaginu? Eins og sjá má af ofangreindum viðbrögðum brezku dagblaðanna telja þau hina nýju áætl- un stjórnarinnar færa þennan mögu- leika miklum mun nær. Gjaldeyris- markaðir og kauphallarspekingar virðast vera á sömu skoðun. Eiga æsileg viðbrögð við? En sumir spyija sig hvort þessi æsilegu viðbrögð eigi við. „Burtséð frá loforði stjómarinnar um að eyða svolitlum peningum innihélt áætlunin ekkert sem ekki var þegar vitað eða íyrirsjáanlegt,“ skrifar Economist. Blair segir enn að allt sé þetta kom- ið undir þjóðaratkvæðagreiðslu og út- komunni úr efnahagsprófunum fimm. Stjórnin muni vilja ganga inn ef hag- sveiflan í Bretlandi sé á um það bil sama stigi og hagsveiflan á evru- svæðinu; í öðru lagi að tryggt sé að inngangan skaði ekki kauphöllina í City, stærsta verðbréfamarkað Evr- ópu; í þriðja lagi að hún ýti undir fjár- festingar í landinu; í fjórða lagi að hún muni ekki kosta störf og loks ef brezk- ur efnahagur er nægilega „sveigjan- legur“ til að geta aðlagað sig efna- hagssveiflum innan evru-svæðisins, eftir að af inngöngu er orðið. Reikna má með að ríkisstjórnin geti auðveldlega afgreitt skilyrðin um sveigjanleika, fjárfestingar og kaup- höllina í Lundúnum. Brezkt efnahags- líf er sveigjanlegra en flestra hag- kerfa meginlandsins, fjárfestingar munu að mati Economist örugglega ekki skaðast við inngöngu í evru- svæðið og kauphöllin mun hagnast, hvort sem Bretland verður innan eða utan EMU. Spurningin um hvort hag- sveiflan er á „réttum“ stað felst í grundvallaratriðum í því, hvaða kostn- að Bretar munu þurfa að bera við það að vera neyddir til að lifa við sömu skammtímavexti og íbúar meginlands- ins. Hvaða áhrif inngangan mun hafa á fimmta atriðið - atvinnuástandið - mun að miklu leyti vera háð hinni vaxtastigsstýrðu hagsveiflu. Skil- greiningin á því hvar hún er stödd mun því segja mest til um hvenær stjórnin telji tímann vera kominn til að drífa í inngöngu í myntbandalagið. Blair gaf í skyn í þingræðunni 23. febrúar að brezka hagsveiflan hefði færzt nær meginlandssveiflunni frá því Brown fjármálaráðherra hélt sína ræðu haustið 1997. Þá voru viðmiðun- arvextir brezka seðlabankans 7% en sambærilegir vextir í Þýzkalandi 3,3%. Nú, þegar verðbólga í Bretlandi hefur fallið nærri því niður að sama marki og í Þýzkalandi, hef- ur það sama gerzt með vaxtastigið. Brezku vext- irnir eru núna 5,5% en vextimir sem Evrópski seðlabankinn ákvað eftir stofnun evi-unnar um ára- mótin eru 3%. Enn er þó eftir að taka ákvarðanir um framkvæmdaatriði inngöngu Bret- Reuters ÁHRIFAMENN í gjaldeyrisviðskiptum í kauphöllinni í Lundúnum buðu evruna velkomna á táknrænan hátt þegar hún varð að veruleika um ára- mótin. Hér ganga þeir Joseph Willett, Mike Marks og Mitch Shivers, yfir- menn gjaldreyrisviðskipta hjá Merrill Lynch-bankanum, með 500-evru seðil af stærri gerðinni inn í höfuðstöðvarnar í City. Tekizt er á um það hvort þeir eigi að skipta sterlingspundinu út fyrir hina nýju Evrópumynt. TONY Blair ítrekaði á þingi evr- ópskra sósíalista á þriðjudag ásetning brezku stjórnarinnar um að koma Bretlandi inn í EMU ef aðstæður leyfa. lands í EMU. Það er til dæmis gert ráð fyrir því í aðildarskilyrðum Ma- astricht-sáttmálans, að gjaldmiðill væntanlegs þátttökuríkis í mynt- bandalaginu hafi verið skráður í Gengissamstarf Evrópu (ERM) í a.m.k. tvö ár áður en af samruna við Evrópumyntina getur orðið. Brezk stjórnvöld ætla sér alls ekki að skrá pundið í ERM en ráðamenn evru- svæðisins munu vafalaust krefjast þess að gengi pundsins verði tengt evrunni á einn eða annan hátt. Yrði að breyta fyrirmælum til Englandsbanka Til að gera það mögulegt yrði brezka stjórnin að breyta lyrirmælum sínum til bankastjórnar Englands- banka, sem hefur þau pólitísku íyrir- mæli að taka ákvarðanir um vexti með tilliti til verðbólguáhrifa, en ekki til þess að halda genginu stöðugu. Stjórnin hefur neitað að hafa uppi nokkur áform um að skipta yfir í gengismiðaða vaxtastefnu. Patricia Hewitt, aðstoðarefnahags- málaráðherra stjórnarinnar, lét svo um mælt í gær, að það væri ekkert annað en „heimskulegt" að biðja Eng- landsbanka um að taka upp gengis- miðaða vaxtastefnu eða að stefna að nánari tengingu við hagstjórnarstefnu evru-svæðisins og hún mælti eindreg- ið með því að ekki yrði hvikað frá verðbólgumið- aðri vaxtastefnu í Bret- landi. Spurningin um hvort evru-undirbúningsáætlun stjórnarinnar hafi gert brezku þjóðina líklegri til að sam- þykkja inngöngu landsins í EMU er opin, en nýleg skoðanakönnun bendir til að þrátt fyrir neikvæða afstöðu flestra fjölmiðla og háværa andstöðu vissra þrýstihópa við myntbandalags- þátttöku Bretlands geti það gert gæfumuninn til að meirihluti Breta greiði atkvæði með inngöngunni að ríkisstjómin leggist hiklaust og ákveðið á sveif með inngöngusinnum. Evrópusinnar gegn EMU Línur milli „stríðandi fylkinga" í áróðursstríðinu með og á móti EMU- þátttöku Bretlands hafa skýrzt nokk- uð. En til marks um hve margar myndir þetta áróðursstríð tekur á sig er stofnun nýs baráttuhóps gegn inn- göngu, sem nokkrir nafntogaðir menn af miðju brezkra stjórnmála stofnuðu formlega á mánudag. Þessi hópur, sem hefur David Owen lávarð sem sinn helzta talsmann, ætlar nú að blanda sér í umræðuna undir merkj- um „Evrópusinna gegn EMU“. Hóp- urinn, sem kallar sig „Ný Evrópa“, telur sig „Evrópusinnaðan", en telur brezkum hagsmunum bezt borgið með því að landið haldi sig utan við myntbandalagið, að minnsta kosti fyi'st um sinn. Owen lávarður var utanríkisráð- herra í ríkisstjórn Verkamanna- flokksins í kring um árið 1980 og er þekktur „Evrópusinni", en hann hef- ur ekki tekið virkan þátt í stjórnmál- um um nokkurt skeið. En það var þekktur fyrrverandi ráðherra Ihaldsflokksins, James Prior lávarð- ur, sem var í forsvari fyrir „Nýrri Evrópu“ á blaðamannafundi í Lund- únum á mánudaginn. „Eg verð áfram mikill stuðningsmaður samrunaþró- unarinnar í Evrópu. (...) En ég tel að það sé rétt fyrir Bretland að halda sig utan við myntbandalagið, í það minnsta í dágóðan tíma, ef ekki um alla framtíð," sagði Prior, sem þar til á síðasta ári starfaði sem fram- kvæmdastjóri vinnuveitendasamtak- anna GEC. Áður fyrr var hann einn nánasti samstarfsmaður Sir Ed- wards Heath, eins mesta Evrópu- sinnans í Ihaldsflokknum sem var forsætisráðherra Bretlands þegar Bretar gengu í Evrópubandalagið á sínum tíma, árið 1973. Sagði Prior Bretland ekki vera tilbúið að undir- gangast eins náinn pólitískan sam- runa og fælist í mynt- bandalagsaðildinni. Einn félagsmanna, Hea- ly lávarður, spáði því að sögn Daily Telegraph að myntbandalagið myndi hrynja áður en kæmi að því að Blair-stjórninni gæfist færi á að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um inngöngu í það. •Ilciniildir: The Economist, Reuters, The Daily Telegi'aph, Der Spiegel. Breskt efna- hagslíf sveigj- anlegra en flest hagkerfi FIMMTUDAGUR 4. MARZ 1999 37. S Islensk stjórnvöld ákváðu að undirrita ekki Kyoto-bókunina Samningatækni réð því að bókunin var ekki undirrituð Halldór Þorgeirsson, að- alsamningamaður Is- lands á loftslagsráðstefn- um Sameinuðu þjóðanna, telur að ákvörðun ís- lenskra stjórnvalda, að undirrita ekki Kyoto- bókunina, muni tefja fyr- ir því að Island nái fram samningsmarkmiðum sínum. Atök urðu um þessa ákvörðun í stjórn- kerfínu. Egill Ólafsson kannaði hvað lá að baki ákvörðun íslenskra stjórnvalda. ÍKISSTJÓRNIN tók í síð- ustu viku ákvörðun um að undirrita ekki Kyoto-bókun- ina að sinni. Bæði utanríkis- ráðhen’a og umhverfisráðhen’a segja þó að það sé yfirlýst stefna ríkisstjórn- arinnai’ að Island gerist aðili að bókun- inni. Utanríkisráðhen’a segir að það sé órökrétt að undirrita bókunina núna því það væri fallið til þess að veikja til- trú viðsemjenda okkar í þeim viðræð- um sem við eigum um útfærslu á hinu svokallaða „íslenska ákvæði". I umræðum um kosti og galla þess að undÚTÍta Kyoto-bókunina gæth’ stundum misskilnings á því hvað þessi Kyoto-bókun er. Um er að ræða bókun við loftslagssamning Sameinuðu þjóð- anna, sem undirritaður var 1992 og gekk í gildi 21. mai-s 1994. ísland á að- ild að loftslagssamningnum og þó við undirritum ekki Kyoto-bókunina nú eigum við áfram aðild að loftslags- samningnum og tökum áfram fullan þátt í viðræðum um Kyoto-bókunina eða aðra viðauka við samninginn. Nokkur ár í að bókunin öðlist gildi Samkomulagið sem náðist í Kyoto í Japan fól í sér að iðnríkin skuldbundu sig til að draga úr losun gróðurhúsa- lofttegunda sem svarar að meðaltali röskum 5% miðað við það sem var árið 1990. Þrjú ríki fengu svigrúm til aukn- ingar og er ísland í þeim hópi með 10% aukningu. Evrópusambandið ætl- ar hins vegar að draga úr losun aðild- arríkja sinna um 8% frá því sem var árið 1990. Til að bókunin öðlist gildi þurfa þjóðþing aðildarríkjanna að sam- þykkja hana. Til að bókunin öðlist lagagildi þarf að liggja fyrir staðfest- ing 55 aðildarríkja að loftslagssamn- ingnum og þar á meðal iðnríkja, sam- kvæmt viðauka I við samninginn, sem samtals losa a.m.k. 55% þess koldí- oxíðs sem fellur til hjá sömu ríkjum. Enn hefur ekkert ríki, sem tekur á sig skuldbindingar samkvæmt bókuninni, staðfest hana. Erfitt er að sjá fyrir hvenær staðfesting aðildarríkjanna verður komin það langt að Kyoto-bók- unin öðlast gildi. Það sem líklegt er að ráði mestu um það er árangur af næstu aðildarríkjaráðstefnu sem haldin verður á næsta ári. Á ráðstefn- unni verður fjallað um svokölluð sveigjanleikaákvæði bókunarinnar, m.a. um viðskipti með losunarkvóta og sameiginlega fram- kvæmd. Flest iðnríkin ætla ekki að leggja bókun- ina fyrir þjóðþing sín til staðfestingar fyrr en eftir ráðstefnuna. Fæstir eiga því von á að bókunin öðlist gildi fyrr en í fyrsta lagi árið 2002. Frestur til 15. mars Á Kyoto-ráðstefnunni varð að sam- komulagi milli aðildarþjóðanna að gefa þeim eitt ár til að taka ákvörðun um að LOFTSLAG í sumuin stórborgum er stundum svo mengað að íbúar þurfa að nota grímur. undirrita bókunina. Þessi frestur renn- ur út 15. mars nk. Ríki sem ekki undir- rita fyrh’ 15. mars hafa áfram mögu- leika á að gerast stofnaðilar, svo fremi sem þau gerast aðilar áður en bókunin öðlast gildi. Eftir að þessi frestur er liðinn verður ákvörðun um aðild ein- göngu tekin af Alþingi. Ríkisstjórnin mun því ekki getað undirritað bókun- ina og lagt hana í kjölfarið fyrir Al- þingi. Undirritun bókunarinnar hefur enga skuldbindandi þýðingu fyrir að- ildarríki samningsins. Almennt er litið svo á að í undirritun felist pólitísk yf- irlýsing um að viðkomandi ríkisstjórn muni leggja bókunina fyrir þjóðþingið til þess að afla heimildar til að full- gilda hana. Útfærsla á íslenska ákvæðinu óljós Möguleikar íslands til að standa við ákvæði Kyoto-bókunarinnar eru tak- markaðir. Útlit er fyrir að losun gróð- urhúsalofttegunda á íslandi verði 46% meiri árið 2010 en hún var árið 1990 og er þá ekki reiknað með byggingu ál- vers á Austurlandi. Á Kyoto-ráðstefnunni var að frum- kvæði Islands bætt við bókunina vilja- yfirlýsingu þar sem segir að litið verði á aðstæður aðila „þar sem einstök verkefni mundu hafa umtalsverð hlut- fallsleg áhrif á losun á skuldbindingar- tímabilinu...“ Frá því ráðstefnunni lauk hefur ver- ið unnið að því að útfæra þetta ákvæði. Islenska ríkisstjórnin vonaðist eftir að umfjöllun um þetta atriði lyki á lofts- lagsráðstefnunni í Buenos Aires sl. haust, en það gekk ekki eftir. Rök ís- lenskra stjórnvalda í þessu máli hafa m.a. verið þau að ekki sé rétt að takmarka möguleika íslands til að nýta endurnýjanlegar orkulindir til orkufrekrar stóriðju. Stuðla beri að því að slík stóriðja noti orku sem sé fram- leidd með endurnýjanlegum orkulind- um frekar en brennslu jarðefnaelds- neytis. Island hefur einnig bent á að möguleikar okkai’ til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda séu takmark- aðir vegna þess að íslendingar hafi gripið til aðgerða til að nýta jarðhita til húshitunar fyrir viðmiðunarárið 1990. Ef hús væru enn hituð upp með olíu væri losun hér á landi 40% meiri en hún er í dag. íslensk stjórnvöld hafa einnig bent á að vegna smæðar hagkerfisins hafi einstakar framkvæmdir meiri áhrif á stöðu landsins en annarra stærri hag- kerfa. Nýtt 180 þúsund tonna álver myndi t.d. auka losun gi’óðurhúsaloft- tegunda um 11% hér á landi, en álver af sömu stærð í Bandaríkjunum myndi auka losun Bandaríkjamanna um 0,007% og er þá miðað við sömu tækni við framleiðslu rafmagns og notuð er hér á landi. Þá ber einnig að hafa í huga að raforka sem framleidd er með kolum losar sjöfalt meira af gróður- húsalofttegundum en orka sem fram- leidd er með vatnsafli. Sjónarmið íslands njóta skilnings Halldór Þorgeirsson, sem verið hef- ur aðalsamningamaður Islands í við- ræðum um Kyoto-bókunina, segir að sjónarmið Islands mæti skilningi hjá öðrum aðildarþjóðum Rammasam- komulagsins. Meira að segja ríki sem hafi lýst andstöðu við „íslenska ákvæð- ið“ svokallaða hafi viðurkennt að þarna sé vandi á ferðum sem mæta þurfi með einhverjum hætti. Bandaríkin hafa tekið jákvætt í til- lögu íslands. Efasemda hefur gætt hjá Evrópusambandinu og Kanada, en undanfarið hafa íslensk stjórnvöld lagt áherslu á að kynna sjónarmið sín bet- ur fyrir fulltrúum þessara ríkja. Allar ákvarðanir sem teknar eru á þessum vettvangi verður að taka með sam- komulagi allra aðildarríkjanna. Þetta gerir eðlilega það að verkum að langan tíma tekur að fá fram niðurstöðu. Aðildarþjóðimai’ eru fæstar tilbúnar til að afgreiða eitt mál nema fyrir liggi afstaða til annan-a mála sem þau hafa hagsmuni af að nái fram að ganga. Það er því almennt talið að niðurstaða fáist ekki í umræður um íslenska ákvæðið fyrr en samkomulag næst um hvernig viðskiptum með losunarkvóta verður hagað. Fundur verður um þessi mál í Þýskalandi í sumar, en fæstir eiga von á að þar verði nein mál endanlega af- greidd, heldur verði þau látin bíða til næstu aðildarríkjaráðstefnu árið 2000. Spurning um saniningatækni Islensk stjórnvöld hafa alla tíð frá því ráðstefnunni í Kyoto lauk lýst því yfir að útfærsla á íslenska ákvæðinu væri forsenda fyrir því að Island gerist aðili að Kyoto-bókuninni. Þar sem útfærsla á því verður ekki ljós fyrr en á næsta ári stóðu íslensk stjórnvöld frammi fyrir þeirri spurn- ingu hvort undirrita ætti bókunina áð- ur en þau hefðu náð samningsmark- miðum sínum. Um þetta voirn talsverð átök milli samningamanna íslands og milli ráðuneytanna. Innan umhverfis- ráðuneytisins var það sjónarmið ríkj- andi að við ættum að undirrita bókun- .. ina núna, en bæði utanríkisráðherra og forsætisráðheixa voru því andvígir. Segja má að átökin hafi snúist um hvaða samningatækni ætti að nota. Þeir sem vildu bíða með að undirrita bókunina töldu að undirritun nú væri fallin til þess að veikja samningsstöðu íslands. Með því væri verið að senda viðsemjendum okkar röng skilaboð, sem sé þau að við sættum okkur við bókunina þrátt fyrir að við hefðum ekki náð fram útfærslu á íslenska ákvæðinu sem við sættum okkur við. Þeir sem töldu skynsamlegra að und- irrita strax bentu aftur á móti á að við hefðum gert skýra grein fyrir vanda- málum okkar og hvernig ætti að leysa þau með íslenska ákvæðinu. Við hefð- um einfaldlega getað vísað til þessai-a athugasemda okkar með undirski’ift- inni. Þeir sem voru þessarar skoðunar bentu ennfremur á að við værum að byggja málflutning okkar á bókuninni sjálfri og úrlausn okkai’ mála byggðist á velvild annarra þjóða til sjónarmiða íslands. Halldór Þorgeirsson sagði að það væri sitt mat að þessi ákvörðun ís- lensku ríkisstjórnarinnar tefði fyrir því að Island næði fram samnings- markmiðum sínum. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um ákvörðun- ina. Önnur OECD-ríki beita annarri samningatækni Öll aðildarríki OECD, nema ísland, hafa undirritað bókunina. Sumar þess- ar þjóðir, eins og t.d. Bandaríkjamenn, telja sig hafa verulega hagsmuni af því að ná fram rúmum útfærslum á ákvæðum um losunarkvóta. Banda- ríkjamenn hafa hins vegar kosið að undirrita bókunina þrátt fyrir að hafa ekki enn náð samningsmarkmiðum sínum. Island er því eina ríkið sem kýs að beita þeirri samningatækni að und- irrita ekki bókunina. I umræðum um þetta mál síðustu daga hafa þeir sem gagnrýnt hafa ákvörðun ríkisstjórnarinnai’ m.a. bent á að Island sé að einangra sig í um- ræðu um umhverfismál og að hætta sé á að landið verði dæmt með mestu um- hverfissóðum heimsins. I þessu sam- bandi er rétt að hafa í huga að OECD- ríkin eru þau ríki heimsins sem bera ábyrgð á stæstum hluta mengunar í heiminum. Jafnframt er rétt að ítreka að við verðum áfram fullir þátttakend- ur í umræðum um Kyoto-bókunina. Við erum því ekki að einangra okkur frá umræðum um þessi mál. Það er svo annað mál hvaða þýðingu þessi ákvörðun hefur fyrir ímynd - landsins, sem hefur viljað halda því fram að hér sé gengið af skynsemi um auðlindir og ísland sé bæði hreint land og laust við ýmis þau mengunarvanda- mál sem hrjá önnur ríki Vesturlanda. Hér skiptir miklu máli að fulltrúum ís- lands takist að útskýra fyrir umheim- inum sjónarmið landsins í þessu máli. , Tökum áfram fullan þátt í umræðum um bókunina Horfur á að við getum ekki staðið við bókunina

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.